Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 34

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Meiri áhrif með hreinsun á augnlokum Með því að sameina Thealoz Duo augndropa og Blephaclean blautþurrkur næst betri árangur Fæst í flestum apótekum Dagleg hreinsun á augnlokum eykur áhrif augndropa í baráttunni gegn þurrum augum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Terry Branstad, sendiherra Banda- ríkjanna í Kína, var kallaður til fund- ar í kínverska utanríkisráðuneytinu í gær vegna yfirlýsingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í fyrri- nótt, þar sem hann svipti Hong Kong þeim viðskiptaívilnunum sem borgin hefur notið vegna sérstöðu sinnar og heimilaði að ráðist yrði í viðskipta- þvinganir gegn bönkum vegna nýrra þjóðaröryggislaga. Mótmælti Zheng Zeguang, utanríkisráðherra Kínverja, þar að- gerðum Bandaríkjastjórnar harð- lega, og lýsti því yfir að kínversk stjórnvöld myndu svara fyrir sig. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins sagði að aðgerðir Trumps fælu í sér brot á alþjóðalögum og afskipti af innanríkismálum Kínverja. Þá mótmælti Zheng einnig öðr- um nýlegum aðgerðum Bandaríkja- stjórnar sem beindust gegn kín- verskum hagsmunum, meðal annars í Suður-Kínahafi, þar sem Banda- ríkjastjórn hafnaði nýverið öllum yfirráðakröfum Kínverja. Ætla ekki að láta buga sig Ungir stjórnarandstæðingar í Hong Kong lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu ekki að láta bugast, þrátt fyrir hin nýju þjóðaröryggislög, og að þeir stefndu ótrauðir áfram að því marki að vinna meirihluta á löggjaf- arþingi borgarinnar. Rúmlega 600.000 manns kusu um helgina í óformlegum „forkosn- ingum“ fyrir væntanlegar þingkosn- ingar, þrátt fyrir að yfirvöld í borg- inni hefðu hótað því að forkosning- arnar gætu talist brot á þjóðar- öryggislögunum nýju. Á meðal þeirra frambjóðenda sem náðu hvað mestum árangri í for- kosningunum var Joshua Wong, sem var í forsvari stúdentamótmæla 2014, og Jimmy Sham, sem tók þátt í að skipuleggja mótmæli síðasta árs. Viðbrögð yfirvalda í Hong Kong við forkosningunum benda hins veg- ar til að frambjóðendurnir megi eiga von á því að enda annaðhvort í fang- elsi eða fá ekki að bjóða sig fram. Þá hafa sumir í forystusveit borgarinnar gefið til kynna að þing- menn borgarinnar megi lögum sam- kvæmt ekki greiða atkvæði gegn frumvörpum stjórnvalda. AFP Andstaðan Joshua Wong (lengst til vinstri) og aðrir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar héldu blaðamannafund í Hong Kong í gær. Sendiherrann á teppið vegna Hong Kong  Um 600.000 tóku þátt í „forkosningum“ stjórnarandstöðu Spár um framgang kórónuveir- unnar í Bandaríkjunum gera ráð fyrir að rúmlega 151.000 manns muni hafa látið lífið af völdum far- aldursins um næstu mánaðamót, að því er fram kemur í samantekt há- skólans í Massachusettsríki, sem gerð var fyrir bandarísku sótt- varnastofnunina CDC. Rúmlega 136.000 manns hafa nú þegar látið lífið vegna kórónuveirunnar til þessa í Bandaríkjunum. Spálíkönin gera ráð fyrir að Kali- fornía, Texas og Flórída muni verða verst úti á næstu vikum. Í spálíkani sem unnið var fyrir háskólann í Washingtonríki er gert ráð fyrir að um 224.000 Bandaríkjamenn muni hafa látið lífið 1. nóvember næst- komandi, en í tilkynningu háskól- ans sagði að ef 95% Bandaríkja- manna myndu hylja vit sín á almannafæri væri hægt að lækka þá tölu um rúmlega 40.000 manns. Setja aftur í lás Nýjum tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað ört undanfarna daga, innan sem utan Bandaríkjanna. Á þriðjudaginn greindust rúmlega 63.000 tilfelli í Bandaríkjunum ein- um, og sagði Anthony Fauci, helsti sérfræðingur landsins í farsóttum, að Bandaríkjamenn þyrftu að gæta betur að sér, og þá sérstaklega þeir sem yngri væru og teldu sig ekki í hættu. Sagði Fauci í fyrrinótt að það fólk þyrfti að átta sig á því að vegna þess að einkennalausir geta smitað aðra sé slík hegðun „hluti af vandanum, ekki lausninni“. Ýmis lönd gripu til þess ráðs í gær að loka aftur samkomustöðum til þess að ná tökum á bakslagi sem orðið hefur í baráttunni við veiruna. Yfirvöld í Hong Kong völdu þannig í gær að loka á ný börum, líkams- ræktarstöðvum og snyrtistofum eft- ir að tilfellum fjölgaði þar ört í vik- unni. Leitin að bóluefni heldur áfram Helsta vonarglætan í gær fólst í tilkynningu bandaríska líftækni- fyrirtækisins Moderna sem til- kynnti að bóluefni þess væri komið nógu langt á veg til að hægt væri að hefja lokaprófanir á mönnum. Ekki er hins vegar von á niður- stöðum þeirra fyrr en í október 2022. Þá tilkynnti rússneska varnar- málaráðuneytið að það hefði náð að þróa „öruggt“ bóluefni við veirunni, sem væri tilbúið til þess að fara í al- mennar prófanir á mönnum. Spá mikilli aukningu  63.000 tilfelli í Bandaríkjunum í fyrradag  Lokað á ný í Hong Kong  Vonir bundnar við bóluefni frá Moderna Heimild: WHO/AFP Ný tilfelli Ný dauðsföll Ný kórónuveirutilfelli í vikunni Heildartalan M.v. 15. júlí kl. 11:00 GMT 13.346.550+ tilfelli 578.746+ dauðsföll 430.700+ tilfelli Bandaríkin Mexíkó 9.900+ Ísrael 16.400+ Íran 19.100+ 17.000+ Pakistan 9.600+ Filippseyjar 12.000+ Kasakstan 20.600+ Sádí-Arabía 82.400+ Suður Afríka 570+5.300+ dauðsföll 42.600+ 33.900+ 4.300+ Bólivía 390+ 1.200+ Indland Óman 187.000+ 10.500+ 3.500+ 840+ Brasilía 261.600+ 7.300+ 320+ 630+ Síle 18.400+ Argentína 22.800+ Kólombía Perú 24.400+ 1.200+ Bretland 1.100+ Rússland 45.700+ Bangladess 21.400+ 12.300+ 1.200+ Írak 660+ 480+ 270+ 400+ 290+ Indónesía 510+ 260+ Egyptaland Valin lönd, 8.-14. júlí Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.