Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Meiri áhrif með hreinsun á augnlokum Með því að sameina Thealoz Duo augndropa og Blephaclean blautþurrkur næst betri árangur Fæst í flestum apótekum Dagleg hreinsun á augnlokum eykur áhrif augndropa í baráttunni gegn þurrum augum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Terry Branstad, sendiherra Banda- ríkjanna í Kína, var kallaður til fund- ar í kínverska utanríkisráðuneytinu í gær vegna yfirlýsingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í fyrri- nótt, þar sem hann svipti Hong Kong þeim viðskiptaívilnunum sem borgin hefur notið vegna sérstöðu sinnar og heimilaði að ráðist yrði í viðskipta- þvinganir gegn bönkum vegna nýrra þjóðaröryggislaga. Mótmælti Zheng Zeguang, utanríkisráðherra Kínverja, þar að- gerðum Bandaríkjastjórnar harð- lega, og lýsti því yfir að kínversk stjórnvöld myndu svara fyrir sig. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins sagði að aðgerðir Trumps fælu í sér brot á alþjóðalögum og afskipti af innanríkismálum Kínverja. Þá mótmælti Zheng einnig öðr- um nýlegum aðgerðum Bandaríkja- stjórnar sem beindust gegn kín- verskum hagsmunum, meðal annars í Suður-Kínahafi, þar sem Banda- ríkjastjórn hafnaði nýverið öllum yfirráðakröfum Kínverja. Ætla ekki að láta buga sig Ungir stjórnarandstæðingar í Hong Kong lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu ekki að láta bugast, þrátt fyrir hin nýju þjóðaröryggislög, og að þeir stefndu ótrauðir áfram að því marki að vinna meirihluta á löggjaf- arþingi borgarinnar. Rúmlega 600.000 manns kusu um helgina í óformlegum „forkosn- ingum“ fyrir væntanlegar þingkosn- ingar, þrátt fyrir að yfirvöld í borg- inni hefðu hótað því að forkosning- arnar gætu talist brot á þjóðar- öryggislögunum nýju. Á meðal þeirra frambjóðenda sem náðu hvað mestum árangri í for- kosningunum var Joshua Wong, sem var í forsvari stúdentamótmæla 2014, og Jimmy Sham, sem tók þátt í að skipuleggja mótmæli síðasta árs. Viðbrögð yfirvalda í Hong Kong við forkosningunum benda hins veg- ar til að frambjóðendurnir megi eiga von á því að enda annaðhvort í fang- elsi eða fá ekki að bjóða sig fram. Þá hafa sumir í forystusveit borgarinnar gefið til kynna að þing- menn borgarinnar megi lögum sam- kvæmt ekki greiða atkvæði gegn frumvörpum stjórnvalda. AFP Andstaðan Joshua Wong (lengst til vinstri) og aðrir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar héldu blaðamannafund í Hong Kong í gær. Sendiherrann á teppið vegna Hong Kong  Um 600.000 tóku þátt í „forkosningum“ stjórnarandstöðu Spár um framgang kórónuveir- unnar í Bandaríkjunum gera ráð fyrir að rúmlega 151.000 manns muni hafa látið lífið af völdum far- aldursins um næstu mánaðamót, að því er fram kemur í samantekt há- skólans í Massachusettsríki, sem gerð var fyrir bandarísku sótt- varnastofnunina CDC. Rúmlega 136.000 manns hafa nú þegar látið lífið vegna kórónuveirunnar til þessa í Bandaríkjunum. Spálíkönin gera ráð fyrir að Kali- fornía, Texas og Flórída muni verða verst úti á næstu vikum. Í spálíkani sem unnið var fyrir háskólann í Washingtonríki er gert ráð fyrir að um 224.000 Bandaríkjamenn muni hafa látið lífið 1. nóvember næst- komandi, en í tilkynningu háskól- ans sagði að ef 95% Bandaríkja- manna myndu hylja vit sín á almannafæri væri hægt að lækka þá tölu um rúmlega 40.000 manns. Setja aftur í lás Nýjum tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað ört undanfarna daga, innan sem utan Bandaríkjanna. Á þriðjudaginn greindust rúmlega 63.000 tilfelli í Bandaríkjunum ein- um, og sagði Anthony Fauci, helsti sérfræðingur landsins í farsóttum, að Bandaríkjamenn þyrftu að gæta betur að sér, og þá sérstaklega þeir sem yngri væru og teldu sig ekki í hættu. Sagði Fauci í fyrrinótt að það fólk þyrfti að átta sig á því að vegna þess að einkennalausir geta smitað aðra sé slík hegðun „hluti af vandanum, ekki lausninni“. Ýmis lönd gripu til þess ráðs í gær að loka aftur samkomustöðum til þess að ná tökum á bakslagi sem orðið hefur í baráttunni við veiruna. Yfirvöld í Hong Kong völdu þannig í gær að loka á ný börum, líkams- ræktarstöðvum og snyrtistofum eft- ir að tilfellum fjölgaði þar ört í vik- unni. Leitin að bóluefni heldur áfram Helsta vonarglætan í gær fólst í tilkynningu bandaríska líftækni- fyrirtækisins Moderna sem til- kynnti að bóluefni þess væri komið nógu langt á veg til að hægt væri að hefja lokaprófanir á mönnum. Ekki er hins vegar von á niður- stöðum þeirra fyrr en í október 2022. Þá tilkynnti rússneska varnar- málaráðuneytið að það hefði náð að þróa „öruggt“ bóluefni við veirunni, sem væri tilbúið til þess að fara í al- mennar prófanir á mönnum. Spá mikilli aukningu  63.000 tilfelli í Bandaríkjunum í fyrradag  Lokað á ný í Hong Kong  Vonir bundnar við bóluefni frá Moderna Heimild: WHO/AFP Ný tilfelli Ný dauðsföll Ný kórónuveirutilfelli í vikunni Heildartalan M.v. 15. júlí kl. 11:00 GMT 13.346.550+ tilfelli 578.746+ dauðsföll 430.700+ tilfelli Bandaríkin Mexíkó 9.900+ Ísrael 16.400+ Íran 19.100+ 17.000+ Pakistan 9.600+ Filippseyjar 12.000+ Kasakstan 20.600+ Sádí-Arabía 82.400+ Suður Afríka 570+5.300+ dauðsföll 42.600+ 33.900+ 4.300+ Bólivía 390+ 1.200+ Indland Óman 187.000+ 10.500+ 3.500+ 840+ Brasilía 261.600+ 7.300+ 320+ 630+ Síle 18.400+ Argentína 22.800+ Kólombía Perú 24.400+ 1.200+ Bretland 1.100+ Rússland 45.700+ Bangladess 21.400+ 12.300+ 1.200+ Írak 660+ 480+ 270+ 400+ 290+ Indónesía 510+ 260+ Egyptaland Valin lönd, 8.-14. júlí Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.