Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 LESBÓK Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w w. i t r. i s LEÐURBLÖKUR Michael Keaton mun snúa aftur sem Leð- urblökumaðurinn Bruce Wayne í nýrri mynd um ofurhetjuna Flash sem áætlað er að komi út árið 2022. Keaton lék Bruce Wayne í tveimur myndum fyrir hartnær 30 árum. Fyrst var það Batman 1989 og þremur árum síðar Batman Returns. Mun myndin fylgja eftir þeim tveimur myndum er varða leðurblökuna. Glöggir lesendur furða sig líklega á þessu en í vinnslu er einmitt kvikmynd um Leðurblökumanninn þar sem Robert Patt- inson mun túlka Bruce Wayne í mynd frá sama framleið- anda, DC. Ku skýringin vera sú að fyrirtækið ætli að not- ast við þrjá mismunandi söguþræði þar sem Leður- blökumaðurinn er leikinn af ólíkum leikurum í hverjum þeirra. Í þeim þriðja mun Ben Affleck taka upp þráðinn frá því í Justice League-myndinni sem Bruce Wayne. Snýr aftur eftir 30 ár SHERLOCK Dánarbú rithöfundarins Arthur Conan Doyle hefur stefnt streymisveitunni Net- flix fyrir brot á höfundarrétti. Tilefnið er kvik- myndin Enola Holmes þar sem einkaspæjarinn Sherlock Holmes er tilfinninganæmur og sýnir konum virðingu. Myndin, með Billie Bobby Brown í aðalhlutverki, byggist á skáldsögum Nancy Springer þar sem Holmes á yngri systur. Fyrri dómur kveður á um að fyrstu skáldsögur Doyle um spæjarann séu ekki háðar höfund- arrétti. Í kærunni segir hins vegar að hann hafi ekki látið í ljós tilfinningar sínar og látið af kvenfyrirlitningu fyrr en í síðustu 10 skáldsögum Doyle. Eiga rétt á tilfinningaríkum Sherlock Conan Doyle er höfundur Sherlock bókanna. sársaukafullt að sjá eitthvað sem þú vannst að í fimm ár verða breytt á fimm sekúndum. Ég vildi þess vegna sjá hvort ég gæti skrifað bók.“ Bókin sem um ræðir, Þögli sjúkling- urinn, kom út á ensku í febrúar á síð- asta ári og fór beint á topp metsölu- lista New York Times og varð næst- mest selda skáldsagan á Amazon árið 2019. Hún kom út á íslensku á dög- unum en það er Útgáfan sem gefur út. Kvikmynd með tvo titla Alex fæddist á Kýpur árið 1977 og bjó þar fyrstu 18 ár ævinnar. Móðir Alex Michaelides var við þaðað gefast upp á ferli sínumsem rithöfundur. Hann hafði skrifað handrit að þremur myndum sem voru gerðar, tvær þeirra komu út, önnur þeirra fór í kvikmyndahús. Báðar gengu illa þó úrval leikara hafi tekið þátt. „Árin voru að líða hjá en mér fannst ég ekki komast neitt áfram,“ segir Alex. „Í kvikmyndum eru svo margir sem koma að verkefninu, svo margt getur farið úrskeiðis og ég sá það gerast aftur og aftur.“ Síðasta atlaga Alex að rithöfundar- draumnum var að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Þar gæti hann verið undir stjórn. „Þegar þú ert rithöfundur á kvikmyndasetti ertu minnst mikil- væga manneskjan. Það var því mjög hans er ensk og faðir hans frá Kýp- ur. Frá Kýpur fór hann til Cam- bridge og lagði stund á enskar bók- menntir. „Ég ætlaði alltaf að verða skáldsagnahöfundur en missti ein- beitinguna við það því ég elska leik- hús og kvikmyndir auk þess sem það er nokkuð einmanalegt að skrifa bækur. Í kvikmyndum vinnurðu með fullt af fólki og það er mjög gaman.“ Hann skrifaði handrit að mynd þegar hann var 21 árs sem var framleidd en kom aldrei út því „hún var ekki mjög góð,“ eins og Alex orðar það. Hann lærði síðan hand- ritsskrif í American Film Institude. Hann skrifaði handrit að mynd- unum The Devil You Know, sem Rosamund Pike og Jennifer Law- rence léku í, og The Con is On, með þeim Uma Thurman og Tim Roth. Síðarnefnda myndin var upphaflega titluð The Brits Are Coming. „Þegar mynd er með tvo titla veistu að hún verður hörmuleg,“ segir Alex og hlær. „Ég fann að ég þurfti að gera eitt- hvað öðruvísi eða gefast upp,“ segir hann. „Þetta var erfiður tími.“ Hann ákvað að reyna fyrir sér í bókaskrif- um sem hliðarverkefni og tóku skrif- in um fimm ár. Vann á geðdeild Þögli sjúklingurinn fjallar um Alicia Berenson sem lifir að því er virðist fullkomnu lífi þar til hún skýtur eig- inmann sinn fimm sinnum í höfuðið á heimili þeirra í London. Eftir at- burðinn segir hún ekki nokkurt orð og er þess vegna dæmd geðveik og gert að dvelja á geðsjúkrahúsinu Lundi. Sálmeðferðarfræðingurinn Theo Faber vill komast til botns í málinu og færir sig því frá Broad- moor-geðsjúkrahúsinu til Lundar. Rétt eftir þrítugt fór Alex í skóla og ætlaði að verða sálmeðferðar- fræðingur. „Ég útskrifaðist ekki því ég er of sjálfselskur til að vera með- ferðaraðili; ég verð alltaf rithöfundur. En ég vann á geðdeild fyrir unglinga í tvö ár. Og það var mögnuð lífs- reynsla því ég kynntist fólki með miklu alvarlegri vandamál en ég sjálfur. Það var mjög gott fyrir mig.“ Alex þurfti því ekki að fara í mikla undirbúningsvinnu fyrir skrif bókar- innar. „Það hefði tekið mig nokkur ár að undirbúa skrifin byggi ég ekki yfir minni reynslu,“ segir hann. Fyr- ir utan námið og vinnuna þurfti Alex sjálfur á sálmeðferð að halda í um tíu ár sem ungur maður. „Það var stór hluti lífs míns í langan tíma.“ Óendurgoldin ást og vanræksla er meginþema í Þögla sjúklingnum. Rithöfundurinn Agatha Christie og glæpasögur hennar höfðu mikil áhrif á Alex. „Ég vildi skrifa bók eins og hún hefði skrifað ef hún hefði mína lífsreynslu. Ég vildi blanda sögu- þræði bóka hennar við dýpri og dimmari tilfinningar. Það var það sem ég hugsaði í hvert skipti sem ég tapaði þræðinum í skrifunum.“ Hann telur vinsældir bókarinnar stafa af þessari blöndu. „Mér hefur verið sagt aftur og aftur af fólki sem les vanalega ekki spennusögur að því hafi líkað bókin. Því hún er ekki bara spennusaga heldur líka sál- fræðilegs eðlis.“ Af hverju talar hún ekki? Alex þekkir vel til grískrar goða- fræði og spilar leikritið Alkestis „Fannst ég ekkert komast áfram“ Sálfræðitryllirinn Þögli sjúklingurinn hefur notið mikilla vinsælda um allan heim síðan bókin kom út í febrúar í fyrra. Höfundurinn, Alex Michaelides, var misheppnaður kvikmyndahandritshöfundur þar til bókin kom út. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is AFP Michael Keaton mætir aftur sem Bruce Wayne.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.