Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 2
Hvernig kemurðu undan þessum langa Covid-vetri? Ég er pínu lúin, ég viðurkenni það. Ég er kennari við LHÍ og þetta var erfitt tímabil en í leiðinni fundum við kennarar lausnir sem við vissum ekki áður að væru til. Ertu að fara hringinn? Já, við Svavar Knútur ætlum hringinn og köllum tónleikana Með faðmlög í farteskinu. Við erum nefnilega að fara að gefa út plötu sem heitir Faðmlög. Hún kemur út núna um mán- aðamótin, bæði á geisladisk og vínyl. Platan er með ábreiðum og eigin lagasmíðum. Þið kannski faðmið alla landsmenn? Ætli við umföðmum ekki bara fólk með listinni og ljúfum tón- um. Listin er svo græðandi eftir svona ástand, bæði fyrir okkur sem flytjum og fyrir þá sem hlusta. Það er svo gott að setjast niður með skemmtilegu fólki og gleyma sér eina kvöldstund. Farið þið bara tvö saman á bíl með gítarinn og röddina? Já, og úkúlele og hljómborð. Verða sagðar sögur á milli laga? Það verður kvöldvökustemning með sögum og gríni. Svavar er uppistandari af guðs náð. Hann er sjúklega fyndinn. En það er skemmtilegt ping-pong á milli okkar. Er af nógu að taka? Guð minn góður, já. Við erum til dæmis komin með fimm Abba- lög í prógrammið. Við erum með hundrað laga lista. Þetta er þrettánda árið sem við förum af stað í tónleikaferðalag. Og það er alltaf jafn gaman. Morgunblaðið/Eggert KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Faðmlög í farteskinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 Lesið vandlega upplýsingarnar á g fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsing- um umáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril umbúðumo Á hreint brilliant verði! Bólgueyðandi og verkjastillandi 400mg töflur - 30 stk og 50 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Veislan á heima í Hörpu Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni Nánar á harpa.is/veislur Hversu sniðugt er að róta í fortíðinni og rifja upp löngu gleymda at-burði? Mögulega á sumt bara að vera gleymt en ekki geymt. Svei mérþá. Í vikunni „heimsótti“ ég níunda áratuginn þegar ég fékk afhentan bunka af bréfum sem ég hafði skrifað vinkonu minni á árunum 1985 til 1987, en þá vorum við 18-19 ára gamlar og höfðum báðar verið erlendis sem skiptinemar, til skipt- is. Eina leiðin til að halda sambandi þá var að handskrifa bréf og bíða í margar vikur eftir þeim, nú eða að hringja, sem var auðvitað alltof dýrt. Bunkinn var þykkur; um tuttugu bréf, ekkert undir tólf síðum og sum langt yfir tuttugu. Lesturinn hófst eitt kvöldið og stóð yfir í fjóra tíma. Bréfin lýsa vel tíðaranda níunda ára- tugar, þegar unglingar lifðu allt öðru- vísi lífi en þeir gera í dag og afþrey- ingin var fábrotnari en nú. Lífið snerist mjög mikið um djamm, vinkonur, kaffihúsaferðir og stráka. Þarna má lesa um ferðir í Sig- tún, Óðal, Þórskaffi og það sem var vinsælast; Hollywood en auðvitað vorum við allar með nafnskírteini að láni til að komast inn. Í einu bréfinu var algjörlega heill aðgangsmiði í Holly, mögulega dýrmætur safngripur í dag. Átján ára stúlkan hafði mikinn áhuga á að skrifa vinkonu sinni um sæta stráka, sem hún virtist sjá í hverju horni, eitthvað annað en núna. Ég var til dæmis yfir mig ástfangin af ítölskum strák að nafni Roberto Ger- vasi sem flippaði pítsum á Horninu. Hann var frá Sikiley og hlustaði á Bob Marley og var svo mikið krútt, fannst mér greinilega. Mamma og pabbi fréttu víst af honum, samkvæmt bréfunum, og stríddu mér mikið á þessum unga „mafíósa“. Það var því mikil sorg þegar, eftir fárra vikna kynni, við vorum aðskilin sitt í hvoru landinu. Þrátt fyrir ást þvert yfir hafið lét ég það ekki stoppa mig að verða skotin í nýjum vikulega. „Ástin“ entist samt út árið, þótt ég hafi auðvitað aldrei hitt hann Roberto minn aftur, hvorki fyrr né síðar. Ég sagði strákunum mínum, yfir ítölskum pítsum í gærkvöldi, að einu sinni hefði móðir þeirra verið átján ára mær sem hefði verið skotin í nýjum strák í hverri viku. Þá heyrist í mínum átján ára pilti: „Og nú ertu bara skotin í ketti. Þú ert orðin kattkynhneigð!“ Já, tímarnir breytast og mennirnir með; ég held hann hafi hitt naglann á höfuðið. Fortíðin í bunkanum Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Ég var til dæmis yfirmig ástfangin afítölskum strák að nafniRoberto Gervasi sem flippaði pítsum á Horn- inu. Hann var frá Sikiley og hlustaði á Bob Marley. Þórbjörg Þórisdóttir Mig langar að hitta mömmu hennar mömmu sem dó þegar mamma var eins árs. SPURNING DAGSINS Hvaða mann- eskju, lífs eða liðna, vildir þú hitta? Karl Olgeirsson Þetta er erfitt. Ég myndi vilja hitta Mozart. Það væri mjög áhugavert. Hrefna Þórisdóttir Ég myndi vilja hitta móðurafa minn. Ég held að hann hafi verið góður maður. Andrés Blær Oddsson Ég væri til í að hitta pabba minn; ég hef ekki hitt hann í smátíma. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur leggja land undir fót í júlí, heimsækja alla helstu landsfjórðunga og syngja og segja sögur eins og þeim er einum lagið. Miðar fást á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.