Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 38

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Það er grundvallar- atriði í allri stjórn- sýslu að fara vel með fé. Sérstaklega er það mikilvægt þegar verið er að ráðskast með fjármuni sem farið er með í umboði annarra. Þá skal hafa sérstaka aðgát og gæta að rétt- sýni. Ástæðulaust er að fjölyrða um svo sjálfsagðan hlut. Það er því ótrúlegt að sjá ríkið dragast inn í eins van- reifað mál, ef til vill réttnefnt fen, og svo- kallaða borgarlínu. Það er ekki bara stofn- kostnaðurinn heldur líka, og kannski ekki síst, núvirtur rekstrar- kostnaður sem er óviss. Heyrst hafa tölur frá 150 milljörðum og allt að 600 milljörðum. Er ég til í að leggja í slíka vegferð með mínar skattgreiðslur? Nei, aldeilis ekki. Eru landsmenn, búsettir t.d. á Akureyri og í Vest- mannaeyjum, tilbúnir að styðja að greiddar séu þessar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum, álögur auknar og/eða seldar séu þeirra eignir (ríkiseignir) til að hefja fram- kvæmdir við gæluverkefni meiri- hluta borgarstjórnar í Reykjavík? Ekki trúi ég því. Þegar opinber verkefni eru metin þarf að skoða hvaða markmiði þeim er ætlað að ná, og auðvitað þurfa þau að vera til hagsbóta fyrir þegnana. En skoðum fyrirhugaða borgarlínu. Henni er, að því er fram hefur komið hjá meirihlutanum í Reykjavík, ætlað að útrýma einka- bílnum. Ekki er það göfugt mark- mið. Talað er um mikla mengun frá einkabílnum, sem þó er ekki meiri en 4% af heildarlosun okkar Íslend- inga. En mengun frá einkabílum í Reykjavík er að miklu leyti hægt að skýra með rangri ljósastýringu og þar af leiðandi töfum, því að greið umferð mengar minna. Að ekki sé minnst á þvergirðingshátt meiri- hlutans í Reykjavík þegar kemur að löngu nauðsynlegum fram- kvæmdum t.d. við Sundabraut, sem gæti losað okkur við halarófuna og seinaganginn á Miklubraut tvisvar á dag, auk þess að vera mikið öryggis- atriði. Til viðbótar má nefna gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar, sem auðvitað eiga að vera mislæg, sama má segja um gatnamót Bústaðavegar og Reykja- nesbrautar. Skoða á einnig að tengja Suðurgötu við Reykjanes- braut um Álftanes. Aðalatriðið er samt: Viljum við skattgreiðendur, á landinu öllu, að fjármunum okkar sé varið í jafn vanreifað mál og borgarlínu, þegar haft er í huga hvert markmið með henni er? Markmið sem ekki er til hagsbóta fyrir borgarbúa, hvað þá landsmenn alla. Borgarlína – ábyrg fjármálastjórn Eftir Ólaf Helga Ólafsson Ólafur Helgi Ólafsson »Eru landsmenn reiðubúnir að leggja fé sitt í vanreifað gæluverkefni? Höfundur er cand. oecon. olafur@marcus.is Ef skoðuð er land- námssaga okkar virðist lítill vafi á að land- námssaga Norðmanna muni vera stórlega stíl- færð til að þóknast þeirra hagsmunum og þeirra hugmyndum um landnám Íslands. Eins og sjá má af sögum hins grískættaða Pí- þeasar sem bjó í hinni grísku nýlendu Massilíu eða Mar- sey í Frakklandi sigldi hann norður um höf og allt til eyjarinnar Thule, sem hann nefndi svo. Samkvæmt áliti nútímasérfræðinga er ekki nokkur vafi á að þar á hann við Ís- land en nafnið Thule er almennt talið í dag þýða eitthvað sem er langt í burtu. Samkvæmt frásögum Píþeasar mun Ísland hafa verið byggt mönnum löngu fyrir skráða frásögn Norðmanna því þar segir hann greinilega og vel frá mönnum sem bjuggu í landinu og bjuggu þeir í jarðholum að hans sögn, sem þá munu vera hellar þeir sem víða eru þekktir um sunnanvert landið. Eins og þeir vita sem þekkja minj- ar í landinu þá eru víða um sunn- anvert landið hellar í móbergi og bergi sem auðunnið er með þeim áhöldum sem þeirrar tíðar menn réðu yfir. Fróðlegt er að skoða lýs- ingar hans frá því þegar hann fór til eyjarinnar í norðrinu eitthvað um það bil 1.330 árum fyrir skráð landnám Íslands en samkvæmt frá- sögum Norðmanna var landið full- byggt árið 930, sem mun vera um það bil um Krists burð og í mínum huga er ekki nokkur vafi á því að landnámssaga hinna norsku land- námsmanna muni skálduð upp af Norðmönnum til að þurrka út sögu hinna keltnesku manna sem fyrir voru í landinu þegar þeir námu hér land. Hinir norsku víkingar voru vel vopnfærir menn en þeir menn sem fyrir voru í landinu eða Kelt- arnir voru menn friðsamir og kristnir og vildu hafa sín kristnu gildi í fyrirrúmi. Hinir norsku vík- ingar hröktu þá því frá þeim svæð- um og jörðum sem þeir höfðu hafið búsetu á og er í mínum huga ekki nokkur vafi á að svo muni vera því örnefni, sérstaklega um sunnanvert landið, vitna um veru og búsetu hinna keltnesku manna þar. Nægir að nefna Dímonarnöfnin þar sem Stóri-Dímon og Litli-Dímon liggja á mörkum Fljóts- hlíðar og Eyjafjalla í Austur-Landeyjum, en þau nöfn munu vera komin úr írsku máli og þýða eitthvað tvennt; dæmi um það eru tveir klettar eða fjöll eða eitthvað tvennt sem er eins á máli því sem hinir keltnesku menn töluðu. Má hér nefna fleiri bæjarnöfn sem og staðarnöfn vítt og breitt um Suður- landið, einnig má víða um sunnan- vert landið sjá hella og ummerki sem ætla má að rekja megi til kelt- neskra manna en hinar rituðu heimildir sem við höfum tiltækar benda sterklega á að svo muni vera. Einnig má benda á að sam- kvæmt írskum heimildum hafði Páll postuli dvalið og komið til Írlands og boðað sína kristnu trú og þar með nafnið Jesú sem mun þýða og vera borið fram á þeirra máli Isua eða Isu og munu Norðmenn hafa séð sér hag í því og sett á svið sög- una um landnám landsins sem þá hugsanlega er fölsuð af þeim. Hafa þeir séð að þeir gætu nefnt nafnið út frá sínum hagsmunum og falsað söguna um landnámið með því að setja fram söguna um fjörð fullan af ís þar sem þeir gátu notað hið írska nafn eða Isu og breitt því í ís og þannig sé hin snilldarlega sam- setta saga þeirra um landnámið komin til. Í mínum huga gæti land- námssaga okkar, eins og hinir norsku víkingar settu hana fram, verið fölsuð til að þjóna hags- munum þeirra. Kennimenn okkar ættu að skoða mál þetta frá þessu sjónarmiði. Landnám Íslands og trúarbrögðin Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Í mínum huga gæti landnámssaga okkar, eins og hinir norsku víkingar settu hana fram, verið fölsuð til að þjóna hagsmunum þeirra. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.