Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Komdu í BÍLÓ! - Nýskráður 06/2018, ekinn 29 Þkm. S-line álfelgur og innrétting, nudd í framsætum ogmargt fleira! Raðnúmer 380857 Nýskráður 06/2018, ekinn 29 Þkm. 18“ design álfelgur, þakbogar, Bang & Olufsen hljómkerfi Raðnúmer 251205 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – ÞÚ FÆRÐ LANGFALLEGUSTU BÍLANA HJÁ OKKUR es nS Lin HLAÐNIR AUKAHLUTUM, LÍTIÐ EKNIR! AUDI A3 E-TRON Bensín og rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptir, stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi, 18“ álfelgur, hraðastilli, fjarlægðarskynjarar, akreinavari, þráðlaus símahleðsla, LED ljós. 5 ára ábyrgð, allt að 100þkm. Óaðfinnalegir í útliti! KÍKTUVIÐ!VERÐ 4.390.000 kr. VERÐ 4.350.000 kr. fundabúnaði vegna kórónuveir- unnar. „Okkar lausn er bæði í því að finna peningaþvott, en hjálpar líka fólki að skilja hvað það er að horfa á á skján- um. Við hjálpum fólki að skilja hvað er peningaþvottur og hvað ekki.“ Kerfið er hannað þannig að þjálf- un starfsfólks tekur minni tíma. Það sparar kostnað, tíma og fyrirhöfn. Spurður um mælanlegan árangur af notkun kerfisins segist Guðmund- ur ekki geta gefið upp hvað afköst aukast mikið við að greina peninga- þvætti, en þau séu margföld á við sambærileg kerfi. Um fjármögnunina sjálfa segir Guðmundur að mikill áhugi hafi ver- ið á fyrirtækinu. Núverandi fjárfestar líka með Fjárfestarnir sem nú koma að fyrirtækinu eru Karma Ventures og byFounders, en einnig tóku núver- andi fjárfestar þátt í útboðinu, Crow- berry Capital og Preceptor Capital. „Fjárfestar eins og byFounders og Karma Ventures eru ómetan- legir,“ segir Guðmundur. „Vilji þeirra til að fara út fyrir þæginda- rammann og fjárfesta við jafn erf- iðar aðstæður og nú eru uppi segir sitt um trú þeirra á því hvað við er- um að gera. Við getum varla beðið eftir samstarfinu við þá í framtíðinni. Bæði fyrirtækin koma með gríðar- legt virði inn í Lucinity í gegnum tengslanet sitt og reynslu við að byggja upp stórkostleg Saas-fyrir- tæki (hugbúnaður sem þjónusta).“ 1% árangur af baráttu Eins og Guðmundur útskýrir er kerfinu ætlað að berjast gegn pen- ingaþvætti í heiminum, sem nemur samtals trilljónum bandaríkjadala á ári hverju. Eins og fram kemur í til- kynningu frá fyrirtækinu reyna að- ilar á markaði að stemma stigu við þvættinu, en árangur er aðeins um 1%. Í tilkynningunni segir einnig að ágóðinn af peningaþvætti sé notaður um allan heim til að fjármagna verstu glæpi sem stundaðir eru, eins og mansal og hryðjuverk. Viðskiptavinir Lucinity eru bæði smáir og stórir aðilar á fjármála- markaði. 860 mkr. í miðjum faraldri Morgunblaðið/Hari Verðmæti Guðmundur segir að fjárfestarnir komi inn með gríðarlegt virði.  Berst gegn peningaþvætti  Fjarfundir með fjárfestum á netinu  Trilljónir bandaríkjadala þvættaðar í gegnum fjármálakerfi heimsins árlega Peningaþvætti » Lucinity er með starfsstöð á Íslandi og í New York. » Átján manns starfa hjá fyrir- tækinu í dag en stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í 30- 35 á þessu ári og í 45-50 á því næsta. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýsköpunarfyrirtækið Lucinity, sem framleiðir gervigreindar- hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti, hef- ur tryggt sér fjármögnun upp á rúm- ar sex milljónir bandaríkjadala, eða jafnvirði um 860 milljóna íslenskra króna. Samtals hefur fyrirtækið safnað níu milljónum dala frá því það var stofnað árið 2018, eða jafnvirði ríflega 1,3 milljarða króna. Þar af koma 6,5 milljónir dala að utan. Guðmundur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og stofnandi fyrir- tækisins, segir í samtali við Morgun- blaðið að vel hafi gengið við sölu á hugbúnaði fyrirtækisins á síðustu mánuðum. „Við sáum ákveðin tæki- færi myndast í mars sl. Ástandið sem skapaðist vegna kórónuveiru- faraldursins varð til þess að margir vöknuðu upp við vondan draum hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Bankar hættu að geta séð með góðu móti hvað peningaþvottur var, því gömlu kerfin náðu ekki nógu vel utan um þetta. Einnig hafði það áhrif að í ástandinu fóru allir að vinna heima.“ Skilja betur hvað er á skjánum Guðmundur segir að Lucinity hafi því farið í viðræður við erlenda fjár- festa um aðkomu að fyrirtækinu og það hafi gengið vel þrátt fyrir að fundirnir hafi farið fram með fjar- þétt úr minni hagkerfum, með minni fljótandi gjaldmiðla, í öryggi stóru myntanna. Við höfum séð það sama gerast á okkar mörkuðum og öðrum sambærilegum mörkuðum.“ Vaxtamunur ekki skýringin Jón Bjarki telur aðspurður að minni vaxtamunur milli Íslands og útlanda sé ekki meginskýringin á veikingu krónunnar að undanförnu. Þ.e.a.s. að minni vaxtamunur hafi ekki leitt til mikils fjárstreymis úr landi. Hjá Seðlabankanum fékkst það svar að ekki væru veittar upplýs- ingar um einstaka viðskipti á gjald- eyrismarkaði. Hins vegar var vísað á nýjustu tölur um veltu á markaði frá 13.7. Þær eru endurbirtar hér á graf- inu, ásamt gengisvísitölunni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir sölu er- lendra fjárfesta á ríkisbréfum eiga þátt í veikingu krónunnar síðustu daga. Með því skipti þeir út krónum fyrir erlendan gjaldeyri. „Allra síðustu daga virðist ein helsta skýringin á veikingunni vera sú að einn af stærri erlendum eig- endum innlendra ríkisbréfa hefur verið að selja bréfin og krónurnar,“ segir Jón Bjarki. Eftir því sem hann best veit hafi umræddir fjárfestar valið þessa tímasetningu á sölunni. „Þetta er áframhald á þróun sem hefur litað þetta ár en stóru fjárfest- arnir hafa verið að færa sig jafnt og Sala á ríkisbréfum á þátt í veikingunni  Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir erlenda fjárfesta leita á stærri markaði Velta á gjaldeyrismarkaði og gengisvísitala* 25. júní til 13. júlí 2020 7 6 5 4 3 2 1 0 209 207 205 203 201 199 197 195 25. 26. 27. 28. 29. 30. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. júní júlí Velta, ma.kr. Gengisvísitala 6,5 2,2 0 0 0,6 2,5 0,3 1,3 0,3 1,3 1,4 0,6 0,6 Dagleg velta á gjaldeyrismarkaði, ma.kr. Gengisvísitala * Lægri vísitala þýðir hærra gengi krónunnar og öfugt Heimild: Seðlabankinn/mbl.is 204,3 207,3 ● Úrvalsvísitala aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,45% í gær. Mest hækkuðu bréf Ice- landair, eða um 2,16% í tveggja milljóna króna við- skiptum. Næst- mest hækkun varð á bréfum Arion banka, eða um 1,88% í 399 milljóna króna viðskiptum. Var lokagengi bank- ans 65,1 króna fyrir hvern hlut í lok dags í gær. Þá hækkuðu bréf smásölu- fyrirtækisins Festar um 1,52% í 70 milljóna króna viðskiptum. Mesta lækkun gærdagsins varð á bréfum Iceland Seafood, um 1,5% í fimm milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45% í gær Viðskipti Ice- landair hækkaði. 16. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.41 Sterlingspund 175.8 Kanadadalur 103.03 Dönsk króna 21.441 Norsk króna 14.885 Sænsk króna 15.351 Svissn. franki 149.41 Japanskt jen 1.3074 SDR 194.54 Evra 159.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.3934 Hrávöruverð Gull 1798.2 ($/únsa) Ál 1664.5 ($/tonn) LME Hráolía 42.24 ($/fatið) Brent ● Samkvæmt gögnum Seðla- banka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta í júní nam kortavelta tengd verslun og þjónustu innan- lands 78,6 millj- örðum króna og jókst hún um 17% milli ára miðað við fast verðlag. Eins og fram kemur í Hagsjá Landsbankans er það veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síð- ustu mánaða. Í Hagsjánni segir að í mars og apríl hafi mælst samdráttur milli ára og í maí hafi mælst aukning upp á 2% þegar fyrstu tilslakanir á samkomu- banni tóku gildi. Miðað við niðurstöðu júnímánaðar virðist sem Íslendingar margir hverjir ætli að gera nokkuð vel við sig í sumarfríinu innanlands, eins og það er orðað í Hagsjánni, og gæti neysla innanlands orðið meiri en í fyrri sumarfríum. Kortavelta innanlands í júní jókst um 17% Frí Íslendingar gera vel við sig. STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.