Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 8

Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Hafi einhver búist við vaxandihelgislepju á Fréttablaðinu með nýjum herrum á þeim bæ hafa þeir orðið fyrir vonbrigðum.    Nýverið tókfastur pistlahöfundur á baksíðu blaðsins sig til og réðist á þingmann sem fór í skapið á honum með hætti sem hefði venjulega varla náð inn í sorpblöðin.    Var þar að auki djákni að látaprestlærðan fá það og sparaði sig lítt.    Og í gær, miðvikudag, þótt langtsé í helgi, þá birtist óvenju- legur lofsöngur í ritstjórnargrein um Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem sögð var mestur hvalreki sem skolað hefði á fjörur verkafólks um árabil.    Sá hvalreki var áður frægasturfyrir að vanhelga Alþingi með skrílslátum þar og birtast svo í framhaldinu með hóp upphlaups- manna til að gera hróp að dóm- stólum til að tryggja að hvalrekinn þyrfti ekki að bera ábyrgð á gjörð- um sínum.    Fordæmt var í leiðaranum droll íráðuneytum, sem Sólveig Anna hefði réttilega steytt hnefa gegn og ekki síður hitt að skjaldborg hefði verið slegin um atvinnurekendur í varnarbaráttu gegn veirunni, eins og gert er um allan heim    Þetta eru óneitanlega ný og af-gerandi skilaboð frá fríblaðinu.    Spurningin er því þessi: Hvað ger-ist um næstu helgi? Helgar þulur og krot STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í nýrri framkvæmdasjá á vef Veitna má fletta upp framkvæmdum á vegum fyrirtækisins eftir póst- númeri. Einhverjir Reykvíkingar hafa rekist á að afreinar af Hringbraut og inn á Bústaðarveg og öf- ugt hafa verið lokaðar um hríð. Veki þetta furðu eða valdi þetta jafnvel örlitlum óþægindum má glöggva sig á tímaramma og ástæðu verksins inni á fram- kvæmdasjánni, þar sem í þessu tilfelli kemur í ljós að verið er að endurnýja hitavatnslögn frá tönkum í Öskjuhlíð og inn í vesturhluta borgarinnar. Þetta er aðeins ein af fjölda framkvæmda á vegum Veitna þessa stundina en þær hafa aldrei verið eins margar og umfangsmiklar og þetta árið, eftir að bætt var í starfsemina til að mæta atvinnuleysi í kjölfar kórónuveirunnar. Til þess að forða því að aukið um- fang starfseminnar leiddi til upplýsingaóreiðu var brugðið á það ráð að safna framkvæmdunum á einn stað og þar tekur Finnur svonefndur á móti manni. Hann er öryggiskeila og gegnir þannig þegar hlut- verki einkennismerkis fyrir framkvæmdir á vegum Veitna. Veitur fjárfesta í verkefnum fyrir níu millj- arða árlega en sex bættust við nú í faraldrinum. Þjónustan nær til 70% íbúa landsins. Finnur finnur framkvæmdirnar  Hægt að fletta upp framkvæmdum í hverfinu Einkennismerki Öryggiskeilan Finnur hjálpar til við að finna framkvæmdir á vegum Veitna. Grassláttur í Reykjavík er á áætlun og hefur gengið nokkuð vel það sem af er sumri. Þetta segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. „Þetta er allt á ætlun. Það eru farnar nokkrar umferðir á hverju sumri og það er alltaf verið að slá á einhverjum stöðum,“ segir Bjarni og bætir við að svæðið sem um ræðir sé mjög stórt. „Þetta er mjög mikið svæði sem þarf að slá þannig að það þarf að fara víða,“ segir Bjarni. Líkt og undanfarin sumur hefur nokkur fjöldi einstaklinga kvartað undan litlum grasslætti í borginni vegna frjókornaofnæmis. Er mikið gras talið ýta undir ofnæmis- viðbrögð. Að sögn Bjarna eru kvartanirnar álíka margar og síð- ustu ár. „Það er ekkert meira en venjulega enda er ekkert illa slegið hjá okkur,“ segir Bjarni. Aðspurður segist hann gera ráð fyrir að farnar verði þrjár til fjórar umferðir á hverju svæði. Þá verði slegið svo lengi sem spretta er. aronthordur@mbl.is Grassláttur í borginni samkvæmt áætlun Morgunblaðið/Styrmir Kári Græn svæði Það eru stór svæði sem þarf að slá hjá borginni. Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.