Morgunblaðið - 16.07.2020, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Plúsarkitektar hafa sent fyrirspurn
til Reykjavíkurborgar um mögu-
legar breytingar á deiliskipulagi
Grandagarðs 2 (Allianz-reits) á
Granda. Vill lóðarhafi m.a. kanna
hvort hægt verði að stækka reitinn
og auka þar með byggingarmagn
umfram það sem nú er leyfilegt. Slík
breyting kallar á breytt gatnamót á
svæðinu. Hringtorg legðist af og lóð-
armörk yrðu færð vel inn á núver-
andi hringtorg.
„Ný gatnamót á mótum Ána-
nausts, Fiskislóðar, Mýrargötu og
Grandagarðs eru tímabær og yrðu
mikil samgöngubót fyrir gangandi
og hjólandi á Grandanum,“ segir
m.a. í erindi Plúsarkitekta. Með
nýrri útfærslu mætti stækka lóðina
úr 4.000 fermetrum í u.þ.b. 6.200 fer-
metra. Sé miðað við sambærilegt
nýtingarhlutfall og í gildandi skipu-
lagi gæti byggingarmagn aukist um
allt að 3.500 fermetra.
Skjólgóð og sólrík útisvæði
Stækkaður skipulagsreitur bjóði
upp á fjölmargar útfærslur. Fyrsta
skoðun sýni t.d. að mögulegt sé að
skapa skjólgóð og sólrík útisvæði á
reitnum sem gætu dregið að sér
mannlíf, verslun og þjónustu. Þar
gæti sólar notið frá um kl. 11 til kl.
20 á kvöldin. „Uppbygging á hinum
nýja reit gæti verið fjölbreytt þar
sem ólíkar byggingar kallast á við
umhverfi sitt og fyrirhugað borgar-
landslag,“ segja Plúsarkitektar.
Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa
Reykjavíkurborgar var fyrirspurnin
tekin til afgreiðslu. Hann segir að
borgaryfirvöld séu jákvæð fyrir hug-
mynd um breytingu á þessum gatna-
mótum til að bæta aðgengi gangandi
og hjólandi vegfarenda.
Fyrir liggur tillaga Mannvits að
breyttum gatnamótum, en Plús-
arkitektar vísa til hennar í fyrir-
spurn sinni. „Aftur á móti er ekki
ljóst hvernig og hvort þessi tillaga
(Mannvits – innsk.) verði útfærð.
Það krefst greiningarvinnu og sam-
starfs Reykjavíkurborgar, Faxaflóa-
hafnar og Vegagerðarinnar auk þess
sem margir hagsmunaaðilar þurfa
að samþykkja breytinguna og afleið-
ingar hennar, t.d. breytingar á lóð-
armörkum og fleira,“ segir skipu-
lagsfulltrúi. Hér mætti bæta við
Seltjarnarnesbæ, sem eflaust vill
koma að ákvörðuninni, enda skiptir
umferðarflæði á reitnum Seltirninga
verulegu máli.
Á lóðinni Grandagarði 2 stendur
Alliance-húsið, sem er steinsteypu-
hús, 2.000 fermetrar, byggt á ár-
unum 1924 til 1925, eftir teikningum
Guðmundar H. Þorlákssonar húsa-
meistara. Húsið er talið hafa mikið
byggingarlistarlegt gildi, enda er
það friðað.
Reykjavíkurborg festi kaup á hús-
inu árið 2012 fyrir 340 milljónir. Árið
2017 var samþykkt deiliskipulag fyr-
ir lóðina. Samkvæmt því verða ný-
byggingar heimilar á lóðinni sem
geta orðið alls 4.200 fermetrar.
Reykjavíkurborg stóð fyrir hug-
myndasamkeppni um uppbyggingu
á Grandagarði 2 og var hún auglýst
27. ágúst 2018. Meðal þeirra sem
buðu í var Alliance þróunarfélag
(síðar Alliance Grandi ehf.) og skor-
aði það hæst í matslíkani sem lagt
var til grundvallar.
Borgarráð samþykkti 28. nóvem-
ber 2019 kaupsamning við Alliance
þróunarfélag og var kaupverðið 900
milljónir. Í febrúar á þessu ári sam-
þykkti borgarráð að rifta kaup-
unum, þar sem greiðslur höfðu ekki
borist. Félagið Skipan átti næst-
hæsta tilboð í eignina, 650 milljónir.
Ákvað borgin að ganga til samninga
við félagið um kaupin.
Í Alliance-húsinu er nú rekið
sögusafn og veitingastaðurinn
Matur & drykkur. Hugmyndir hafa
verið uppi um að byggja á lóðinni
hús undir íbúðir, hótel, verslanir og
margvíslega þjónustu. Ekki hefur
orðið af framkvæmdum til þessa.
Vilja stækka lóð út á hringtorg
Áhugi á að stækka byggingarreit við Alliance-húsið á Granda Kallar á breytt gatnamót á svæðinu
Morgunblaðið/sisi
Grandagarður 2 Leyfisbeiðendur vilja breyta gatnamótunum þannig að lóð Alliance-hússins verði framlengd út yfir hringtorgið fremst á myndinni.
Mynd/Plúsarkitektar
Lóðarstækkun? Alliance-húsið verður umkringt byggingum. Ef áform
lóðarhafa ná fram að ganga hyggjast þeir bæta við húsinu lengst til hægri.
Fimmtán umsóknir bárust um þrjú
prestaköll sem biskup Íslands aug-
lýsti nýlega laus til umsóknar. Þrett-
án umsóknir eru frá konum en tvær
frá körlum.
Flestar umsóknir, 10 talsins, voru
um embætti sóknarprests í Breiða-
bólstaðarprestakalli í Fljótshlíð. Þau
sóttu um: Séra Ásta Ingibjörg
Pétursdóttir, Bryndís Böðvarsdóttir
guðfræðingur, Edda Hlíf Hlífars-
dóttir guðfræðingur, Guðrún Egg-
erts Þórudóttir guðfræðingur, séra
María Gunnarsdóttir, Matthildur
Bjarnadóttir guðfræðingur, séra
Sigríður Kristín Helgadóttir,
Snævar Jón Andrésson guðfræðing-
ur, séra Sveinn Alfreðsson og séra
Ursula Árnadóttir.
Þrjár umsóknir bárust um emb-
ætti sóknarprests í Húsavíkur-
prestakalli. Þær sóttu um: Séra Erla
Björk Jónsdóttir, Guðrún Eggerts-
dóttir guðfræðingur og séra Sólveig
Halla Kristjánsdóttir.
Tvær umsóknir bárust um emb-
ætti sóknarprests í Ólafsfjarðar-
prestakalli, frá guðfræðingunum
Bryndísi Böðvarsdóttur og Guðrúnu
Eggertsdóttur.
Allar gildar umsóknir fara til
þriggja manna matsnefnda í presta-
köllunum. Kjörnefndir kjósa sóknar-
prest úr hópi umsækjenda, að loknu
valferli kjörnefnda. Biskup Íslands,
Agnes M. Sigurðardóttir, ræður í
embættin.
Tekið er fram um öll embættin að
þau séu auglýst með þeim fyrirvara
að biskupafundur hafi unnið að
breytingum á skipan prestakalla um
allt land. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Breiðabólstaður Flestar umsóknir
bárust um embætti við kirkjuna.
Konur duglegar að
sækja um embætti
Þrír nýir sóknarprestar verða valdir