Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 10
Sunnudagsblaðið leitaði viðbragða Þórarins Tyrfingssonar við ásökunum um ógnarstjórn og afskipti af starfsemi framkvæmdastjórnar SÁÁ í fjöl- miðlum síðustu misseri sem eiga beina skírskotun í viðtalið hér við Sigurð. „Ég hef ekki verið í framkvæmdastjórn síðan 2011,“ sagði Þórarinn. „Ég hef ekki haft starfsaðstöðu á Sjúkrahúsinu Vogi eða öðrum starfsstöðum SÁÁ í þrjú ár og ég hætti að ganga til vinnu þar fyrir þremur árum. Ég hef unnið við ársskýrslu og gagnagrunn SÁÁ og gaf út rit í september. Það er allt og sumt.“ Þórarinn á þar við ritið Upplýs- ingar um heilbrigðisþjónustu SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga 1977- 2018 sem kom út í fyrra. Í ritinu segir meðal annars: „Eins og aðrir heilasjúkdómar er áfengis- og vímuefnasjúkdómurinn fjölþættur og taka verður á honum heildstætt og al- hliða ef góður bati á að nást: Líkam- legur; sálfræðilegur; félagslegur; and- legur og menningarlegur.“ Einnig segir að „frá stofnun samtak- anna hefur meðferðarstarfið tekið margvíslegum og miklum breytingum. Umfang meðferðarstarfsins hefur auk- ist verulega um leið og meðferðin hef- ur verið aðlöguð þörfum skjólstæðing- anna. Á hverju ári hafa verið teknar upp nýjungar í meðferðarstarfinu og sótt fram.“ Ekki komið að starfi SÁÁ VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 U m helgina fer fram aðalfundur SÁÁ og þar með kjör á for- manni en sitjandi formaður, Arnþór Jónsson, gefur ekki kost á sér. Þeir sem gefa kost á sér eru Einar Hermannsson, sem sat til skamms tíma í framkvæmdastjórn, og Þór- arinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi og fyrrverandi formaður samtakanna. Sigurður Friðriksson, fyrrverandi stjórnar- maður, segir að þegar Valgerður Rúnarsdóttir sagði af sér sem yfirlæknir á Vogi í vor hafi stór hluti starfsfólksins viljað hætta líka. Því hafi hún dregið uppsögn sína til baka. Sigurður segir að það sama muni vera uppi á tengingnum og eftir afsögn Valgerðar ef Þór- arinn ber sigur úr býtum í formannskjörinu. „Valgerður og meirihluti starfsfólksins munu hætta og SÁÁ leggst af. Það er svoleiðis í mín- um huga,“ segir hann og hefur fengið það stað- fest hjá fólki innan Vogs. Drykkjan varð erfiðari Sigurður Friðriksson, oft kallaður Diddi Frissa, byrjaði ungur að vinna á sjó. Hann er skipstjóramenntaður og varð fljótt skipstjóri. Stuttu eftir aldamótin venti hann kvæði sínu í kross og hefur starfað í ferðaþjónustu síðan, rekið bílaleigu, hótel og veitingastað. Árið 1999 fór Sigurður í meðferð við áfengis- fíkn á Vogi. Eins og með sjóinn byrjaði hann ungur að drekka. „Drykkjan varð alltaf erf- iðari og erfiðari, sérstaklega með fjölskyldu og börn. Ég taldi að það færi mér betur að vera án áfengis heldur en að vera að drekka. Ég var búinn að vera að drekka síðan ég var 14 eða 15 ára, kominn að fimmtugu í árslok 1999,“ segir hann og hefur ekki drukkið síðan. Sigurður kynnist Samtökum áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, eftir meðferðina. „Þar inni var fólk sem ég kann- aðist við. Það þróast þannig að ég fer að starfa með félagsskap sem kallast Heiðursmenn,“ segir Sigurður en Heiðursmenn eru fé- lagsskapur karla og kvenna sem hafa farið eða eiga fjölskyldumeðlimi sem hafa farið í með- ferð. „Heiðursmenn vilja koma þeim skilaboðum út í þjóðfélagið að það sé hægt að ná góðum tökum á lífi sínu þó fólk hafi misst fótanna í drykkju. Mér þótti þetta merkilegt.“ Eftir að hafa sótti fundi Heiðursmanna í tvö ár var Sig- urður beðinn um að taka að sér að sjá um fund- ina. „Hálfsmánaðarlega bjóðum við ráðherrum og ábyrgu fólki í samfélaginu og segjum frá því hvað sé að gerast í áfengis- og vímuefna- málum í þjóðfélaginu.“ Þórarinn er kóngurinn Sigurður tók fljótlega eftir því að margir ráða- menn neituðu að mæta á fundi Heiðursmanna. Ástæðan var að þar mætti þáverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir Vogs, meðferðarstofnunar- innar sem samtökin reka, Þórarinn Tyrfings- son. „Það vildi enginn í stjórnsýslunni eiga nokkur samskipti við hann. Út af hroka, yfir- gangi, frekju og mikilmennsku,“ segir Sig- urður. „Þegar ég byrjaði í Heiðursmönnum var mér sagt að passa mig á því að láta mig hverfa þegar fundurinn væri búinn. Láta aldrei taka mynd af mér. Láta aldrei sjást hver stjórnaði þessum fundum. Þetta voru skilaboð sem ég fékk um að Þórarinn sætti sig ekki við að neinn skyggði á hann,“ segir hann. „Ef þú sagðir að þú værir í SÁÁ eða í for- svari fyrir SÁÁ varstu kominn á dauðalist- ann,“ segir Sigurður og segir það hafa verið brottrekstrarsök ef tekin var mynd af mönn- um vegna samtakanna. Nefnir hann í því samhengi Gunnar Smára Egilsson, fyrrver- andi formann SÁÁ, Rúnar Frey Gíslason, Guðmund Örn Jóhannsson og Gunnar Kvar- an. „Allt þetta fólk hefur verið hrakið í burtu. Hann [Þórarinn] er kóngurinn. Hann er SÁÁ. Ef þú ert með sjálfstæða skoðun, þá átt þú ekki heima hér.“ Eiga fleiri en eitt uppsagnarbréf Sigurður hefur setið í stjórn SÁÁ síðan 2004 og tekið að sér ýmis verkefni. Þá tók hann sæti í framkvæmdastjórn árið 2013. „Þar gat ég séð nákvæmlega hvernig þetta starf fór fram. Ég sá einræðið.“ Hvernig birtist þetta einræði? „Það birtist þannig að hann er númer eitt, og hann er númer tvö og hann er númer þrjú. Hann eða menn á hans vegum gengu um og ráku starfsmenn SÁÁ. Þetta hefur gengið svona öll árin og oft hafa margir verið reknir á ári. Ef menn voru ekki undirgefnir voru þeir bara reknir. SÁÁ stóð í málaferlum við hina og þessa. Mörg málaferli voru rekin á hverju ári gegn fólki sem SÁÁ kom illa fram við. Þetta var mjög dýrt samtökunum,“ segir Sigurður og kallar þetta ofbeldisstjórnun. Hann segir að fólk sem unnið hefur lengi hjá SÁÁ eigi jafnvel fleiri en eitt uppsagnarbréf. Því sé sagt upp en margir komu síðan aftur til starfa. „Það má segja að þetta andrúmsloft eða þessi ógn vofði yfir starfsfólkinu.“ Sjálfum urðu Sigurði eitt sinn á mistök þeg- ar hann virti ekki þær reglur sem hann mátti vita að giltu. Eða að minnsta kosti gleymdi sér. Þá var Vigdís Hauksdóttir gestur Heiðurs- manna og vildi fá mynd af sér með Sigurði. Myndin var tekin og birt. „Daginn eftir hitti ég Þórarin. „Ertu ekki orðinn þreyttur á þessu, Diddi minn, viltu ekki fá þér frí frá þessu?“ segir hann. Við vorum þarna tveir. Við hættum þá með þetta ég og félagi minn. Þórarinn handvaldi einhvern í þetta sem entist ekki lengi og ég var fenginn aftur.“ Ég held að það sé framtíðin, sem er sá strúktúr sem komið hefur á SÁÁ með Valgerði. Um þetta snúast deil- urnar. Viljum við stöðnun og ofríki eða viljum við vera opin fyrir kröfum samtímans og laga starfsemina og taka tillit til gagnrýni?,“ segir Sig- urður Friðriksson um framtíð SÁÁ. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirgangur og mikilmennska Ógnarstjórn hefur viðgengist lengi innan veggja SÁÁ, að sögn Sigurðar Friðrikssonar sem sat í framkvæmdastjórn samtakanna frá árinu 2013 þar til á dögunum. Hann segir að starfsemi SÁÁ muni leggjast af beri fyrrverandi formaður og yfirlæknir sigur úr býtum í formannskosningum á aðalfundi um helgina; starfandi yfirlæknir muni ganga út sem og stór hluti starfsfólks á Vogi. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.