Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 24
Þegar Hörður Lárusson út-skrifaðist úr grafískri hönnunúr Listaháskólanum árið 2006 skilaði hann lokaverkefni sem sneri að útlitshönnun upplýsinga- kerfis fyrir strætókerfi. Nú fjórtán árum síðar fékk Hörður tækifæri til þess að hanna slíkt upplýsingakerfi fyrir alvöru. „Útskriftarverkefnið mitt var aldrei notað, enda bara skólaverk- efni. Þá voru stafrænir skjáir heldur ekkert inni í myndinni. Í verkefninu fyrir Strætó vann ég svipað og í því gamla verkefni,“ segir Hörður, sem í dag er grafískur hönnuður og einn eiganda Kolofon hönnunarstofu. „Ég gróf upp gamla verkefnið og þar eru nokkrir hlutir sem ég endur- nýtti en það er að sjálfsögðu margt breytt með tækninni. En hugsunin er sú sama; að notendur geti notað kerfið á einfaldan hátt. Upplýsinga- verkefni eru þau verkefni sem mér finnst skemmtilegust og í raun það fyrsta sem heillaði mig varðandi hönnun. Þau eru ólík öðrum verk- efnum; þú þarft að vera praktískari. Mamma er listræn og þaðan fæ ég hönnunarhæfileikana og pabbi er rafmagnsverkfræðingur og frá hon- um fæ ég rökhugsunina. Það er full- komin blanda í svona verkefni,“ seg- ir hann og brosir. Hvenær kemur strætó? Beðinn um að útskýra nýja verk- efnið, segir Hörður: „Verkefnið snýr að allri upplýsingagjöf um leiðakerfi Strætó. Þetta tengist ekki auglýs- ingum þeirra eða ásýnd heldur er þetta frekar upplýsingaverkefni sem sýnir fólki hvernig það kemst á milli staða með strætó. Þetta er sett fram mjög myndrænt,“ segir hann. Í dag er hægt að hlaða niður strætóappi en Hörður segir það ekki endilega nýtast þegar fólk er úti á stoppistöð. „Appið nýtist þér þegar þú ert heima hjá þér og ert að reyna að ákveða í hvaða strætó þú ætlar. En þegar þú ert kominn á stoppistöð- ina viltu kannski öðruvísi upplýs- ingar, til dæmis hvað er langt í strætóinn. Slíkar upplýsingar eru nú á öllum stafrænum strætó- skýlum. Þar er niðurtalning á skjá og sýnir hvað sé langt í strætó. Það er hluti af okkar verkefni og glæ- nýtt. Þetta er í raun eins og fólk sér á stórum lestarstöðvum erlendis,“ segir hann og nefnir að ekki sé nóg fyrir viðskiptavini að til sé gott app. „Strætókerfið hér er auðvitað líka fyrir ferðamenn og stór hluti þeirra kveikir aldrei á netþjónustu í símanum sínum. Appið hefur auð- vitað sína kosti, en prentið hentar betur á staðnum. Í þeim strætó- skýlum sem ekki eru stafræn er til staðar prentaður rammi með upp- lýsingum og við endurhugsuðum með Strætó hvaða upplýsingar ættu að vera þar.“ Hörður segir að upplýsingar á öll- um strætóskýlum borgarinnar verði innan skamms mun skilvirkari en áður. Þar kemur til með að vera bæði stafrænt flettispjald og prent- uð mynd. „Við breyttum þessu algjörlega, og er þetta komið upp í strætó- skýlum í Hafnarfirði. Sumarið og haustið verður notað til þess að upp- færa restina af leiðakerfinu. Áður var sama prentið alls staðar en nú færðu meiri og nákvæmari upplýs- ingar, sniðnar að þinni staðsetningu hverju sinni.“ Framtíðin er komin Verkefnið er samtengt vinnu sem stofan hefur unnið fyrir Borgarlín- una. „Þegar Borgarlínan er komin verður þetta auðvitað bara eitt sam- göngukerfi, Strætó og Borgarlínan. Við vorum byrjuð á að búa til útlit fyrir Borgarlínuna þegar Strætó réð okkur til verksins. Þá var auðvitað eðlilegast að þróa þetta með Strætó núna og þegar Borgarlínan kemur verður kerfið tilbúið. Það sem fór upp í Hafnarfirði núna fyrir stuttu er nýja útlitið sem kemur svo seinna til með að tengjast Borgarlínunni. Heildar- upplýsingagjöf Strætó, og seinna Borgarlínunnar, verður einmitt svona. Þetta er alveg nýtt útlit og ný hugsun að öllu leyti,“ segir hann og bendir á að í Bókasafni Kópavogs megi nú sjá sýningu sem gengur út á það að sýna hvað Borgarlínan er. „Á þeirri sýningu erum við að sýna framtíðina og hvernig þetta verður, en hluti af þeirri framtíð er nú kominn inn í Strætó,“ segir hann og bætir við að sýningin sé opin til 3. ágúst. Úti á stoppistöð Upplýsingahönnun er það skemmtilegasta sem Hörður Lárusson veit. Hönnunarstofa hans Kolofon hefur hannað alveg nýtt útlit fyrir Strætó sem seinna mun nýtast Borgarlínunni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Á myndinni má sjá nýja útlitið sem Hörður hefur hannað fyrir upplýs- ingaramma strætóskýlanna. Hér má sjá kort af fyrirhugaðri Borgarlínu um borgina. Hörður Lárusson hefur hannað nýtt upplýsinga- kerfi fyrir Strætó sem mun koma sér vel verði Borgar- línan að veruleika. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 LÍFSSTÍLL VIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.