Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 26

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 www.danco.is Heildsöludreifing yrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Kútar S ndlau Sundboltar 120x120x87 cm Fótbolta- æfingasett Vatnsblöðrur Hoppubolt 50 cm Fötusett Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðeins örskammt frá þjóðveginum á Sandskeiði, þar sem umferðin streymir áfram viðstöðulaust til beggja átta, er falinn fjallasalur. Dalur í kvos milli fjalla, umluktur háum hlíðum á alla vegu og fáir eiga þangað erindi. Í rauninni eng- inn, nema flökkusálir sem finnst gaman að skoða landið sitt og leita uppi áhugaverða staði. Þetta er Jósepsdalur, sem er á sýslumörk- um Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu og innan landamæra Ölfuss. Á Sandskeiði, skammt fyrir neð- an Litlu kaffistofuna, er skilti sem vísar veginn að Bolöldum, þar sem eru malargryfjur og leiksvæði mót- orsportsfólks. Einnig er þar merk- ing um Jósepsdal, en þegar þangað er ekið þarf að taka krók fram hjá torfærubrautum vélhjólafólks. Svo er ekið um holóttan malarveg ofan og austan við flugvöllinn á Sand- skeiði í átt að Vífilsfelli. Svo áfram upp austurhlíð þess á hrygg sem tengist Sauðadalshnjúkum. Af hæðinni þar blasir Jósepsdalur við. Smiðurinn bölvaði og ragnaði Í fyrndinni bjó í dalnum þjóð- sögum samkvæmt smiður sem Jós- ep hét. Hann var listasmiður á járn en hafði þann löst að bölva og ragna þegar á móti blés er hann stóð við aflinn. Því fór svo að æðri máttarvöld gripu í taumana, svo bær Jóseps sökk ofan í jörðina og allt hans fólk og fleira til. Ekkert hefur síðan til þeirra spurst segir þjóðsagan, sem að efni og inntaki er svipuð mörgum frásögnum sem gengið hafa milli kynslóða. Að lengd er Jósepsdalur um 2,5 km og breiðastur um 500 m. Botn dalsins er í 300 m hæð og yfir eru fjöll sem ná allt að 600 m hæð. „Er kreppt að dalnum frá öllum áttum og víðsýninu ekki fyrir að fara,“ segir Tómas Einarsson í leiðarlýs- ingu um svæðið í Árbók Ferða- félags Íslands 1985. Norðarlega í Jósepsdalnum heitir Ólafsskarð, sem þar er milli hnjúka í fjalls- hrygg. Þar var áður fjölfarin leið milli Ölfuss og byggðanna við Faxaflóa. Vikur og móberg Vikurkenndur jarðvegur og mó- berg eru áberandi í Jósepsdal. Gróðurinn er viðkvæmur og raun- ar allt í náttúru svæðisins, sem minnir leikmann að sumu leyti á Landmannaafrétt. Jeppaslóðar liggja þvers og kruss um dalbotn- inn, sem í snjóbráð á vorin verður stöðuvatn. Dalurinn er snjóakista og var fyrr á árum vinsælt skíða- svæði. Fólk úr Ármanni helgaði sér svæðið og reisti þar skíðaskála sem hét Himnaríki. Af skíðasport- inu spruttu svo ýmis örnefni, svo sem Páskabrekka, sem er aust- anvert í Vífilsfellinu, en þar renndi fólk sér gjarnan á skíðum um páskana. Frá skíðaferðum í Jósepsdal fyrr á tíð segir meðal annars í bókinni Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason sem út kom í fyrra. Breytingar á náttúru heimsins og bráðnun jökla eru meginstef hennar. Svo fór líka að þegar minna varð um snjó í Jósepsdal lagðist skíðasport þar af og var flutt suður í Bláfjöll.  Í jaðri höfuð- borgarsvæðis  Vin við Vífilsfell  Er að baki Blá- fjöllum  Var himnaríki Ár- menninganna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leyndarstaður Horft yfir Jósepsdal til suðurs af hrygg sem lokar dalnum að norðan. Viðkvæmur mosagróður er áberandi í dalnum, sem slóði liggur um. Jósepsdalur Kortagrunnur: OpenStreetMap Vífi lsfell Bláfjöll Ólafsskarð Jós ep sd alu r SandskeiðBl áfj öll Reykjavík Bo la öl du r Litla kaffi stofan ■ 1 Flugsýn Horft yfir Jósepsdal til norðurs sl. vetur úr flugvél frá Erni. Vífilsfell er hér lengst til vinstri og efst. Jósepsdalur falinn fjallasalur Leiðsögn Skiltið vísar veginn. Í Jósepsdal er beygt af Suðurlandi skammt fyrir neðan Litlu kaffistofuna. „Jósepsdalur er leynistaður og friðsældin er mikil,“ segir Magn- ús Ásgeirsson úr Reykjavík, sem blaðamaður hitti á ferð í dalnum á dögunum. Báðir þekktu til dalsins en voru ekki kunnugir staðháttum svo tali tæki. Fannst því rétt að bæta úr og gera vett- vangskönnun. Magnús, sem er viðskiptafræðingur, hefur í ára- raðir verið starfsmaður hjá N1 og hefur meðal annars starfs síns vegna flakkað víða um landið. „Ég man eftir að hafa komið hingað sem unglingur þegar þetta var vinsælt skíða- svæði,“ segir Magnús enn fremur. „Frá páskum um 1970 minnist ég þess að hljómsveitin Pops var hér með spilirí. Nokkrum árum síðar, þegar ég var viðloðandi borgarmál í Reykjavík, var ákveðið að flytja aðstöðu skíðafólks sunnar og upp í Blá- fjöll og þar var í aðalhlutverki Elín Pálmadóttir, blaðamaður á Morgun- blaðinu, sem þá var einnig í borgarstjórn. Sú ákvörðun var góð. Fyrir vikið koma fáir í Jósepsdal, sem gerir staðinn heillandi. Fólk sem stundar jóga, hugleiðslu eða þarf jarðtengingu ætti að koma hingað.“ Aðstæður voru kannaðar MAGNÚS FÓR Í HELGARBÍLTÚR Í JÓSEPSDALINN Helgarbíltúr Magnús Ásgeirsson á ferðalagi í Jósepsdal á jeppanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.