Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 4
Flugfreyjur sam- þykktu saming Sighvatur Bjarnason Freyr Bjarnason Félagsmenn Flugfreyjufélags Ís- lands (FFÍ) hafa samþykkt nýgerð- an kjarasamning við Icelandair með miklum meirihluta, eða 83,5%. Verði samningar undirritaðir, markar það endi á langri og harðri kjarabaráttu sem staðið hefur í tæp tvö ár. Í samtali við mbl.is sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, varaformaður FFÍ, það ekki koma á óvart að samn- ingurinn hefði verið samþykktur. „Það er nokkuð ljóst að félagsmenn okkar eru sammála mati stjórnar og samninganefndar um að það besta í ómögulegri stöðu væri að semja. Með þessu eru félagsmenn líka að standa á bak við stéttarfélagið.“ Hún bætir við að kjörsóknin hafi verið mjög góð eða rúmlega 88%, sem sé til marks um ábyrgð og áhuga fé- lagsmanna á að hafa um kaup sín og kjör að segja. Traust hefur skaðast Þrátt fyrir yfirburði þeirra 83,5% sem samþykktu samninginn, á móti þeim 13,4% sem hafna honum, er ljóst að ferlið og atburðarásin hefur markað djúp sár í raðir flugreyja. Guðlaug segir að traust flugfreyja og -þjóna í garð atvinnurekanda síns hafi skaðast. Hún vonar að stjórn- endur Icelandair sýni vilja í verki til þess að endurbyggja það traust sem var fyrir hendi. Hún bætir við að „með þessu erum við að leggja okkar lóð á vogaskálirnar við að koma fé- laginu úr þeim hremmingum sem það var í“. Vík milli vina Að sama skapi má búast við að samskipti flugfreyja og flugmanna verði með stirðara móti, en líkt og kunnugt er samþykkti Félag at- vinnuflugmanna að félagsmenn þess myndu ganga í störf flugfreyja.  Löng og hörð kjarabarátta að baki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjarasamningur Guðlaug Líney Jó- hannsdóttir er varaformaður FFÍ. 4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Erfiðlega gengur fyrir íslenska flugmenn að fá vinnu innan flug- geirans. Atvinnutækifæri eru af skornum skammti sökum mikilla rekstrarörðugleika flugfélaga um allan heim. Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA), í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans hafa einhverjir fengið vinnu þótt fáir séu. „Það er þunnur þrettándinn í flugheiminum eins og er. Það eru samt einhverjir sem hafa komist í vinnu annars staðar,“ segir Jón Þór og nefnir í því samhengi félög á borð við Star Air í Danmörku og Cargolux. Þá séu sömuleiðis dæmi þess að íslenskir flugmenn hafi fengið starf í Mið-Austurlöndum. „Sem betur fer ganga fraktflutn- ingar vel þrátt fyrir veiruna. Í far- þegaflutningum er hins vegar sama ástand um allan heim, þeir eru í algjöru lágmarki,“ segir Jón Þór. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónu- veiru hafa farþegaflutningar verið í lamasessi. Þannig hefur fjöldi flugfélaga orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli. Til að bregðast við því hefur flugmönnum og öðru starfs- fólki fyrirtækjanna verið sagt upp. Atvinnuleysi innan fluggeirans er því gríðarlegt. Jón Þór segir að opna verði landamæri sem fyrst. „Ég er bjartsýnn í eðli mínu og vonandi verður opnað á fleiri staði. Það er ekki hægt að hafa þetta lengur, hagkerfin þola það ekki. Þessar lokanir voru ekki teknar á vísindalegum forsendum og þar af leiðandi er þetta í höndum stjórn- málamanna,“ segir Jón Þór, sem vonast til að flugumferð taki við sér fljótlega. Að öðrum kosti verði flugmenn að leita annarra leiða til að afla tekna. Geti endað á bótum „Flestir eru að leita sér að vinnu á þessum vettvangi en ef þetta breytist ekki þurfa margir að finna vinnu á öðrum vettvangi. Ef það gengur síðan ekki eru það bara at- vinnuleysisbætur,“ segir Jón Þór. Aðspurður segir hann að líkur séu á því að Icelandair verði fljótt að ná sér á strik aftur. „Það gæti verið komið á góðan stað á skömm- um tíma. Við þurfum svo litla markaðshlutdeild til að vera komin á góðan stað. Það hefur einnig tek- ist vel hjá Icelandair að stöðva út- flæði fjármagns eins og sást í síð- asta uppgjöri.“ Mjög lítið í boði fyrir flugmenn  Flugmenn gætu þurft að leita sér að starfi á öðrum vettvangi  Atvinnutækifæri í fluggeiranum af skornum skammti  Einhverjir hafa fengið starf í Mið-Austurlöndum  Mikilvægt að opna landamæri Morgunblaðið/Þórður Arnar Atvinnuflugið Atvinnutækifæri innan fluggeirans eru af skornum skammti enda miklir rekstrarerfiðleikar hjá flugfélögum um allan heim. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Snorri Másson Baldur Arnarson Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 12,3 milljörðum króna. Einskiptiskostnaður vegna kórón- uveirunnar nam 5,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2020 og 30,3 milljörðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Félagið skilaði ársfjórð- ungsuppgjöri til kauphallarinnar í gær. Eigið fé félagsins nam 15,9 millj- örðum króna og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjár- staðan var 21,3 milljarðar króna í lok júní. Viðræðum ljúki í vikunni Bogi Nils Boga- son, forstjóri Ice- landair, sagði við mbl.is að betur hefði gengið í rekstri félagsins en hann átti von á. Sjóðsstaðan væri sterkari en gert var ráð fyrir, en ljóst væri að svona gæti þetta ekki haldið áfram lengi. Fyrirhugað er hlutafjárútboð í ágúst, þar sem heimild er fyrir hendi til þess að safna allt að 30 milljörðum í nýju hlutafé. Áður þarf að klára við- ræður við lánardrottna og leigusala um að breyta niðurgreiðsluáætlun skulda vegna breyttrar stöðu félags- ins. Í vikunni er miðað við að viðræð- ur klárist annars vegar við Boeing og hins vegar við umrædda lánar- drottna. Vilja fá bætt tjón Bogi segir að viðræðurnar við Boeing snúi fyrst og fremst að tveim- ur þáttum. „Það er annars vegar um að ræða frekari bætur vegna þess tjóns sem við höfum orðið fyrir og hins vegar hugsanlega breyta þessum pöntunum sem við erum með fyrir tíu vélum. Við erum að skoða hvort við getum endurskipulagt það,“ segir Bogi og vísar þar til þess tjóns sem af hlaust þegar félagið þurfti að kyrr- setja MAX 737-vélarnar. Bogi segir viðræður við lánar- drottna ekki hafa snúið að því að breyta skuldum þeirra í hlutafé. Þá segir hann að fyrst og fremst hafi hingað til verið rætt við íslenska fjár- festa um þátttöku í útboðinu, einkum þá sem þegar eru stærstu hluthafar félagsins, sem eru íslenskir lífeyris- sjóðir. Þó að aðallega hafi verið rætt við ís- lenska fjárfesta eru erlendir ekki úti- lokaðir úr dæminu. „Við höfum fundið fyrir áhuga erlendis frá en við höfum ekki hafið neinar viðræður þar. Við höf-um bara fyrst og fremst verið að einbeita okkur að íslenska markaðn- um,“ sagði Bogi við mbl.is. Endurskoða eldsneytisvarnir Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Bogi Nils, aðspurður, að vegna aðstæðna hefði félagið ekki gert framvirka samninga um kaup á elds- neyti. „Við munum í framhaldi endur- skoða stefnu okkar varðandi elds- neytisvarnir,“ sagði hann. Spurður hvort raunhæft sé að fjölga áfangastöðum í N-Ameríku, með hliðsjón af útbreiðslu veirunnar, segir Bogi Nils mjög erfitt að segja til um það. „Við höfum sveigjanleikann og alla innviði sem þarf til að bregðast hratt við ef tækifæri skapast,“ segir Bogi Nils. Morgunblaðið/Eggert Icelandair Flugfélagið rær nú lífróður og á í viðræðum við alla helstu lánardrottna sína. Tap vegna kórónu- veiru 30 milljarðar  Icelandair skilaði svörtu uppgjöri í kauphöllina í gær Blikur á lofti í flugheiminum Í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair, sem birt var í gær, kemur m.a. fram að framboð í farþegaflugi hafi dregist saman um 97% á öðrum ársfjórðungi og farþegum fækkaði um 98%. Á sama tíma tvöfölduðust flugtímar í fraktflugi í fjórðungnum. „Þetta hefur gengið betur en við áttum von á í vor. Sjóðsstaðan hefur haldist sterkari í gegnum sumarið en við áttum von á. Við höfum ein- hverjar vikur til viðbótar en við þurfum að klára þessa endurfjármögnun og endurskipulagningu á efnahagsreikningi sem fyrst,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við mbl.is í gær. Flugið dróst saman um 97% ÁRSFJÓRÐUNGSUPPGJÖR ICELANDAIR Bogi Nils Bogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.