Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 17

Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 FRÁBÆR TILBOÐ Verð frá 990 ISK HAPPY HOUR 15 to 18.00 VEGAN- OG GRÆNMETISRET TIR Í B OÐ I Hádegistilboð kr. 990 - 1.990 Kl. 11:00 - 14:30 Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990 Kl. 18:00 - 21:00 B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S Réttindamál eldri borgara utan vinnu- markaðar eru óvið- unandi hér á landi. Óánægja er mikil og óhjákvæmilegt virðist að stjórnmálin komi málefnum þeirra í gott horf sem friður gæti orðið um. Hér er minnst á fjögur helstu kerfin: Félags- málakerfi verkalýðsfélaganna, al- mannatryggingakerfið, lífeyr- issjóðakerfið og sjúkratryggingar. Af þessum kerfum eru sjúkra- tryggingar í bestu horfi og verða ekki ræddar frekar hér; allir njóta jafnra trygginga svipað og í ná- grannaríkjunum, þótt þær mættu taka mikið meiri þátt í ýmsum kostnaði við heilbrigðismál – sem er dýr málaflokkur fyrir þennan aldurshóp og hann hefur ekki í önn- ur hús að venda. Félagsmálakerfi verkalýðsfélaganna Verkalýðsfélögin hafa í sívaxandi mæli samið um félagslegar lausnir í stað krónutöluhækkana. Þannig hefur velferðarkerfið þróast fyrir hluta þjóðarinnar með- an nýfrjálshyggjan hefur hindrað að ríkið hafi forystu í þessu efni og þannig að kerfin nái til allra. Atvinnurekendur greiða nú um 4% ofan á heildarlaun launafólks á vinnumarkaði í fé- lagslega sjóði og eru helstir: Orlofssjóður, sjúkrasjóður, endur- menntunarsjóður/nám- skeiðssjóður og virkn- isjóður (aðgangur að Virk). Hins vegar greiðir launafólk nálægt 0,7% af heildarlaunum sínum til verkalýðsfélaganna, ekki síst til reksturs og stjórnsýslu þessara sjóða. Við starfslok missa launþegar öll réttindi í þessum sjóðum með fáum undantekningum og einvörðungu að því er varðar víkjandi orlofs- húsarétt. Engu að síður eru þeir aldrei mikilvægari en eftir starfs- lok; sjúkrasjóður af því að sjúkra- kostnaður eykst með vaxandi aldri og aðrir sjóðir – því gera þarf öldr- uðum mögulegt að vera áfram virk- ir í þjóðfélaginu þótt vinnuframlagi sé lokið. Réttindaleysi í endur- menntunarsjóðum/námskeiðs- sjóðum, virknisjóðum og orlofs- sjóðum neyðir eldri borgara til einangrunar, bæði beinlínis vegna kostnaðar, sem sjóðirnir myndu annars dekka – og þannig að fé- lagsstarf þeirra getur ekki verið meðal almennings og verða þeir því að sinna því í eigin hópi við aðrar aðstæður en fólk á vinnumarkaði. Þarf ekki að nefna hversu mik- ilvægt það er fyrir alla aldurshópa að vera saman í félagsstarfi og sú hugmynd að eldri borgarar eigi ekki að vera sýnilegir í samfélaginu er engum samboðin. Þá myndi full félagsleg þátttaka eldri borgara stórefla rekstur aðila sem veita fé- lagslega þjónustu, hvort sem um er að ræða líkamsræktarstöðvar, bridsklúbba, bókmenntaklúbba eða golffélög. Kjarni málsins er sá að eldri borgarar og raunar allir utan vinnumarkaðar þyrftu að hafa að- gang að félagsmálakerfum verka- lýðsfélaganna og þurfa meira á þeim að halda en aðrir. Ef aðild þeirra að sjóðunum yrði að veru- leika mætti miða við að fólk væri í þjónustu hjá því verkalýðsfélagi sem það greiddi til við starfslok, en stofna þarf sérstakt félagsmálafé- lag fyrir þá sem eru utan verka- lýðsfélaga – og er þá einkum átt við verktaka-launþega. Kostnaður af þessu yrði veruleg- ur og hlyti að falla á ríkið í nútíma- legu almannatryggingakerfi. Almannatryggingakerfið Um fjórðungur eldri borgara nýtur ekki almannatrygginga og mikill meirihluti fær skertar greiðslur. Þessu þarf að breyta. Al- mannatryggingar þurfa að vera fyrir alla eins og í nágrannaríkj- unum og er hjá okkur í sjúkra- tryggingum. Til viðbótar almanna- tryggingum þarf svo að hafa kerfi félagslegrar aðstoðar sem getur verið með mismikinn stuðning eftir aðstæðum hvers og eins. Greiðslur Tryggingastofnunar sem hafa ekki aðrar tekjur en félagslegar eru allt of lágar og samkvæmt rannsóknum býr hátt hlutfall eldri borgara við fátækt. Því verður að breyta. Nú eru í gangi málaferli Gráa hersins vegna skerðinga og einnig er nauðsynlegt að fá úrskurð dóm- stóla á réttmæti þess að hækkanir greiðslna hafa ekki fylgt launa- vísitölu. Þá gæti þurft að taka ákveðið á fleiri málum. Lífeyrissjóðakerfið Lífeyrissjóðakerfið er sífellt að koma sterkara inn – en minnt skal á að réttindi eldri borgara eru mjög mismikil. Þannig hafa einyrkjar, listamenn, hark-samfélagið og at- vinnurekendur sem taka sér lítil laun oft afar lítil réttindi – og hætt er við að þessir hópar stækki eftir því sem fleiri launþegar verða á verktakagreiðslum, sem er vaxandi tilhneiging, t.d. í tækni- og lista- geirunum. Lokaorð Með breyttu samfélagi þarf að þróa félagsmálakerfin og tryggja að enginn falli utan þeirra. Eldri borgarar eiga stór verkefni fram- undan. Þeir þurfa að stunda áróð- ur, málaferli – og jafnvel mótmæli til að tryggja rétt sinn. Það virðist ekkert gerast af sjálfu sér. Réttindi eldri borgara í félagslegum kerfum Eftir Hauk Arnþórsson »Eldri borgarar eru réttlausir í félags- málakerfum verkalýðs- félaganna – en þyrftu samt sterkara félagsnet en aðrir þjóðfélags- hópar Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórn- sýslufræðingur. haukura@haukura.is Réttindi eldri borgara utan vinnumarkaðar Staða réttinda í helstu félagslegum kerfum Félagsleg kerfi Réttindi Félagsmálakerfi verkalýðsfélaganna Engin Almannatrygginga- kerfið Frá engum til fullra Lífeyrissjóðakerfið Frá litlum til mikilla Sjúkratryggingar Jöfn fyrir alla Þegar lög nr. 23/ 2020 voru sett í mars 2020 var umræðan öll á einn veg þannig að fyrirtæki og launþeg- ar gætu gert með sér sérstakan ráðning- arsamning fyrir tíma- bilið 15. mars til 1. júní. Mörg fyrirtæki útfærðu þessa leið þannig að launþegar voru ráðnir í 25% starf á þessu tímabili og áttu laun- þegarnir í staðinn að sækja um „hlutabætur“ að 75% í staðinn frá Vinnumálastofnun. Í lögunum er reyndar rætt um „atvinnuleys- isbætur“ en ekki „hlutabætur“ eins og umræðan gaf tilefni til að ætla. Launþegar skrifuðu undir breytta ráðningarsamninga í fullri vissu um að laun fyrir þetta tímabil kæmu frá tveimur aðilum, þ.e. vinnuveit- anda og Vinnumálastofnun. Aldrei var rætt um aðrar skerðingar en þær sem lögin tilgreina, þ.e. há- marksupphæðir launa frá vinnu- veitanda og „atvinnuleysisbætur“ frá Vmst. mættu ekki nema hærri upphæð en 700 þúsund krónum en þó gert ráð fyrir að samanlögð laun og bætur yfir 400 þúsund krónum yrðu að hámarki 90% af fyrri laun- um. Samanlögð laun og bætur und- ir 400 þús. kr. áttu ekki að skerðast samkvæmt texta laganna. Laun- þegar töldu sig þannig vera með það á hreinu að laun þeirra myndu ekki skerðast meira á tímabilinu en ákvæði laganna gaf tilefni til að ætla. Er heimilt að draga t.d. ellilíf- eyri frá launum launþega? Við síðustu útborgun samkvæmt ákvæðum laga nr. 23/2020 brá svo við, að launþegar sem jafnframt eru orðnir ellilífeyrisþegar fá skerðingu á launum sínum sem nemur ellilífeyrinum. Hverju sætir þetta? Fólk, sem er að vinna eftir að 67 ára aldri er náð, fær ekki skert laun á vinnumarkaðnum vegna þess að það er komið á ellilífeyr- isaldur. Fólk fær sín kjarasamningsbundnu laun án tillits til þess hvort það fær ellilíf- eyri eða ekki. Engin heimild er fyrir því í lögum um vinnumark- aðinn að hýrudraga ellilífeyrisþega sem halda áfram að vinna á meðan heilsa þeirra leyfir. Af hverju er það heimilt við þessar aðstæður? Ég þykist viss um, að varla nokkur alþing- ismaður, sem greiddi þessari laga- setningu atkvæði sitt, hafi áttað sig á þessari slægð. Reynt hefur verið að óska eftir skýringum frá Vinnu- málastofnun, en slíkum tilmælum er einfaldlega ekki svarað. Við, sem erum í þessari stöðu og fáum fyrir maímánuð aðeins hluta af þeim launum okkar, sem við sömdum um að greidd yrðu samkvæmt ákvæð- um laga nr. 23/2020, erum illa svik- in. Gaman væri að heyra frá þeim sem settu þessi lög hvort þau hafi öll verið meðvituð um þessa aðför að launafólki sem jafnframt fær greiddan ellilífeyri? Var hlutabótaleiðin blekking fyrir 67 ára og eldri? Eftir Guðmund Inga Gunnlaugsson » Launþegar sem komnir eru á ellilíf- eyrisaldur virðast vera hýrudregnir vegna elli- lífeyris í „hlutabótaleið- inni“. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Höfundur er á hlutabótum vegna Covid 19. gig@rang.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.