Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Sveppaeyðing Lasermeðferð Lasermeðferð sem losar þig við svepp í nögl er bylting- arkennd meðferð, byggð á nýjustu tækni á markaðnum. Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ byrjun seinki.“ Brynjar stofnaði fyrirtækið ásamt Jónu Kristínu Hauksdóttur, unnustu sinni, árið 2015, en frá þeim tíma hefur Soccer & Education USA hjálpað til við að útvega knattspyrnufólki skólastyrki upp á 3,5 milljarða króna samanlagt ef með eru taldir þeir leikmenn sem fara út í haust. Öruggt umhverfi Spurður hvort einhverjir nem- endur veigri sér við því að fara til Bandaríkjanna þar sem faraldurinn er enn í miklum vexti segir Brynjar lítið um það. „Auðvitað hafa ein- hverjir áhyggjur. Klárlega. En skólarnir veita greinargóðar upp- lýsingar um stöðu mála og hafa skýrar reglur um hvernig eigi að haga sér. Krakkarnir munu búa á heimavist og eru í öruggu og af- mörkuðu umhverfi enda ná skóla- stjórnendur að stýra umferðinni þar,“ segir Brynjar. Þó ríkir óvissa um keppnistímabilið sjálft og við- búið er að það muni hefjast eftir áramót á mörgum stöðum en vaninn er að það hefjist skömmu eftir skóla- byrjun. Kórónuveiran hefur aftur á móti áhrif á ferðaskrifstofuhluta fyrir- tækisins, Icelandic Soccer Travel, en 120 manna hópur ungra knatt- spyrnuiðkenda í Bandaríkjunum átti að koma hingað til lands í sumar. Sú ferð frestast fram á næsta ár. Mark- hópur ferðaskrifstofunnar er Banda- ríkin og segir Brynjar að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við veirunni hafi vakið mikla athygli vestanhafs og það muni hjálpa til við markaðs- setningu þeirra þegar að því kemur. „Ísland er vinsælt ferðamannaland en fótboltinn hefur líka vakið gríðar- lega mikla athygli vestanhafs,“ segir Brynjar. Fyrirtækið hefur einnig skipulagt ferðir íslenskra liða til Bandaríkjanna, þ.á m. ferðir karla- liða FH og KR á þessu ári. 60 leikmenn til Bandaríkjanna Skólastyrkir Brynjar, annar frá vinstri, og Jóna, lengst til hægri.  Kórónuveiran setur ekki strik í reikninginn hjá Soccer & Education USA  Fresta hópferðum BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Sextíu nemendur á vegum fyrir- tækisins Soccer & Education USA halda að óbreyttu til náms í Banda- ríkjunum í haust á skólastyrk þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Að sögn Brynjars Benediktssonar, ann- ars stofnenda fyrirtækisins, fengu fyrstu nemendurnir á vegum Soccer & Education dvalarleyfi fyrir náms- menn í landinu í gær. „Það voru já- kvæðar fréttir,“ segir Brynjar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir að í raun setji kórónu- veiran lítið úr skorðum hvað þennan hluta starfsemi fyrirtækisins varðar. „Það sem gæti breyst er að einhverj- ir fara aðeins seinna út eða að skóla- Íslenska gámafélagið var rekið með rúmlega 35 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er álíka hagnaður og árið á undan, en þá nam hagn- aðurinn tæpum 34 milljónum króna. Í nýbirtum ársreikningi félagsins kemur fram að félagið búist í heild við góðu rekstrarári árið 2020. Jafnramt segir að kórónuveiru- faraldurinn hafi haft gífurleg áhrif til skemmri tíma á rekstur félagsins og býst félagið við að langtímaáhrif verði nokkur. Svartsýnustu spár fé- lagsins gera ráð fyrir allt að 12% samdrætti, sem mætt verður með lækkun kostnaðar og með því að finna nýjar tekjur, eins og fjallað er um í ársreikningnum. Stefnt er að 16% EBITDA-hlutfalli á þessu ári og tekið er fram að lækkkun stýri- vaxta, endurfjármögnun og greiðsluhlé lána styðji mjög vel við lausafjárstöðu félagsins. 85 á hlutabætur 85 starfsmenn fóru á hlutabótaleið- ina hjá félaginu í apríl og maí sl. og fækkað var um sex stöðugildi. Sam- kvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfa 300 manns hjá Íslenska gámafélaginu víða um land. Eignir félagsins í lok ársins 2019 námu 4,8 milljörðum króna og juk- ust um rúm fjögur prósent milli ára. Eigið fé Íslenska gámafélags- ins nam rúmum 1,7 milljörðum króna í lok ársins og jókst einnig lítillega. Tekjur fyrirtækisins námu tæp- lega 5,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust tekjurnar um tæplega 300 milljónir milli ára. Árið 2018 voru tekjurnar til samanburðar tæpir 4,8 milljarðar króna. Eigendur félagsins eru tveir; Gufunes ehf. sem á 50% hlut og Frakkir ehf. sem sömuleiðis á helm- ingshlut. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sorp Starfsemin byggist að mestu leyti á sorphirðu og flokkun. Íslenska gámafélagið hagnaðist um 35 mkr.  Búast við góðu rekstrarári í ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.