Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er enginnáhugi meðþjóðinni eftir „nýrri stjórnarskrá“. Þó er því haldið fram með reglubundn- um hætti. Af hverju fór málið af stað með ógnvænlegum pólitískum þunga 2009? Hreina vinstristjórnin skol- aðist inn á þing með drjúgt fylgi eftir vel skipulagt upp- nám þjóðarinnar, grjótkast og hávaða sem gerði Alþingi illfært að sinna sínum verk- um. Hæpið er að nokkur rík- isstjórn í sögu landsins hafi tapað fylgi jafn hratt og „eina hreina vinstristjórnin“. Eftir 24 mánuði var nauðsynlegur stuðningur við hana fokinn burt, jafnt innan sem utan þings. Samt hékk hún eins og óþvegin tuska á snúru uns seinustu klemmurnar gáfu sig. Fámennt lögreglulið lands- ins hafði unnið ótrúlegt afrek, og alls ekki sjálfgefið í því andrúmslofti, með því að ná að verjast ofurefli liðs, þar sem margir huldu andlit sitt eins og ræningjar gera og aðrir þeir sem illt hafa í hyggju. Alþjóðlega bankaáfallinu, sem vissulega átti íslenska hlið, var á hinn bóginn snúið upp í séríslenskra gerð úr tengslum við allt annað. Með atbeina Ríkisútvarpsins og fjölmiðla Baugs voru spunnar upp sakir sem beindu sjónum frá þeim sem höfðu misnotað lánstraust þjóðarinnar út á við í eigin þágu og blindað stjórnmálamenn til að afneita aðvörunarorðum um hvað stefndi óhjákvæmilega í. Markmiðið með ofbeldis- aðgerðunum í bland við fölsun nýliðinnar sögu var að steypa um grunnstoðum á Íslandi þegar þjóðin næði ekki vopn- um sínum vegna tímabundins fárs. Það átti að læða landinu inn í ESB með „vísun“ til þess að hefði landið verið þar inni þá hefði ekkert „hrun“ orðið. Öfugt við Ísland er ESB enn að berjast við afleiðingar síns hruns með falsað fjár- streymi peningaprentunar og vaxtastefnu sem lullar í meira en áratug í kringum núllið, eftir aðgerðir sem fullyrt var að einungis myndu standa í fáeina mánuði eða í versta falli í ár. Því var beinlínis log- ið upp að „aðhaldsreglur“ ESB um banka- og fjár- málamarkaði hefðu ekki gilt á Íslandi. Þær reglur höfðu raunar í ýmsum greinum veikt eftirlits- kerfið þótt Ísland hefði leitast við að hafa virkara ör- yggi hjá sér en það regluverk gengur út á! Lítið vantaði upp á að „fræði- menn“, sem aldrei bera nokkra ábyrgð, tækju ekki fullan þátt í upplausnarspun- anum, en þó með virðingar- verðum undantekningum. En þeir sem ekki höfðu sjálfs- traust eða styrk til að stand- ast freistinguna né langvar- andi þrá eftir kastljósi, sem gæfi þeim styrk til að hætta sér út fyrir háskólalóðina, slógu til og urðu minni menn. Sumir þeirra tóku undir að óhjákvæmilegt væri vegna „hrunsins“ að breyta stjórn- arskránni en færðu þó ekki rök fyrir tengingunni. Engin önnur þjóð sem lenti í áþekku efnahagsmótlæti gekk með grillu af því tagi. Stjórnar- skrá á að breyta seint og hægt og allra síst í uppblásnu ástandi knúnu fram í krafti skipulagðrar múgæsingar. Hvenær sem „breytingarnar“ koma upp úr pukrinu sem þær eru unnar í, sýna við- brögðin að ekki er fjöður fyrir því að þarna sé ferðinni „krafa þjóðarinnar“ sem hafi ekki verið svarað. Í ritstjórnarpistli Við- skiptablaðsins segir um þetta: „Meira af stjórnar- skrármálum, en í gær lauk samráði um fyrirhugaðar breytingar á þeim kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands. 150 umsagnir höfðu borist síðast þegar hrafnarnir gáðu og skemmst er frá því að segja að fæstar þeirra voru gagnlegar. Á samráðsgáttina mætti hávær minnihluti sem kallar eftir „nýju stjórnar- skránni“ sama hvað tautar og raular. Birtust þar yfirlýs- ingar um að réttast væri að lögfesta hina nýju sem „al- þjóð kaus löglega“, það væri ekki verk þingmanna að setja stjórnarskrá og fyrirhugaðar breytingar sagðar „ólýðræð- islegar“ og jaðra við landráð. Hinn háværi minnihluti huns- ar, aldrei þessu vant, allar at- hugasemdir sér fróðari manna og þá óvissu sem ný stjórnarskipunarlög hefðu á íslenskan rétt. Mögulega gætu Píratar litið til þessa markhóps við sölu Stjórnar- skrárspils en sennilega yrði framboðið meira en eftir- spurnin, alveg eins og með „nýju stjórnarskrána“.“ Það glittir í óheilindi á bak við falsrök um þörf á breyttri stjórnarskrá, sem brotin var nýlega af sama liði} Æpandi áhugaleysi Í síðasta pistli skrifaði ég um ósvífni pólitísks rétttrúnaðar, hvernig öfgar hafa þróast hvorar í sína áttina frá upprunalegu markmiði. Annars vegar í þá átt þar sem það má ekki gagn- rýna neitt og hins vegar í þá átt þar sem mál- frelsið er notað sem skálkaskjól fyrir fasisma. Ég nefndi nýlegt dæmi um brandara sem byggðu á rasisma og þá gagnrýni sem kom í kjölfarið. Ein staðhæfing sem kom fram í um- ræðunni var að „rasismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“. Þetta er rangt og er dæmi um öfgar í pólitískum rétttrúnaði. Það er hægt að segja rasíska brandara, það geta það hins vegar ekki allir. Fæstir meira að segja. Allir geta auðvitað reynt og bera bara ábyrgð á eigin mistökum. Síðan ég skrifaði síðasta pistil birtist nýtt dæmi, um hinar öfgarnar. Í nýlegri grein í Morgunblaðinu skrifaði formaður Miðflokksins um nýju menningarbyltinguna. Þar skrifar hann að markmið nýju byltingarinnar sé að flokka beri fólk eftir litbrigðum húðarinnar. Hann hefur rétt fyrir sér að það er í gangi þetta öfgavandamál sem ég fór yfir í mínum síðasta pistli en hann virðist ekki átta sig á því að þær skoðanir sem hann viðrar í greininni sinni eru hluti af vandamálinu. Markmið þessarar menningarbyltingar ekki að flokka beri fólk eftir húðlit heldur þvert á móti er verið að benda á að það er enn verið að flokka eftir húðlit. Þrátt fyrir allt. Það er beinlínis sagt ósatt, að minnsta kosti án þess að geta heimilda, um markmið hreyfing- arinnar. Þetta geta allir kynnt sér sjálfir með því að finna opinberar yfirlýsingar viðkom- andi hreyfinga. Hvergi er hægt að finna staf- krók um að flokka skuli eftir húðlit nema í grein Sigmundar. Markmið pólitísks rétttrúnaðar var að við ættum að sýna minnihlutahópum og þeim sem geta ekki varið sig ákveðna tillitssemi. Vandamálið er að það hentar ekki þeim sem vilja byggja pólitík sína á að jaðarsetja minni- hlutahópa og þau berjast á móti því að þurfa að sýna slíka tillitssemi. Þau bera upp kyndil málfrelsis sér til varnar á sama tíma og þau vilja skerða frelsi minnihlutahópa. Þau nota kyndil málfrelsis sem barefli í pólitískum til- gangi og þau lemja og lemja þangað til það er lamið til baka. Þá stökkva þau til og væla yfir því að þau séu beitt ofbeldi af hópunum sem þau jaðarsettu. Baráttan er nefnilega gegn valdi og jaðarsetningu. Barátta fyrir jafnrétti. Við getum verið ósátt við bar- áttuaðferðirnar en enginn ætti að geta verið á móti markmiðinu því réttindi minnihlutahópa eru réttindi okkar allra. Jaðarsetning sumra verður að lokum jað- arsetning allra nema þeirra sem ráða. Eða eins og Nie- möller orðaði það; svo komu þau á eftir mér og þá var enginn eftir til þess að andmæla. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Fyrst náðu þau hinum, síðan mér Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Einungis 96 dagar eruþangað til Bandaríkja-menn ganga til kjörstaðaog velja sér forseta. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, stendur talsvert betur en Donald Trump Bandaríkjaforseti ef marka má nýjustu skoðanakannanir sem birtar voru á sunnudag. Trump hef- ur þó bent á að skoðanakannanir segi ekki alla söguna. Þannig hafi skoðanakannanir í forvali Repúblikanaflokksins árið 2016 ekki bent til þess að hann yrði frambjóð- andi flokksins en sú varð raunin, eins og frægt er orðið. Niðurstöður skoðanakönnunar Real Clear Politics, sem gerð var á meðal skráðra kjósenda í þremur stærstu sveifluríkjum Bandaríkj- anna, ríkjum sem hafa hvorki afger- andi meirihluta demókrata né repú- blikana, sýna að Trump stendur þar höllum fæti. Sveifluríkin hafa oft mikið að segja um niðurstöður kosn- inganna en Trump sigraði í þeim öll- um í kosningunum árið 2016. Í Flórída mælist forsetinn með 46 prósenta fylgi gegn 51 prósenti Bidens, í Arizona mælist Trump með 45% fylgi en Biden 49%. Í Michigan hlaut forsetinn sitjandi 40% en mót- frambjóðandinn 52%. Trump mælist með 40,9% fylgi á landsvísu en Biden 50%. Biden skorti eldmóð Trump varði framboð sitt á Twitter í kjölfar þess að niðurstöður skoðanakönnunarinnar voru birtar. Hann sagðist þar treysta á „þögla meirihlutann“ sem hann býst við að muni færa honum áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. „Biden-herferðin hefur ENG- AN [eldmóð]! Hinn þögli meirihluti mun láta í sér heyra þann ÞRIÐJA NÓVEMBER!!! Falskar kúg- unarskoðanakannanir og falsfréttir munu ekki bjarga hinu róttæka vinstri,“ skrifaði Trump í twitter- færslu. Biden, sem segist berjast fyrir „sál Bandaríkjanna“, hvatti kjós- endur til að tryggja að Trump sitji einungis eitt kjörtímabil í embætti. „Á 100 dögum höfum við mögu- leika á því að leiða þjóð okkar á nýja braut, braut þar sem við lifum loks eftir okkar æðstu hugsjónum og allir hafa sanngjarnt tækifæri til að ná árangri,“ skrifaði Biden í twitter- færslu um helgina. Trump hefur glímt við hindr- anir á fjölmörgum vígstöðvum og staðið frammi fyrir vaxandi gagn- rýni vegna þess hvernig hann hefur brugðist við kórónuveirunni og þeim efnahagslegu afleiðingum sem henni fylgja. Þá hefur forsetanum banda- ríska ekki tekist að koma höggi á mótframbjóðanda sinn. Það má jafnvel segja að helst hafi komið í ljós að kosningabarátta forsetans gangi ekki vel þegar Brad Pascale, sem stýrði henni, var lækk- aður í tign fyrir um viku. Trump hefur einnig misst stuðningsmenn vegna þess hvernig hann tókst á við söguleg mótmæli gegn kynþáttafordómum og vald- beitingu lögreglu í Bandaríkjunum. Hann hefur reitt fólk til reiði með loforðum um að senda alríkislög- reglumenn inn í margar helstu stór- borgir Bandaríkjanna til þess að hafa stjórn á mótmælunum. Forsetinn telur að framtíð Bandaríkjanna yrði ekki í góðum höndum hjá Biden en Trump segir að Biden ætli sér að „afnema banda- ríska lifnaðarhætti“ og að hann myndi breyta bandarískum borgum í óbyggðir fullar af glæpum. Sveifluríki Banda- ríkja hallast að Biden 40 44 48 52 júlí25.1. júlí1. júní1. maí 50 40,9 Stuðningur í % Meðaltal kannana RealClearPolitics Forsetakosningar 2020 Heimild: RealClearPolitics JOE BIDEN DONALD TRUMP Í Bandaríkjunum er kórónu- veirufaraldurinn enn í hæstu hæðum og deyja fleiri en 1.000 Bandaríkjamenn vegna Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, daglega. Trump hefur neyðst til þess að aflýsa fjöldafundum sínum sem og repúblikanaþinginu sem átti að halda í Flórída í ágústmánuði. Rúmlega 4,2 milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum og tæplega 146.000 týnt lífi. Faraldurinn hefur einnig herjað á bandarískt efnahagslíf. Stjórnmálaskýr- endur telja að efnahagsleg áhrif veirunnar muni hafa umtalsverð áhrif á fylgi Trumps. Biden hefur einnig þurft að grípa til ráðstafana vegna kór- ónuveirufaraldursins en hann stýrir fordæmalausri kosninga- herferð frá heimili sínu í Dela- ware, án nokkurra fjöldafunda og fárra blaðamannafunda. Veiran haft áhrif á fylgi 4,2 MILLJÓNIR SMITA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.