Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 58

Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Okkur þótti þetta svo áhugaverð verk að okkur dauðlangaði að sýna þau. Við höfum verið að flytja mynd- listarmenn hingað inn á Blönduós og sýna verk þeirra hér í útihúsum en Hjálmar var heimamaður og það er frábært að geta sýnt verkin hans,“ segir Áslaug Thorlacius myndlistar- kona og skólastjóri Myndlistaskól- ans í Reykjavík. Þau Finnur Arnar, myndlistarmaður og leikmynda- hönnuður maður hennar, eru í fjós- hlöðunni á Kleifum við Blönduós þar sem þau hafa verið að þekja veggina með málverkum eftir Hjálmar Stef- ánsson frá Smyrlabergi. Litrík mál- verkin hanga þétt saman á grófri steypunni, litrík og hrá, en jafnframt fáguð, lífleg og frumleg – heillandi og einlægir myndheimar. Sýninguna á verkum Hjálmars kalla Áslaug og Finnur Nafla jarðar – það er heiti óútgefins handrits með hugleiðingum sem liggur eftir Hjálmar. Á sýningunni eru 127 mál- verk sem eru fengin að láni hjá ætt- ingjum og vinum Hjálmars og hún verður opnuð á morgun, föstudag, klukkan 17 og verður opin frá kl. 10 til 22 alla næstu daga en henni lýkur 26. júlí næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem hjónin standa fyrir myndlistarsýningum í útihúsunum á Kleifum, sem er vest- an Blöndu í útjaðri Blönduóss. Sum- arið 2017 settu þau upp sýninguna Ekkert jarm með verkum eftir Ragnar Kjartansson, Doddu Maggý, Olgu Bergmann og Önnu Hallin og Egil Sæbjörnsson. Fyrir þá sýningu hlutu þau Menningarverðlaun DV. Árið 2018 settu þau upp sýninguna Innljós á verkum Sigurðar Guðjóns- sonar í samstarfi við Listasafn ASÍ. Fyrir þá sýningu hlaut Sigurður Ís- lensku myndlistarverðlaunin 2018. Var fylgdarmaður Kjarvals Á þessari sýningu kveður við allt annan tón en á hinum fyrri á vegum hjónanna Áslaugar og Finns Arnars á Kleifum. Þau taka undir það og Ás- laug segir frá listamanninum. „Verkin eru eftir Hjálmar Stef- ánsson frá Smyrlabergi, sem er hér uppi á Ásunum, í Austur-Húna- vatnssýslu. Hann var fæddur 1913 og var viðkvæmur maður sem sagt er að hafi leikið sér við álfa sem barn. Hann var frekar einrænn og um miðjan aldur hafði hann misst heilsuna, flutti hingað inn á Blöndu- ós, og fór að mála. Hann hafði verið fylgdarmaður Jóhannesar Kjarval þegar hann var hér á svæðinu, og það má sjá á verk- unum að Hjálmar hefur lært heil- mikið af Kjarval, en þar fyrir utan held ég að hann hafi ekki formlega lært myndlist. Hjálmar lést árið 1989 og var orð- ið mikið veikur þá. Við vitum ekki hversu lengi hann var að mála, það eru engin ártöl á myndunum að styðjast við, en við ímyndum okkur að sumar myndanna séu seinni tíma verk og aðrar gerðar snemma, það má sjá hvernig honum fer fram.“ Finnur bætir við að Hjálmar hafi verið dæmigerður naívisti hvað það varðar að mörg verkin eru mjög tví- víð – en honum hafi farið fram og smám saman náð tökum á einhvers konar þrívídd. „Eljan sem birtist í verkunum er svo áhugaverð. Hann heldur alltaf áfram og langar greini- lega svo mikið til að ná tökum á þessu fyrirbæri, málverkinu,“ segir Finnur. Voru mjög ódýrar Það var Níels Hafstein stjórnandi Safnasafnsins í Eyjafirði sem benti þeim á verk Hjálmars. Nokkur eftir hann eru í Safnasafni, sem leggur áherslu á að sýna og varðveita myndsköpun alþýðulistamanna, en eftir að sýningunni á Kleifum lýkur færa ættingjar Hjálmars þorra verkanna á sýningunni safninu til varðveislu. En skyldi fólk hafa haft áhuga á verkum Hjálmars á þeim tíma þegar hann var að mála þau, og hafa eignast myndir? „Einhverjir vina hans og ættingja eignuðust myndir. Heimili hans var kallað Hjálmarskaffi og hann hélt þar einhverjar sýningar,“ svarar Áslaug. Og Finnur bætir við: „Hann hélt já sýningar og það eru verð- miðar aftan á sumum myndanna – þær voru mjög ódýrar. En þessi maður hefur átt erfiða ævi. Hann var einn af tíu systkina hópi, faðir hans lést og hann var sendur ungur af heimilinu, móðirin gat ekki séð fyrir þessum stóra hópi. Hjálmar fór því snemma að vinna fyrir sér, 10-12 ára gamall. Með tímanum varð hann einfari og var litinn pínulitlu horn- auga eftir að hann flutti á Blönduós, þótti undarlegur, var alltaf á reið- hjóli og að mála myndir.“ Gaman að sýna svo mörg sam- an Áslaug segir að ein mynd eftir Hjálmar gefi ekki góða mynd ef þeim heimi sem hann hafi smám saman skapað, þess vegna sé svo gaman að geta sýnt mörg verk sam- an. „Þetta er svo fallegt,“ segir hún og lítur yfir veggina kringum okkur. „Það má til dæmis vel sjá að Hjálm- ar hefur haft afskaplega næmt auga fyrir litum. Ótrúlegt litaskyn.“ Blaðamaður hefur orð á áhuga- verðum þemum sem birtast mörg hver í nokkrum verkanna, rjúpur eru eitt, líka kýr og hestar, ár, foss- ar og afar sérkennilegar plöntur. „Mér finnst hann stundum vera eins og grafískur hönnuður, í þess- ari syrpu eru sérkennileg gróður- mynstur sem hann þróar áfram,“ segir Áslaug og bendir á nokkur verkanna. „Fólk segir að þetta sé hvönn sem hann er að mála en það er ekkert beint hvannarlegt við formið; það hefur hugsanlega byrjað sem hvönn en öðlast svo sjálfstætt líf sem skemmtilegt og áhugavert fyrir- bæri, og þau eru mörg falleg hér, eins og úr öðrum heimi.“ Morgunblaðið/Einar Falur Ævintýri Hjónin Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar í fjóshlöðunni á Kleifum, með ævintýraleg málverk Hjálmars Stefánssonar (1913-1989) allt um kring. „Hjálmar hefur haft afskaplega næmt auga fyrir litum,“ segir Áslaug. Málverk eins og úr öðrum heimi  Á sýningunni Nafli jarðar sem sett hefur verið upp í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós hafa ver- ið sett upp 127 málverk eftir Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi  „Ótrúlegt litaskyn“ í verkunum Hljómsveitin Mókrókar heldur út- gáfutónleika í Dómkirkjunni í kvöld, fimmtudag, og hefjast þeir klukkan 20. Tilefnið er útgáfa fyrstu hljómplötu sveitarinnar, Mók. Á Mók eru tónsmíðar eftir meðlimi sveitarinnar. Platan var hljóðrituð í maímánuði í fyrra en kom út nú í byrjun mars. Í tilkynn- ingu segir að tónlist Mókróka megi lýsa sem tilraunakenndum nútíma- djassi sem einkennist af frjálsum spuna. Hljómsveitin Mókrókar var stofn- uð snemma árs 2018 af Benjamíni Gísla Einarssyni, Þorkeli Ragnari Grétarssyni og Þóri Hólm Jónssyni. Þeir lentu í öðru sæti í Músíktil- raunum árið 2018 og hafa síðan þá komið víða fram, bæði á Íslandi og erlendis. Í tilkynningunni segir að þeir „hafi komið með nýjan og ferskan blæ inn í íslensku tónlistar- senuna“. Útgáfutónleikar Mókróka í kvöld Ljósmynd/Jenný Mikaelsdóttir Mókrókar Hljómsveitin fagnar útgáfu fyrstu plötunnar með tónleikum. Myndlistarkonan Claire Paugam verður í dag kl. 17 með lista- mannaspjall á samsýningu þeirra Valgerðar Ýrar Magnús- dóttur, „Shape- less vibrations“, í Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi. Claire er núverandi handhafi Hvatningar- verðlauna Myndlistarverðlaunanna og er þetta fyrsta sýning hennar eftir að hafa hlotið verðlaunin, meðal annars fyrir „metnaðarfullt og kröftugt framlag til myndlistar á árinu“. Að mati dómnefndar hef- ur Claire Paugam skýra og áhuga- verða listræna sýn og er gjöfull og kröftugur þátttakandi í listinni. Claire lauk myndlistarnámi í Frakklandi árið 2014. Hún fluttist til Íslands 2015 og hóf meistaranám við LHÍ. Þaðan útskrifaðist hún með MFA-gráðu í myndlist árið 2016. Á þeim tíma sem Claire hefur verið búsett á Íslandi hefur hún verið afar virk á listasenunni. Listamannaspjall í Midpunkt í dag Claire Paugam

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.