Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
Morgunblaðið/Eggert
Svell Börn verða að fara varlega þegar svell er útbúið. Þau verða að muna eftir að skrúfa fyrir.
Afgreiddu 436
tryggingamál
Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum fjallar um ágreining
um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli
neytenda og vátryggingafélags. 436 málum var skotið til
nefndarinnar á árinu 2019 og var lokið við að úrskurða í
þeim síðustu eftir miðjan febrúar 2020. Úrskurðir eru á
ýmsa vegu, oftar virðast þó tryggingafélögin hafa rétt fyr-
ir sér en neytendur. Nefndin hefur starfað frá árinu 1994
og er vistuð hjá Seðlabanka Íslands. Áður en neytandi
skýtur máli til nefndarinnar þarf hann að hafa fengið neit-
un hjá viðkomandi tryggingafélagi. Ekki er tekið við máli
nema fyrst hafi 9.200 kr. málskotsgjald verið greitt.
Sex ára gamall drengur skellti harkalega aftur
hurð á átta ára gömlum ísskáp með þeim af-
leiðingum að allt rafmagn fór af skápnum. Var
ísskápurinn dæmdur ónýtur. Eigandinn krafð-
ist bóta vegna tjóns á ísskápnum úr innbús-
kaskótryggingu en tryggingafélagið hafnaði
bótaskyldu. Tryggingin tók til tjóns á lausa-
fjármunum vegna skyndilegs eða ófyrirsjáan-
legs utanaðkomandi atviks. Úrskurðarnefndin
taldi að það hefði verið fyrirsjáanlegt utanað-
komandi atvik þegar sonur eigandans lokaði
ísskápnum með þeim hætti sem hann gerði. At-
vikið félli því ekki undir bótasvið tryggingar-
innar.
Eyðilagði ísskap með því
að skella hurðinni aftur
Kona sem var á göngu með hund sinn varð fyr-
ir því að annar hundur réðist á hund hennar,
beit í háls hans og hristi til. Krafðist hún bóta
úr ábyrgðartryggingu sem heilbrigðiseftirlit
sveitarfélagsins var með fyrir alla skráða
hunda í sveitarfélaginu. Hundurinn þurfti að-
hlynningu dýralæknis sem kostaði 68 þúsund
og áframhaldandi verkjameðferð þar sem
kvarnaðist upp úr hálslið við árásina. Sonur
eiganda árásarhundsins sem var með hundinn
í umrætt sinn sagði að hundurinn hefði náð að
losa sig úr taumi. Konan taldi að hann hefði
ekki verið í ól en sonurinn hefði þó hlaupið á
eftir honum og lagst ofan á hundinn til að fá
hann til að sleppa hinum hundinum.
Úrskurðarnefndin taldi að ekki hefði verið
sýnt fram á saknæma háttsemi umsjónar-
manns árásarhundsins, svo sem að hann hefði
ekki verið í ól, og hann hefði brugðist rétt við.
Þetta hefði verið óhappatilvik sem ekki væri
bótaskylt úr umræddri tryggingu.
Hundur beit í háls annars
hunds og hristi hann til
Maður sem varð fyrir því að bakpoka hans
var stolið á veitingastað í London þarf sjálf-
ur að bera helming tjónsins en trygginga-
félagið ber hinn helminginn af farangurslið
kortatryggingar. Maðurinn var á viðburði á
staðnum með bakpoka við hlið sér þegar
pokinn hvarf. Á öryggismyndavélum sást að
maður kom inn á staðinn með svipaðan bak-
poka og skipti honum út fyrir bakpoka
mannsins. Í honum var fartölva, gleraugu,
trefill og lesbretti sem maðurinn heimti
ekki aftur. Tryggingafélagið hafnaði bóta-
skyldu á grundvelli varúðarreglu og að ekki
skyldi skilja við muni eftirlitslausa á al-
mannafæri. Úrskurðarnefndin taldi félagið
geta borið þessu við en þó þannig að sök
mannsins hefði ekki verið það rík, m.a. með
vísan til þess hvernig þjófnaðurinn var
skipulagður, að tryggingafélagið gæti fríað
sig allri ábyrgð.
Fær bætur fyrir helming
innihalds bakpokans
Tvær stúlkur, 9 og 10 ára gamlar, voru að leik
og ætluðu sér að búa til svell á bílaplani við
húsið sem þær búa í með því að sprauta vatni
úr garðslöngu. Vatn rann inn í kjallaraíbúð
nóttina á eftir og varð þar tjón. Úrskurðar-
nefndin taldi líkur á því að vatnið hefði komið
úr slöngunni og jarðvegur stíflað niðurfall.
Stúlkurnar hefðu átt að gera sér grein fyrir af-
leiðingunum og þær hefðu sýnt gáleysi með
því að skrúfa ekki fyrir. Málið snerist um bæt-
ur úr ábyrgðartryggingu fjölskyldutrygg-
ingar annarrar stúlkunnar og var talið að eig-
andi kjallarans ætti rétt á bótum.
Stúlkurnar hefðu átt að
skrúfa fyrir garðslöngu
Kona sem varð fyrir því að bifreið hennar skemmdist þegar fjórar eða
fimm innkaupakerrur runnu frá inngangi verslunar, út á akbraut og á
bifreið hennar, þegar hún átti leið þar hjá, gerði kröfu um bætur úr
ábyrgðartryggingu verslunarinnar. Taldi konan að aðbúnaður fyrir
kerrur við verslunina væri óviðunandi og kerrur hrönnuðust þar upp.
Tryggingafélagið færði þau rök fyrir synjun á kröfum konunnar að
starfsmaður verslunarinnar hefði verið að taka saman kerrur umrædd-
an dag og skapa pláss í kerruskýli. Kerrur við inngang væru vegna van-
rækslu viðskiptavina. Úrskurðarnefndin taldi ekki að gögn lægju fyrir
sem sönnuðu að kerrur hefðu safnast upp við innganginn vegna sak-
næms athafnaleysis starfsmanna verslunarinnar og ætti konan því ekki
rétt á skaðabótum.
Hver ber ábyrgð á innkaupakerrunum?
Eigandi íbúðar sem varð fyrir því að vatn sem notað var í vökvunar-
kerfi kannabisplantna í íbúðinni fyrir ofan fékk úrskurð um að vá-
tryggingafélaginu bæri að greiða tjónið úr húseigendatryggingu fjöl-
býlishússins. Tryggingafélagið hafði hafnað bótaskyldu á þeim
forsendum að vatnið hefði verið leitt með slöngu úr öðru herbergi en
ekki komið úr leiðum hússins og félli það ekki undir skilmála. Úr-
skurðarnefndin tók undir það en benti á að vatnið væri á ábyrgð eig-
anda íbúðarinnar sem lekinn kom frá og nyti eigandinn trygginga-
verndar vegna tjónsins. Því fékkst tjónið á neðri hæðinni bætt.
Fékk bætt tjón vegna kannabisræktunar
Kona sem rann til á hálu gólfi sundhall-
ar á rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu
sveitarfélagsins. Konan taldi að sveitar-
félagið bæri ábyrgð á slysinu, þar sem
ekki hefði verið varað við hálu gólfi eftir
skúringar. Tryggingafélagið hafnaði
því að aðstæður í sundhöllinni hefðu
verið óforsvaranlegar. Gat félagið þess
að flísarnar væru búnar sérstakri hálku-
vörn og skúringavél skildi ekki eftir sig
bleytu á gólfi. Í áliti úrskurðarnefndar
er bent á skjalfestar upplýsingar um að
bleyta hafi verið á gólfinu, gólfið hafi
verið nýskúrað og engar viðvaranir ver-
ið. Féllst nefndin á að vara hefði átt við
því að gólf gætu verið blaut vegna skúr-
inga og sveitarfélagið hefði bakað sér
skaðabótaábyrgð gagnvart konunni.
Láðist að vara við hálu
gólfi eftir skúringar
Kona sem slasaðist þegar reiðhjól skullu
saman skammt frá Egilsstöðum fyrir
nokkrum árum krafðist skaðabóta fyrir
líkamstjón sitt úr ábyrgðartryggingu
hins hjólamannsins. Þau hjóluðu sam-
síða en greinir á um atvik þess er hjólin
skullu saman þegar hinn hjólreiðamað-
urinn beygði fyrir konuna með þeim af-
leiðingum að hjól hennar lenti á aftur-
dekki hjóls hans og hún féll í jörðina og
brotnaði illa. Úrskurðarnefndin taldi
ósannað að rekja mætti slysið til þess að
hjólreiðamaðurinn hefði tekið beygjuna
andstætt umferðarreglum eða að öðru
leyti sýnt af sér gáleysi, eins og áskilið
væri í skilmálum tryggingarinnar.
Konan ætti því ekki rétt á bótum.
Hvor átti réttinn?
Bifreið konu féll niður af tjakki og skemmdist. Vátryggingafélagið neitaði
henni um bætur úr kaskótryggingu á þeim grundvelli að tryggingin næði
ekki til falls heldur aðeins til hraps. Um það var deilt hvort skemmdirnar
væru vegna hraps eða falls. Í áliti úrskurðarnefndarinnar er tekið undir
skilning vátryggingafélagsins og bótaskylda ekki talin fyrir hendi. Orðið
hrap vísi til þess þegar eitthvað hrapi í háu og þungu falli og meðal annars
vísað til grjót- og stjörnuhraps. Ekki verði séð að fall bifreiðar af tjakki sé í
samræmi eða tengslum við önnur atriði sem talin eru upp í umræddu skil-
málaákvæði og bifreiðin hafi ekki hrapað í þeim skilningi.
Fall er ekki það sama og hrap