Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 14

Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. júlí 2020, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. júlí 2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. júlí 2020 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Lúsmý hefur náð fótfestu á Ís-landi og er til vandræða,einkum fyrripart sumars. Flugan er agnarsmá og getur því verið erfitt að greina hana með ber- um augum. Lúsmý heldur sig þar sem er skjól og skuggi. Það leggst til atlögu að nóttu til og verður fólk því ekki vart við bitin fyrr en kláði og bólga koma fram. Bitin eru ekki hættuleg en geta valdið talsverðum óþægindum, sérstaklega ef þau eru mörg. Í flestum tilfellum getur fólk sjálft meðhöndlað einkennin og ganga þau yfir á nokkrum dögum. Einstaka sinnum geta einkenni þó verið það slæm að fólk þarf að leita sér hjálpar hjá heilbrigðisstarfsmanni. Til þess að koma í veg fyrir bit er mikilvægt að huga forvörnum. Ýmis ráð geta reynst gagnleg til þess að fyrirbyggja bit af völdum lúsmýs. Þar má til dæmis nefna:  Loka öllum gluggum vel fyrir nóttina og setja þétt flugnanet fyrir glugga til þess að koma í veg fyrir að lúsmý komist inn í híbýli.  Sofa í náttfötum og sokkum til að hylja húðina.  Hafa viftu í gangi að næturlagi til að koma hreyfingu á loftið. Þá getur lúsmýið ekki athafnað sig.  Klæðast langerma bol og síðum buxum í ljósaskiptum.  Bera á sig krem eða úða sem fælir skordýr í burtu. Mælt er með vörum sem innihalda DEET. Slíkar vörur fást í apótekum. Mikilvægt er að hafa í huga að börn eiga ekki að nota vörur sem innihalda meira en 10% DEET. Ef fólk verður vart við bit eru ýmis ráð sem hægt er að prófa heima til þess að draga úr einkennum.  Kaldir bakstrar minnka bólgur og draga úr óþægindum.  Passa að klóra ekki húðina, það getur aukið hættu á sýkingu.  Parasetamól getur dregið úr verkjum og óþægindum. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um notk- un á lyfi.  Væg sterakrem geta dregið úr einkennum. Slík krem fást í apótek- um án lyfseðils. Sterakrem eru ekki ætluð til langtímanotkunar eða á stór húðsvæði.  Ofnæmislyf eins og Lóritín eða Histasín draga úr bólgu og kláða. Hægt er að fá slík lyf í apótekum án lyfseðils. Mikilvægt er að fylgja leið- beiningum um notkun á lyfi.  Ýmis krem og smyrsli sem kæla húðina og draga úr kláða er hægt að nálgast í apótekum. Ef almenn ráð duga ekki Í sumum tilvikum geta bit af völd- um lúsmýs orðið það slæm að al- menn ráð duga ekki. Við alvarlegum ofnæmiseinkennum eins og öndunarerfiðleikum, bólgu á hálsi, svima, hröðum hjartslætti eða meðvitundarskerðingu á strax að leita á bráðamóttöku eða hringja í 112. Ef bit hverfa ekki á nokkrum dög- um eða versna jafnvel er ráðlagt að fá mat heilbrigðisstarfsmanns. Það sama á við ef fólk fær flensulík ein- kenni og bólgna eitla. Hægt er að leita á heilsugæsluna á dagvinnu- tíma. Bæði er hægt að bóka tíma eða óska eftir símtali frá lækni eða hjúkrunarfræðingi. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á Mínum síðum á Heilsuvera.is og fá ráðgjöf á net- spjallinu. Á Heilsuvera.is er einnig að finna fræðsluefni um skordýrabit. Forvarnir gegn lúsmýi Ljósmynd/Vísindavefur HÍ Bitvargur Lúsmý hefur fjölgað sér ört hér á landi á seinni árum og getur valdið fólki miklum ama. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Margrét Björnsdóttir fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Garðabæ Hvernig voru krakkaleikir í gamla daga og í eldgamla daga? Því verður hægt að kynnast af eigin raun á Landnáms- sýningunni í Aðalstræti á laugardag- inn frá kl. 13-14 þegar fram fara „Krakkaleikir í Kvosinni“. Landnámssýningin er á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. „Í Reykjavíkurkvosinni hafa alltaf verið krakkar, alveg frá víkingaöld, og alls staðar þar sem krakkar búa vilja þau leika sér. Þetta munum við skoða, bæði úti og inni, alls konar krakkaleiki sem voru vinsælir fyrir 100 árum eða 1.000 árum. Síðan munum við líka prófa nokkra leiki til að sjá hvort þeir eru jafnskemmtilegir í dag og þeir voru þá,“ segir í tilkynningu Borg- arbókasafns. Hist verður fyrir framan Landnáms- sýninguna kl. 13. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að taka með sér er góða skapið og leikgleðin! Leiðsögumaður og leikjastjórnandi er Jón Páll Björnsson, sagnfræðingur og barnabókahöfundur. Krakkaleikir í Kvosinni á Landnámssýningunni Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Krakkaleikir Börn að leik í Austurbæjarskóla á síðustu öld. Leikir eins og í gamla daga Líf og fjór verður á Árbæjarsafni um helgina, þar sem dýrin verða alls- ráðandi. Á laugardaginn, frá kl. 13- 16, verður íslenski fjárhundurinn í öndvegi. Fjöldi hunda mætir, ásamt eigendum sínum, og verða til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sem fyrr er aðgangur á safnið ókeypis fyrir börn, öryrkja og menningarkorts- hafa. Sunnudagurinn á Árbæjarsafni verður tileinkaður húsdýrunum og yfirskrift dagsins er „Hani, krummi, hundur, svín“. Á safninu búa ís- lenskar landnámshænur, kindur, lömb og hestar. Að auki koma fé- lagar úr deild íslenska fjárhundsins með nokkra hunda með sér. Í húsi sem nefnist Lækjargata verða tónleikar kl. 14 með Borgar- blómum, hópi sem þrjár klassískar tónlistarkonur skipa. Dýrin allsráðandi á Árbæjarsafni um helgina Hani, krummi, hundur, svín Morgunblaðið/Ómar Árbæjarsafn Íslenski fjárhundurinn og fleiri dýr verða á vappi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.