Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 LÍFSSTÍLL Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Miðnætursólin skín yfir bænum Kilpisjärvi í norðurhluta Finn- lands, skammt frá landamærum Noregs. Þetta er tími hinna löngu nátta á norðurslóðum. AFP AFP AFP Sólstöðum fagnað Víða um heim var sumri fagnað við sumarsólstöður og Jónsmessu, þótt ugg- laust hafi oft verið meira um manninn en nú á tímum kórónuveirunnar. Í Lithá- en stukku menn yfir elda og skreyttu sig blómum, Aþenubúar sóttu tónleika undir berum himni við Akrópólishæð og í Andesfjöllum var samkoma um miðja nótt í tilefni af vetrarsólstöðum og upphafi ársins 5528. AFP Hefð er fyrir því að fagna miðsumri eða Jóns- messu í Litháen. Í þjóðháttasafninu Rums- iskes austur af Kaunas kom fólk saman, skreytti sig blómum og stökk yfir bálköst á þriðjudag fyrir Jónsmessunóttina. AFP Bólivíumenn úr þjóðflokki Aymara hefja hendur á loft í átt til sólar og fagna nýju Andesári - árinu 5528 - 21. júní í Santiago de Mach- aca, sem er á bólivísku hásléttunni. Hundruð manna komu saman til að fagna vetrarsólstöðum og meðtaka sólguðinn Tata Inti. Fólk dansar í kringum blómum skrýdda stöng í þorpinu Sahl nærri Lek- sand í Svíþjóð fyrir viku í tilefni af sumarsól- stöðum. Minna fór fyrir hátíðahöld- unum en venju- lega að þessu sinni og eldri íbúar þorpsins héldu sig heimavið vegna kórónuveirunnar. Í Aþenu safnaðist fólk saman til að hlýða á tónleika við ræt- ur Akrópólishæðar í tilefni af opinberu upphafi sumars. AFP AFP Maður lætur mála á sér andlitið á tónlist- arhátíð, sem haldin var í París í tilefni af sumarsólstöðum í Villemin-garðinum. Í Frakklandi er verið að draga úr höftum vegna kórónu- veirunnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.