Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Toyota Landcruiser 1/2018 33” breyttur með snorkel. Loftdæla - krómgrind ofl. Sjálfskiptur. Ek. 76 þ. Km. Ný yfirfarinn og þjónustaður. Verð: 8.890 þús. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Kuldabola ehf., kt. 430285-0179, Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn, verður haldinn miðvikudaginn 12. ágúst 2020 kl. 11:00 á kaffistofu félagsins Dagskrá 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári. 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár. 3. Kosning stjórnar félagsins. 4. Kosning endurskoðanda félagsins. 5. Ákvörðum um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir störf þeirra á starfsárinu. 7. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðanda verða hluthöfum til sýnis í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund á skrifstofu félagsins. Afhending fundargagna fer fram að ósk skráðra hluthafa. Vilji hluthafi koma dagskrárefni til umfjöllunar á aðalfundi skal tilkynna stjórn félagsins skriflega um tillöguna eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir dagsetningu aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur verða aðgengilegar til skoðunar á skrifstofu félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund. Þorlákshöfn, 25. júlí 2020 Stjórn Kuldaboli ehf. Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í fundarsal Hreyfils á 6. hæð, Fellsmúla 26, þriðjudaginn 11. ágúst, kl. 20. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9:30-12:30, nóg pláss. Kaffispjall í setustofunni kl. 10-11. Jafnvægisþjálfun með Hreyfiteyminu kl. 13, góð hreyfing sem hentar öllum. Kaffi kl. 14:30-15:15. Nánari upplýs- ingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Hreyfiþjálfun kl. 9.30. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11:30–13. Söngkennsla / raddþjálfun kl. 13–13:40. Samsöngur kl. 13.45. Kaffisala kl. 14:45–15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 90-16. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna, við þá sem það vilja. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8:30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13:45-15:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu- hópur fer kl. 10 frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Urriðaholtsstræti 6– 8. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Gerðuberg 3-5 Kl. 8:30-16 opin handavinnustofa, kl. 10 leikfimi gönguhóps, kl. 10:30 ganga um hverfið, kl. 13 bíó. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8-12, billjard kl. 8, qi-gong á Klam- bratúni kl. 11, brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Útvarps- leikfimi kl. 9:45. Spurningakeppni kl. 13:30. Korpúlfar Tæknilæsisnámskeið í Borgum kl. 9-12; Android tæki og kl. 13-16; Apple tæki. Þátttökuskráning tvö skipti hver nemandi. Helgi- stund Grafarvogskirkju kl. 10:30 í Borgum. Botsía kl. 14 í Borgum og spjallhópur í listasmiðju kl. 13, kaffi á könnunni alla daginn og gaman að sjá sem flesta. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, kl. 10:30, verður hópþjálfun í setu- stofu á 2. hæð. Eftir hádegi, kl. 13:30, hittumst við í matsalnum og syngjum saman íslensk lög við píanóundirleik. Við endum daginn saman á gönguferð um hverfið, lagt verður af stað klukkan 15. Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Dagskráin í dag, þriðjudaginn 28. júlí: Kl. 7:15 er vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Kl. 10:30 er kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11 spilum við saman á Skólabraut. Kl. 13:30 er pútt á golfvelli Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30. Sögustund verður í kaffinu. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is ✝ Inger Jacobsenfæddist í Sölle- röd á Sjálandi í Danmörku. Hún lést 28. mars 2020 á hjúkrunar- heimilinu Sól- völlum á Eyrar- bakka. Foreldrar henn- ar voru Olga Mat- hilde Nilsen og Franklín Nílsen. Eiginmaður hennar var Henry Skovgård Jacobsen, f. 15. febr- úar 1919, d. 11. júlí 2015. Dætur þeirra eru Birthe, f. 1941, og Åse, f. 1948. Barnabörnin eru fimm. Inger og Henry bjuggu á Selfossi frá árinu 1956 og unnu bæði hjá MBF til ársloka 1989. Minningarathöfn um Inger fer fram í Selfosskirkju í dag, 28. júlí 2020, klukkan 14. Nú kveðjum við kæra vinkonu, hana Inger Jacobsen. Inger kynnt- ist ég þegar ég var níu ára, en þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum Henry Jacobsen og dætrunum Åse og Birthe til Íslands frá Danmörku og settust þau að á Selfossi. Við Åse kynntumst fljótt og við urðum góð- ar vinkonur. Samgangurinn var mikill, við vorum í sama bekk í skóla og lékum okkur saman þar fyrir ut- an. Åse var heima hjá mér og ég heima hjá henni og margt brallað sem Inger hafði gaman af að rifja upp á seinni árum. Hún var útivinn- andi þannig að við Åse gátum gert nánast það sem við vildum heima hjá henni, innan marka þó að sjálf- sögðu. Síðan eru liðin rúm sextíu ár og margt hefur gerst á þeim tíma. Alltaf hefur vináttan verið til staðar og margt sem hefur tengt okkur. Þau Inger og Henry sögðu oft frá því að nöfnin okkar hjóna, Inga og Henrý, og þeirra nöfn, Inger og Henry, væru þau sömu. Þetta fannst þeim mjög merkilegt. Inger var dugleg og sjálfstæð kona allt fram í andlátið. Hún vann á skrifstofu MBF til eftirlaunaald- urs. Hún var eldklár, nákvæm, örugg og sérstaklega talnaglögg. Hún passaði upp á að halda sér við, var mikill krossgátusnillingur og klár í alls konar talnaleik. Hún hjól- aði langt fram á elliár og svo fór hún út að ganga, síðast með göngu- grindina sína, helst á hverjum degi. Þau Inger og Henry byggðu sér hús við Víðivelli 7, ræktuðu þar mjög fallegan garð sem eftir var tekið og var öllu vel við haldið. Ing- er var forkur dugleg og afskaplega myndarleg húsmóðir. Hún bakaði heimsins bestu Sachertertu sem hún reyndar gerði fyrir örfáum ár- um fyrir mig af því að hún vissi að ég væri væntanleg í heimsókn. Þegar Henry hennar kvaddi þennan heim fyrir nokkrum árum, þá 97 ára að aldri, varð hún óneit- anlega dálítið ein, dæturnar búsett- ar í Danmörku og þau tvö lifað svo- lítið sínu lífi án fjölskyldu hér. Það tók hana svolítinn tíma að átta sig en svo tók hún sína ákvörðun. Hún vildi vera á Íslandi og bjó í íbúðinni sinni þar til síðasta árið sem hún lifði, en þá dvaldi hún á Sólvöllum á Eyrarbakka og naut góðrar umönnunar sem við erum þakklát fyrir. Eftir að hún varð ein kom í ljós vináttan og umhyggjan sem er okk- ur mönnunum svo mikils virði. Samband mitt og vináttan við Inger og fjölskyldu spannaði langan tíma. Seinni árin pössuðum við Henrý upp á að heimsækja Inger reglu- lega og gera allt fyrir hana sem við gátum og máttum. Hún átti góða vini í nágrönnum sínum í Græn- umörkinni sem reyndust henni vel, að ógleymdum Guðmundi og svo Kristínu sem hjálpuðu henni ómælt. Já, vináttan er dýrmæt og birtist í sinni bestu mynd þegar á reynir. Það var erfitt að geta ekki heimsótt Inger síðustu vikurnar vegna covid en við töluðum saman í síma. Sein- asta símtalið fór fram kvöldinu áður en hún kvaddi, hún sagði ekkert enda sofandi, eða … hún andaði mun hraðar meðan á því stóð var mér sagt. Ég vona að hún hafi heyrt allt sem ég sagði við hana þá. Nú ertu farin, elsku Inger mín, á 97. aldursári. Við Henrý þökkum þér samfylgdina í öll þessi ár og biðjum þess að góður Guð þig geymi. Ingibjörg Sigurðardóttir. Ég horfi út um gluggann, það er bjartur og sólríkur dagur á Sel- fossi, Ingólfsfjallið og Ölfusáin böð- uð sólargeislum þegar ég sest nið- ur til að skrifa hinstu kveðju til vinkonu minnar og fyrrverandi samstarfskonu, Inger Jacobsen. Selfoss tók vel á móti Inger, Henry og dætrunum tveimur þegar þau ákváðu að flytja frá Danmörku og setjast að á Íslandi. Þau voru sam- hent hjón og yfirleitt nefnd í sama orðinu. Fyrstu árin bjuggu þau í Merkilandi en hófu síðan að byggja sér hús á Víðivöllum 7. Inger bjó fjölskyldunni fallegt heimili og naut þess að rækta tré og blóm. Gróðurhúsið var hennar sælureitur þar sem ilmur af fallegu blómunum angaði. Inger fylgdi Henry vel eftir í félagsstörfum hans og var hús þeirra ávallt opið þegar veiðileyfunum var úthlutað hjá Stangveiðifélagi Selfoss. Þau hjónin nutu þess að ferðast innan- lands og erlendis til dætra sinna og á sólarstrendur en alltaf fannst henni best að koma aftur heim til Íslands. Það var árið 1972 að leiðir okkar lágu saman þegar ég hóf störf á skrifstofu Mjólkurbús Flóamanna en þar starfaði hún. Inger var glæsileg kona, talaði íslensku með örlitlum dönskum hreim. Inger upplifði margháttaðar breytingar í skrifstofustarfinu á þeim árum sem hún vann í MBF. Í fyrstu voru handskrifaðar nótur, launaseðlar, mjólkurinnlegg og bókhaldið handfært. Það var því mikil bylting þegar tölvutæknin fór að ryðja sér til rúms, Inger var fljót að tileinka sér þá tækni. Hún var góður leið- beinandi og hugsa ég oft til þess hversu heppin ég var að fá að starfa með henni, hún var mín fyrirmynd í því starfi sem ég vinn í dag. Inger var samviskusöm í starfi. Samverustundirnar í morgun- kaffinu eru minnisstæðar. Við söfnuðumst saman í kringum skrifborðið hennar með kaffiboll- ann, þar voru málin rædd og krufin til mergjar. Leiðir okkar lágu einn- ig saman í gegnum LK Selfoss, í ógleymanlegum sumarferðum og ferðum erlendis með þeim. Það urðu þáttaskil í lífi þeirra hjóna þegar þau keyptu íbúð í Grænumörk 2 og fluttu þangað, þar áttu þau góð ár saman þar til Henry lést 11. júlí 2015, var það Inger mikill missir. Inger dvaldi síðustu ævidaga sína á Sólvöllum, heimili fyrir aldraða á Eyrar- bakka, og lést þar 28. mars sl. Við Óli sendum Aase, Birthe og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Við kveðjum Inger Jacob- sen með virðingu og þökk með fallegum ljóðlínum Jónasar Hall- grímssonar: Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Hvíl í friði. Kristín Björnsdóttir. Inger Jacobsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.