Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 48

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 ✝ Edda Óskars-dóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1940. Hún lést 10. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Gunnþóra Björgvinsdóttir, f. 11. nóvember 1916, d. 12. febrúar 2006, frá Fáskrúðsfirði og Óskar Björns- son, f. 19. apríl 1913, d. 15. júlí 1995, frá Beru- nesi við Reyðarfjörð. Edda var elst fjögurra systkina. Hin eru Iðunn, f. 1945, Oddný, f. 1948, og Óskar, f. 1952, d. 2013. Edda giftist Halldóri Hannessyni, f. 14.11. 1940, árið 1961. Foreldrar hans voru Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 1914, d. 2010, og Hannes Björnsson, f. bandi eru Oddur og Nanna Bríet. Saman eiga Katrín og Einar soninn Tjörva. 5) Guð- laug Ósk Forant, f. 1974, maki Mark Forant. Börn þeirra eru Andrés og Jóna. 6) Jóna Björg. Edda ólst upp í Reykjavík og gekk í Melaskóla, Gaggó Vest og síðar Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún út- skrifaðist 1960. Hún stundaði nám í íslensku og norsku við Háskóla Íslands á áttunda ára- tugnum. Edda var lengst af heimavinnandi húsmóðir en þó starfaði hún um árabil við þýð- ingar auk þess sem hún rak veitingastaðinn Betri sæti í Hafnarfirði. Edda og Halldór hófu búskap sinn í vesturbæ Reykjavíkur en fluttu til Hafnarfjarðar árið 1972 og hafa búið þar alla tíð síðan. Útför Eddu verður frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. júlí 2020, klukkan 13. 1900, d. 1974. Börn Eddu og Halldórs eru: 1) Gunnþóra, f. 1963, maki Kjartan Guð- mundsson. Börn Gunnþóru úr fyrra hjónabandi eru Edda og Hallur. Sonur Kjartans er Guðmundur Karel. Barnabörnin eru Ari Liljan, Vík- ingur Árni, Lýra Ösp og Stormur. 2) Arnar Hannes, f. 1966, maki Helga Lúðvíks- dóttir. Börn þeirra eru Íris og Snorri. 3) Jósef, f. 1969, maki Sólveig Arnarsdóttir. Börn þeirra eru Halldór Dagur, Arnar og Egill. 4) Katrín, f. 1972, maki Einar Árnason. Börn Katrínar úr fyrra hjóna- Hún Edda tengdamóðir mín var stór manneskja. Með stórt hjarta, stórt skap, stóran faðm og stórar gáfur. Ég var 14 ára þegar ég fyrst fór að venja komur mínar í Gunnarssundið, þá sem vinkona Katrínar dóttur þeirra Halldórs. Ég man hvað mér þótti það æv- intýralegt, heillandi og framandi að koma þangað og kynnast fjölskyldulífinu þar. Svolítið eins og að ganga inn á ítalska stór- fjölskyldu búsetta fyrir einhverja tilviljun í Hafnarfirði. Þessi risa- stóra krakkahjörð, Halldór með fíflagang og Edda stjórnaði öllu með harðri hendi, samt hálf fliss- andi og kímin. Og húsið, Gunnars- sundið eins og það er alltaf kallað, almáttugur, þvílíkt hús! Svo fal- legt, skemmtilegt, öðruvísi og dásamlegt. Ég vissi það ekki þá en komst að því síðar að allt sem hún Edda kom nálægt varð ein- mitt þannig. Hún hafði einstaka hæfileika að gera allt fagurt í kringum sig, listfengi hennar og óbrigðull smekkur setti mark sitt á allt. Hún saumaði, smíðaði, vann í gler og stein, óf, sútaði, pússaði, plantaði, prjónaði og eld- aði listavel. Henni tókst að taka það hversdagslega og hefja það upp á annað stig. Hún og Halldór sóttu leikhús, tónleika, myndlistarsýningar, lásu allan fjandann á hinum ýmsustu tungu- málum, fylgdust með pólitík í mörgum löndum, ferðuðust um allan heim (og Edda bar heim með sér í handfarangri heilu bú- slóðirnar af fögrum munum), hún var vel að sér í svo mörgu og hafði áhuga og skoðanir á næstum öllu. Kannski naut hún sín samt best á „Hærunni“, fallegu húsi sem þau Halldór gerðu upp austur í Álfta- firði. Þar voru þau flestöll sumur undanfarin ár og þar var Edda í essinu sínu. Gerði að aflanum sem Halldór dró í hús, sútaði skinn, smíðaði og lagaði og með sínum ótrúlega grænu fingrum fékk hún allt til að gróa, vaxa og dafna. Þegar við Jósef, sonur þeirra, felldum hugi saman reyndist hún mér góð tengdamamma og virtist alla tíð nokkuð sátt við ráðahag- inn. Drengjunum okkar þremur var hún góð amma. Börn löðuðust að henni, kannski ekki síst vegna þess að hún kom fram við börn eins og fullorðið fólk, talaði við þau og tók mark á þeim og skoð- unum þeirra. Egill, yngsti dreng- urinn okkar, sagði aðspurður um hvers hann minnist um ömmu sína: „Hún var góð, hlý og skemmtileg“. Sem eru orð að sönnu. Það gustaði af Eddu, hún gat verið hornótt en hún var heiðar- leg, nennti aldrei að þykjast eða mjálma með fjöldanum, stóð á sínum skoðunum og þoldi ekki til- gerð eða uppdiktaða tilfinninga- semi. Hún stóð með sínum í gegnum þykkt og þunnt en hikaði samt ekki við að segja sína meiningu, jafnvel þó hún gengi í berhögg við skoðanir annarra, sem er kostur. Þess vegna var líka hægt að treysta henni. Það er varla hægt að minnast Eddu án þess að nefna líka hann Halldór tengdaföður minn. Þau voru órjúfanleg heild, urðu kær- ustupar á unglingsárum og hafa verið saman alla tíð síðan. Lífsins þræðir eru margslungnir og þeirra féttuðust saman svo úr varð þykkt og sterkt net. Hugur minn nú er fyrst og fremst hjá Halldóri og svo börn- unum þeirra sex. Ég minnist Eddu tengdamóð- ur minnar með hlýhug, þakka allt og allt og óska henni góðrar ferð- ar inn í Eilífðarlandið þar sem ég er viss um að hún muni láta til sín taka, gera það aðeins upp, pota niður nokkrum jarðarberja- plöntum, henda í dásamlegt kon- fekt um miðnæturbil og setjast svo niður með rauðvínsglas og njóta. Sólveig Arnarsdóttir. Meira: mbl.is/andlat Elsku Edda, listræna, hand- lagna, brosmilda, ákeðna, hrein- skilna, tónelska tengdamamma. Á þrjátíu árum höfum við farið í gegnum alla liti litrófsins og skapað ótal minningar af öllum stærðum og gerðum. Margar þeirra eru af stórfjölskyldunni saman á góðri stundu með drekk- hlöðnu veisluborði, tónlist, rök- ræðum og gleði. Þar voruð þið Halldór í essinu ykkar. Þær minningar sem mér þykir þó allra vænst um eru um notalegu stund- irnar sem við áttum tvær saman sitjandi úti í garði eða á Hærunni kryfjandi þau mál sem stóðu hjörtum okkar næst hverju sinni. Á þessum stundum nutum við góðs af oft ólíkri sýn okkar á lífið og tilveruna og áttuðum okkur jafnvel á því að það er ekki bara ein hlið á teningi! Þessar minn- ingar kalla fallegar myndir fram í hugann sem ég mun ávallt geyma. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Þín Helga. Elsku amma mín, nú vildi ég að ég hefði verið búinn að lesa bók- ina Blå eftir Maja Lunde en ég held að þú hafir minnst á hana við mig í hvert skipti sem við töluðum saman seinasta eina og hálfa árið. Mér finnst hálfótrúlegt að ég muni lesa hana núna og ekki geta hitt þig og rætt hana. Þær eru ótal margar minning- arnar sem sitja eftir um hana ömmu, sama hvort þær eru úr ferðalögum saman um landið, boðum hér og þar eða úr Europr- is. Einna helst sé ég hana fyrir mér dedúa eitthvað fyrir utan Hæruna eða í stóra garðinum sín- um og kalla „Skúsi minn“ eða „Kátur“ til skiptis. Skemmtileg- ast finnst mér þó að hugsa til stundanna í Gunnarssundi þegar ég fékk hana til að segja frá eigin ævintýrum. Hvort sem það voru sögur úr ferðinni um Amazon- skóginn eða þegar þau hjónin fóru til Víetnam rétt eftir að land- ið var opnað, frá því að hún sníkti nammi af hermönnunum sem barn eða frá dansleikjum á Borg- inni vildi ég alltaf heyra meira. Þessar mörgu, hálfótrúlegu lífs- reynslusögur eru kannski það sem til þarf til þess að móta jafn magnaðan karakter og ömmu. Amma hafði þann eiginleika að hún lét drauma sína rætast og er það nokkuð sem ég ætla að læra af henni. Hún lét fátt stoppa sig. Ég stórefa að margir hefðu farið með átta manna fjölskyldu í tjald- ferðalag um Evrópu 1978 því þá langaði til að ferðast, búið til go- urmet-veitingastað í Hafnarfirði því þeir væru góðir í að elda eða keypt sér 120 hektara jörð austur á landi því þá langaði í sumarhús! Hún talaði oft um það hvað henni þótti vænt um, eftir að hafa fætt sex börn sjálf, að fá loksins að sjá barn fæðast en það var ein- mitt ég. Skömmu síðar var ég skírður en þá er ég strax þakklátur fyrir ömmu. Þá átti bæði athöfn og veisla að vera heima hjá þeim afa í Gunnarssundinu nema hvað að á sama tíma var verið að sýna frá einhverjum ofboðslega merkum fótboltaleik. Presturinn stingur upp á því að bíða eilítið með at- höfnina svo hann og aðrir gestir gætu fylgst með fyrri hluta leiks, ég yrði svo skírður í hálfleik og þá væri hægt að fylgjast með seinni leikhluta. Húsfrúin í Gunnars- sundi hélt nú ekki og mikið er ég þakklátur henni fyrir að hafa ekki leyft það að ég yrði skírður í ein- hverjum hálfleik. Ég hlakka til að spila Svantes viser, kveikja á ilmkerti með „French Vanilla“-lykt og lesa Blå. Ég trúi því að með einhverju móti munum við rökræða um hvað okkur finnst um bókina. Oddur Atlason. Þegar ég hugsa um ömmu Eddu hugsa ég helst um heim- sóknir í Gunnarssundið. Þá kom ég til hennar og fór yfirleitt út með hundana í langan göngutúr en þegar ég kom til baka ilmaði húsið oftar en ekki af nýbökuðum vöfflum og heitu súkkulaði. Svo sátum við amma að kjafta klukku- tímum saman eða þangað til við gátum ekki meira í okkur látið af vöfflum. Ein af mínum uppáhaldsminn- ingum um ömmu er þegar ég fór með henni og afa austur á Hær- una. Þar kenndi amma mér að verka fiskinn sem við afi veiddum. Svo eyddum við öllum kvöldum í að spila, oftast yatzy eða Ticket to ride, og háma í okkur súkku- laðirúsínur. Þessum minningum mun ég aldrei gleyma. Hvíl í friði elsku amma mín, ég mun sakna þín. Nanna Bríet. Sem barn var ég var svo lán- söm að fá að vera mikið með ömmu minni og afa. Við ferðuð- umst um landið, sáum tröll sem orðið höfðu að steini, dýfðum tán- um í vatn og borðuðum nesti í grasinu með kaffi á brúsa. Þau ferðuðust líka til óvenjulegra staða eins og Víetnam og Nepal. Ég fékk að heyra ferðasögurnar frá hinum ýmsu löndum og ólíku menningarheimum og var alger- lega heilluð. Þvílíkir ævintýra- farar. Það besta sem ég vissi var að gista hjá þeim og við amma byrj- uðum dagana yfirleitt á því að bulla saman áður en við fórum á fætur. Við fífluðumst, hlógum og bulluðum upp orð og sögur. Ég hugsa að við mættum mörg við meira bulli og hugsa til ömmu með þakklæti þegar ég fæ að byrja daginn á flissi með dóttur minni. Amma mín, Edda Óskars- dóttir, var mögnuð kona. Hún átti sex börn, tólf barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Hún var stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík og seinna lærði hún ís- lensku og norsku við Háskóla Ís- lands. Þegar barnabörnin voru orðin stálpuð fór hún í Landbún- aðarháskólann og lærði skógrækt því hana langaði að spreyta sig á henni fyrir austan. Amma sat aldrei auðum hönd- um enda dugnaðarforkur, hug- myndarík og einstaklega skap- andi kona. Ég man ýmist eftir henni að blaða í uppskriftabókum og blöðum, sinna plöntum í gróðurhúsinu eða að sauma. Sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt gerði hún allt með glæsibrag og í mínum huga var ekkert sem hún ekki gat. Hún var meistarakokkur, óhrædd við að prófa nýtt og sanka að sér uppskriftum víðsvegar frá. Hún bar ótrúlegt skynbragð á hvað virkaði og hvað væri gott. Hvort sem það er veislumaturinn eða hversdagsréttir sem hún skáldaði upp sjálf þá hefur mat- urinn hennar skipað sér fastan sess í lífi og hefðum okkar afkom- endanna. Amma Edda var hæfileikarík handverkskona og sérstaklega fær í saumaskap og glerlist. Hún bæði saumaði og prjónaði á okkur hvert meistarastykkið á fætur öðru. Minnisstæður er mér fallegi guli silkikjóllinn sem hún gaf mér, ég hafði lýst því að mig lang- aði í „hviss, hviss“-kjól. Hún vissi samstundis hvað ég átti við og galdraði hann fram. Seinna snigl- aðist ég í kringum hana úti í skúr þar sem hún skar út og slípaði gler sem varð síðan að gullfalleg- um glerverkum. En sama hvað hún var að bardúsa, alltaf mátti ég vera með. Amma mín var ekki sérlega pjöttuð kona, eins og hún hefði orðað það. Hún kenndi mér að vera ekki að láta hégómann trufla sig og að það er kjánalegt að láta sér verða kalt. Aftur á móti þegar hún klæddi sig upp var hún ein sú allra glæsilegasta. Hún valdi, eða saumaði, það sem henni þótti fal- legt þó það þætti kannski óvenju- legt. Amma Edda var stórmögnuð kona. Hún var hæfileikarík, fróð- leiksfús, klár og dugleg. Mér hef- ur alla tíð þótt það mikill heiður að heita í höfuðið á henni. Ég ætla að muna hvernig hún var, óhrædd við að vera hún sjálf og fara eigin leiðir og lét sko ekki stoppa sig hvað öðrum gæti fundist. Fjórð- ungi bregður til nafns segir í vís- unni, og ekki er leiðum að líkjast að taka eitt og annað upp eftir ömmu minni. Edda Sigurðardóttir. Vinátta okkar Eddu nær aftur til menntaskólaáranna og í vor áttum við 60 ára stúdentsafmæli. Því miður gat hún ekki tekið þátt í afmælishittingi vegna veikinda en við fengum þó tækifæri til að minnast tímamótanna í spjalli okkar á milli og sáum allt fyrir okkur eins og það hefði gerst í gær. Í skólanum sátum við saman í fjögur ár. Við bjuggum báðar í Smáíbúðahverfinu og fylgdumst að í og úr skóla og þegar heim kom var gjarnan hringt á milli til að halda áfram spjalli um lífsins gagn og nauðsynjar, og ef satt skal segja var námið ekki alltaf nr. 1 á listanum hjá okkur. Á menntaskólaárunum kynntumst við báðar verðandi eiginmönnum okkar og síðasta árið okkar þar voru þeir komnir í nám til útlanda svo við héldum mikið saman og töldum dagana þangað til þeir kæmu í jóla- og sumarfrí. Edda fór ekki alltaf troðnar slóðir í lífinu en listrænt eðli hennar setti svip sinn á allt sem hún gerði. Heimili hennar og Halldórs ber þess glöggt vitni svo og klæðnaður barnanna. Fyrir utan að fæða sex börn og koma þeim öllum til manns var Edda alltaf að búa eitthvað til og skapa. Stelp- urnar komu gjarnan í kjólum sem hún hafði hannað og saumað í barnaafmælin, en í þá daga var ekki búið að finna upp orðið hönn- uður. Ég minnist þess alltaf, þegar ég kom einu sinni sem oftar í heimsókn, þegar Edda sat innan um heilt fjall af leðurbútum. Hún hafði keypt fallegan „antik“sófa og var önnum kafin við að sauma leðurbúta saman með bútasaum og síðan yfirdekkti hún sófann. Trúlega hefur Halldór líka komið við sögu hér. Mér hefur alltaf fundist þetta lýsa Eddu svo vel. Hún var sann- arlega ekki verkkvíðin mann- eskja. Glerlistaverkin hennar eru rómuð, svo og kertin og sápurnar og allur gróðurinn sem hún sáði fyrir og hlúði að. En auk þess að vera skapandi og listræn var Edda mikill nátt- úruunnandi og þegar börnin voru farin að heiman keyptu þau hjón- in jörðina Hærukollsnes í Álfta- firði þar sem þau endurgerðu gamlan bæ og nutu þar náttúr- unnar í ríkum mæli á efri árum. Þar var allt gert með sama list- ræna handbragðinu sem þeim hjónum var svo eðlislægt. Margs er að minnast frá langri ævi. Upp í hugann kemur þegar við Ernst heimsóttum þau til Þrándheims um páskana 1962. Við vorum búsett í Kaupmanna- höfn og þar var komið vor og björkin farin að laufgast. Ég lagði af stað í nýrri sumarkápu og hælaháum skóm en þegar til Þrándheims kom var allt á kafi í snjó. Einu og hálfu ári síðar komu Edda og Halldór við hjá okkur í Kaupmannahöfn á leið sinni til Þrándheims og þá var frumburð- urinn Gunnþóra með í ferð og ég nýbúin að fæða Ívar. Ég fékk að útskrifast fyrr af fæðingarheim- ilinu til að geta átt með þeim nokkra daga. Þannig höfum við fylgst að í áranna rás og tekið þátt í sorg og gleði fjölskyldn- anna. Alltaf var gaman að vera með þeim hjónum, matarboðin þeirra voru óviðjafnanleg og tím- inn leið hratt í spjalli og ferðasög- um frá framandi löndum. Nú er ferðalögum Eddu lokið en ég er þakklát fyrir vináttu okkar og sendi Halldóri og fjöl- skyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarney. Í dag sendi ég fallegri og góðri vinkonu mína hinstu kveðju. Með þakklæti í huga kveð ég allt í senn móður kærra vinkvenna, fyrrum góða nágrannakonu og hjartgóða vinkonu sem ávallt tók á móti mér með hlýju og glað- værð. Það hefur alltaf verið fast- ur liður jafnt eftir að ég flutti til Englands sem og áður að kíkja við hjá Eddu og Halldóri og er síðasta heimsóknin mér ofarlega í huga. Edda var lasburða og lá fyrir en Halldór vildi samt láta hana vita að ég væri komin til að kasta á hana kveðju. Þegar Halldór kom niður sagði hann: „Steinunn mín, hún vill endilega að þú komir bara upp í til sín.“ Eins og svo oft áður var Halldór sendur í kaffibrugg og mig bað hún að opna skúffu í her- berginu og finna nýjustu Nóa-út- gáfuna af rjómasúkkulaði sem átti að fara í frakt til Guðlaugar í Cape Cod en Eddu fannst jafn mikilvægt að ég fengi að njóta þess komin alla leið frá Englandi. Við ræddum heimsmálin en þó aðallega fjölskyldurnar okkar en Edda sýndi mér og börnunum mínum ávallt mikinn áhuga. Ég hef alltaf fundið fyrir mik- illi velvild í okkar garð og Edda, sem var síst þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum, lét mig aldrei heyra neitt annað en jákvætt um allt það sem ég var að aðhafast. Ég held að mér sé óhætt að segja að betri meðmæli er vart hægt að fá frá nokkurri manneskju. Elsku Edda mín, hvíldu í friði og megi allt mitt góða fólk á himnum taka vel á móti þér. Elsku Halldór, Jóna, Guðlaug, Gutta, Kata, Addi og Jósi, mínar innilegustu samúðar- og kær- leikskveðjur til ykkar og fjöl- skyldunnar allrar. Steinunn Eir Ármannsdóttir. Edda Óskarsdóttir HINSTA KVEÐJA Hún amma var einhver hlýjasta manneskja í lífi okkar. Hvernig hún horfði á mann og vissi nákvæm- lega hvernig manni leið. Hvernig hún spurði réttu spurninganna, leit á mann yfir prjónana en var samt ekkert endilega að biðja um svar. Væntumþykja hennar í garð okkar barnabarnanna var alltaf svo mikil, það streymdi ást og hlýja frá henni og alltaf svo gott að vera hjá henni. Við munum allir sakna þess að vera með þér og tala við þig amma. Við elskum þig. Halldór Dagur, Arnar og Egill. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.