Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2020 Handvaldi nýjan formann Árið 2011 steig Þórarinn til hliðar sem formað- ur SÁÁ og sagðist vilja einbeita sér að starfi sínu sem yfirlæknir. „Gunnar Smári Egilsson var kjörinn formaður samkvæmt fyrirmælum Þórarins. Það var aðallega út af því að SÁÁ hafði ekki gert samninga við ríkið í fjöldamörg ár. Ég held að í ein 12 eða 15 ár hafi enginn samningur verið gerður við ríkið því það vildi enginn gera samning við hann [Þórarin]. Það vill enginn í stjórnsýslunni koma nálægt hon- um. Þetta er bara hrokagikkur. Gunnar Smári nær að gera samninga við ríkið og var lítið mál.“ Gunnar Smári sat sem formaður í tvö ár eða til ársins 2013. Að sögn Sigurðar gekk rekst- urinn betur og varð faglegri eftir að Gunnar tók við og einnig gekk betur að safna fé fyrir samtökin. Það hafi komið illa við Þórarin og stuðningsmenn hans. „Þá er búið til leikrit um Gunnar Smára. Það var öllum talin trú um að það væri allt að fara til helvítis, hann væri að leggja samtökin undir sig og hann hefði eitt- hvað illt og annarlegt í huga.“ Sigurður segir að fráfarandi formaður, Arnþór Jónsson, hafi verið handvalinn af Þór- arni og Gunnar sá sitt óvænna og hvarf frá SÁÁ. „Arnþór er ekkert skárri en Þórarinn. Líkur sækir líkan heim. Hann hefur ekki náð neinum samningum heldur.“ Því sé sami samningur í gildi og gerður var í tíð Gunnars Smára sem í raun er framlengdur frá mánuði til mánaðar. Grafið undan Valgerði Árið 2017 ákvað Þórarinn, sökum aldurs, að stíga til hliðar. Í hans stað var Valgerður Rún- arsdóttir ráðin og var framkvæmdastjórnin einhuga um það að ráða hana. „Hún hafði starfað við þetta lengi og var mjög vel liðin af öllum. Allir sem tala við Valgerði finna hlýjuna sem stafar af henni. Þetta er góð manneskja. Ég fullyrði að starfsandinn á Vogi breyttist til batnaðar við það að Valgerður tók við. Spenn- an hvarf,“ segir Sigurður. „Hún velur fólk með sér og meðferðin hefur tekið stakkaskiptum. Hún fær með sér sál- fræðingana og meðferðin breikkar að sjálf- sögðu þegar fleiri faghópar leggja saman krafta sína. Maður sér breytinguna. Fólkið fer að brosa. Allir verða ánægðir. Sjúklingarnir verða glaðir. Starfsmennirnir verða glaðir. Meðferðin skilar mikið betri árangri. Val- gerður fer að koma fram í fjölmiðlum og fólkið dáist að henni. Nema einn. Þórarinn,“ segir Sigurður. Þegar Þórarinn hafði verið í hættur í um eitt ár setti hann upp enn eitt leikritið, að sögn Sig- urðar, í krafti fólks sem hann handvaldi í fram- kvæmdastjórn SÁÁ. „Það byrjar með því að hann vill fá skrifstofu á Vogi. Það er gengið svo hart að Valgerði að hún segir: „Á ég ekki bara að rýma skrifstofuna mína, viljið þið ekki að hann fari þangað?“ Þá stóð ég upp og sagði: „Nei, Valgerður, þú rýmir ekki skrifstofuna þína.““ Þá hefur Þórarinn haldið fundi með starfs- mönnum til að grafa undan Valgerði. „Þór- arinn hefur verið að mæta upp á Vog og Vík til að halda fundi með starfsmönnum til að segja þeim hvað hún sé léleg,“ segir Sig- urður. Sigurður segir að þófið hafi haldið áfram þar til í mars þegar átta starfs- mönnum á Vogi var sagt upp, flestum sál- fræðingum, í hagræðingarskyni. Valgerður sagði af sér í kjölfarið, fannst stjórn SÁÁ skipta sér um of af faglegri starfsemi meðferð- arstofnunarinnar, því allt var þetta gert án samráðs við hana. Að sögn Sigurðar hefur Þórarinn ávallt haldið í gamlar aðferðir við meðferð á fíkni- vanda. Í stað þess að heilt teymi taki við ein- staklingnum og haldi utan um hann sé horft til 40 ára gamalla aðferða. Þórarinn hafi séð sér leik á borði þegar fjárhagsvandi blasti við vegna kórónuveiru- faraldursins til að losa sig við sálfræðinga og aðra fagaðila sem komið hafa inn í takt við nýja tíma. „Þeir sögðu að þetta væri í sparnað- arskyni sem var bara búið til si svona. Þeir voru búnir að reyna þetta lengi og notuðu tækifærið.“ Í kjölfar deilnanna sögðu þrír af þeim níu sem sátu í framkvæmdastjórn sig úr henni. „Við höfðum verið plötuð til að samþykkja þennan niðurskurð í framkvæmdastjórn. Eftir uppsagnirnar var ég orðinn einn í andstöðu á móti þessum áformum.“ Valgerður dró uppsögn sína að lokum til baka. „Ég hringi í Valgerði og spyr hvort ég eigi ekki að segja af mér líka. Hún segir: „Nei Diddi, ekki gera það. Ég vil hafa þig hérna með mér.“ Hann sagði að lokum af sér fyrir rúmri viku. „Ég vildi ekki hafa neinn vafa á því að ég er á móti þeim starfsháttum sem þarna eru viðhafðir.“ Rökkuð niður fund eftir fund Eftir að Valgerður dró uppsögn sína til baka vildi formaður SÁÁ gera við hana nýjan samning til eins árs. Því mótmælti Sigurður á framkvæmdastjórnarfundi. „Ég lamdi í borð- ið og sagði: „Það verður bara sami samning- urinn og ekkert kjaftæði. Ef þið viljið frið á sjúkrahúsinu tekur gamli samningurinn gildi aftur.“ Og það varð. Hvað heldurðu að þeir geri þá? Þá taka þau sig saman, tvö og tvö, búin að ræða þetta fyrir fundinn, og búa til lygaþvælur um hana. Þau taka hana sín á milli og gjörsamlega ganga fram af henni. Þau rakka hana niður fund eftir fund eftir fund. Það voru vakta- skipti hjá þeim á þessum óþverraskap gegn Valgerði,“ segir hann. „Í þessu stappi öllu og þegar reynt var að svæla Valgerði út lýsti ég yfir stuðningi við hana. Þá fékk ég tiltal frá formanninum þar sem hann sagði að ef einhver tæki afstöðu með starfsfólkinu gegn formanninum yrði hann að víkja. Þetta er náttúrlega alveg galið og það tekur enginn mark á slíku ofríki. Allavega ekki ég,“ segir Sigurður. „Því miður ganga nokkrir framkvæmda- stjórnarmenn þessara erinda og láta nota sig í það óhæfuverk að reyna að svæla Valgerði út. Þetta finnst mér sorglegt og til vansa fyrir þetta framkvæmdastjórnarfólk.“ Þetta fólk fylgi þó ráðum og fyrirmælum Þórarins, að sögn Sigurðar. „Eftir að Þórarinn hætti hef- ur hann ekki getað sætt sig við að vera farinn. Hann er tilbú- inn að leggja SÁÁ í rúst. Hann hefur stjórnað í gegnum Arnþór og þá sem hann hefur handvalið í framkvæmdastjórn- ina. Hann svífst einskis, og það á sama við um þá báða,“ segir Sigurður. Sambýliskonan fékk starfslokasamning „Ég kemst ekki hjá að nefna sem dæmi um það hvað þetta er allt saman bundið Þórarni.“ Bæði dóttir Þórarins og sonur hans koma að starfsemi SÁÁ og Vogs. „Dóttir hans var þarna læknir og það var svo mikil spenna og togstreita þarna út af þessum málum nú í vor að hún hætti. Á næsta fundi framkvæmda- stjórnar segir Björn Logi, sonur Þórarins: „Það verður að gera við hana starfslokasamn- ing. Það er ekki hægt annað.“ Svo vissi ég ekki fyrr en á næsta fundi að það væri búið að gera við hana samning. Það var ekki einu sinni rætt í framkvæmdastjórninni. Þetta er eitt af þessum lögbrotum sem ég hef talað um hjá SÁÁ,“ segir Sigurður og vill meina að fólk eigi að ganga út af fundi þegar fjölskyldubönd eru annars vegar. „Hann barðist fyrir því að systir hans fengi starfslokasamning. Þessi samningur átti reyndar ekki að vera á neinna vitorði og það var beinlínis fundið að því þeg- ar ljóst var að ég var með vitneksju um samn- inginn.“ Á sama tíma og skorið er niður hjá SÁÁ er því verið að gera starfslokasamninga sem ekki þurfti að gera. Þetta er ekki einsdæmi, að sögn Sigurðar. „Síðan gerir formaðurinn sjálfur, Arn- þór Jónsson, starfslokasamning við sambýlis- konuna sína. Hugsaðu þér ósvífnina í þessu.“ Því hefur verið haldið fram að Valgerður og fleiri vilji koma rekstri SÁÁ alfarið yfir til rík- isins. „Að við, þessi sem erum í andstöðu við Þórarin, viljum koma rekstrinum í hendur rík- isins er algjört kjaftæði,“ segir Sigurður. „Val- gerður hefur aldrei nokkurn tíma viðrað það sjónarmið. Hún hringir í mig og spyr hver búi til svona kjaftæði. Ég segi: „Þórarinn.“ Hann hefur leikið þennan leik áður. Valgerður vill ekkert annað en að meðferðin sé fagleg, þróist með eðlilegum hætti og gangi vel. Ég hef aldr- ei heyrt hana tala um að koma þessu í hendur ríkisins enda er það ekkert annað en tilbún- ingur Þórarins.“ 57 starfsmenn sem starfa við meðferðarsvið SÁÁ sendu frá sér yfirlýsingu á mánudag og sögðust ekki vilja Þórarin Tyrfingsson aftur til valda hjá SÁÁ. „Þetta snýst um vinnufrið. Fólkið hefur ekki haft vinnufrið frá því Þór- arinn hætti því hann vill henda öllu út og koma inn aftur,“ segir Sigurður. Starfsemi SÁÁ er Sigurði mikils virði. Þar sé einstakt starfsfólk sem vinni mikilvægt starf til að þjóna þeim sjúklingum sem inn á meðferðarstofnanirnar koma. „Starfsemin er starfsfólkið. Ef það er ekki starfsfólk þá er ekkert SÁÁ.“ Sigurður styður Einar Hermannsson í kjöri til formanns SÁÁ. „Ég held að hann sé mjög góður í þetta starf. Ég held að hann muni valda þessu mjög vel.“ Hvernig viltu að starfsemi SÁÁ verði í fram- tíðinni? „Að það sé faglært teymi sem samanstendur af fólki sem er búið að læra til áfengis- og fíkniefnavarna. Ég sé að það fólk vinni saman og nái betri árangri heldur en þar sem einn maður stjórnar. Ég held að það sé framtíðin, sem er sá strúktúr sem komið hefur á SÁÁ með Valgerði. Um þetta snúast deilurnar. Vilj- um við stöðnun og ofríki eða viljum við vera opin fyrir kröfum samtímans og laga starfsem- ina og taka tillit til gagnrýni? Gagnrýni er nauðsynleg og það er hættulegt ef við teljum alltaf að hún sé sett fram af illum hvötum. Ég treysti þessu fagfólki sem þarna vinnur með Valgerði, Ingunni [Hansdóttur, yfirsálfræð- ingi] og Þóru [Björnsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra] 100%. Þórarinn hefur margt gott gert í gegnum tíðina, en tími hans er liðinn. Þórarinn ákvað sjálfur að hætta. Ég hef ekki trú á því að end- urkoma geti átt sér stað. Það tókst allavega ekki hjá Napoleon Bonaparte.“ „Ég fullyrði að starfsandinn á Vogi breytt- is til batnaðar við það að Valgerður tók við. Spennan hvarf,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Eggert ’Þá taka þau sig saman, tvöog tvö, búin að ræða þettafyrir fundinn, og búa til lyga-þvælur um hana. Þau taka hana sín á milli og gjörsamlega ganga fram af henni. Þau rakka hana niður fund eftir fund eftir fund. ’Það birtist þannig að hann ernúmer eitt og hann er númertvö og hann er númer þrjú. Hanneða menn á hans vegum gengu um og ráku starfsmenn SÁÁ. Þetta hefur gengið svona öll árin og oft hafa margir verið reknir á ári.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.