Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  176. tölublað  108. árgangur  FERTUGUR Í FARARBRODDI SAMTAKA BERJAST UM HVÍTA HÚSIÐ DRAUMKENNDUR VERULEIKI HLJÓMSVEITAR BANDARÍKIN 14 MANAMA Í MEXÍKÓ 28ÍSLENDINGAR 24 Nýkjörin stjórn Sparisjóðs Stranda- manna hyggst ræða viðskipti sjóðs- ins við fyrirtækið Almenna inn- heimtu ehf. á næsta stjórnarfundi sem haldinn verður í lok ágúst. Sam- kvæmt Neytendasamtökunum, sem barist hafa gegn smálánum undan- farin ár, veitir sparisjóðurinn fyrir- tækinu aðgang að greiðslumiðlunar- kerfi bankanna en fyrirtækið hefur skv. þeim „þann eina starfa að inn- heimta ólögleg smálán“. Í samtali við Morgunblaðið segir Breki Karlsson, formaður samtak- anna, að þessi stuðningur Sparisjóðs Strandamanna setji svartan blett á aðra sparisjóði. „Ef Sparisjóður Strandamanna sér ekki að sér og hættir ekki að styðja við smálánastarfsemina mun- um við athuga hvort hinir sparisjóð- irnir vilji sæta því að vinna með slík- um sparisjóðum.“ »12 Í viðskiptum við smálána- fyrirtæki  Svartur blettur á starfsemi sparisjóða Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group, segir stefnt að því að ljúka samningum við 15 lánardrottna fyrir lok vikunnar. Viðræðurnar séu misjafnlega langt á veg komnar og samningsatriðin misjöfn eftir atvik- um. Að þeim viðræðum komi bæði starfsfólk Icelandair og ráðgjafar, innlendir sem erlendir. „Það er enn markmið okkar að ljúka samningum við helstu hags- munaaðila, leigusala og fleiri, í þess- um mánuði,“ segir Bogi Nils. Hann segir samþykkt kjarasamn- ings við flugfreyjur í gær mikilvæg- an lið í endurskipulagningu félags- ins. Tekist hafi að tryggja samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins. Um leið hafi tekist að verja starfskjör flugfreyja og flugþjóna. Þeir samningar, sem og samning- ar við flugmenn og flugvirkja, séu ein af forsendum endurskipulagn- ingar félagsins. Varðandi fyrirhugað hlutafjár- útboð segir hann áfram stefnt að því að ljúka útboðinu í ágúst. Hinn fyrsta september næstkomandi megi því áætla að félagið hafi verið endurskipulagt og útboð að baki. Krónan hefur gefið eftir undan- farnar vikur. Bogi Nils segir að- spurður að sú þróun styrki rekstrar- grundvöll félagsins. „Það á við um íslensk flugfélög og íslenska ferðaþjónstu almennt að ef íslenska krónan gefur eftir þá styrk- ist samkeppnishæfnin. Nær allur okkar launakostnaður er í íslenskum krónum en tekjurnar eru í erlendri mynt,“ segir Bogi Nils. Icelandair skilaði ársfjórðungs- uppgjöri í kauphöllina síðdegis í gær. Samkvæmt því tapaði félagið 12,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórð- ungi. Framboð í farþegaflugi félags- ins dróst saman um 97% og farþeg- um fækkaði um 98%. Kostnaður félagsins vegna kór- ónuveirunnar nam 30,3 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Gengisveiking styður endurreisn Icelandair  Áformað að ljúka öllum samningum við kröfuhafa í vikulok Morgunblaðið/Eggert Icelandair Bogi Nils Bogason. MBlikur á lofti »4 „Ég niður í Austurstræti snarast létt á strigaskónum,“ söng Laddi um árið í laginu Austurstræti, sem þeir bræður, Halli og Laddi, sömdu og gerðu víðfrægt. Í myndbandi með laginu gekk Laddi ekki um með jafn litríka húfu og nú standa veg- farendum til boða á götumarkaði í Austurstræti. Íslenska ull- in kemur þó við sögu í höfuðfatnaði Ladda en öllu meira í prjónaskapnum sem hér getur að líta. Þótt sólin sé hátt á lofti koma prjónahúfur sér vel þegar kólnar á kvöldin, svo ekki sé nú talað um kalda haust- og vetrardaga fram undan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurstræti, ys og læti, og litríkar prjónahúfur  Matvælastofnun (MAST) vinnur reglulega með Europol og fleirum að því að koma upp um svindl á matvælamarkaði. Síðasta verkefni sneri að haldlagningu 149 tonna af matarolíu frá Ítalíu en ekki var lagt hald á neitt hér. Nú fylgist MAST með tilkynn- ingum um svindl með hunang og er fyrirhugað í framhaldinu að fylgj- ast með svindli með fisk. „Svindl með fisk er mikið atriði hjá okkur, bæði svindl með fiskteg- undir og líka það að ísing er sett á fiskinn og hann þyngdur með vatni. Við höfum kannað slíkt og það er gert reglulega,“ segir Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá MAST, við Morgunblaðið. »6 Morgunblaðið/Hari Þorskur Reglulega koma upp svindlmál með fisk en hann er gjarnan þyngdur. MAST og Europol snúa bökum saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.