Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2020 STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 70 Verð 369.000,- L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 70 Verð 449.000,- L 202 cm Leður ct. 25 Verð 669.000,- LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- L 224 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. „Samfélagið hér og vinir og ætt- ingjar hafa safnað fyrir þessu hjóli, vegna þess að Sjúkratrygg- ingar Íslands niðurgreiða ekki hjól fyrir fjölfötluð börn,“ segir Bryn- dís Hafþórsdóttir, móðir Sig- urbjörns Boga, átta ára fjölfatlaðs drengs. Hjólið kostaði 1,2 milljónir en Sigurboginn, styrktarfélag Sig- urbjörns Boga, hafði safnað fé með áheitum úr Reykjavíkurmaraþoni. „Svo tóku unglingarnir hér sig saman og söfnuðu áheitum og þar söfnuðust sjö hundruð þúsund krónur sem fóru allar í að kaupa hjólið.“ Bryndís segir að hjólið muni koma til með að hjálpa og gleðja Sigurbjörn Boga. Hann hló og skríkti „Hann elskar útiveru og með þessu hjóli aukum við fjölbreytni hans. Hann er í hjólastól allan daginn og það er lítil fjölbreytni í því. Á þessu hjóli er hann á palli framan á, í sérstökum stól. Svo hjólum við með hann og jafnvel með litlu systur hans aftan á,“ segir hún. Sigurbjörn Bogi prófaði að sjálf- sögðu hjólið strax. „Honum fannst mjög gaman. Hann hló og skríkti,“ segir Bryn- dís sem hlakkar til að hjóla með Sigurbjörn Boga um götur Siglu- fjarðar í sumar þar sem þau búa. „Svo getur hann loks verið með þegar skólinn fer með börnin í hjólatúra eða útivistardaga, en hingað til hefur hann alltaf setið eftir. Þetta mun efla hann fé- lagslega.“ Sigurbjörn Bogi, sem er fjölfatlaður, fékk nýlega sérhannað hjól og getur nú farið í hjólatúra um Siglufjörð með móður sinni, Bryndísi Hafþórsdóttur. „Þetta mun efla hann“ Sigurbjörn Bogi, átta ára Siglfirðingur, er alsæll með nýtt hjól. Ljósmynd/Aðsend Sú var tíðin að bensínverð var háð duttlungum stjórnvalda og olíufyrirtæki lutu ákvörðunum verðlagsráðs. Í baksíðufrétt 22. júní 1985 var greint frá því að ráðið myndi að öllum líkindum hækka verð á bensíni næsta mánudag. Hafði blaðið komist á snoðir um að hækkunin yrði umtals- verð. Jafnframt sagði að yfir- völd hefðu haldið að sér hönd- um og viljað bíða til að hækkunin kæmi ekki beint ofan í nýgerða kjarasamninga. Hins vegar hefði beiðni olíufélaganna um hækkun legið fyrir lengi. Hækkunin tók svo gildi mið- vikudaginn 26. júlí og nam 16,5%. Í fyrirsögn Morgunblaðs- ins þann dag sagði að bens- ínlítrinn kostað nú 31 kr. og 10 aura. Nú er verð á eldsneyti mis- jafnt eftir seljendum og legu stöðvanna. Eitt hefur þó ekki breyst þótt verðlagningin sé ekki lengur í höndum verðlags- ráðs. Í fréttinni kom fram að hlutdeild ríkissjóðs í hverjum bensínlítra yrði 57,5% og hefði í mörg ár sveiflast á milli 56 og 59%. Enn er hlutdeildin rúmur helmingur og var í apríl 57,5% GAMLA FRÉTTIN Verðlagsráð ræður verði Sú var tíðin að Verðlagsráð réð bensínverði. Bensínstöð við Ægisíðu. Morgunblaðið/Ól.K.M. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jeff Lowe, tígrísdýratemjari Magnús Sigmundsson, tónlistarmaður Peter Gabriel, tónlistarmaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.