Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 Fyrsta apríl 2008 lét mynd-bandssíðan YouTube netverjahlaupa apríl. Notast var við smellbeitu þar sem fólk hélt að það væri að fara að horfa á eitt af myndböndunum á forsíðu síðunnar. Í stað þess að sjá rétt myndband birtist tónlistarmyndband frá 9. áratugnum við lagið Never Gonna Give You Up með tónlistarmann- inum Rick Ast- ley. Aðdragandinn að aprílgabbinu var að á þessum árum var vin- sælt að gefa upp hlekk á int- ernetinu af spennandi mynd- bandi. Í stað þess að sjá mynd- bandið lentu netverjar á fyrrnefndu tónlistarmyndbandi og skömmuðust sín með rentu að hafa verið plataðir til að ýta á hlekkinn. Kallaðist þetta „rickrolling“ og var ég ósjaldan gabbaður á mínum yngri árum sem olli mér mikilli gremju. Myndbandið með Rick Astley varð að því sem kallast „meme“ (borið fram „mím“) og hefur ekki enn öðlast íslenskt heiti þó sumir kalli það jarm (því me-me er auðvit- að hljóðið sem kindurnar gefa frá sér). Fyrir flestum eru jörm fyndin myndbönd eða myndir sem ganga manna á milli á netinu. Netverjar skemmta sér og öðrum stundum við að skrifa fyndna texta við jörmin og dreifa um netheima. Síðan YouTube „rickrúllaði“ mannskapinn árið 2008 og hafa jörmin orðið stærri og stærri hluti af lífi fólks. Rétt eins og fleiri nota netið á hverjum degi þá skilja fleiri hvað átt sé við með einungis fyndn- ar myndir og myndbönd sem ganga manna á milli á netinu. Raunar var hugtakið sett fram löngu áður en veraldarvefurinn var fundinn upp. Hugmyndir eins og gen Árið 1976 gaf erfðalíffræðing- urinn Richard Dawkins út áhrifamikla bók sem kallast The Selfish Gene. Þar útlistar hann sýn sína á þróunarkenn- ingu Darwins. Vildi Dawkins líta á genið, ekki einstakling- inn eða tegundina, sem ein- ingu þróunarinnar. Það séu því eiginleikar gensins sem ákvarði hvort það dreifist meðal einstaklinga og haldi sér í genasafninu í gegnum kynslóðirnar. Genin segir Dawkins vera sjálfselsk, þ.e. „hugsi“ bara um sjálf sig. Það þýðir þó að það geti verið í hag hvers einstaklings að láta sig aðra varða, því að þeir gætu jú borið sömu gen og viðkomandi. Gen fyrir vænt- umþykju í garð skyldmenna – þeir eru líklegri til bera sömu gen – munu því dreifast um tiltekna tegund því þau hjálpa öðrum genum einstaklingsins að dreifa sér. Í lok bókarinnar viðurkennir Dawkins að kenning hans út- skýri ekki fullkomlega alla hegðun mannskepnunnar. Hún sé undir áhrifum menningar, rétt eins og gena. Segir Dawkins að ákveðnar hugmyndir eða menningareiningar dreifi sér manna á milli rétt eins og genin. Ólíkt genunum þurfi einstakling- urinn ekki að fjölga sér heldur ein- ungis að segja öðrum frá hugmynd- inni, t.d. að Guð sé til. Ef einstaklingurinn tekur upp hug- myndina, fer t.d. að trúa á Guð, þá hefur hann dreift menningareining- unni. En Dawkins þurfti almennilegt nafn á þessa menningareiningu. Einingarnar dreifast þegar einn lík- ir eftir öðrum og því ákvað hann að nota „mimeme“ sem kemur af grísku rótinni fyrir orðið eftirlíking. Dawkins vildi hins vegar orð í lík- ingu við enska orðið yfir gen, „gene,“ og úr varð orðið „meme“. Eins og sníkjudýr „Meme“ eða það sem ég hef til þessa þýtt sem jarm á því við um allar menningarlegar hugmyndir sem dreifast manna á milli, óháð því hvort það er á internetinu eða ekki. Hugmyndin um að Guð sé til er því jarm. Kynþáttahatur er jarm. Tíska er mjög gott dæmi um jarm. Dawkins lýsir hverju jarmi sem eins konar sníkjudýri sem kemur sér fyrir í heila einstaklinga til þess eins að fjölga sér. Fjölgunin fer fram með því að einstaklingurinn tjáir sig og segir öðrum frá jarminu. Þá nær það fótfestu í næsta heila og dreifir sér þannig um meðal fólks. Dawkins segir dreifinguna vera eins og þegar veirur dreifa sér manna á milli. Það á vel við í dag því jörm eru oft sögð hafa orðið „viral“ á net- inu. Ólikt genum geta jörm bæði haft áhrif á mun fleiri einstaklinga og í mun lengri tíma. Aristóteles, sem var uppi fyrir um 2300 árum, á kannski eitt eða tvö gen í nokkrum afkomenda sinna. Hugmyndir, eða jörm, hans lifa þó enn þann dag í dag og hafa áhrif á líf milljarða. En óvíst er hversu stórt jarmið á að vera. Er hugmyndin um guð eitt jarm? Eða á að skipta því upp í búta þannig að það að guð sé á himnum sé eitt jarm, annað að hann sé með skegg, enn annað að hann stjórni öllu því sem gerist í heiminum og það fjórða að hann hafi skapað him- in og jörð á sex dögum og hvílt sig á þeim sjöunda? Þá breytast jörmin þegar þau dreifast á milli ein- staklinga sem móta þau með sinni reynslu og hugmyndum, oft óafvit- andi, og sameina jafnvel öðrum jörmum. Til er fræðigrein sem rannsakar menningu mannfólksins út frá þess- um kenningum. Kallast hún „meme- tics“ sem gæti útlagst sem jarm- fræði á íslensku. Þó að jarmfræðin eigi sér marga stuðningsmenn þá er hún ekki í hávegum höfð og sagt að kenningin á bak við hana standist ekki fræðilega skoðun. Allir geta orðið að jarmi Hvað sem þessu líður þá komst jarmshugtakið ekki í meg- instreymið fyrr en internetið komst í mikla notkun meðal almennings og netverjar urðu til. Nú geta allir orð- ið að jarmi, ekki bara hugmyndir. Tveir bræður, þriggja ára og eins árs, urðu að einu frægasta jarmi sögunnar árið 2007 þegar faðir þeirra náði samskiptum þeirra á myndband. Í myndabandinu bítur sá yngri, Charlie, bróður sinn, Harry, þegar hann setur fingur sinn upp í hann. „Charlie beit mig,“ seg- ir Harry þá og stingur puttanum aftur upp í Charlie sem bítur aftur, enn fastar en áður. Á meðan hlær Charlie. Faðirinn setti myndbandið á YouTube og fór það eins og eldur í sinu um netheima og hefur verið horft á það í 874 milljón skipti og var um tíma vinsælasta myndaband YouTube. Enginn er óhultur. Jarmið fer víða Í dag kannast flestir við hugtakið „meme“ og tengja það við fyndnar myndir og myndbönd sem dreifa sér um netheima. En hugtakið á sér mun lengri sögu og víðtækari skírskotun. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Ferill Ricks Astley gekk í endurnýjun lífdaga þegar fólk var platað til að horfa á myndband hans. AFP Áskoranir eins og Ísfötuáskorunin eru jörm. Richard Dawkins Hellaskoðun fyrir tvo í Raufarhólshelli Gisting fyrir tvo í standard herbergi Morgunverðarhlaðborð Sumartilboðsverð: 20.600 kr. Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á hotelork.is/tilbod

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.