Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 Í hverri viku koma upp „stór“fréttir sem lifa vikuna ekki til enda séu þær á ferð í upphafi hennar. Frétt á borð við að „vísindamenn telja ekki útilokað að ný bylgja veirunnar láti á sér kræla“. Þetta er lítil „ekkifrétt“ um stórmál. Öðru máli hefði gegnt hefðu nafn- greindir menn sagt að nær öruggt væri að ný bylgja muni bresta á. Og þá vantaði þó enn við hvað væri átt með „bylgju“! Bréfritari, og aðrir sem lítið vita, gætu sagt þetta sama. „Vísindamennirnir“ eru ekki að tala sem slíkir enda er ekkert vísindalegt við staðhæfinguna. En þeim þykir þó ekki verra að hafa þetta á blaði ef.... Eldgos og íþróttir Við þekkjum öll viðtölin við okkar góðu sérfræðinga í eldgosum þegar eitt slíkt hefur byrjað. Fréttamað- urinn: Telur þú að þetta verði langvinnt gos? Sér- fræðingur: Það gæti orðið það. Það eru dæmi um slíkt. En það gæti líka staðið stutt og stöðvast al- gjörlega. En svo gæti það samt hafist aftur eftir skamma hríð og þá annaðhvort nánast á sama stað eða mjög nálægri eldstöð. Það eru til dæmi um slíkt.“ Þetta er miklu þægilegra og notadrýgra svar fyrir fréttamanninn og hlustendur en: „Ég veit lítið meira um þetta heldur en þú. Eldgos hafa byrjað og hætt í milljónir ára en við erum, manneskjurnar, rétt ný- byrjaðar að skoða þetta og færa til bókar.“ Í klukkutíma fyrir hvern fótboltaleik nokkrum sinnum í viku fer fram eftirfarandi umræða sérfræð- inga að breyttu breytanda: „Sheffield gæti hæglega unnið þennan leik og ætti að vinna hann, því að það er miklu sterkara lið en Huddersfield. Það kæmi mér því ekki á óvart að Sheffield fari með öll stigin þrjú út úr leiknum.“ Sérfræðingur 2: „Ég er algjörlega sam- mála Sigga, en Huddersfield hefur sýnt að það getur hæglega komið á óvart og alls ekki er hægt að útiloka að kapparnir gætu fengið öll stigin til sín. Hudd- ersfield er á heimavelli og heimamenn standa með sínum mönnum sem einn maður, eins og hefur sýnt sig og þess vegna gæti liðið komið á óvart og sigrað.“ Sérfræðingur 3: „Ég er alveg sammála því en heima- menn geta auðveldlega ýtt undir spennu og tauga- veiklun hjá sínum mönnum, því þeir vilja sigur og ekkert minna en sigur, sem gæti gert liðið órólegt yf- ir því að standa hugsanlega ekki undir væntingum. Í fótbolta getur allt gerst, það hefur sýnt sig og þótt jafntefli væri fáránlegt á milli þessara liða er það ekki endilega ólíklegt.“ Hvernig sem úrslitin verða svo þá komast fótboltasérfræðingarnir mjög vel frá þessu, rétt eins og eldfjallasérfræðingar og veirumenn. Hver fer heim með öll stigin? En hvað er um þá að segja sem eru sérfræðingar í stjórnmálum eða þykjast vera það, þótt þeir hafi ekki gráðu? Tökum Bandaríkin sem dæmi. Fjölmiðlum og sérfræðinum, sem þeir leita til af gömlum vana, ber sennilega saman um það að í upphafi árs hafi Donald Trump staðið furðuvel að vígi. Efnahagslífið var í blóma. Demókratar höfðu hlaupið á sig í „impeach- ment“-dellunni. Atvinnustig var hátt og aldrei í sög- unni hafði þátttaka blökkumanna í atvinnulífinu verið ríkulegri en þá og atvinnuleysið minna í þeirra röð- um. Þá blasti orðið við að Joe Biden yrði þrátt fyrir allt forsetaefni demókrata og það varð sífellt erfiðara að leyna því hvað sá karl er rosalega úti að aka. Jú, hann hefur vissulega verið það nokkuð lengi, en það hefur farið hratt versnandi. Í upphafi ársins steig hann í pontu með allar sjón- varpsvélar suðandi og sagði: Ég heiti Joe Biden og býð mig fram til öldungadeildarþingmanns í þessu ríki (sem hann nefndi). Vandinn var sá að það eina sem var rétt í þessari yfirlýsingu var að frambjóðand- inn héti Joe Biden. Biden hætti í öldungadeildinni fyrir átta árum og langaði ekki aftur þangað. Hann var að bjóða sig fram sem forseti og hann fór vitlaust með í hvaða ríki hann var staddur. Það var heppilegt að CNN, CBS, NBC og ABC voru þarna öll, en vegna óvæntrar truflunar misstu þær sumar af þessari pínlegu frétt. En hún spurðist samt út. Ekki einn um það Auðvitað gætu menn með réttu bent á að út úr Donald Trump hafi iðulega skroppið fullyrðingar sem þykja misvel standast skoðun og engar tæknilegar bilanir hafa sem betur fer komið í veg fyrir að þær hafi verið fluttar. En þótt þær hafi verið skilmerkilega fluttar, end- urteknar dögum saman og „sérfræðingar“ demó- krata verið fengnir til að ræða þær, þá eru þær ann- ars eðlis en fréttirnar sem stöðvarnar misstu af. Gagnrýnisefnin á Trump, sem sannarlega eiga um- ræðu skilið, eru þó líkari hefðbundinni hliðsetningu staðreynda „sér í hag,“ sem er ólæknandi atvinnu- sjúkdómur stjórnmálamanna. Fréttamenn, sem eru vel að sér, gætu og eiga að reka horn sín í slíkt, en það gerir ekki allur þorri áhorfenda. Næstum því hver einasti maður vissi það sem Bi- den vissi ekki, að hann væri í forsetaframboði en ekki að sækjast eftir sæti í öldungadeildinni og allir sem einn, nema Biden, vissu hvað ríkið þeirra hét, enda stóð það að auki á hundrað spjöldum sem blöstu við um allan sal og Joe var sá eini sem vissi ekki af hverju þau voru þarna. Og svo kom veiran En demókratar hrósuðu happi þegar veiran kom, þótt þeir myndu aldrei segja það upphátt, enda voru þeir svo sannarlega ekki að fagna henni sem slíkri. Það var þó enn eitt sem hægt var að kenna Trump um hvernig fór, þótt verst hafi útkoman verið í þeim ríkjum sem demókratar stjórna. En best af öllu var þó það, að þá var hægt að koma Joe Biden fyrir í kjallaranum heima í eins konar sóttkví sem allir gamlingjar sættu um þær mundir. Þar gátu stuðningsstöðvarnar einar fengið aðkomu og látið hann svara spurningum sem búið var að senda honum tveimur dögum áður og æfa í heima- gerðu stúdíói. Þótt hann réði ekki við allar þær spurningar þá var hægt að koma í veg fyrir meiri háttar slys og sýna þær vandræðalegu í mesta lagi einu sinni. En í vikunni var þetta með „Biden in the bunker“ orðið verulega pínlegt og því ákveðið að taka nokkra áhættu og viðra hann stuttlega og varlega ut- an dyra og í eins vernduðu umhverfi og fært var. Það fór ekki vel Tekin var sú áhætta að láta hann tala við fréttamenn án þess að lesa hvert orð af blaði, þótt þess væri gætt að hann þyrfti helst ekki að svara spurningum. Biden tilkynnti nokkuð óvænt að nú hefðu 120 millj- ónir Bandaríkjamanna látist af kórónuveirunni og það væri Trump forseta algjörlega að kenna hvernig haldið hefði verið á málum. Þetta var auðvitað rosa- leg frétt og á heimsmælikvarða. Nú eru dánartölurnar óneitanlega háar í Banda- ríkjunum, en Biden tókst með sveiflu að gera þær að Er karlinn á báðum seðlunum? ’ Nú eru dánartölurnar óneitanlega háar í Bandaríkjunum, en Biden tókst með sveiflu að gera þær að hreinu smælki og draga í leiðinni athyglina rækilega að því, á hversu mjóum og ótraustum þveng forsetaframboðið hans hangir. Reykjavíkurbréf26.06.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.