Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
✝ Málfríður Em-ilía Brink
(Súsý) fæddist 23.
júní 1960 á Long
Island, New York í
Bandaríkjunum.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 10. júlí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Rannveig
Magnúsdóttir
Brink húsmóðir og hár-
greiðslukona, f. 14. júlí 1933, d.
27. febrúar 1991, og John Mars-
hall Brink, íþróttafulltrúi
bandaríska hersins á Kefla-
víkurflugvelli, f. 31. júlí 1926, d.
30. apríl 1965. Saman eignuðust
þau sex börn. Elstur er Mark
Kristján Brink, f. 25. maí 1954,
sem eru Björn Már, f. 6. nóvem-
ber 1979, Einar Freyr, f. 24. júlí
1986, John Arnar, f. 30. október
1987, og María Katrín, f. 10.
nóvember 1989.
Björn er giftur Tinnu Dahl
Christiansen, f. 7. ágúst 1981, og
eiga þau saman tvo syni, Svein-
björn Sophus, f. 24. júní 2010, og
Jóhann Sophus, f. 14. desember
2017. Sambýliskona Einars er
Sukanya Nuamnui, f. 15. desem-
ber 1988.
Súsý og Sveinbjörn slitu sam-
vistum. Árið 2008 giftist Súsý
Rúnari Sigurðssyni rannsóknar-
lögreglumanni, f. 22. júlí 1948,
og lifir hann eiginkonu sína.
Súsý stundaði nám við
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og
Breiðholtsskóla í Reykjavík.
Hún var heimavinnandi hús-
móðir þegar börn hennar voru
ung en fór þá út á vinnumark-
aðinn og vann síðustu árin hjá
Myllunni sem bakari.
Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 16. júlí
2020, klukkan 13.
næstur Róbert
Magnús Brink, f.
27. nóvember 1955,
þá Katrín Lovísa
Brink, f. 3. ágúst
1957, María Brink,
f. 19. janúar 1959,
Málfríður Emilía
Brink og Hörður
Helgi Brink, f. 4.
maí 1962. Þá eign-
aðist Rannveig
einnig Örn Valdi-
mar Kjartansson, f. 6. júlí 1966,
og Ragnar Pétur Ólafsson, f. 23.
nóvember 1971.
Fyrstu ár ævinnar bjó Súsý í
Bandaríkjunum en síðar flutti
fjölskyldan til Íslands. Sambýlis-
maður hennar var Sveinbjörn
Björnsson, f. 3. júlí 1958, og átti
hún með honum fjögur börn,
Á þessum erfiðu tímamótum
er mér efst í huga þakklæti. Ég
er þakklátur fyrir tímann sem við
fengum saman, þó hann hafi orð-
ið styttri en ætlað var. Ég er
þakklátur fyrir góðar samveru-
stundir sem við áttum í faðmi
fjölskyldna okkar beggja og
ferðalögin sem við fórum í saman.
Við fórum reglulega til Kanarí-
eyja því þér fannst hvergi betra
að vera. Mér er einnig minnis-
stæð ferðin til Ítalíu og hversu
gaman þér fannst að koma til
Feneyja. Enginn veit sína ævina
fyrr en öll er og síðustu ár reynd-
ust erfið í baráttu við sjúkdóm
sem að lokum hafði betur, en
minningar um góðu stundirnar
lifa áfram.
Björn Már, Einar Freyr, John
Arnar og María Katrín, ég sendi
ykkur og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur við fráfall móður
ykkur.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Rúnar Sigurðsson.
Í dag kveðjum við Súsý systir.
Ég og Súsý vorum mjög náin í
okkar uppvexti. Hún og mamma
voru einstaklega góðar vinkonur
og studdu hvora aðra þegar á
þurfti að halda í gegnum lífið.
Þannig var Súsý iðulega með
auga á mér sem yngri bróður og
passaði upp á að maður fengi þá
hlýju sem þurfti ef upp á vantaði.
Seinna meir passaði ég oft börnin
hennar sem var mikið traust þar
sem þau voru ávallt hennar mesti
fjársjóður. Súsý gat verið mikill
húmoristi og stutt í hvellan hlát-
ur þó illa þyldi hún stríðni, sér í
lagi frá okkur systkinunum. Það
var síðan gott að fylgjast með
henni hamingjusamri með
Rúnari sínum síðustu ár að gera
gera það sem henni fannst
skemmtilegast, sem var að
ferðast í sólina og fylgjast með
börnum og barnabörnum. Milli
okkar var ávallt hlýr strengur
sem við fundum þegar við hitt-
umst. Ég kveð þig með söknuði
og hlýjum minningum í hjarta.
Svo segir bros þitt, besta systir mín.
Nú beinist aftur kveðja mín til þín,
og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum,
mín hjartans vina frá svo mörgum
árum.
Um regni grátnar grundir sig grúfir
nóttin hljóð,
með grárri skímu bráðum fer að
morgna.
Mér finnst ég vera að syngja mitt sein-
asta ljóð
og sálar minnar lindir vera að þorna.
Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða
huga minn.
Ég hugga mig sem best til að gera vilja
þinn.
Ég geymi hvert þitt bros í minning
minni.
Ég man og skal ei gleyma samvist
þinni.
Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran
minniskrans.
En fyrir augun skyggja heitu tárin.
Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi fann-
klædds lands.
Þú frið nú átt. Við minninguna – og
sárin.
(Hannes Hafstein)
Þinn bróðir
Örn Valdimar Kjartansson.
Hún Súsý elsku vinkona mín
lést föstudaginn 10. júlí eftir erfið
veikindi aðeins nýorðin sextíu ára
og í raun verð ég bara sorgmædd
og skil illa tilgang lífsins á stundu
sem þessari.
En þakklæti fyrir öll árin okk-
ar og allt sem við brölluðum er
efst í huga mínum og margar
minningar sem rifjast upp í dag.
Við Súsý kynntumst þegar við
vorum tíu ára er ég flutti suður
og urðum strax frá fyrsta degi
góðar vinkonur og vorum síðan
nánast óaðskiljanlegar í áratugi.
Við ólumst báðar upp við mikla
tónlist á heimilum okkar og Tom
Jones, Engilbert Humperdinck,
Elvis Presley og fleiri góðir voru
á fóninum þar og við Súsý elsk-
uðum þessa gömlu tónlist.
Við vorum samtaka í því að
eignast heimili og börn eins og í
svo mörgu öðru og ólust börnin
okkar upp saman að miklu leyti
þar sem Súsý var á hverjum degi
inni á mínu heimili eða ég inni á
hennar.
Við áttum jafnvel jól og aðrar
hátíðir saman og við fórum í bú-
staði og útilegur með börnin
okkar.
Húsafellið var í uppáhaldi og
fórum við með hústjöldin okkar
þangað flestar helgar í nokkur ár.
Síðan tók við Þjórsárdalsrútu-
tímabilið okkar en þar bjuggum
við til okkar eigin hippaparadís
þar sem börnin okkar gátu leikið
sér frjáls.
Eurovision var í uppáhaldi og
horfðum við saman á hana í fleiri
áratugi. Mikið spáðum við og
spekúleruðum í lögunum og svo
voru úrslitin skoðuð í ljósi okkar
fyrirframgefnu stigagjafar.
Þær eru margar minningarn-
ar, karókí og lagið okkar Crazy
með Patsy Cline og mörg önnur
góð lög voru sungin af innlifun.
Tónlist og aftur tónlist kemur
upp í huga minn. Bræður hennar
með gítarspil og söng, hugleið-
ingar okkar um lífið, trúna sem
við áttum báðar og leit okkar að
svörum við stórum spurningum
lífsins er bara brot af því besta.
Súsý var mikill fagurkeri og
húsmóðir ásamt því að vera góð
móðir. Hún elskaði afkomendur
sína og fátt var það sem hún var
ekki til í að gera fyrir þau. Eins
var hún svo glöð þegar Sveinbi
litli fæddist en hún hafði þráð
ömmutitilinn lengi.
Ég var svaramaður Súsýar
þegar hún giftist eftirlifandi
manni sínum í Bústaðakirkju og
það var stolt kona sem gekk þar
inn kirkjugólfið í sínum hvíta
smekklega kjól. Það var fallegur
gleðidagur í hennar lífi.
Súsý var tíður gestur á heimili
foreldra minna, sérstaklega eftir
að mamma hennar dó, og merki-
legt finnst mér að mamma og hún
kveðja báðar þennan heim með
nokkurra mánaða millibili. Lík-
lega sitja þær núna saman í
himnanna sal með kaffibollann og
sígaretturnar og horfa niður til
okkar hinna með kærleika.
Orðin mín eru óttalega fátæk-
leg núna og þau segja bara brota-
brot af því sem hjarta mitt vildi
geta sagt og Guð einn veit að
Súsý átti kærleika minn og vin-
áttu alla tíð hvort sem við vorum
aðskildar eða í umgengni og ég
sakna gamalla og góðra stunda
sem við áttum.
Ég geri orð John Lennons að
lokaorðunum mínum eða „Lífið
er það sem hendir þig á meðan þú
leggur á ráðin um annað“.
Ég bið Guð að blessa heimför
þína, elsku Súsý mín, og hafðu
þökk fyrir allt og allt, ég mun
sakna þín.
Þar til við hittumst á ný,
Þín vinkona
Linda.
Málfríður
Emilía Brink
kvæðasti ferðafélagi sem hægt
var að hugsa sér. Alltaf var
gaman, allt var frábært og allt-
af gat hún miðlað málum.
Erla var fallega hugsandi
manneskja. Hún var fordóma-
laus, hafði ríka réttlætiskennd
og næma tilfinningu fyrir þeim
sem minna máttu sín. Halldóra
mágkona hennar naut svo
sannarlega góðs af því og sakn-
ar hennar óendanlega.
Sorgin er meiri en með orð-
um verði lýst. Við kveðjum okk-
ar hæfileikaríku og heillandi
tengdadóttur og erum þakklát
fyrir samfylgdina. Reynar Kári
og dæturnar eiga minningu um
elskandi eiginkonu og móður.
Megi góður Guð styrkja þau í
sorginni.
Jóhanna Einarsdóttir og
Bjarni Reynarsson.
Ég minnist elskulegrar mág-
konu, vinkonu og samstarfs-
konu minnar Erlu Dísar. Þegar
ég kynntist Erlu urðum við
mjög fljótt góðar vinkonur. Erla
var flink handavinnukona og
svo listræn og hugmyndarík.
Hún hjálpaði mér mikið þegar
ég sýndi verkin mín með „List
án landamæra“ og þegar ég
sýndi á „Hönnunarmars“. Ég
gat alltaf leitað til hennar ef
eitthvað var. Hún var alltaf til
staðar fyrir mig og gaf mér góð
ráð. Erla bauð mér vinnu hjá
sér sem aðstoðartextílkennari
og það var gaman að fá að að-
stoða hana í kennslunni. Mér
fannst líka gaman að fá að að-
stoða hana með stelpurnar
hennar.
Við fórum í mörg góð ferða-
lög saman með fjölskyldunni.
Það voru góðar stundir. Erla
var alltaf svo jákvæð og
skemmtileg. Við áttum t.d.
margar góðar stundir á
Hvammeyri á Tálknafirði.
Ég á góðar minningar um
hana Erlu mína sem munu allt-
af fylgja mér. Ég elska hana
svo heitt og sakna hennar
mikið.
Halldóra Sigríður.
Elskuleg mágkona mín Erla
Dís, sem var mér eins og systir,
er fallin frá langt fyrir aldur
fram. Sorgin hellist yfir og
minningarnar streyma fram.
Góðar minningar um einstaka
konu sem hafði hlýja nærveru
og sá alltaf jákvæðu hliðarnar á
öllum málum. Þannig eru t.d.
ógleymanleg öll ferðalögin sem
fjölskyldur okkar fóru í saman
hér heima og erlendis. Erla Dís
var þar jafnan hrókur alls fagn-
aðar, skemmtileg og lífsglöð.
Erla var listhneigð,
metnaðargjörn og skarpgreind.
Hún átti einnig einstaklega gott
með mannleg samskipti sem
nýttist henni vel í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur, ekki síst í
textílkennslunni. Á því sviði
skaraði hún fram úr og lagði
metnað sinn í að miðla af þekk-
ingu sinni og reynslu til nem-
enda sinna. Eftir Erlu liggja
fjölmörg listaverk sem bera
vott um þá miklu sköpunargáfu
sem hún hafði til að bera.
Erla var með eindæmum
hjartahlý og tók upp hanskann
fyrir þá sem minna mega sín.
Þannig reyndist hún systur
minni, Halldóru Sigríði, sér-
staklega vel og var Erla hennar
besta vinkona. Ég verð Erlu
ævinlega þakklátur fyrir hvað
hún var góð við Halldóru.
Það var mér mikil ánægja
þegar Erla Dís og Reynar Kári
gengu í hjónaband vorið 2019.
Þetta var löngu tímabært, enda
áttu þau að baki langt samband
sem hafði gefið af sér ríkulegan
ávöxt – systurnar Ísafold Evu,
Halldóru Móeyju og Bjarneyju
Ósk. Minning Erlu Dísar mun
lifa í gegnum þær um ókomna
tíð.
Þó að við Erla Dís værum
ólík ríkti á milli okkar kær vin-
átta, trúnaður og gagnkvæm
virðing. Erla leitaði gjarnan til
mín til stuðnings og ráðgjafar
þegar eitthvað bjátaði á. Mér
þótti vænt um að hún sagði oft
að ég væri „hennar besti mað-
ur“. Núna er Erla farin en ég
ætla mér eftir sem áður að
standa undir því nafni með því
að styðja eftirlifandi eiginmann
hennar og börn af öllum mætti
á þeim erfiðu tímum sem fram
undan eru.
Megi góður Guð geyma Erlu
okkar og styrkja hennar nán-
ustu í þessari miklu sorg.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Einar Hugi Bjarnason.
Elsku vinkona okkar, það er
með sorg og söknuði að við
kveðjum þig.
Þú hefur verið traustur fasti í
lífi okkar allra lengi, og saman
höfum við verið í matarklúbbi á
tólfta ár, ferðast saman, eldað
saman, hlegið saman, grátið
saman. Þú auðgaðir líf okkar
með orku þinni og listfengi,
hafðir næmt auga, næma bragð-
lauka og næmar, fíngerðar
hendur. Dugnaður einkenndi
þig alla tíð. Þú varst svo dríf-
andi og atorkusöm, hafðir
fjörugt ímyndunarafl, fékkst
alls kyns hugmyndir og ef þér
datt í hug að gera eitthvað gát-
um við bókað að þú myndir
gera það alla leið. Það var fal-
legt að fylgjast með því hvað þú
áttir hlýtt og gott samband við
mágkonu þína og sem dæmi
varstu óþreytandi við að vinna
að ýmsum verkefnum með
henni. Þú varst svo skapandi og
skemmtileg kona, flinkur hönn-
uður og fagurkeri sem kunni að
meta smáatriðin í lífinu. Mennt-
un var þér kappsmál og þú
varst stolt af menntun þinni og
starfi. Þú hafðir sterka rétt-
lætiskennd og þér var kvenna-
samstaða hjartfólgin. Þú varst
gefandi og góð vinkona vina
þinna og við áttum frábærar
stundir saman sem munu ylja
okkur um ókomna tíð. Þar má
sem dæmi nefna þegar við fór-
um saman í ógleymanlega ferð
til Almería á Spáni með litlu
krílin og héldum upp á tveggja
ára afmæli Ísafoldar Evu á
sundlaugarbakkanum. Ótal
minningar streyma fram úr
ferðalögum innanlands, hvort
sem við vorum saman á Siglu-
firði, í Grettislaug, á Suðureyri
eða Tálknafirði, í brúðkaupum
og veislum eða í fjöruferðum
varstu alltaf óaðfinnanlega
klædd og smart. Þú verður að
eilífu partur af okkur og fjöl-
skyldunum okkar. Matarklúbb-
urinn fór sem ein eining í gegn-
um allar meðgöngur saman,
fyrstu skrefin okkar allra sem
mæður og feður tókum við hlið
við hlið og í styrk hvert af öðru.
Við stofnun klúbbsins var að-
eins eitt barn fætt, nú eru þau
þrettán, og okkur finnst við
eiga hlutdeild í þeim öllum. Við
erum þakklát fyrir allar gæða-
stundirnar sem við áttum með
ykkur Reynari og öllum börn-
unum okkar. Þú varst áhyggju-
laus og góð móðir, sem fannst
mikilvægt að veita dætrum sín-
um frelsi til að vera börn. Þú
hafðir aldrei áhyggjur af því að
stelpurnar ykkar óhreinkuðu
fötin sín eða neitt í þá veru,
þær áttu að fá að drullumalla
og skapa. Þú elskaðir heitt og
varst til í að leggja mikið á þig
fyrir þau sem þú elskaðir. Það
er þyngra en tárum taki að
þurfa að kveðja þig í dag.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Hvíl í friði, elsku Erla Dís
okkar.
Matarklúbburinn – Ástrós,
Valtýr, Edda Sif, Steindór
Ingi, Sigurveig, Árni
Freyr, Unnur og Einar.
Hún var kona. Hún var kröft-
ug og hún var klár. Hún var
með munninn fyrir neðan nefið
og hjartað á hárréttum stað.
Hún var stórskemmtileg. Eng-
um þurfti að leiðast í kringum
hana. Hún var fjölhæf og
ástríðufull. Hvort sem það var
vefnaður, femínismi, uppeldis-
mál, sörubakstur, skófatnaður
eða endurvinnsla á textílefnum
var okkar kona með hlutina á
hreinu og gott betur en það. Við
héldum að við værum kunnugar
drifkrafti og áræðni en hún
sýndi okkur að hennar drif-
kraftur var á öðru og áður
óþekktu plani. Um leið og hún
rúllaði sér í lest með okkur frá
Englandi til Skotlands þar sem
við vorum í þrautpakkaðri
námsferð gerði hún sér lítið fyr-
ir og kláraði mastersritgerð í
kennslufræðum. Erla Dís var
elskuð. Mikið óskaplega sem
hún var elskuð ofan í hjartaræt-
ur. Hún var dýrkuð og dáð af
ungum og öldnum. Hún sáði
fjölmörgum fegurðarfræjum í
huga og hjörtu nemenda sinna
sem og alls síns samferðafólks.
Við þökkum af öllu hjarta fyrir
að hafa lánast að kynnast Erlu
Dís ofan í kjarnann hennar og
fyrir að hafa mátt eiga í henni
vinkonu, stuðning, hlýju og
gleði. Við vonum að hún hafi
fundið hvað hún var okkur kær
og að hún hafi tekið þá elsku og
ást með sér inn í nóttina og nýj-
an dag. Hjartans vinkona.
Við sendum öllum aðstand-
endum Erlu Dísar samúð og
hlýju á þessum erfiðu tímum og
biðjum góðar vættir að vera
dætrum hennar styrkur og stoð
á lífsins leið.
Fyrir hönd þinna eilíflega
elskandi Diplótex-systra,
Lilý Erla Adamsdóttir.
Ég trú ekki að ég sitji hér og
skrifi minningargrein um þig,
elsku Erla. Síðustu dagar hafa
einkennst af gremju, reiði og
þrúgandi sorg. Ég get ekki sætt
mig við að þetta hafi farið
svona, að ég fái aldrei að sjá þig
aftur og fái aldrei aftur að tala
við þig. Þetta er bara of ósann-
gjarnt.
Síðustu daga hef ég hugsað
um þig og allt sem við höfum
gert saman. Öll samtölin okkar
og þessa vináttu sem var svo
ótrúlega sérstök af því hún
byggðist á svo mikilli hrein-
skilni og einlægni, það voru
okkar einkunnarorð.
Ég hef hugsað mikið um það
þegar við vorum óléttar að
Jonna og Ísafold, allar Aktu
Taktu-samlokurnar, Mario
Bros, ferðalögin, grillpartíin, út
að borða-klúbbinn, ASOS-kaup-
in og löngu símtölin, þegar
Reynar spurði hver væri í sím-
anum og þú svaraðir „Birna,“
þá vissi hann betur og fann sér
eitthvað annað að gera, þetta
gat jú tekið svona tvo tíma.
Ég er líka búin að hugsa um
hversu mikill klettur þú hefur
verið við hlið mér í öllu. Þú tal-
aðir alltaf um mikilvægi þess að
vera jákvæð, sterk, umburðar-
lynd og að upplifa tilfinningar
sínar. Það er það sem ég ætla
að gera. Ég ætla að taka allt
sem þú kenndir mér og ég ætla
að tileinka mér það allt.
Ég ætla að vera til staðar
fyrir Reynar, Ísafold, Móey,
Bjarney og alla hina sem þótti
svo óendanlega vænt um þig og
ég ætla að segja þeim hversu
frábær þú varst. Hversu hvetj-
andi, hugrökk, skapandi, ákveð-
in og hugulsöm þú varst. Það er
eina leiðin fyrir mig til að lifa á
þín elsku besta vinkona mín.
XO,
Birna.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar