Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 32
Spænsk-íslenski fiðluleik- arinn Sigurjón Freysson heldur fyrstu tónleika sína hér á landi í Lista- safni Sigurjóns Ólafs- sonar í kvöld kl. 20.30 ásamt Hazel Beh píanó- leikara. Þau munu flytja sónötur fyrir fiðlu og pí- anó eftir Jón Nordal, Edvard Grieg og Carl Nielsen. Verkin eiga það sameiginlegt að vera fyrstu fiðlusón- ötur tónskáldanna, en Grieg var aðeins 22 ára þegar hann samdi sína sónötu. Sigurjón er fæddur og uppal- inn í Bilbao á Spáni og hóf ungur að leika á fiðlu. Meist- aranámi sínu í fiðluleik lauk Sigurjón frá Felix Mendels- sohn Bartholdy-tónlistarháskólanum í Leipzig í fyrra. Hann er sonarsonur Sigurjóns Ólafssonar og Birgittu Spur. Malasíski píanóleikarinn Hazel Beh hefur frá árinu 2018 starfað sem meðleikari við fyrrnefndan skóla í Leipzig og hefur komið víða fram sem einleikari og í samspili, í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Fyrstu tónleikar Sigurjóns hér á landi haldnir í safni afa hans lagi og fólk gæðir sér á náttúrunesti, en svo kallar Ragnhildur mat sem unninn er úr afurðum svæðsins og keyptur þar. Ganga í Búðahrauni sem er í dag, 28. júlí, er samvinnuverkefni Svæð- isgarðsins, Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls og Sagnaseiðs á Snæfellsnesi, sem er félag um menningu svæðisins sem auðlindar. Lagt verður upp frá Búðakirkju klukkan 15. Gefur sögum líf og lit „Þetta verður auðveld ganga við allra hæfi, við skoðum gróður og dýralíf og förum yfir sögu þessa ein- staka svæðis frá landnámi. Hinn 6. ágúst verður farið um hinn frábæra frístundastíg sem tengir saman Ólafsvík, Rif og Hellissand með sögustoppi í opnum skógi í Ólafsvík og Tröð. Fimmtudaginn 7. ágúst verðum við með sögugöngu um Stykkishólmsbæ þar sem sagt verð- ur frá upphafi byggðar þar og gömlu húsunum sem setja svo sterkan svip á bæinn. Við reynum í þessum við- burðum jafnan að fá staðkunnuga heimamenn til að segja frá, enda gefur slíkt sögunum líf og lit,“ segir Ragnhildur, sem býr á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar er félagsheimilið Breiðablik og 9. ágúst verður þar samkoma með yfirskriftinni Lykkj- um saman ljóð og garn. Þar mun handverksfólk af svæðinu mæta, framleiðendur kynna matvörur af Snæfellsnesi og lesin verða ljóð eftir Snæfellinga, liðna og lifandi, og af nægu er að taka. Mikil matarkista „Annars er Snæfellsnes mikil matarkista,“ segir Ragnhildur, sem nú undirbýr matargöngu um Stykk- ishólm 8. ágúst og Grundarfjörð 16. ágúst. Þar verður fólki gefinn kostur á að bragða á ýmsum krásum. Mætti nefna ýmsa fleiri viðburði sem kynntir verða á Facebook og vefsíðu Svæðisgarðsins, www.snaefells- nes.is. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Töfrar náttúrunnar hér á Snæfells- nesi eru einstakir og sögustaðir við hvert fótmál. Um þær slóðir er ferðalag okkar og margir skemmti- legir viðkomustaðir eru fram und- an,“ segir Ragnhildur Sigurðar- dóttir, umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness. Á vegum svæðis- garðsins sem starfræktur er vestra verður bryddað upp á mörgu áhuga- verðu á næstunni og efnt til viðburða sem bera heitið Saman á Snæfells- nesi. Þeir verða á alls 27 stöðum sem hafa verið byggðir upp til að taka á móti gestum. Í sátt við náttúru og nærumhverfi „Hér á Snæfellsnesi hefur verið áherslumál að atvinnulífið og ferða- þjónustan séu í sátt við náttúru og nærumhverfi. Við höfum þetta á lág- stemmdum nótum og í stað þess að þjóta ætti fólk að koma hingað til að njóta,“ segir Ragnhildur um við- burði á dagskránni. Þar koma að málum til dæmis ýmsir ferðaþjónar, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, minjavörður og aðstandendur safna og sýninga. Efst á blaði nú er sögu- ganga um friðlandið í Búðahrauni þar sem sögur verða lesnar úr lands- Gott að njóta á Nesinu  Göngur og gaman  Ferðaþjónusta í sátt við náttúru Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stykkishólmur Horft af Þinghúshöfða til húsa sem standa frammi á ystu töngum og eru myndræn og eftirtektarverð. Svæðisgarður Töfrar á svæðinu, segir Ragnhildur Sigurðardóttir. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Valsmenn eru með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir sannfærandi sigur á botnliði Fjölnis. Fylkismenn eru í þriðja sæti eftir sigur á HK í fjörugum fimm marka leik, FH vann nauman sig- ur á Gróttu og Stjarnan og Víkingur skildu jöfn í hörku- leik í Garðabæ. Stjarnan er þar með áfram eina ósigr- aða liðið í deildinni. »27 Tveggja stiga forysta Valsmanna ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.