Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 40

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Mjög gott úrval af gæðakjöti beint á grillið Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Bessi segist hafa byrjað ferlið fyrir tæpum áratug. „Þá fór ég að kaupa holdakýr með það að markmiði að hefja framleiðslu á holdanautakjöti. Þetta hefur tekið langan tíma enda um kynbætur að ræða þar sem við erum stöðugt að reyna að rækta upp ákjósanlega eiginleika hjá grip- unum til að hámarka gæðin. Þar skipta alls kyns þættir máli á borð við geðslag og annað slíkt svo dæmi séu tekin. Smám saman hefur kún- um fjölgað og nú getum við í fyrsta sinn boðið holdanautakjöt í ein- hverju magni og það er kannski það sem er fréttnæmt. Það hafa verið ræktuð holdanaut hér á landi í fjölda ára en alltaf í svo litlu magni að það hefur ekki verið hægt að markaðssetja það eða vera með framboð af neinu viti.“ Nú er Bessi hins vegar kominn með nógu margar kýr til að geta sérhæft sig í holdanautakjöti og hann segir að þeir séu nokkrir bændurnir sem sérhæfa sig í þessu eldi, sem þýði að innan nokkurra ára verði hægt að auka til muna bæði úrval og aðgengi. Unnið sé með Galloway- og Limousin-kyn en nýverið hafi verið fluttir inn fóstur- vísar af Angus-kyni sem mun þá koma í verslanir eftir tvö til þrjú ár. Þróunin sé mikil og skemmtileg og til marks um gróskuna í íslenskum landbúnaði. Bessi segir að eitt af lykilatrið- unum hjá þeim sé sjálfbærni og því séu gripirnir aldir upp á grasi og vatni. „Við bændur viljum vera sjálfbærir og má segja að þetta sé okkar leið til að breyta grasi í góða matvöru,“ segir Bessi en næsti skammtur af kjötinu kemur í versl- anir Hagkaups í dag og ef marka má viðtökurnar sem síðasta sending fékk er eins gott að hafa hraðar hendur til að tryggja sér úrvals nautasteik – beint úr íslenskum haga. Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, hef- ur kjötið verið látið meyrna í þrjár vikur við bestu aðstæður og það full fitusprengt og tilbúið beint á grillið eða pönnuna. „Ég leyfi mér að full- yrða að útkoman er eitt flottasta og besta nautakjöt sem komið hefur í verslanir hér á landi,“ segir Sig- urður en Ferskar kjötvörur sáu um verkun á kjötinu. Afurðir þessara gripa eru tölu- vert ólíkar því sem neytendur eru vanir. Nautgripirnir eru næstum tvöfaldir að stærð miðað við hefð- bundin íslensk naut og því allar steikur stærri. Til að mynda vegur lundin 2,2 kíló. Að sögn Sigurðar mun kjötið vera tilbúið í neytendapakkningum í öllum verslunum Hagkaups og verður hægt að velja um ribeye, lundir, file og entrecote. Þá verða einnig gerðir sérstakir ribeye- hamborgarar úr kjötinu. Spennandi þróun í íslenskum landbúnaði Þau stórtíðindi bárust fyrr í sumar að von væri á íslensku holdanautakjöti af Galloway- og Limousin-kyni í verslanir. Um var að ræða kjöt af gripum sem Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í Hofstaðaseli, hafði ræktað en aðdragandinn var lang- ur og ljóst að áhugaverð þróun er að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Ljósmynd/Aðsend Spennandi tímar Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, og Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi á Hofstaðaseli. Það er gaman að lesa sér til um sögu þeirra Roys og Ryans. Báðir eru þeir miklir veiðimenn og aldir upp í miklu frumkvöðlaumhverfi. Faðir þeirra stofnaði fyrirtæki sem framleiddi epoxý fyrir veiðistangir. Bræðurnir fetuðu í fótspor föður síns eftir útskrift úr háskóla og Ryan hóf að framleiða veiðistangir en Roy hellti sér út í bátagerð. Á sama tíma voru þeir orðnir lang- þreyttir á lélegum kæliboxum og smám saman fæddist hugmyndin að hinu fullkomna kæliboxi. Mark- miðið var að boxið gæti haldið kulda svo dögum skipti þannig að hægt væri að taka það með í margra daga veiðiferðir. Boxið þurfti jafnframt að vera sterkbyggt – helst svo hægt væri að standa á því meðan verið væri að veiða ef það þyrfti. Það tókst og hafa boxin verið vottuð sem grábjarnarheld af sérstakri opinberri nefnd, sem þeim bræðrum þykir frekar fyndið þar sem engir grábirnir eru í Texas. Það sem bræðrunum tókst var að búa til vöru inn á markað sem var þegar mettaður en hafa hana umtalsvert vandaðri og dýrari. Veiðimenn og útivistarfólk leggja mikið upp úr góðum búnaði og því var ljóst að markhópurinn fyrir- fyndist. Jarðtengdir ástríðuveiðimenn Það var svo árið 2015 að YETI fór úr því að vera meðalstórt grasrótarfyrirtæki yfir í að verða eitt þekktasta vörumerkið í útivist- argeiranum. Sérfræðingar í mark- aðsmálum segja að velgengni fyrir- tækisins megi fyrst og fremst rekja til markaðssetningarinnar meðal veiðimanna og útivistarfólks sem hafi síðan mælt með vörunni. Trú- verðugleiki fyrirtækisins sé mikill, varan góð og vörumerkið hafi smám saman náð að smeygja sér inn í menninguna sem órjúfanlegur hluti af góðri veiðiferð. Þannig sé YETI orðið hluti af orðaforða úti- vistarfólks. Þrátt fyrir velgengni fyrir- tækisins og stækkun eru Roy og Ryan enn jafn jarðtengdir og þeir hafa ávallt verið. Þeir sinna ástríðu sinni af miklum eldmóði og eru í nánum tengslum við samfélagið sem þeir eru orðnir stór hluti af. YETI er orðið að þungavigtarvöru sem veiðimenn og útvistarfólk um heim allan ásælist en það breytir ekki markmiði bræðranna; að búa til góða vöru sem þyldi nánast allt. Ljósmynd/YETI Samrýndir bræður Þeir bræður vita fátt skemmtilegra en að veiða. Bestu kælibox í heimi? Þegar Roy og Ryan Seiders stofnuðu YETI fyrir fjórtán árum grunaði þá ekki að þeir ættu eftir að umbylta kæliboxaiðnaðinum. Markmiðið var að hanna kælibox sem þyldu margra daga ferðalög og harkalega með- ferð. Útkoman hefur slegið í gegn og eru YETI-kæli- boxin alla jafna kölluð Rolls Royce kæliboxanna. Ljósmynd/YETI Falleg hönnun Hægt er að fá kæliboxin hér á landi í Veiðihorninu. Þola álag Eins og sjá má á þessari mynd er ekkert mál að standa ofan á boxunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.