Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 18
Alda Júlía er með BS-gráðu frá Amster-dam Fashion Institute. Hún lýsirnáminu sem viðskiptafræði með auka- pakka. „Við lærðum allt sem tengist viðskiptafræði en út frá tískuiðnaðinum. Fórum alveg út í textílgreiningu. Lærðum um allt sem þú gætir þurft að hugsa um í tískuiðnaðinum, meðal annars framleiðslu.“ Alda Júlía var 25 ára þegar hún hóf námið og segir að hún hafi verið nokkuð meðvitaður neytandi áður en hún fór í skólann. „Ég hef alltaf reynt að hugsa vel um það sem ég kaupi mér. Ég var ekki að kaupa mér eitthvað sem ég notaði ekki. Mér fannst það til dæmis ekki vera eitthvað sem ætti að monta sig af þegar stelpur voru að tala um að þær ættu föt inni í skáp sem þær voru ekki búnar að taka miðann af.“ Í náminu úti í Amsterdam áttaði Alda Júlía sig á hversu slæm áhrif tískuiðnaðurinn hefur á umhverfið. „Maður labbaði út úr náminu í áfalli. Hvaða iðnaður er þetta? Ég reyni mjög mikið að hugsa um hvort það hafi verið börn sem bjuggu til föt- in mín. Ef verðið er of gott til að vera satt þá er einhver annar sem borgaði það. Ég reyni alltaf að kaupa eitthvað sem passar inn í skápinn minn og ég sé fram á að nota.“ Íslenskir hönnuðir þurfa stuðning Alda Júlía segist kaupa mikið á netinu og fylgist vel með ungum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vonar að íslensk hönnun fari á flug í niðursveiflunni Alda Júlía Magnúsdóttir er með skrautlegan stíl og kaupir sér aðallega flíkur í fínni kantinum. Alda Júlía er menntuð í við- skiptafræði með áherslu á tísku og hefur háskólanám hennar haft áhrif á hvað hún kaupir og hvernig hún notar fötin sín. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Alda Júlía gengur mikið í þessu fallega tjullpilsi. Alda Júlía veit sitt- hvað um tískuna. Litríku dúskarnir gera töskuna óvenjulega. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.