Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tæpir 4 mánuðireru nú í for-setakosningar
í Bandaríkjunum.
Þessi fullyrðing sýnir
að það vill gleymast
að hvert sæti full-
trúaþingmanns er
einnig „laust til um-
sóknar“ eins og gerist á
tveggja ára fresti. Öldunga-
deildin sér um staðfestuna á
bænum því að einungis þriðj-
ungur þeirrar deildar sætir
endurkjöri á tveggja ára fresti,
þar sem kjörtímabil þing-
manna þar er 6 ár.
Þótt þarna eigi sameiginlega
í hlut nærri 500 þingmenn, sem
fara með völd sem munar um,
þá beinist athyglin langmest að
forsetaframbjóðendunum
tveimur. Stundum er sagt að
kosningabarátta um forseta
standi meira og minna í fjögur
ár. Þetta á einkum við þegar
forseti leitar endurkjörs. Þeg-
ar ekki stendur svo á felst bar-
áttan fyrst í prófkjörsslag í
stóru flokkunum, svo keppni á
milli forsetaefna sem stendur
þá aðeins í hálft ár eða svo.
Það er ekki sannfærandi að
segja að Joe Biden hafi unnið
prófkjörið í sínum flokki.
Skyndilega rann upp fyrir
demókrötum að þeir yrðu að
sitja uppi með Joe Biden, sem
forystan var búin að afskrifa
sem óhæfan. Því þótt flokkur-
inn hefði færst mjög til vinstri
síðustu árin gæti það ekki
gengið að hafa samansúrraðan,
yfirlýstan vinstrisósíalista sem
forsetaefni í Bandaríkjunum.
Ekki endilega af hugsjóna-
ástæðum heldur því að þar með
yrði brautin breið, slétt og lögð
„rauðum“ dregli fyrir Donald
Trump.
Fyrir fjórum árum var
Bernie Sanders beittur miklu
ofríki flokkseigenda í þágu
Hillary. Eigendunum datt ekki
í hug að þeir myndu lenda með
gamla brýnið í fanginu aftur. Í
knattspyrnulýsingum eru
„gömlu brýnin“ rúmlega 30
ára. En í bandarískum stjórn-
málum eru þau nærri því að slá
í áttrætt. Bernie verður 79 ára
í september nk. En þótt þetta
sé myndarlegur aldur hjá
stjórnmálamanni ber að við-
urkenna að ekki er farið að slá
jafnilla í kappann sjálfan eins
og sósíalismann-kommún-
ismann sem hann hangir í.
Joe Biden verður ekki nema
78 ára í haust. Biden hafði stað-
ið sig slaklega í prófkjörinu og
óþægilega oft verið úti á þekju
svo aumkunarvert var. Það er
ekki bundið við Biden að þegar
slíkt ferli er orðið jafn áber-
andi og í hans tilviki getur það
ekki annað en versnað með
hverjum mánuði. Úrræðin hafa
verið að geyma frambjóðand-
ann ofan í kjallara, þar sem
einungis innvígðir nálgast
hann og setja honum
fyrir talspjöld sem
hann á erfitt með að
klúðra. Hugsunin
virðist vera sú að
velja með Biden
varaforsetaefni sem
getið svo tekið emb-
ættið yfir við fyrsta
tækifæri, náist að fella Trump
forseta.
Kannanir á líklegum vilja
fólks á kjördegi í nóvember eru
Biden enn hagfelldar og veru-
legur munur enn honum í hag.
Hann er gjarnan 6-8% yfir og
hærri tölur en efra markið
sjást alloft en tölur neðan við
neðri mörkin sjaldan.
Spunameistarar repúblikana
hugga sitt fólk með því að
Hillary Clinton hafi verið
hærri í könnunum á lokasprett-
inum gegn Trump. Dukakis
hafi einnig verið mun hærri en
George H. W. Bush varaforseti
í þeirra slag, sem hafi engu að
síður unnist með yfirburðum.
Spuninn á móti er helst sá að
að stuðningsbilið hafi ekki ver-
ið jafnmikið og stöðugt fyrir 4
árum og núna, og hvað varðaði
Dukakis og Bush hafi and-
staðan við Bush ekki jafnast á
við hatrið á Trump, sem sé
sterkasta afl kosninganna. Og
það sé einmitt ástæða þess að
„ásakanir“ andstæðinganna
um að Joe „gangi ekki á öllum“
skipti ekki máli núna. Það sé
ekki endilega verið að kjósa
Joe inn heldur fyrst og síðast
verið að kjósa Trump út. Ef
það sé ekki aðeins helsta held-
ur nánast eina markmið kosn-
inganna breyti engu þótt Biden
sé ekki alveg klár á eftir hvaða
embætti hann sækist, ekki með
á hreinu í hvaða fylki hann sé
staddur og standi í þeirri mein-
ingu og sé stoltur af að hafa
hjálpað Mandela við að brjót-
ast út úr fangelsi. Það skipti þá
ekki heldur máli þó að ekkert
lifi eftir af afrekum Bidens sem
varaforseta nema að gera
bræður sína að stórefnamönn-
um og hæfileikalausan son að
stórríkum manni með því að
koma þeim á spena, m.a. í
Úkraínu og Kína. Slíkt geti
alltaf komið fyrir, en sé ekki
ámælisvert nema repúblikanar
eigi í hlut. Og þetta sé heldur
ekkert í samanburði við stóra
markmiðið, að bola Trump út
úr Hvíta húsinu, sem lygasag-
an um rússagaldurinn hafi ekki
dugað til, né heldur rann-
sóknarréttur þingsins út af
leynisímtali við forseta Úkra-
ínu sem tugir manna hlustuðu á
og var til í uppskrift í þinginu!
Það má vel vera að réttlæt-
ing demókrata á að styðja
framboð Bidens, þótt hann sé
fyrir löngu kominn fram yfir
síðasta söludag, megi réttlæta
með þessum hætti. En ekki er
hátt á því risið. Var ekkert
skárra til?
Kórónuveiran
hjálpar bæði til
að gera Trump
tortryggilegan
og fela Biden
frá bjálfahætti}
Í kjallaranum, í kjallara …
F
yrir löngu hitti ég embættismann
úr borgarkerfinu á förnum vegi
og spurði hvernig gengi. Hjá mér
var engin meining með spurning-
unni. Viðbrögðin komu þess
vegna á óvart. Með sárasaklausri kveðju
snerti ég greinilega viðkvæma taug. Maðurinn
varð flóttalegur til augnanna, skimaði í kring-
um sig og dró mig svo inn í húsasund áður en
hann svaraði lágum rómi: „Maður veit aldrei
hver heyrir til manns.“ Æðsti stjórnandi átti
sannarlega ekki að frétta hvað ein af silkihúf-
um borgarinnar segði á förnum vegi. „Mér
finnst nóg að vera tekinn á beinið einu sinni.“
Sagt er að vald breyti fólki. Sumir halda að
þegar þeir eru komnir í ákveðna stöðu eigi
þeir að breytast úr ljúfmennum í fanta. Um
þetta eru margar sögur.
Árið 1993 ákvað Össur Skarphéðinsson umhverfis-
ráðherra að stytta rjúpnaveiðitímann, sem var umdeild
ákvörðun. Ráðherrann var afar ósáttur við að starfs-
maður undirstofnunar ráðuneytisins (Arnór Þ. Sigfús-
son) tjáði sig opinberlega um málið, reyndar ekki í krafti
embættis heldur sem rjúpnaveiðimaður.
Í nefndaráliti minnihluta allsherjarnefndar Alþingis
frá 1995 segir orðrétt: „Hringdi ráðherra þennan dag [á
Þorláksmessu] í Arnór, minnti á að hann væri starfs-
maður ráðuneytisins og sagði hann hafa farið „yfir
grensuna“ í blaðaviðtalinu. Jafnframt tók ráðherra fram
að þessu máli væri ekki lokið af sinni hálfu. Þetta upp-
lýsti Arnór á fundi umhverfisnefndar Alþingis 15. apríl
1994. Fyrr þennan sama dag […] hringdi um-
hverfisráðherra í Pál Hersteinsson veiði-
stjóra og hafði uppi aðfinnslur út af viðtalinu
við Arnór. Veiðistjóri bar það fyrir um-
hverfisnefnd Alþingis 15. apríl 1994 að hann
hefði svarað ráðherra á þá leið að hann teldi
þessar deilur vissulega óheppilegar. Rjúpur
og rjúpnaveiði heyrðu hins vegar ekki undir
veiðistjóraembættið og ekki væri eðlilegt að
hann legði hömlur á málfrelsi starfsmanns
síns um slíkt efni þar sem hann tjáði sig sem
meðlimur í Skotveiðifélagi Íslands á vett-
vangi félagsins. Þá á ráðherra að hafa sagt:
„Þú stjórnar Arnóri. Ég stjórna þér. Þessi
ráðherra er ekki hræddur við að berjast. Ég
minni þig í þessu sambandi á framkvæmda-
stjóra náttúruverndarráðs sem nú er fyrrver-
andi framkvæmdastjóri. Gleðileg jól.“
Nýlega stefndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur for-
sætis- og jafnréttismálaráðherra konu fyrir dóm. Sak-
irnar eru þær að kærunefnd úrskurðaði að mennta-
málaráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar ráð-
herrann réð flokksbróður sinn, félaga sem nefndin segir
ljóst að ekki hafi staðið konunni framar.
Í orði talar ríkisstjórnin um jafnrétti, en þeir sem leita
réttar síns hafa nú fengið aðvörun. Þeim verður mætt af
fullri hörku.
Önnur ríkisstjórn, aðrir ráðherrar, en sams konar
skilaboð: Ég stjórna þér. Gleðilegt sumar!
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ég stjórna
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
undir reiðhjól, með þeirri undan-
tekningu að þeim megi ekki aka á ak-
braut. Aðspurður segir Eyþór að lík-
lega þyrfti lagabreytingu til að
heimila akstur rafhlaupahjóla á ak-
braut.
„Samvisku reiðhjólamanna er
treyst hverju sinni, til dæmis til að
hjóla ekki á Sæbrautinni. En meðal-
hraði rafhlaupahjóla gæti samt verið
töluvert hærri en reiðhjóla,“ segir
Eyþór og bætir við að honum væri
heimilt að fara hringveginn á hjóli en
ekki rafhlaupahjóli.
„Við trúum því að létt raf-
drifin farartæki séu ferðamáti
framtíðarinnar,“ segir Eyþór
að lokum.
20.000 krónur fyrir
að fara ógætilega
Lögreglan hefur heim-
ild til að sekta hjólreiða-
menn um 20 þúsund krónur
fyrir ógætilegar hjólreiðar á
göngugötu, samkvæmt
reglugerð um sektir sem sett
var í kjölfar umferðarlaga
nr. 1240/2019. Kemur þetta
fram í svari Samgöngustofu
við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins um hvort lögregla hefði
heimild til að beita sektum
við akstri umfram göngu-
hraða á göngugötum á raf-
hlaupahjólum.
Eru ekki örugglega
allir á gönguhraða?
Í drögum að nýrri reglugerð frá
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytinu um gerð og búnað
reiðhjóla eru gerðar auknar
kröfur til öryggisbúnaðar
rafhlaupahjóla og gert refsivert
að aka rafhlaupahjóli með far-
þega.
Eyþór Máni Steinarsson,
rekstrarstjóri Hopp, segir leigu-
hjólin uppfylla öll skilyrðin sem
sett eru í drögunum.
8. gr. draganna er sér-
staklega tileinkuð raf-
hlaupahjólum og er þar í
fyrsta sinn lagt bann við
fleiri en einum farþega á
rafhlaupahjólum. Þá er í 10.
gr. lagt til að viðurlög verði
samkvæmt reglugerð um
sektir og önnur viðurlög
vegna brota á umferðar-
lögum og reglum á grund-
velli þeirra.
Bann við far-
þega innleitt
REGLUGERÐ
Farþegar eru nú
óheimilir á hjólunum.
Morgunblaðið/Eggert
Rafhlaupahjól Hjólunum má oft ekki aka hraðar en á gönguhraða.
FRÉTTASKÝRING
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Vinsældir rafhlaupahjólahafa stóraukist og eru nú300 rafhlaupahjól á götumReykjavíkur. Samanlagt
hafa þau ferðast yfir 500.000 km,
sem jafngildir ferð til tunglsins og
rúmlega það.
Breyttar samgöngur kalla eftir
breyttu lagaumhverfi og hafa því
verið kynnt ný drög að reglugerð um
reiðhjól og rafhlaupahjól, þar sem
fjöldi farþega er takmarkaður og
öryggiskröfum lýst.
Reglugerðin breytir því þó ekki
að óheimilt er að aka hjólum og raf-
hlaupahjólum hraðar en á göngu-
hraða á göngugötum, samkvæmt
umferðarlögum nr. 77/2019. Reið-
hjólamönnum er heimilt að aka á ak-
brautum en umferð rafhlaupahjóla
er þar óheimil.
„Þessi umferðarlög eru gefin út
í fyrra en gerðu ekki að ráð fyrir
þessum tækjum. En það þarf að upp-
færa lögin í samræmi við tæknina og
það er eðlilegt að svona aðstæður
komi upp,“ segir Eyþór Máni Stein-
arsson, rekstrarstjóri Hopp, sem
mun leggja til að umferð rafhlaupa-
hjóla verði heimil á akbrautum, til
þess að auka öryggi vegfarenda.
Telur eðlilegt að sama gildi
um reiðhjól og rafhlaupahjól
„Við munum leggja til í umsögn
að þessari heimild verði bætt við.
Það er almennt talað um það í reglu-
gerðinni að gera sérflokk um raf-
hlaupahjól, sem væri líka full-
komlega eðlilegt, svo reglurnar
endurspegli núverandi umhverfi.
Það þyrfti að vera hægt að vera á
rafhlaupahjólum á götunum og
göngugötum líkt og gildir um reið-
hjól,“ segir Eyþór og heldur áfram:
„Síðan er hægt að spyrja sig
hverjum er betra að deila vegakerf-
inu með, rafmagnsökutækjum, hvort
það eru göturnar eða gangstéttirnar.
Að sjálfsögðu ættu göturnar að deila
sínu vegakerfi með rafhlaupahjólum
frekar en gangstéttirnar, þar sem
gangandi vegfarendur fara hægar og
eru ekki með brynju af bíl í kringum
sig,“ segir Eyþór.
Í núgildandi umferðarlögum er
ekki að finna skilgreiningu á raf-
hlaupahjólum og eru þau flokkuð