Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 41
LJÓSI PUNKTURINN
Dóra Júlía Agnarsdóttir
dorajulia@k100.is
Nú er árið 2020 meira en hálfnað og
óhætt að segja að það hafi verið óvana-
legt og eflaust mörgum lærdómsríkt.
Nú þegar hversdagsleiki okkar er orð-
inn annasamari en fyrr á árinu fannst
mér svolítið áhugavert að spyrja
nokkra einstaklinga í kringum mig:
Hvað myndirðu segja að þú hefðir
lært mest af 2020 hingað til?
Svörin voru fjölbreytt og mjög
áhugaverð en að mörgu leyti svipuð í
kjarnann. Það er greinilegt að margir
hafa tileinkað sér jákvæðni og núvit-
und ásamt fróðleik og upplýsingum.
Mig langar til þess að deila þessum
svörum með ykkur.
Helga Hvanndal landvörður
„Kannski er 2020 góð áminning um
að njóta þess staðar sem maður er á
og alls þess sem hann hefur upp á að
bjóða. Til dæmis að nota og borða af-
urðir úr nærumhverfinu sem þarf ekki
að flytja yfir hálfan hnöttinn, sem
maður sá svo greinilega þegar flutn-
ingasamgöngur lágu niðri, og að vera
meira á stað og stund í núinu.“
Sigurður Gunnarsson, útvarpsmaður,
dagskrár- og tónlistarstjóri K100
„Að lífið eins og maður þekkir það
er ekki sjálfsagt. Og það þarf ekki
alltaf að vera með allt á fullu til þess
að hafa gaman og líða vel.“
Katrín Eyjólfsdóttir, dansari og
nemi í San Francisco
„Eiginlega bara að ekkert er
sjálfgefið.“
Sandra Björg Helgadóttir, athafna-
kona og þjálfari
„Sennilega hvað maður hefur í raun
litla stjórn yfir lífinu í stóra samheng-
inu og hvað það er mikilvægt að sjá
það góða í öllum aðstæðum sem verða
á vegi manns.“
Guðrún Kjartansdóttir, lyfjafræð-
ingur og framlínustarfsmaður
„Ekkert kemur lengur á óvart!
Ekkert er nokkurn tímann fyrirséð
og ekkert ætti lengur að koma okkur
á óvart. Því er svo mikilvægt að njóta
augnabliksins og koma vel fram.“
Kristjana Margrét Kristjánsdóttir,
fyrrverandi skólastjóri
„Mikilvægt að fara eftir reglum.
Fara eftir því sem fræðin og fræði-
mennirnir segja. Upplifa að svona
veirur eru raunverulegar og geta gert
mikinn skaða. Að eiga góða fjölskyldu
sem hjálpast að er ómetanlegt.“
Agnar Hansson verðbréfasali
„Allt getur gerst!“
Ljósmynd/Unsplash
2020 Íslendingar hafa lært og upplifað ýmislegt það sem af er ári. Virðast
margir vera þeirrar skoðunar að árið hafi kennt þeim eitthvað nýtt um lífið.
Hvað hafa Íslend-
ingar lært af 2020?
DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og
flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu
og á K100.is. Hún ræddi við nokkra Íslendinga um
það hvað þeir hefðu lært hingað til af árinu 2020.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Á palli:
VIÐAR Smágrár
Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s
Á grindverki:
VIÐAR Húmgrár
Viðarvörn
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Pétur Óskar tónlistarmaður mætti í
morgunþáttinn Ísland vaknar á
K100 í gær og ræddi þar um tónlist-
arlífið, tilveruna og nýja lagið Lion
sem hann gaf út á dögunum.
Dýrkar að vera ljón
Pétur segist „dýrka að vera ljón“,
en listamannsnafn hans, Leone, þýð-
ir einmitt ljón á ítölsku sem er ein
ástæðan fyrir því að hann tók upp
nafnið. Nafnið er að auki skírskotun
í leikstjórann Sergio Leone sem er
þekktastur fyrir spagettívestra sína,
sem Pétur Óskar kveðst vera afar
hrifinn af.
Segist hann vera hræddur um að
hafa fæðst á vitlausum tíma og stað-
festir að hann sé dálítið „70’s-frík“
en hann segir að tónlistarmynd-
bandið sem væntanlegt er við lagið
Lion beri vott af stíl gamla leikstjór-
ans. Lagið, sem er í amerískum folk-
popp-stíl, segir Pétur að sé nokkurs
konar „sjálfspepp“ en það er samið
að sögn eftir að hann upplifði van-
virðingu í sinn garð frá bæði vinnu-
félögum og konu í lífi sínu. „Þá kom
þessi lína í hausinn á mér: I’m a lion.
Ég samdi þetta út frá því,“ sagði
Pétur Óskar.
„Stundum þarf maður að láta
meðvitundina vita af því að maður sé
nú nokkuð góður á því líka.“
Fjallar um ákveðna stúlku
Tónlistarmaðurinn segir að lagið
fjalli í raun um ákveðna stúlku sem
hann var í sambandi með og við-
skilnað þeirra. „Ég er svona aðeins
að láta hana vita hver ég er í dag,“
segir hann.
Pétur Óskar hefur þó ekki aðeins
verið virkur í tónlistinni upp á síð-
kastið en hann starfar einnig sem
leikari og hefur að sögn leikið bæði í
Þýskalandi, Lúxemborg og Frakk-
landi en hann lék meðal annars ný-
lega hlutverk þingmannsins Svavars
Gestssonar í væntanlegu verki frá
Vesturporti.
Hægt er að nálgast lagið Lion á
streymisveitunni Spotify undir nafn-
inu Oscar Leone en hlusta má á allt
viðtalið við Pétur Óskar á K100.is.
Ljósmynd/Aðsend
Ljón Pétur Óskar eða Oscar Leone segist dýrka tenginguna við ljón en nýj-
asta lag hans heitir einmitt Lion. Er lagið nokkurs konar „sjálfspepp“ og
fjallar að sögn um samband hans við ákveðna stúlku og viðskilnað þeirra.
Vildi láta ákveðna stúlku
vita hver hann væri í dag
Tónlistarmaðurinn og leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem er þekktur
undir listamannsnafninu Oscar Leone, gaf út lagið Lion á dögunum en
tónlistarmyndband við lagið er að auki væntanlegt á næstunni.