Morgunblaðið - 15.06.2020, Side 32
#TILFYRIRMYNDAR
Gríman, Íslensku sviðslistaverðlaunin, verður afhent við
hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Að
vanda verður sjónvarpað beint frá viðburðinum. Veitt eru
verðlaun í 18 flokkum auk heiðursverðlauna Sviðslista-
sambands Íslands og samtals hlutu 88 listamenn og sýn-
ingar tilnefningar þetta árið. Uppfærsla Þjóðleikhússins
á Atómstöðinni – endurliti í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur
hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar eða 12. Ítarlega
er fjallað um úrslitin í blaðinu á morgun auk þess sem
rætt er við heiðursverðlaunahafa ársins.
Gríman 2020 afhent í beinni í kvöld
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Fyrstu umferðinni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta lauk
með sjö marka slag ÍBV og Þróttar í Vestmannaeyjum í
gær. Fylkiskonur eru sigurvegarar umferðarinnar en
þær lögðu að velli öflugt lið Selfyssinga sem hefur ætl-
að sér stóra hluti á þessu Íslandsmóti. »26
Sjö mörk í Eyjum og Fylkiskonur
sigurvegarar fyrstu umferðar
ÍÞRÓTTIR MENNING
fornleifum, bókakosti og þá hugar-
fari.
Mikill fjöldi varðveittra dánarbúa
kom Má skemmtilega á óvart.
„Þarna er þverskurður af þjóðinni,“
segir hann og vísar til þess að upp-
lýsingar séu um auðugt fólk en líka
einstaklinga sem höfðu hvorki til
hnífs né skeiðar, og allt þar á milli.
„Skráning eftirlátinna eigna fór
aðallega fram vegna arfsins en ætti
fólk nánast ekki neitt var þetta gert
til að sjá hvort ekki mætti kosta
hluta útfararinnar.“ Hann segir að
gullöld þessara gagna hafi verið frá
um 1820 til um 1870 en á því tímabili
liggja fyrir upplýsingar um næstum
þriðja hvern látinn Íslending frá tví-
tugu til níræðs. Sambærileg gögn
séu til víða í nágrannalöndum, ekki
síst í Svíþjóð, en til dæmis í Noregi
séu þau mestmegnis um vel stætt
fólk.
Már segir að gögnin sem slík séu
tiltölulega aðgengileg, en vonlaust
sé að leita að skjölum sem varða
ákveðna einstaklinga eða bæi. „Ég
hafði lengi vitað af þessum papp-
írum en þegar ég fór að skoða þá
fyrir alvöru sá ég strax að nauðsyn-
legt væri að gera leitarbæra skrá yf-
ir einstaklingana til þess að aðrir
gætu nýtt sér gögnin. Vonandi verða
einhverjir ánægðir!“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skráin „Leitarbær“ yfir varðveitt
dánarbú fólks á Íslandi frá miðri 18.
öld fram í byrjun 20. aldar verður
gerð aðgengileg á veraldarvef á
haustmánuðum. Már Jónsson, pró-
fessor í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands, hefur unnið við að taka saman
þessi gögn undanfarinn áratug og
lauk því verki á dögunum.
Stofninn úr skránni er unninn upp
úr pappírum í skjalasöfnum sýslu-
manna á Þjóðskjalasafni, þar sem
dánarbú, uppboð og arfaskipti er að
finna í nokkur hundruð bindum og
enn fleiri kössum. Már útskýrir að
væru erfingjar ungir eða fjarverandi
bar hreppstjórum og sýslumönnum
að gera nákvæma skrá yfir eigur
fólks við andlátið, svo sem fatnað,
bækur, búsáhöld, verkfæri og
skepnur. Engu mátti sleppa. „Upp-
lýsingar liggja fyrir um rúmlega 33
þúsund manns,“ segir hann. Til hlið-
ar við skrásetninguna hefur hann
gefið út fjórar bækur með sýnis-
hornum úr þessum efnivið og gerir
sér vonir um að þær verði fleiri.
„Ómetanlegar upplýsingar um
einstaklinga og hagi þeirra eru í
gögnunum,“ segir Már. Í skránni
verði á einfaldan hátt hægt að finna
það sem til er um einstaklinga, bæi
og sóknir en jafnframt megi leita
eftir aldri og eignastöðu. Þar að auki
hafi Þjóðskjalasafn nú þegar lagt út
nokkuð af stafrænum myndum af
skiptabókum og dánarbúum, sem þá
megi í framhaldinu nýta en að öðr-
um kosti fara á safnið.
Ódrepandi áhugi
Ódrepandi áhugi á fortíðinni held-
ur Má við efnið og raunar þykir hon-
um ekkert skemmtilegra en að
vinna með skjöl, enda fastagestur á
Þjóðskjalasafninu frá því í febrúar
1978. Hann segir að afar mikilvægt
sé að sagan gleymist ekki og enn
mikilvægara sé að afla nýrrar þekk-
ingar en ekki bara jórtra á því sem
fólk þykist vita. „Í dánarbúum er
margt mjög áhugavert um kjör fólks
af öllum stigum,“ segir hann, og full-
yrðir að skráin muni gagnast fróð-
leiksfúsum almenningi og fræði-
mönnum á öllum sviðum, ekki síst
um ættfræði og byggðasögu, en líka
við athuganir á efnismenningu og
Þverskurður þjóðar
Upplýsingar um 33.000 dánarbú aðgengilegar í Leitarbæ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hólavallagarður Már Jónsson við leiði langalangömmu sinnar, Kristínar
Ólínu Þorvaldsdóttur, sem lést í Reykjavík 27. nóvember 1879, 46 ára göm-
ul. Hún hafði eignast átta börn og lifðu fjögur. Dánarbú hennar er varðveitt,
skráð 20. apríl 1880, og þremur vikum síðar var mestur hluti eignanna seld-
ur á uppboði fyrir ríflega 500 krónur. Upphæðin hrökk ekki fyrir skuldum.