Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 60

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is Vinur minn, vindurinn Eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. bbbbm Bókabeitan. Vorvindar, lognmolla, stórviðri og bylur. Þau eru ótalmörg orðin sem við eigum um íslenska veðráttu og eru þeim sannarlega gerð góð skil í bókinni Vinur minn, vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfund og teiknara. Vinur minn, vindurinn kom fyrst út árið 2014 og er jafnframt fyrsta bók Bergrúnar. Bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem segja má að hafi gefið tóninn fyrir feril Berg- rúnar. Í dag, sex árum síðar, er af- rekaskrá Bergrúnar orðin ansi myndarleg og hún er vel að því kom- in, enda fáir höfundar sem ná jafn vel til barna í máli og myndum eins og hún. Í þessari endurbættu útgáfu er að finna úrval úr upprunalegu útgáf- unni sem og Sjáðu mig, sumar! sem fylgdi eftir vindinum árið 2015. Það er skemmtilegt hvernig eiginleikum vindsins og sumarsins er blandað saman svo úr verður stórfengleg upplifun, bæði fyrir þá sem lesa og hlusta. Bókin er afar hentug fyrir forvitin kríli sem eru ört að bæta sig í málþroska. Það þarf svo vart að taka fram hversu heillandi teikningarnar eru, bókin er fínasta stofustáss sem börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur hafa gaman af að grípa í við alls konar tækifæri. Bókin er líka kjörin til að taka með í ferðalagið í sumar og fara þannig yfir hvernig veður hefur verið um daginn, því það getur jú verið margbreytilegt á land- inu okkar fagra. Gréta og risarnir Eftir Zoe Persica og Zoë Tucker. bbbnn Salka. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er án efa fyrirmynd margra barna í dag. Og það engin smá fyrirmynd. Nú styttist óðum í að Greta hafi mótmælt hundrað föstudaga í röð undir yfirskriftinni „skólaverkfall fyrir loftslagið“. Baráttan gegn loftslagsvánni er stór og flókin og nú gefst yngstu les- endunum kostur á að kynnast Gretu og hugsjónum hennar. Nöfnunum Zoe Persica og Zoë Tucker tekst að einfalda flókinn vettvang loftslags- mála og loftslagsbreytinga í bókinni Gréta og risarnir. Sögusviðið er fallegur skógur þar sem Gréta býr. Smám saman fara risar að ógna heimkynnum hennar og dýranna. Risarnir höggva niður trén til að byggja sér heimili en ganga ansi hratt á skóginn. Húsin verða að bæjum og bæirnir að borg- um og nú er skógurinn að eyðast. Gréta fær góða hugmynd og eftir- leikinn þekkja flestir. Gréta í skóginum er klædd gulri regnkápu, rétt eins og hin sænska 16 ára Greta. En ólíkt því sem gerst hefur í raunheimum sjá risarnir í bókinni að sér þegar Gréta bendir þeim á eyðilegginguna og biðjast af- sökunar. En baráttu Gretu í raun- heimum er ekki lokið og í lok bók- arinnar má finna góð ráð fyrir börn sem vilja leggja baráttunni lið. „Enginn er of smár til að skipta máli“ eru orð að sönnu og frásögnin af Grétu og risunum blæs lesendum byr í brjóst, stundum má alveg ein- falda hlutina aðeins. Útivera Eftir Sabínu Steinunni Halldórs- dóttur og Auði Ýri Elísabetardóttur. bbbbm Salka. Eflaust mikla margir foreldrar það fyrir sér að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi með börnum sínum úti í náttúrunni, undirrituð þeirra á meðal. En ekki lengur. Útivera hefur að geyma 52 „spennandi hugmyndir til að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar úti í náttúrunni á öllum árstímum“, eins og segir í lýsingu. Hugmyndirnar eru margvíslegar, allt frá gömlum og góðum sem við þekkjum flest, líkt og fuglaskoðun og lautarferð, til frumlegra nýrra ævintýra á borð við sjóræningjafjör, garnaflækju og pítsupartí (sjón er sögu ríkari). Auk þess er að finna hugmyndir sem margir kannast við sem hafa fengið skemmtilega til- breytingu, til dæmis með því að úða snjókarla og ýmsar snjófígúrur í öll- um regnbogans litum. Í bókinni má einnig finna góð ráð til að auka útiveru með börnum. Sabína Steinunn er með sér- þekkingu á hreyfifærni barna með áherslu á útivist í námi og starfi og það er greini- legt að efnið er henni afar hugleikið. Tekst Sabínu að setja fram fjöldann allan af hugmyndum með einföldum en á sama tíma skapandi hætti. Hug- myndirnar eru 52 talsins og hægt að framkvæma um vet- ur, sumar, vor og haust, allt eftir eðli hverrar og einnar. Hugmyndirnar ná til barna á öllum aldri en nýtast líklega best börnum sex ára og eldri. Auður Ýr Elísa- betardóttir myndskreytir bókina með fallegum hætti og tekst að koma hugmyndum höfundar vel til skila. Kötturinn sem átti milljón líf Eftir Yoko Sano. bbbbn Ugla. Ótal barnabækur eru til um ketti en engin eins og bókin um köttinn sem átti milljón líf: Kötturinn sem dó milljón sinnum og lifði milljón sinnum. Skapari hans, japanski verðlaunahöfundurinn Yoko Sano, hefur snert hjörtu barna sem og fullorðinna um heim allan með þessari stílhreinu en töfrandi frá- sögn. Bókin kom fyrst út á jap- önsku í Tókýó árið 1977. Nú, 43 ár- um síðar, er hún aðgengileg á íslensku í þýðingu Miyako Þórðar- sonar. Eigendur kattarins eru af ýmsu tagi, allt frá þjófum til kónga. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þykja mjög vænt um köttinn en hann er hins vegar ófær um að endur- gjalda þeim ást sína, allt þar til hann lærir að elska aðra meira en sjálf- an sig. Kötturinn sem átti milljón líf er þannig dæmi um klassískar barna- bókmenntir með djúpan boðskap, að minnsta kosti fyrir yngstu lesend- urna, og í leiðinni þörf áminning fyrir þá sem eldri eru. Ugla sér um útgáfuna sem er stílhrein og bókin er virkilega eiguleg. Útivera, ógnir og ást Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Erla María Markúsdóttir erla @mbl.is Frakkinn Fréd- éric Boyer mun fara fyrir dag- skrárnefnd RIFF-kvik- myndahátíðar- innar í ár og ber ábyrgð á keppn- isflokknum „Vitranir“. Flokkurinn er tileinkaður nýj- um leikstjórum sem skara fram úr meðal annars fyrir að nota nýjar leiðir til miðlunar. Boyer er þungavigtarmaður í heimi kvikmyndahátíða, er listrænn stjórnandi Tribeca-hátíðarinnar í New York og Les Arcs European Film Festival sem eru báðar með- al þekktustu kvikmyndahátíðanna. Hann hefur einig verið aðal- dagskrárstjóri Directors’ For- tnight-hluta kvikmyndahátíð- arinnar í Cannes. RIFF-hátíðin hefst 24. sept- ember næstkomandi. Dagskrárnefndin er ein burðar- stoða RIFF og í henni sitja auk Boyers þau Hrönn Marinósdóttir, Guðrún Helga Jónasdóttir, Ana Catala og Giorgio Gosetti. Boyer stýrir dagskrárnefnd RIFF Frédéric Boyer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.