Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 56

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 56
FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Elín Metta Jensen bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistara Vals þegar liðið fékk Fylki í heimsókn í 6. um- ferð úrvalsdeildar kvenna í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Origo-völlinn á Hlíðarenda í kvöld. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Elín Metta skoraði jöfn- unarmark Vals í fyrri hálfleik. Strax á upphafsmínútu leiksins fékk Elísa Viðarsdóttir að líta beint rautt spjald fyrir að ræna Árbæinga upplögðu marktækifæri. Fylkiskonur fengu vítaspyrnu að auki sem Sandra Sigurðardóttir varði en Árbæingum gekk illa að nýta sér liðsmuninn í fyrri hálfleik. Valskonur voru afar þéttar í síð- ari hálfleik og freistuðu þess að beita skyndisóknum. Hvorugu lið- inu tókst hins vegar að skapa sér af- gerandi marktækifæri í síðari hálf- leik og liðin skiptu með sér stigunum. „Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er mikilvæg Fylkisliðinu, en eftir að hafa misst af síðasta leik, sem var jafntefli gegn nýliðum Þróttar úr Reykjavík, kom hún aftur inn í liðið í kvöld gegn Íslandsmeisturunum og var allt í öllu. Fiskaði vítaspyrnu og rautt spjald á Valsara í upphafi leiks og skoraði mark Árbæinga eft- ir laglegan sprett. Íslandsmeistarar Vals léku manni færri frá fyrstu mínútum og urðu að láta sér stig duga í kvöld. Valsarar misstigu sig aðeins tvisvar allt Ís- landsmótið í fyrra, gerðu jafntefli í tvígang gegn Breiðabliki sem end- aði í öðru sæti. Það getur því reynst dýrkeypt að tapa stigum í toppbar- áttunni, þó það sé bara einu sinni,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Valsarinn Elín Metta Jensen skoraði áttunda deildarmark sitt í sumar, en hún er markahæsti leik- maður deildarinnar. Blikinn Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir kemur þar á eftir með sex mörk og Þrótt- arinn Stephanie Ribeiro og Vals- arinn Hlín Eiríksdóttir eru jafnar í 3. sæti með fimm mörk hvor.  Fylkiskonan Sólveig Jóhannes- dóttir Larsen skoraði fyrsta mark sitt í sumar en hún er á láni hjá Fylki frá Breiðabliki. Þetta var þriðju leikur Sólveigar með Fylkis- konum í deildinni í sumar, en hún hefur verið dugleg að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þetta var jafnframt 300. mark Fylkis í efstu deild.  Valsarar halda áfram að bæta leikjum í safnið, en Sandra Sigurð- ardóttir, markvörður Vals, lék 286. leik sinn í efstu deild. Hún er leikja- hæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Liðsfélagi Söndru hjá Val, Dóra María Lárusdóttir, kemur þar á eftir en hún lék leik númer 243 í kvöld. Þá lék Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 242. leik sinn í efstu deild og Málfríður Erna Sigurðar- dóttir lék sinn 241. leik þegar hún kom inn á sem varamaður fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur í síðari hálfleik. Dýrmæt stig í súginn hjá meisturunum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Barátta Bryndís Arna Níelsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir takast á.  Elín Metta hélt uppteknum hætti  Fylkiskonur brenndu af vítaspyrnu 56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild kvenna Valur – Fylkir ........................................... 1:1 Staðan: Valur 6 5 1 0 18:3 16 Breiðablik 4 4 0 0 15:0 12 Fylkir 4 2 2 0 7:4 8 Selfoss 5 2 1 2 6:4 7 Þór/KA 4 2 0 2 8:8 6 Stjarnan 6 2 0 4 8:14 6 Þróttur R. 5 1 2 2 8:9 5 FH 5 1 0 4 2:10 3 ÍBV 5 1 0 4 5:15 3 KR 4 1 0 3 4:14 3 England Burnley – Wolves..................................... 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 30. mínútu. Manchester City – Bournemouth ........... 2:1 Newcastle – Tottenham........................... 1:3 Arsenal – Liverpool.................................. 2:1 Staðan: Liverpool 36 30 3 3 77:29 93 Manch. City 36 24 3 9 93:35 75 Chelsea 36 19 6 11 64:49 63 Leicester 35 17 8 10 65:36 59 Manch. United 35 16 11 8 61:35 59 Wolves 36 14 14 8 49:38 56 Tottenham 36 15 10 11 57:46 55 Sheffield United 35 14 12 9 38:33 54 Arsenal 36 13 14 9 53:45 53 Burnley 36 14 9 13 40:48 51 Everton 35 12 9 14 41:52 45 Southampton 35 13 6 16 45:58 45 Newcastle 36 11 10 15 37:55 43 Crystal Palace 35 11 9 15 30:45 42 Brighton 35 8 12 15 36:52 36 West Ham 35 9 7 19 44:59 34 Watford 35 8 10 17 33:54 34 Bournemouth 36 8 7 21 37:62 31 Aston Villa 35 8 6 21 38:65 30 Norwich 36 5 6 25 26:68 21 B-deild: Brentford – Preston................................. 1:0 Bristol City – Stoke.................................. 1:1 Birmingham – Charlton........................... 1:1 Nottingham Forest – Swansea ............... 2:2 Ítalía Bologna – Napoli ..................................... 1:1  Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu hjá Bologna. Rússland Krilija Sovetov – Krasnodar .................. 0:0  Jón Guðni Fjóluson var ónotaður vara- maður hjá Krasnodar. Pólland Jagiellonia – Slask Wroclaw .................. 2:1  Böðvar Böðvarsson lék fyrstu 60. mín- úturnar með Jagiellonia. Grikkland AEK Aþena – PAOK ............................... 0:0  Sverrir Ingi Ingason var ónotaður vara- maður hjá PAOK. Bandaríkin New York City – Orlando....................... 1:3  Guðmundur Þórarinsson lék fyrri hálf- leikinn með New York City. Svíþjóð AIK – Sirius .............................................. 1:2  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi AIK. Växjö – Rosengård .................................. 0:3  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Eskilstuna – Kristianstad ....................... 2:3  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad og skoraði eitt mark. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Djurgården – Vittsjö............................... 2:1  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. Uppsala – Umeå....................................... 3:0  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Uppsala. Noregur Bodö/Glimt – Kristiansund.................... 2:1  Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Sandefjord – Aalesund ........................... 1:0  Emil Pálsson lék fyrstu 54. mínúturnar með Sandefjord en Viðar Ari Jónsson var ekki í hóp.  Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján Ólafsson léku allan leikinn með Aalesund og Daníel Leó Grétarsson fyrstu 65. mínúturnar. Strömsgodset – Mjöndalen..................... 2:1  Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá Strömsgodset.  Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu hjá Mjöndalen. Vålerenga – Haugesund ......................... 1:0  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga. Molde – Viking......................................... 5:0  Axel ÓskarAndrésson lék allan leikinn með Viking.  KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Ásvellir: Haukar – Víkingur R ............ 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Tindastóll ...... 19.15 Nettóvöllur: Keflavík – ÍA................... 19.15 Kópavogsvöllur: Augnablik – Fjölnir...... 20 Í KVÖLD! Arnar Grétarsson var ráðinn þjálf- ari KA í efstu deild karla í knatt- spyrnu í gær eftir að Óla Stefáni Flóventssyni var sagt upp störfum í gærmorgun. Óli Stefán tók við þjálfun KA eftir tímabilið 2018 og hafnaði liðið í 5. sæti úrvalsdeild- arinnar á síðustu leiktíð. Liðið hef- ur hins vegar byrjað yfirstandandi tímabil illa og er í ellefta og næst- neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir fimm leiki. Arnar mun stýra liðinu út tímabilið í það minnsta en lesa má viðtal við þjálf- arann á mbl.is/sport/efstadeild/. Breytingar á Akureyri Akureyri Arnar Grétarsson er mætt- ur aftur í efstu deild karla eftir hlé. Morgunblaðið/Eva Björk Guðjón Þórðarson hefur verið ráð- inn þjálfari knattspyrnuliðs Vík- ings í Ólafsvík og hann tekur við af Jóni Páli Pálmasyni sem sagt var upp störfum fyrr í vikunni. Guðjón er einhver reyndasti þjálfari landsins en hann þjálfaði síðast lið NSÍ í Færeyjum á síðasta ári en lið hans hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi. Síðasta íslenska lið sem Guðjón þjálfaði var Grindavík árið 2012. Hann tekur við liðinu eftir leik gegn Aftureldingu í 1. deild karla, Lengjudeildinni, á föstudaginn. Ólafsvík Guðjón Þórðarson er mættur aftur í íslenska boltann. Guðjón mættur til Ólafsvíkur Morgunblaðið/Ernir VALUR – FYLKIR 1:1 0:1 Sólveig J. Larsen 17. 1:1 Elín Metta Jensen 24. M Elín Metta Jensen (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Málfríður Anna Eiríksdóttir (Val) Sandra Sigurðardóttir (Val) Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylki) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki) Sólveig J. Larsen (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Rautt spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur) 1. Dómari: Gunnþór S. Jónsson – 7. Áhorfendur: 231.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein – sjá mbl.is/sport/fotbolti. Baráttan um síðustu Evrópusætin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er enn galopin eftir úrslit gærdags- ins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem vara- maður á 30. mínútu hjá Burnley, sem gerði dramatískt jafntefli gegn Wolves í Burnley. Þá skoraði Harry Kane tvívegis fyrir Tottenham, sem vann öruggan 3:1-sigur gegn Newcastle á St. James‘ Park. Bournemouth er í erfiðri stöðu í átjánda sæti deildarinnar eftir tap gegn Manchester City í Manchester, en liðið er nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar liðið á tvo leiki eftir af tímabilinu. Arsenal er áfram með í baráttunni um Evrópusæti eftir ótrúlegan 2:1- sigur gegn Englandsmeisturum Liverpool í London. Liverpool átti 24 marktilraunir gegn þremur marktilraunum Arsen- al en allt kom fyrir ekki. Arsenal fagnaði langþráðum sigri, en liðið var án sigurs í síðustu tveimur leikj- um sínum. Sjöunda sæti deildarinnar mun gefa sæti í Evrópudeildinni og það er því mikið undir í dag þegar Leic- ester tekur á móti Sheffield United. Eins og sakir standa eiga Burn- ley, Arsenal, Sheffield og Tottenham og Wolves öll möguleika á síðustu Evrópusætunum en Tottenham og Wolves standa best að vígi. AFP Sigurmark Reiss Nelson tryggir Arsenal sigur gegn Liverpool. Allt undir í lokaleikjum tímabilsins  Arsenal lagði meistarana í London

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.