Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2020, Blaðsíða 17
hreinu smælki og draga í leiðinni athyglina rækilega að því, á hversu mjóum og ótraustum þveng forseta- framboðið hans hangir. Í fyrra sagði hann þá óvæntu stórfrétt að hann hefði farið á sínum tíma til Suður-Afríku og leyst Mandela úr haldi, sem hefði auðvitað glatt þá báða. Hann gæti því næst sagst hafa náð bin Laden naum- lega með því að lemja hann með golfkylfu, þótt hann væri búinn að gleyma því af hverju hann gerði það eða á hvaða holu það var, enda hreint aukaatriði. En talandi um kylfuleik og bin Laden varð mörgum ekki um sel í vikulokin þegar pakistanska krikketgoð- ið, Imran Kahan, núverandi forsætisráðherra, sagði frá því á þingi í Islamabad hversu mjög það hefði fengið á hann þegar Bandaríkin hefðu farið í óleyfi inn í Pakistan og gert bin Laden að píslarvotti trú- aðra með árás sinni á hann. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ráðherrann harðlega fyrir þessa vörn fyrir helsta persónugerving hryðjuverka á heimsvísu, en stuðningsöfl úr röðum harðlínumanna og hluta hersins voru sögð hafa fagn- að ummælunum. Kannanir kæla Trump En hvað sem ástandinu á Biden líður geta demókrat- ar enn huggað sig við það að kannanir eru honum al- mennt hagfelldar um þessar mundir. Þeir binda vonir við að staðan á Biden sé ekki lykillinn að þeim tölum. Þær endurspegli hina miklu andstöðu sem sé við Trump. Forsetinn hafi ekki náð að gera sig að forseta allra Bandaríkjamanna í oddastöðu sinni gagnvart veirunni sem á engan vin. Það blasir auðvitað við að hinir öflugu fjölmiðlar, sem að miklum meirihluta eru fjandsamlegir Trump og leyna því lítt, eins og þeir eru raunar alla jafna andsnúnir forsetum repúblik- ana, eru þó óvenjulega hatursfullir gagnvart Trump. Þeir voru því ráðnir í því að Trump skyldi sitja í veirusúpunni miðri, og mætti aldrei og alls ekki koma frá henni sem sigurvegari, hvorki í smáu né stóru. Í mörgum efnum gerði forsetinn framgöngu fjand- samlegra fjölmiðla auðveldari með óvarlegum og jafnvel glannafengnum fullyrðingum. Leiðtogar repúblikana viðurkenna að þeir hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni og þeir vé- fengja alls ekki þá mynd sem kannanir draga upp. En það er þekkt að stjórnmálamenn, sem standa illa í könnunum, reyna að gera lítið úr þeim og segjast eingöngu horfa til kosningaúrslita sem sé hin eina sanna könnun, þótt þeir hafi hampað hagstæðri könn- un nokkru áður. Benda á bjartari merki En þótt repúblikanar viðurkenni vondar kannanir reyna þeir þó að berja kjark í sitt lið með ýmsum hætti. Þeir minna gjarnan á að Hillary Clinton hafi ætíð staðið nokkuð betur í könnunum en Trump í að- draganda kosninganna 2016 og menn muni hvernig það fór. En nú er munurinn óneitanlega meiri. Og þá var verið að tala um kannanir á landsvísu, en upp á síðkastið hafa kannanir verið brotnar niður á einstök ríki og þar er staðan einnig augljóslega mjög erfið fyrir Trump, og þar með talið í ríkjum sem hann verður að vinna ætli hann að eiga von um sigur. Repúblikanar benda þá á að ætla megi að þetta sé botninn. Nú sé verið að opna Bandaríkin og efna- hagstölurnar fari flestar batnandi. Og þótt tíminn til kosninga sé óneitanlega skammur, sé ekki útilokað að hann dugi til þess að hin jákvæðu áhrif þeirra skili sér til kjósenda. Þá benda þeir á að mælingar sýni að kjósendur Trumps séu ákveðnari og líklegri til að fara á kjörstað, en kjósendur Bidens og þar geti mun- að verulegu. Spunameistarar demókrata segja á móti að for- sendur þessara seinustu röksemda séu gallaðar. Þarna sé ekki um kjósendur Bidens að ræða, í hefð- bundnum skilningi, a.m.k. ekki eingöngu. Þarna séu ekki síst þeir kjósendur sem fara á kjörstað til að kjósa Trump á bak og burt og engu skipti fyir þá hver sé á hinum kjörseðlinum og hvort hann sé léttrugl- aður að mati repúblikana og jafnvel annarra eða ekki. Þeir kjósendur muni fara á kjörstað þótt það rigni eldi og brennisteini á kjördag. Það sé Trump sem reki þá að kjörkössunum og það sé ekkert sem bendi til þess að hann hætti því í tæka tíð. Trump sé þeirra stóra tromp. Vill hann það? Varla. Morgunblaðið/Eggert 28.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.