Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 29
stóra rullu í sögunni um Þögla sjúk- linginn. „Á Kýpur, þar sem ég ólst upp, er grísk goðafræði mjög áber- andi. Manni eru kennd grísk leikrit og kvæði Hómers á sama hátt og leikrit Shakespeare eru kennd á Englandi. Þannig að maður elst upp meðvitaður um goðsagnirnar,“ segir hann. „Ég komst fyrst í kynni við Al- kestis þegar ég var 13 ára, minnir mig, í skóla. Það greip ímyndunarafl mitt. Þessi hugmynd um að kona deyi fyrir eiginmann sinn, komi svo aftur til lífsins en tali ekki.“ Í leikrit- inu fórnar karl eiginkonu sinni svo hann geti lifað. Það endar á því að hún er vakin upp frá dauðum en tal- ar aldrei framar. „Að það sé engin skýring gefin á því af hverju hún talar ekki; ég hugs- aði hvað þetta væri skrítin leið til að enda leikrit. Ég reyndi að skrifa þetta sem stuttmynd og svo sem leikrit. Svo mörgum árum seinna, þegar ég hafði unnið á geðdeild, hugsaði ég: „Hvað ef ég gæti sett söguna upp á geðdeild?““ Að fylgja hjartanu Vinsældir bókarinnar hafa verið framar öllum vonum Alex og breytt lífi hans til hins betra. „En við skrif fyrstu bókarinnar var engin pressa því enginn vildi lesa bókina mína. Ég gat þess vegna eytt eins miklum tíma og ég vildi í skrifin,“ segir hann kíminn. Nú sé hann með skilafrest á næstu bók. „Það er auðvelt fyrir mig að verða stressaður og hafa áhyggj- ur af bókinni.“ Hann segir málið þó ekki snúast um vinsældir eða bókadóma heldur vill hann ekki bregðast þeim sem stóla á að hann skili þeim bók á rétt- um tíma. „Eina sem ég get þó gert er að gera eins vel og ég get.“ Alex finnst árangurinn enn vera óraunverulegur. „Stundum líður mér eins og þetta sé ekki að koma fyrir mig. Þetta er stundum svolítið skrítið. Þegar bókin kom út bjóst ég ekki einu sinni við að hún kæmist á metsölulista. Ég held að útgefend- urnir í New York hafi fundið að það var mikill áhugi en vildu ekki segja mér frá því. Þegar þeir hringdu og sögðu að bókin væri efst á metsölu- listanum hélt ég að þeir væru að grínast.“ Bókin hefur verið seld í 48 löndum og Alex beðinn um að skrifa nokkrar í viðbót. „Það er ótrúlegt að þetta hafi gerst í kjölfar einhvers sem var gert til að bjarga ferlinum.“ Hann hefur lært mikilvæga lexíu í ferlinu. „Það var alltaf lítil rödd í hausnum á mér sem sagði að þetta væri það sem ég ætti að vera að gera en ég hunsaði hana í 30 ár. Ég held að þetta kenni manni að fylgja hjart- anu.“ Súrsæt tilfinning Framleiðslufyrirtækin Plan B, sem meðal annars er í eigu Brads Pitt, og Annapurna Pictures hafa tryggt sér réttinn að kvikmynd um Þögla sjúk- linginn. Þau unnu saman að Óskars- verðlaunamyndinni Vice meðal ann- ars. Alex mun ekki skrifa handritið. „Ég hafði unnið fimm ár að bók- inni og ég vildi ekki eyða öðrum fimm árum í vinnu á handriti fyrir myndina. Ég hef ekki jafn mikinn áhuga og ég hafði á þessu sviði.“ Uppboð fór fram á kvikmynda- réttinum. „Allt í einu voru fram- leiðendur úr Hollywood að reyna að hringja í mig seint á kvöldin. Það var skrítin og súrsæt tilfinning því ég hafði reynt að hitta þá í 20 ár. Þá vildu þeir ekki hitta mig en nú vildu þeir það allir. Ég er ánægður að þetta kom fyrir mig núna, orðinn fertugur, en ekki um tvítugt.“ Alex var alltaf ætlað að skrifa bækur, ekki handrit. „Vinur minn sem er gagnrýnandi og las bókina og sagði það augljóst að ég væri skáld- sagnahöfundur en ekki handritshöf- undur. Það sem hann meinti var að ég er betri í að gægjast inn í huga einhvers heldur en að setja upp at- riði. Ég nýt þess mjög að skoða hugsanir fólks í skrifum mínum en það gerist nánast aldrei í kvikmynd- um.“ Alex Michaelides var far- inn að halda að ekkert yrði úr ferli hans sem rit- höfundur þegar hann hóf skrif á Þögla sjúklingnum. Ljósmynd/Andrew Hayes-Watkins 28.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is KRÚNULEIKAR Aðdáendur bóka- raðarinnar Söngur um ís og eld, sem Game of Thrones-þættirnir byggðust á, geta farið að vænta sjöttu bókarinnar í röðinni. Höf- undur bókanna, George R.R. Mart- in, sagði á „ekki bloggsíðu“ sinni að hann væri vel á veg kominn með næstu bók, The Winds of Winter. Hann segist vonast til að bókin verði kláruð á næsta ári en sú síð- asta kom út árið 2011. „Þetta verð- ur risastór bók, ég á langa leið fyrir höndum,“ sagði Martin. Ný bók loksins væntanleg Martin hefur skrifað mikið í kófinu. BÓKSALA 17.-23. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl. 2 Kennarinn sem hvarf sporlaust Bergrún Íris Sævarsdóttir 3 Tíbrá Ármann Jakobsson 4 Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides 5 Dauðar sálir Angela Marsons 6 Dóttirin Anne B. Ragde 7 Handbók fyrir ofurhetjur 5 – horfin Elias/Agnes Vahlund 8 Á byrjunarreit Lee Child 9 Ógnarhiti Jane Harper 10 Þess vegna sofum við Matthew Walker 1 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 2 Íslandsklukkan Halldór Laxness 3 Hvítidauði Ragnar Jónasson 4 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 5 Útlagamorðin Ármann Jakobsson 6 Kokkáll Dóri DNA 7 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 8 Þorpið Ragnar Jónasson 9 Urðarköttur Ármann Jakobsson 10 Vegurinn heim lengist með hverjum morgni Fredrik Backman Allar bækur Innbundin skáldverk Ég hef alltaf lesið mikið af skáld- sögum og lengi vel voru glæpa- sögur efstar á lista en í dag finnst mér skemmtilegast að lesa um allskonar fólk og þau verkefni sem það glímir við í líf- inu. Ég er í leshóp sem hittist mánaðarlega og við lesum alltaf eina bók sem við ræðum en við ræðum líka bækur sem við höf- um lesið áður eða erum að lesa. Það er hvetjandi að hitta aðra lesara og hefur orðið til þess að ég hef lesið bækur sem mér hefði aldrei dottið í hug að glugga í. Það hefur líka gerst að ég hef mætt og fundist bókin sem verið er að lesa leiðinleg eða óáhugaverð en eftir um- ræðu kvöldsins les- ið hana aftur og upplifað hana á allt annan hátt. Ég las nokkrar góðar í samkomu- banninu. Eina þeirra, Sjö dagar eftir Franchesca Hornak, var sér- staklega viðeigandi að lesa í miðjum kórónuveirufaraldri því hún segir frá hjónum á miðjum aldri sem kjósa að vera með dætrum sínum í sjö daga sóttkví. Önnur þeirra er læknir, nýkomin frá Afríku, þar sem hin skæða og bráðsmitandi Haag-veira geisar. Einangrunin reyn- ir á og í ljós kem- ur að ýmislegt kraumar undir yf- irborðinu. Að vetrarlagi eftir Isabel Allende er dásamleg lesning um þrjár ólíkar mann- eskjur frá Bandaríkjunum, Chile og Gvatemala sem tengjast fyrir tilviljun. Á meðan þau vinna saman að því að losa sig við lík sem fannst í skottinu á bíl eins þeirra kynnumst við uppvexti þeirra og ævi. Sagan tekur á inn- flytjendamálum, mannréttindum og mannlegri reisn. Húðflúrarinn í Auschwitz eftir Heather Morris er byggð á raun- verulegri sögu sló- vakísks gyðings sem fékk það hlutverk í fanga- búðunum að húðflúra samfanga sína með númerunum sem þeim voru gefin þegar þeir komu í fangabúðirnar í Auschwitz. Hræðileg en samt svo falleg saga af samkennd, sam- hjálp, vænt- umþykju og ást við ógeðfelldar að- stæður. Núna er ég með tvær góðar á nátt- borðinu; smásög- urnar Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur sem lofar góðu og Fólk í angist eftir Fre- drik Backman en bækur hans eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég get ekki gert upp á milli bókanna hans sem komið hafa út á íslensku og hlakka til að lesa þessa. UNNUR ÓLÖF GUNNARSDÓTTIR Gott að vera í leshóp Unnur er sér- kennslustjóri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.