Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 8
Thomas Hauki Stefansson Lechler fannst ekki nóg að vera með stúdentspróf frá þýskum skóla í Brussel. Hann lagði hart að sér til þess að fá íslenska stúdentshúfu á kollinn og útskrifaðist nýlega úr Versló. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fjölskyldan fagnaði íslenska stúdentsprófinu við heimkomu Thomasar til Brussel. Christian Sverrir, Stefan og Katrín eru stolt af Thomasi Hauki sem lagði mikið á sig til að fá stúdentspróf frá Versló. „Á árinu mínu voru um fjörutíu nemendur en 270 á lokaárinu í Versló. Það er stór munur á öllu. Skólinn minn í Brussel er líka grunnskóli þannig að ég er búinn að vera með sömu krökk- unum í skóla frá byrjun og mig langaði að prófa eitthvað alveg nýtt. En auðvitað eru strákarnir úr skólanum mínum eins og bræður mínir og við erum í daglegu sambandi. Ég er einmitt núna að heimsækja vini mína úr skólanum sem búa í Þýskalandi.“ Thomas vildi ekki sætta sig við að vera eins og venjulegur skiptinemi, sem ekki fær Flestum menntaskólakrökkum finnst alvegnóg að taka eitt stúdentspróf. ThomasHaukur Stefansson Lechler ákvað hins vegar að taka tvö. Hann var staddur í Þýska- landi þegar blaðamaður sló á þráðinn yfir hafið til að forvitnast um hvað varð til þess að hann bætti við sig öðru stúdentsprófi. Thomas Haukur er sonur hjónanna Katrínar A. Sverrisdóttur og Stefans Lechler, sem starfa bæði í Brussel. Þar er Thomas fædd- ur og uppalinn, og á hann einn fjórtán ára bróður, Christian Sverri. Thomas segist upplifa sig sem Íslend- ing þegar hann er hér á landi og Þjóðverja þegar hann er í Þýska- landi. „Í Belgíu er ég blanda. Ef einhver spyr mig veit ég aldr- ei hverju ég eigi að svara. Ég segi yfirleitt að ég sé fæddur og upp- alinn í Brussel og pæli annars lítið í þessu.“ Foreldrarnir hafa haldið báðum tungumálunum að bræðrunum alla tíð, og talar Thomas lýtalausa íslensku. „Við tölum íslensku og þýsku á heimilinu og ég gekk í þýskan einkaskóla. Svo tala ég líka ensku, frönsku og smá flæmsku. Mamma var mjög dugleg að viðhalda íslenskunni hjá okkur og okkur datt ekki í hug að svara henni öðruvísi en á íslensku. Pabbi skilur íslensku rosalega vel en stundum veit ég ekki hvort hann skilur alveg allt,“ segir Thomas og hlær. Fjölskyldan heldur góðu sam- bandi við ættingja og vini á Íslandi og kemur heim öll sumur og jól. „Stemningin á Íslandi er öðruvísi en í Belgíu, sérstaklega um jólin,“ segir hann og segir íslensku jólin mun jólalegri og há- tíðlegri en þau belgísku. Að vera íslenskur unglingur Það eru ansi mörg ár síðan Thomas fékk þá hugmynd að prófa að upplifa að ganga í íslensk- an skóla. „Mig langaði alltaf að fara í skóla á Íslandi og fyrst var planið að ég færi eitt ár í grunn- skóla en það gekk ekki upp. Ég útskrifaðist úr menntaskóla sautján ára í Brussel og fannst ég heldur ungur til að hefja háskólanám. Mér fannst það því frábær hugmynd að fara heim og fara í Versló ef það væri möguleiki. Mig langaði að prófa að búa á Íslandi í eitt ár og prófa félagslífið með íslenskum krökkum,“ segir hann og bætir við: „Mig langaði að prófa að vera íslenskur unglingur.“ Thomas segir menntaskólann sinn í Brussel alls ekki dæmigerðan fyrir belgískan mennta- skóla, en þar var allt kennt á þýsku og skólinn afar lítill. prófskirteini að loknu skiptinemaárinu. „Mig langaði í stúdentshúfuna. Mig langaði að vera einn af þeim, vera hluti af hópnum.“ Til þess að láta þann draum rætast þurfti Thomas að leggja töluvert á sig því hann þurfti að standast sömu kröfur og samnemendur hans í Versló. „Fyrir rúmlega tveimur árum hafði ég sam- band við Versló og fékk að vita hvað ég þurfti að gera til þess að komast inn á síðasta árið og fá að útskrifast. Mér var sagt að ég þyrfti að taka alla íslenskuna og bókfærslu í sérnámi,“ segir Thomas og þurfti því að taka þau fög í tvö ár, meðfram námi sínu í Brussel. „Það var smá vinna. Ég lærði íslensku og bókfærslu á hverjum degi. Í fyrra vorum við fjölskyldan til dæmis í fríi í Berlín og ég þurfti að læra allan tímann undir bók- færslupróf á meðan fjölskyldan var úti að skemmta sér. Þetta var viku áður en skólinn byrjaði og ég varð að ná þessu prófi. Þetta var tæpt og mikil pressa að ná þessu, en það gekk vel.“ Versló er allt annar heimur Thomas flutti til Íslands í ágúst í fyrra og bjó þá hjá Stínu móðursystur sinni. Hann hóf nám í Versló og settist á skólabekk með íslenskum unglingum og þekkti ekki sálu. „Mér var mjög vel tekið og var mjög ánægður. Það var auðvitað allt nýtt fyr- ir mér og ég kynntist fleirum á einni viku en á tíu árum á undan. Versló er allt annar heimur en gamli skólinn minn,“ segir hann. „Í þýska skólanum er maður meira stressaður og þar er meiri agi og pressa. Versló er meiri- háttar skóli. Þar var allt meira afslappað þó námið sé mjög krefjandi og andinn í skólanum frábær. Ég þurfti auðvitað að læra mik- ið en það var ekki þessi pressa sem ég þekkti frá Brussel. Það var mjög gam- an að labba inn í skólann og fara í tíma og kennararnir allir mjög þægilegir,“ segir hann. „Svo reyndi ég að stunda félagslífið eins og hægt var. Félagslífið hér og þar er ekki sam- bærilegt. Það er ekki hægt að bera saman menninguna,“ segir hann. Thomas segist hafa lagt áherslu á að njóta lífsins, frekar en að sökkva sér ofan í skólabæk- urnar, enda var ekki markmiðið að reyna að ná sem hæstu einkunnum. „Ég var kominn með stúdentspróf þannig að ég hugsaði þetta öðruvísi. Það fór líka orka í það að kynnast þessari menningu þannig að skóla- námið þurfti ekki að vera aðalatriðið. Mig lang- aði bara að ná öllu en svo gekk mér bara mjög vel.“ Töff að vera með stúdentshúfu Kórónuveiran setti stórt strik í reikinginn hjá Thomas, sem og öðrum jarðarbúum. Hann ákvað að vera áfram á Íslandi og stundaði þá fjarnám eins og aðrir menntaskólanemendur. Hann segir það vissulega hafa verið svekkjandi að hafa ekki getað klárað skólaárið á venjulegan máta. „Ég var í einum áfanga þar sem við áttum að stofna fyrirtæki og ég og vinir mínir fórum að framleiða ís. En við gátum ekki haldið áfram með það út af kórónuveirunni því við máttum ekki vera í neinum eldhúsum,“ segir hann. Thomas segist hafa ákveðið að vera áfram á Íslandi, enda allt lokað í Brussel og útgöngu- bann. „Þar þurftu allir að vera með grímu og mér fannst betra að vera áfram á Íslandi.“ Thomas segir útskriftina hafa verið mjög skemmtilega þrátt fyrir að breyta þurfti öllu fyrirkomulaginu vegna kórónuveirunnar. „Þetta var rosa gaman og hátíðlegt. For- eldrar máttu vera fyrir utan skólann en mamma og pabbi fylgdust með í gegnum streymi,“ segir hann en Katrín og Stefan ætluðu að vera við- stödd en komust ekki til landsins vegna ástandsins. Hvernig tilfinning var það svo að fá íslensku stúdentshúfuna? „Hún var geggjuð. Alveg frábær. Töff að vera með stúdentshúfu.“ Thomas hélt upp á daginn með ömmu, afa og móðursystkinum sínum og bekkjarfélögum um kvöldið og hélt svo heim til Brussel nokkrum dögum síðar. Reyndar segir hann heimferðina hafa verið ákveðið ævintýri því það reyndist ekki létt að komast á leiðarenda og endaði hann í langferð í gegnum Svíþjóð og svo Frankfurt. „Mér fannst bara skipta máli að sjá mömmu og pabba og auðvitað bróður minn sem fyrst.“ Skráður í Háskóla Íslands Thomas er að vonum ánægður með áfangann og segir það skipta sig miklu máli að tilheyra þess- um útskriftarhópi. „Ég mun halda sambandi við þessa vini “ segir hann en fjölskyldan er einmitt á leið til Íslands seinna í sumar. „Nú er ég bara í Þýskalandi með vinum mínum því síðustu sumur var ég alltaf í fjarnámi. Það er kominn tími til að slappa af og hugsa um hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ segir Thomas. „Ég skráði mig í hagfræði í Háskóla Íslands í haust til vonar og vara en planið var að taka eins árs frí frá námi og vinna. En ef ég fæ ekki vinnu, því það er ekki auðvelt nú á þessum tím- um, er gott að vera skráður. Mér finnst hag- fræðin spennandi. Þannig að mögulega verð ég hér næstu árin.“ Mig langaði í stúdents- húfuna Ljósmynd/Ljósmyndir Rutar og Lilju ’Mér var mjög vel tekið og varmjög ánægður. Það var auðvit-að allt nýtt fyrir mér og ég kynnt-ist fleirum á einni viku en á tíu ár- um á undan. Versló er allt annar heimur en gamli skólinn minn. VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.