Morgunblaðið - 15.06.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á föstudag birti Alþingi nefndarálit
allsherjar- og menntamálanefndar
um frumvarp dómsmálaráðherra um
fjárhagslega endurskipulagningu at-
vinnufyrirtækja. Frumvarpið er
hluti af aðgerðapakka stjórnvalda og
miðar að því að bjóða fyrirtækjum í
tímabundnum rekstrarvanda upp á
tiltölulega einfalda leið til að fá
greiðsluskjól og semja við kröfuhafa
um endurskipulagningu rekstrar.
Nefndarálitið bendir til þess að
ýmsar breytingar verði gerðar á
upphaflegu frumvarpi, í takt við
ábendingar hagsmunasamtaka og
sérfræðinga úr ýmsum áttum. Meðal
þeirra sem allsherjarnefnd fékk á
sinn fund til að rýna í frumvarpið er
Ingibjörg Björnsdóttir, lögmaður
hjá Samtökum atvinnulífsins. Hún
segir frumvarpið vera að taka á sig
góða mynd og greinilegt að þingið
hafi tekið tillit til þeirra ábendinga
sem bárust. „Það hjálpaði að ráðu-
neytið fékk hagsmunaaðila snemma
að borðinu. Fengum við að koma at-
hugasemdum á framfæri við undir-
búning frumvarpsins og gátum þar
bent á ýmis atriði sem þurfti að lag-
færa ef frumvarpið ætti að hjálpa
fyrirtækjum eins og stefnt er að. Er
útlit fyrir að frumvarpið muni skapa
mjög gott úrræði til að gera fyrir-
tækjum mögulegt að vinna úr
rekstrarvanda sem skapaðist vegna
kórónuveirufaraldursins og gera það
á öruggan og skilvirkan hátt.“
Núgildandi úrræði þung í vöfum
Af áliti allsherjarnefndar má m.a.
skilja að frumvarpið muni ná til ein-
yrkja, þ.e. lögaðila með einn eða
fleiri launþega, en í upphaflegu
frumvarpi dómsmálaráðherra var
kveðið á um að úrræðið næði aðeins
til fyrirtækja með fleiri en einn
starfsmann. Björg Ásta Þórðardótt-
ir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnað-
arins, segir brýnt að ákvæði frum-
varpsins gildi einnig um einyrkja
enda mynda þeir stóran hluta af at-
vinnulífinu og eru t.d. um 500 ein-
yrkjar innan raða SI. „Einyrkjar eru
ekki síður viðkvæmir fyrir áföllum
eins og veirufaraldrinum og eiga
sjaldnast í djúpa sjóði að sækja,“
segir hún.
Björg minnir á að samhliða frum-
varpi um fjárhagslega endurskipu-
lagningu atvinnufyrirtækja hafi rík-
isstjórnin lagt fram frumvarp sem á
að sporna gegn misnotkun á hluta-
félagaforminu og kennitöluflakki.
„Það frumvarp kveður á um að heim-
ilt sé að setja einstaklinga í tíma-
bundið bann frá þátttöku í stjórnun
hlutafélaga, þ.e. atvinnurekstrar-
bann, og takmarkar það möguleika
eigenda á að velja kennitöluflakk
sem leið úr rekstrarvanda.“
Björg bætir við að þótt frumvarp
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu sé hugsað sem tímabundið úr-
ræði gæti það orðið atvinnulífinu til
góðs ef ákvæði frumvarpsins öðlast
varanlegt gildi. „Þau úrræði sem
fyrirtækjum í vanda hafa staðið til
boða hingað til: að fá hefðbundna
greiðslustöðvun eða fara fram á
nauðasamninga, geta verið þung í
vöfum og kostnaðarsöm. Nýja frum-
varpið býður upp á skilvirkari leið en
áður hefur þekkst hérlendis sem
gefur fyrirtækjum í fjárhagserfði-
leikum um leið möguleika á að halda
áfram starfsemi.“
Ingibjörg tekur í sama streng og
segir að með þeim úrræðum sem
frumvarpið skapar megi vernda
bæði hagsmuni skuldara og kröfu-
hafa betur: „Það samræmist hags-
munum hvorra tveggja, og hags-
munum samfélagsins, að vernda þau
verðmæti sem hafa myndast í
rekstrinum en mikilvægt er að
tryggja jafnræði kröfuhafa við frá-
vik frá reglum gjaldþrotaskipta-
laga,“ segir hún. „Nýja frumvarpið
þýðir að fyrirtækjum standa til boða
fjórir möguleikar vegna rekstrar-
vanda af völdum kórónuveirufarald-
ursins: þau geta farið í greiðsluskjól
án frekari ráðstafana; farið í frjálsa
samninga við kröfuhafa meðan á
greiðsluskjóli stendur – sem er það
sem flest fyrirtæki munu líklega
nýta sér; þau geta gert einfaldaðan
nauðasamning eða hafið hefðbundn-
ar nauðasamningsumleitanir.“
Að því sögðu þá eru enn nokkur
atriði í frumvarpinu sem Alþingi
mætti taka til nánari skoðunar.
Björg bendir á að til að fyrirtæki
geti fengið skjól samkvæmt ákvæð-
um nýja frumvarpsins þurfi að hafa
orðið meira en 75% tekjusamdráttur
hjá þeim. „En við vitum af fyrirtækj-
um sem eiga í verulegum rekstrar-
vandræðum þótt tekjusamdráttur-
inn hafi orðið minni en 75%. Hér er
líka ósamræmi við önnur úrræði
stjórnvalda, eins og hlutabætur sem
sækja má um við 35% tekjufall og
stuðningslán sem má fá við 40%
tekjufall,“ segir Björg og þykir
vanta betri rökstuðning fyrir því að
miða við 75% tekjusamdrátt enda
virðist talan ekki byggð á faglegu
mati á þeim rekstrarvanda sem inn-
lend fyrirtæki glíma við í augnablik-
inu.
Í sameiginlegri umsögn SA, SI,
SAF og Litla Íslands er einnig lagt
til að fyrirtæki geti lagt beiðni um
fjárhagslega endurskipulagningu
inn með rafrænum hætti, og að úr-
ræði frumvarpsins nái líka til fyrir-
tækjasamstæðna. Í umsögninni er
jafnframt bent á nauðsyn skatta-
legrar eftirgjafar vegna skuldaaf-
skrifta sem samið er um á grundvelli
þessa úrræðis. Ef kröfuhafar gefa
eftir hluta af skuldum myndi það
reiknast sem tekjur í bókhaldi fyrir-
tækisins sem um ræðir og auka
skattbyrði þess sem því nemur. Það
dregur svo úr möguleikum félagsins
til þess að koma sér aftur á flot. Eðli-
legast væri því, að mati samtakanna,
að hagnaður vegna afskrifta skulda
yrði skattfrjáls.
Mætti gilda til frambúðar
Morgunblaðið/Eggert
Kröggur Hagsmunasamtök
fyrirtækja binda miklar vonir
við frumvarpið. Ingibjörg
Björnsdóttir segir það sam-
ræmast hagsmunum kröfu-
hafa, eigenda fyrirtækja og
samfélagsins að vernda þau
verðmæti sem fyrirtæki hafa
myndað með rekstri sínum.
Ánægja er með þá mynd sem er að komast á frumvarp um tímabundið úrræði
til að auðvelda fyrirtækjum í rekstrarvanda að endurskipuleggja rekstur sinn
Hnökrar
» Fyrirtæki þurfa að hafa orð-
ið fyrir 75% tekjusamdrætti til
að nýta úrræði frumvarpsins.
» Þetta hlutfall gæti verið of
hátt og virðist ekki byggjast á
faglegu mati.
» Óæskilegt ef fyrirtæki í
vanda þurfa að greiða hagnað
sem skapast í bókhaldi vegna
afskrifta skulda.
Björg Ásta
Þórðardóttir
Ingibjörg
Björnsdóttir
15. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 134.47
Sterlingspund 169.63
Kanadadalur 99.2
Dönsk króna 20.403
Norsk króna 14.028
Sænsk króna 14.481
Svissn. franki 142.0
Japanskt jen 1.2519
SDR 185.96
Evra 152.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.1439
Hrávöruverð
Gull 1735.85 ($/únsa)
Ál 1582.0 ($/tonn) LME
Hráolía 37.88 ($/fatið) Brent
● Tveir áhrifamiklir þingmenn vinna nú
að því að leggja fyrir Bandaríkjaþing
nýtt frumvarp sem miðar að því að auka
sjálfstæði bandarísku flugmálastjórn-
arinnar (FAA) við
mat á öryggi nýrra
flugvéla. Að sögn
Reuters eru það
repúblikaninn Rog-
er Wicker og
demókratinn Maria
Cantwell sem
standa að frum-
varpinu en bæði
eru í forystu-
hlutverkum í við-
skiptanefnd öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings.
Frumvarpið á að koma í veg fyrir að
flugvélaframleiðendur geti haft óeðlileg
áhrif á vottunarferli stofnunarinnar.
Verði frumvarpið að lögum mun það
veita FAA heimild til að ráða til sín eða
losa sig við starfsmenn Boeing sem
fengnir eru til að sinna vottunarstörfum
fyrir hönd stofnunarinnar, auk þess að
FAA verður heimilað að ráða sérstaka
öryggisráðgjafa til starfa.
Jafnframt kveður frumvarpið á um að
með reglulegu millibili fari fram víð-
tækar úttektir á störfum stofnunar-
innar, auk þess að FAA fær heimild til að
ráðstafa 150 milljónum dala á komandi
tíu árum til að þjálfa og ráða til sín sér-
fræðinga sem þróa munu tæknistaðla
fyrir nýjar lausnir flugvélaframleiðenda.
Eins og Morgunblaðið hefur fjallað
um hefur FAA sætt mikilli gagnrýni fyrir
vinnubrögð sín við vottun bandarísku
Boeing 737 MAX-þotnanna. Tvær 737
MAX-farþegaflugvélar fórust með
stuttu millibili árin 2018 og 2019 og létu
346 manns lífið í slysunum. Hefur notk-
un flugvélanna verið bönnuð um allan
heim frá því í mars á síðasta ári og sitja
nú um 790 flugvélar óhreyfðar á með-
an fundin er ásættanleg lausn á hönn-
unargallanum sem talinn er hafa valdið
slysunum tveimur. ai@mbl.is
Endurskoða reglur um
öryggisvottun flugvéla
Fastar 737 MAX-
þotur Boeing hafa
verið kyrrsettar í
u.þ.b. 15 mánuði.
STUTT