Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla Fylkir – HK............................................... 3:2 Fjölnir – Valur .......................................... 1:3 FH – Grótta .............................................. 2:1 Stjarnan – Víkingur R ............................. 1:1 Staðan: Valur 9 6 1 2 21:8 19 KR 8 5 2 1 13:7 17 Fylkir 9 5 0 4 14:14 15 Stjarnan 6 4 2 0 13:5 14 Breiðablik 9 4 2 3 19:15 14 FH 8 4 2 2 15:13 14 Víkingur R. 9 3 4 2 16:13 13 ÍA 9 3 1 5 21:21 10 KA 8 1 5 2 6:10 8 HK 9 2 2 5 15:22 8 Grótta 9 1 2 6 9:20 5 Fjölnir 9 0 3 6 8:22 3 Lengjudeild karla ÍBV – Þróttur R........................................ 3:0 Afturelding – Leiknir R........................... 2:3 Staðan: Leiknir R. 8 6 1 1 22:11 19 ÍBV 8 5 3 0 18:8 18 Keflavík 8 5 2 1 25:10 17 Fram 8 5 2 1 19:11 17 Þór 8 4 1 3 13:13 13 Grindavík 8 2 5 1 16:15 11 Vestri 8 3 2 3 9:12 11 Afturelding 8 3 1 4 20:14 10 Víkingur Ó. 8 3 0 5 9:17 9 Leiknir F. 8 2 1 5 6:15 7 Þróttur R. 8 0 1 7 3:17 1 Magni 8 0 1 7 6:23 1 2. deild karla Kórdrengir – Þróttur V ........................... 1:1 Staðan: Haukar 8 6 0 2 18:9 18 Kórdrengir 8 5 2 1 16:4 17 Fjarðabyggð 8 4 3 1 15:6 15 Njarðvík 8 4 2 2 12:9 14 Þróttur V. 8 3 4 1 8:6 13 Selfoss 8 4 1 3 11:10 13 KF 8 4 0 4 13:14 12 Kári 8 3 2 3 13:9 11 ÍR 8 3 1 4 15:14 10 Víðir 8 2 0 6 4:23 6 Dalvík/Reynir 8 1 2 5 9:16 5 Völsungur 8 0 1 7 11:25 1 3. deild karla Vængir Júpíters – KFG........................... 2:2 Staðan: Reynir S. 8 6 2 0 23:11 20 KV 7 5 0 2 18:9 15 Tindastóll 8 4 3 1 18:15 15 Sindri 8 3 2 3 16:21 11 Augnablik 8 2 4 2 16:15 10 KFG 8 3 1 4 17:18 10 Ægir 8 3 1 4 13:16 10 Einherji 8 3 1 4 14:18 10 Vængir Júpiters 8 2 3 3 9:13 9 Elliði 7 2 2 3 13:11 8 Höttur/Huginn 8 2 1 5 12:16 7 Álftanes 8 1 2 5 9:15 5 Ítalía B-deild: Spezia – Virtus Entella ........................... 0:0  Sveinn Aron Guðjohnsen lék síðari hálf- leikinn með Spezia. Svíþjóð Hammarby – Örebro............................... 3:0  Aron Jóhannsson lék síðari hálfleikinn með Hammarby. Staðan: Norrköping 11 7 3 1 27:14 24 Malmö 11 6 4 1 21:11 22 Elfsborg 11 5 5 1 17:14 20 Häcken 11 4 6 1 21:9 18 Djurgården 11 5 2 4 14:10 17 Sirius 11 4 4 3 17:17 16 Varberg 11 4 3 4 16:14 15 Hammarby 11 4 3 4 12:14 15 Mjällby 11 4 2 5 12:18 14 Örebro 11 3 4 4 9:13 13 Gautaborg 11 2 6 3 13:15 12 AIK 11 3 3 5 11:17 12 Östersund 11 2 4 5 8:14 10 Helsingborg 11 1 6 4 8:15 9 Kalmar 11 2 2 7 14:19 8 Falkenberg 11 1 5 5 12:18 8 Bandaríkin Toronto – New York City....................... 1:3  Guðmundur Þórarinsson var allan tím- ann á bekknum hjá New York. England Umspil, undanúrslit, fyrri leikir: Swansea – Brentford ............................... 1:0 Cardiff – Fulham...................................... 0:2  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Selfoss .................. 18 Þórsvöllur: Þór/KA – KR.......................... 18 Samsungv.: Stjarnan – Þróttur R....... 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Extra-völlur: Fjölnir – ÍA.................... 19.15 Ásvellir: Haukar – Tindastóll .............. 19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Víkingur R .... 19.15 Kópavogsv.: Augnablik – Afturelding 19.15 2. deild kvenna: Sindravellir: Sindri – HK..................... 17.30 Hertz-völlur: ÍR – Hamar.................... 19.15 3. deild karla: KR-völlur: KV – Elliði .............................. 20 Í KVÖLD! Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson vann sigur á opna 3M- mótinu í PGA-mótaröðinni sem lauk í Minnesota í fyrrinótt. Thompson lék á 19 höggum undir pari alls eftir hringina fjóra en í öðru sæti var Adam Long á 17 höggum undir. Richy Werenski, sem var jafn í fyrsta sætinu eftir þriðja hring, lauk keppni jafn í þriðja sæti á 16 högg- um undir pari. Thompson vann sitt fyrsta PGA-mót árið 2013 og beið því í sjö ár eftir öðrum sigri en hann var í 151. sæti á heimslistanum fyrir helgina og er nú í 39. sæti. Beið í sjö ár eft- ir öðrum sigri AFP Sigraði Michael Thompson flaug upp heimslistann eftir helgina. Kylian Mbappé, einn besti knatt- spyrnumaður heims, verður frá keppni í um það bil þrjá vikur vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í úrslitaleik frönsku bikar- keppninnar gegn St Étienne í síð- ustu viku. Paris SG staðfesti þetta í gær. Mbappé fór meiddur af velli og var í fyrstu óttast að hann væri brotinn. Sú var ekki raunin og eftir að hafa gengist undir nánari lækn- isskoðun er ljóst að hann missir af leik PSG gegn Atalanta í 8-liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu en leikið verður í Portúgal 12. ágúst. Missir af átta liða úrslitunum AFP Meiddur Kylian Mbappé notast við hækjur þessa dagana. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Leiknir úr Reykjavík og ÍBV komu sér í tvö efstu sætin í 1. deild karla í fótbolta í gærkvöld þegar áttundu umferð deildarinnar lauk. Þau fóru uppfyrir Keflavík og Fram sem höfðu náð toppsætunum með sigrum á sunnudaginn en eins og deildin er að þróast virðast nokkrar líkur á að þessi fjögur lið muni slást um úrvals- deildarsætin tvö. Bæði Þór og Grindavík sem höfðu þótt líkleg til að vera með í barátt- unni hafa tapað mörgum stigum að undanförnu og hafa dregist aftur úr. Breiðholts-Leiknir er á mikill sigl- ingu undir stjórn Sigurðar Heiðars Höskuldssonar og vann sinn fjórða leik í röð í gærkvöld, 3:2 gegn Aftur- eldingu í Mosfellsbæ. Þar varð eitt- hvað undan að láta því Afturelding hafði fengið tíu stig í síðustu fjórum umferðunum. Vuk Oskar Dimitrijevic, sóknar- maðurinn efnilegi hjá Leikni, skor- aði fyrsta markið og Sólon Breki Leifsson kom liðinu í 3:0 áður en Kári Hlífarsson og Andri Freyr Jón- asson minnkuðu muninn fyrir Aftur- eldingu. Þrenna hjá Gary Martin Í Vestmannaeyjum vann ÍBV til- tölulega öruggan sigur á heillum horfnum Þrótturum úr Reykjavík, 3:0. Gary Martin skoraði öll þrjú mörkin og markakóngur úrvals- deildarinnar í fyrra er kominn með átta mörk í 1. deildinni í ár. ÍBV er eina taplausa liðið í deild- inni en aðeins var farið að hrikta í stoðunum fyrir þennan leik eftir þrjú jafntefli í röð. Eyjamenn eru stigi á eftir Leikni í toppslagnum en eina tap Leiknis til þessa kom ein- mitt gegn ÍBV í fjórðu umferðinni. Gengi Þróttara er nánast með ólíkindum en þeir hafa eitt stig eftir fyrstu átta leikina og hafa aðeins skorað í tveimur af þessum átta leikjum. Eru fjögur lið að stinga af?  Leiknir R. og ÍBV í efstu sætunum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Fljúgandi Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson svífur hátt til að skalla og Þróttarinn Guðmundur Friðriksson fylgist með honum. Fjórðu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta lauk með þremur leikj- um á föstudagskvöldið en þeim var áður frestað vegna kórónuveirusmita. Tveir fyrstu leikir hennar fóru fram 30. júní og 1. júlí en þá vann Valur 3:1 sigur á ÍBV í Eyjum og Selfoss sigraði Stjörnuna 4:1 í Garðabæ. Á föstudag vann Breiðablik Þrótt 5:0, KR vann FH 3:0 en Þór/KA og Fylkir skildu jöfn, 2:2. Úrvalslið 4. umferðar er hér fyrir ofan en þar voru Berglind Björg Þor- valdsdóttir úr Breiðabliki og Elín Metta Jensen úr Val báðar valdar í þriðja sinn. Auk þeirra hafa Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki báðar verið þrisvar valdar í lið umferðarinnar. Elín Metta er áfram með forystu í M-gjöf Morgunblaðsins með 8 M samanlagt. Sveindís Jane er með 7 M og með 6 M eru þær Berglind Björg og Alexandra úr Breiðabliki, Hlín Eiríksdóttir úr Val og Laura Hughes úr Þrótti. vs@mbl.is 4. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Sandra Sigurðardóttir Val Agla María Albertsdóttir Breiðablik Elín Metta Jensen Val Katrín Ásbjörnsdóttir KR Magdalena Anna Reimus Selfossi Dagný Brynjarsdóttir Selfossi Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki Alma Mathiesen KR Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA Tiffany McCarty Selfossi Berglind Rós Ágústsdóttir Fylki 2 2 2 2 2 3 3 Berglind og Elín í þriðja sinn Lou Williams, einn af atkvæðamestu leikmönnum Los Angeles Clippers, missir af fyrstu leikjunum nú þegar NBA-deildin í körfuknattleik fer aftur af stað í lok mán- aðarins. Williams hefur nú verið settur í einangrun og má gera sér að góðu að dúsa þar í tíu daga eftir að hafa brotið öryggisreglur sem settar voru af NBA. Williams fékk leyfi til að yfirgefa æfingabúðir Clipp- ers til að geta verið viðstaddur útför afa síns í Atlanta. Þeirri fjarveru hefði fylgt fjögurra daga sóttkví áður en hann hefði æft með liðinu á nýjan leik. Myndir náðust hins vegar af Williams á nektardansstað og eftir að þær fóru í dreifingu er ljóst að hann fer í tíu daga einangrun. Hann missir af stórleik því Clippers mætir grönnum sínum í Lakers. En einnig missir hann af leik gegn New Orleans Pelicans. Fjarvera Williams ætti að hafa nokkur áhrif því hann skoraði tæplega 19 stig að meðaltali í vetur áður en deildin fór í frí vegna kórónuveirunnar. Williams tjáði sig um málið á samfélags- miðlum og frásögn hans er athyglisverð því hann segist hafa heimsótt nektardansstað í þeim tilgangi að fá sér málsverð og hafa staldrað stutt við. Staðurinn sé uppáhaldsveitingastaður hans í borginni Atlanta og hann hafi ekki verið að skemmta sér heldur næra sig. Dýr máltíð á nektardansstað Lou Williams Króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren yfirgaf Englands- meistara Liverpool í gær eftir sex ára dvöl í herbúðum þeirra. Rússnesku meistararnir Zenit frá Pétursborg keyptu hann af Liverpool fyrir ellefu milljónir punda. Hann var keyptur af Southampton fyrir 20 milljónir punda árið 2014 og var dýrasti varnarmaðurinn í sögu félagsins þar til Virgil van Dijk kom frá sama félagi fjór- um árum síðar. Adam Lallana kvaddi einnig Liverpool í gær eftir sex ára dvöl en Brighton tilkynnti undir kvöld að samið hefði verið við miðjumanninn reynda til þriggja ára. Samningur hans við Liverpool var runninn út. Jan Vertonghen, varnarmaðurinn reyndi frá Belgíu, yfirgaf Tottenham í gær eftir átta ára dvöl en hann spilaði 232 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. Samningur hans var runninn út. Þá tilkynnti Everton að Djibril Sidibé myndi snúa aftur til Mónakó en hann var í láni frá franska félaginu. Morgan Schneiderlin er farinn frá Everton til Nice í Frakklandi og ennfremur tilkynnti Leighton Baines, varnarmaðurinn reyndi, í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna. Lovren farinn til Rússlands Dejan Lovren

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.