Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 39
Hringferð Börnin við Jökulsárlón. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Harpa Ingólfsdóttir Gígja fjármála- stjóri er dugleg að ferðast og hefur heimsótt fjarlæga staði á borð við Kúveit, Jeríkó og Havaí. Hún ætlar að nýta sumarið á Íslandi og ferðast vítt og breitt um landið. Útilegur, skútu- siglingar og hringferð um landið er meðal annars á dagskrá. Það er margt á döfinni hjá Hörpu í sumar en hún er nýkomin af Gos- lokahátíð í Vestmannaeyjum. „Ég fór með yngri börnin mín á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum en þau höfðu aldrei komið til Eyja. Þar tjölduðum við í Herjólfsdal og tókum þátt í viðburðum helgarinnar, sprönguðum og kíktum á mjaldrana. Sumarfríið hefst svo formlega á því að ég bruna norður á Akureyri að sækja dótturina og vinkonu hennar í sumarbúðir á Hólavatn. Í kjölfarið ætlum við að tjalda í Kjarnaskógi eins og við höfum margoft gert áður. Ef veður leyfir förum við kannski í skútu- siglingu en pabbi minn er með skútu á Pollinum. Í ágúst er svo planið að fara með fjölskylduna í hringferð þar sem maðurinn minn hefur aldrei komið á Austfirðina. Við vonumst til að komast líka á Vestfirðina en tengdaforeldrar mínir eiga hús á Tálknafirði og langar okkur að stoppa þar í tvo, þrjá daga.“ Aðspurð hvað sé nauðsynlegt að taka með í ferðalagið nefnir hún nokkra mikilvæga hluti. „Ég hef farið í tjaldútilegur þar sem ég hef annað- hvort gleymt tjaldhimninum, tjaldhæl- unum eða millistykkinu fyrir raf- magnsofninn en allt þetta tel ég bráðnauðsynlegt,“ segir Harpa. Dreymir um að toppa Hvannadalshnjúk „Ég er búin að fara á flesta þá staði sem mig hafði dreymt um en ég væri alveg til í að fara á einhverja fallega litla hitabeltiseyju og slaka á í sólinni. Hérna heima á ég eftir að fara Lauga- veginn og Hornstrandir. Það er líka draumur að toppa Hvannadalshnjúk.“ Spurð um uppáhaldsstaði á Íslandi nefnir Harpa Jökulsárlón. „Jökulsár- lónið hefur alltaf verið í miklu uppá- haldi hjá mér. Ég fór svo á Vestfirði í fyrsta skipti á síðasta ári og fannst allt svo fallegt en við gistum á Látrum. Svo finnst mér alltaf gaman að koma til Akureyrar og Vestmannaeyja.“ Nýtir tímann milli flugferða Harpa er dugleg að leita uppi ódýrt flug með áhugaverðum millilend- ingum. „Ég myndi segja að ég væri svona „low budget“-týpa. Ég elska fátt meira en að kaupa ódýrt flug, t.d. með millilendingu, þar sem ég get nýtt tím- ann á milli ferða í að skoða staðinn. Vinir mínir hafa gert óspart grín að því að mér hljóti að finnast alveg rosa- lega gaman að bíða á flugvöllum.“ Dvaldi í mánuð í Kúveit Spurð um eftirminnilegustu ferða- lögin nefnir hún ferðalag til Ísraels og Palestínu. „Ég byrjaði á því að ferðast til Dúbaí þar sem litli frændi minn bjó. Þaðan lá leiðin til Kúveit þar sem ég dvaldi í tæpan mánuð. Á meðan ég dvaldi þar flaug ég til Jórdaníu og ferðaðist þaðan til Palestínu og Ísr- aels. Leiðin í gegnum landamærin tók rúma þrjá tíma en þegar maður kemst í gegn lendir maður í Jeríkó, sem er talin ein elsta borg í heimi. Hún er einnig lægsta borg í heimi en hún er um 258 metrum undir sjávarmáli. Ég heimsótti Betlehem og gisti í Jerúsal- em.“ Myndir náðu ekki að grípa fegurðina „Að vera í Jerúsalem var mögnuð upplifun en gömlu borginni er skipt í fernt þar sem búa Armenar, gyðingar, kristnir menn og múslimar. Ég man svo vel þegar ég stóð á Golgatahæð og horfði yfir og var að taka myndir. Ég skoðaði myndirnar og áttaði mig þá á að það þýddi ekkert að taka myndir þarna. Þær náðu ekki á neinn hátt að grípa fegurðina og tilfinninguna sem maður fékk af því að vera þarna. Á leiðinni heim stoppaði ég svo við Dauðahafið, Jórdaníumegin, það var mögnuð upplifun að fljóta í vatninu. Þaðan lá leiðin til Istanbúl þar sem ég stoppaði í tæpan sólarhring, kíkti á Hagia Sofia og gekk um borgina. Ég hafði dvalið þar í þrjár vikur 15 árum fyrr þegar ég keppti á mínu fyrsta ól- ympíuskákmóti. Þaðan flaug ég til Noregs að hitta systur mína og viku- gamla dóttur hennar sem ég var svo heppin að kom á hárréttum tíma fyrir mig að heimsækja. Þetta var því ansi víðfeðmt og litríkt ferðalag, uppfullt af skemmtilegum upplifunum, og ég er reynslunni ríkari.“ Mælir ekki með að gleyma tjaldhælum Harpa Ingólfsdóttir Gígja fjármálastjóri ætl- ar að vera á faraldsfæti í sumar. Hún hyggst fara með fjölskylduna í skútusiglingar, útilegur og hringferð um landið. Látrabjarg Börnin í fallegu veðri á fallegum stað. Hringferð Harpa og maðurinn hennar, Guðni Þorsteinn Guð- jónsson, saman í siglingu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Ferðalög á Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Paris Nú 13.995 kr. 27.990 kr. Útsala
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.