Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Plúsarkitektar hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um mögu- legar breytingar á deiliskipulagi Grandagarðs 2 (Allianz-reits) á Granda. Vill lóðarhafi m.a. kanna hvort hægt verði að stækka reitinn og auka þar með byggingarmagn umfram það sem nú er leyfilegt. Slík breyting kallar á breytt gatnamót á svæðinu. Hringtorg legðist af og lóð- armörk yrðu færð vel inn á núver- andi hringtorg. „Ný gatnamót á mótum Ána- nausts, Fiskislóðar, Mýrargötu og Grandagarðs eru tímabær og yrðu mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi á Grandanum,“ segir m.a. í erindi Plúsarkitekta. Með nýrri útfærslu mætti stækka lóðina úr 4.000 fermetrum í u.þ.b. 6.200 fer- metra. Sé miðað við sambærilegt nýtingarhlutfall og í gildandi skipu- lagi gæti byggingarmagn aukist um allt að 3.500 fermetra. Skjólgóð og sólrík útisvæði Stækkaður skipulagsreitur bjóði upp á fjölmargar útfærslur. Fyrsta skoðun sýni t.d. að mögulegt sé að skapa skjólgóð og sólrík útisvæði á reitnum sem gætu dregið að sér mannlíf, verslun og þjónustu. Þar gæti sólar notið frá um kl. 11 til kl. 20 á kvöldin. „Uppbygging á hinum nýja reit gæti verið fjölbreytt þar sem ólíkar byggingar kallast á við umhverfi sitt og fyrirhugað borgar- landslag,“ segja Plúsarkitektar. Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar var fyrirspurnin tekin til afgreiðslu. Hann segir að borgaryfirvöld séu jákvæð fyrir hug- mynd um breytingu á þessum gatna- mótum til að bæta aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda. Fyrir liggur tillaga Mannvits að breyttum gatnamótum, en Plús- arkitektar vísa til hennar í fyrir- spurn sinni. „Aftur á móti er ekki ljóst hvernig og hvort þessi tillaga (Mannvits – innsk.) verði útfærð. Það krefst greiningarvinnu og sam- starfs Reykjavíkurborgar, Faxaflóa- hafnar og Vegagerðarinnar auk þess sem margir hagsmunaaðilar þurfa að samþykkja breytinguna og afleið- ingar hennar, t.d. breytingar á lóð- armörkum og fleira,“ segir skipu- lagsfulltrúi. Hér mætti bæta við Seltjarnarnesbæ, sem eflaust vill koma að ákvörðuninni, enda skiptir umferðarflæði á reitnum Seltirninga verulegu máli. Á lóðinni Grandagarði 2 stendur Alliance-húsið, sem er steinsteypu- hús, 2.000 fermetrar, byggt á ár- unum 1924 til 1925, eftir teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar húsa- meistara. Húsið er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi, enda er það friðað. Reykjavíkurborg festi kaup á hús- inu árið 2012 fyrir 340 milljónir. Árið 2017 var samþykkt deiliskipulag fyr- ir lóðina. Samkvæmt því verða ný- byggingar heimilar á lóðinni sem geta orðið alls 4.200 fermetrar. Reykjavíkurborg stóð fyrir hug- myndasamkeppni um uppbyggingu á Grandagarði 2 og var hún auglýst 27. ágúst 2018. Meðal þeirra sem buðu í var Alliance þróunarfélag (síðar Alliance Grandi ehf.) og skor- aði það hæst í matslíkani sem lagt var til grundvallar. Borgarráð samþykkti 28. nóvem- ber 2019 kaupsamning við Alliance þróunarfélag og var kaupverðið 900 milljónir. Í febrúar á þessu ári sam- þykkti borgarráð að rifta kaup- unum, þar sem greiðslur höfðu ekki borist. Félagið Skipan átti næst- hæsta tilboð í eignina, 650 milljónir. Ákvað borgin að ganga til samninga við félagið um kaupin. Í Alliance-húsinu er nú rekið sögusafn og veitingastaðurinn Matur & drykkur. Hugmyndir hafa verið uppi um að byggja á lóðinni hús undir íbúðir, hótel, verslanir og margvíslega þjónustu. Ekki hefur orðið af framkvæmdum til þessa. Vilja stækka lóð út á hringtorg  Áhugi á að stækka byggingarreit við Alliance-húsið á Granda  Kallar á breytt gatnamót á svæðinu Morgunblaðið/sisi Grandagarður 2 Leyfisbeiðendur vilja breyta gatnamótunum þannig að lóð Alliance-hússins verði framlengd út yfir hringtorgið fremst á myndinni. Mynd/Plúsarkitektar Lóðarstækkun? Alliance-húsið verður umkringt byggingum. Ef áform lóðarhafa ná fram að ganga hyggjast þeir bæta við húsinu lengst til hægri. Fimmtán umsóknir bárust um þrjú prestaköll sem biskup Íslands aug- lýsti nýlega laus til umsóknar. Þrett- án umsóknir eru frá konum en tvær frá körlum. Flestar umsóknir, 10 talsins, voru um embætti sóknarprests í Breiða- bólstaðarprestakalli í Fljótshlíð. Þau sóttu um: Séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Bryndís Böðvarsdóttir guðfræðingur, Edda Hlíf Hlífars- dóttir guðfræðingur, Guðrún Egg- erts Þórudóttir guðfræðingur, séra María Gunnarsdóttir, Matthildur Bjarnadóttir guðfræðingur, séra Sigríður Kristín Helgadóttir, Snævar Jón Andrésson guðfræðing- ur, séra Sveinn Alfreðsson og séra Ursula Árnadóttir. Þrjár umsóknir bárust um emb- ætti sóknarprests í Húsavíkur- prestakalli. Þær sóttu um: Séra Erla Björk Jónsdóttir, Guðrún Eggerts- dóttir guðfræðingur og séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Tvær umsóknir bárust um emb- ætti sóknarprests í Ólafsfjarðar- prestakalli, frá guðfræðingunum Bryndísi Böðvarsdóttur og Guðrúnu Eggertsdóttur. Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefnda í presta- köllunum. Kjörnefndir kjósa sóknar- prest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefnda. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, ræður í embættin. Tekið er fram um öll embættin að þau séu auglýst með þeim fyrirvara að biskupafundur hafi unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Breiðabólstaður Flestar umsóknir bárust um embætti við kirkjuna. Konur duglegar að sækja um embætti  Þrír nýir sóknarprestar verða valdir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.