Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 6

Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151tímapantanir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Endurgerð Nýlendugötu í Reykja- vík, milli Norðurstígs og Ægisgötu, hófst í sumarbyrjun. Byggðin milli Vesturgötu og Geirsgötu er umlukt byggingum á alla vegu og þeir eru eflaust margir sem ekki hafa lagt þangað leið sína. „Þarna er eins konar leynistígur þar sem kúra falleg hús með mikinn karakter og sögu,“ segir í frétt á reykjavik.is. Nýlendugatan heldur síðan áfram frá Ægisgötu að Selja- vegi og þann spotta götunnar þekkja flestir. Eins og oft gerist þegar fram- kvæmt er í eldri hverfum kemur ým- islegt í ljós þegar farið er að grafa undir yfirborð, segir á reykjavik.is. Fornleifafræðingar voru kallaðir til í upphafi til að kanna mannvistar- leifar. Við uppgröftinn fundust forn- leifar; gamall beituskúr, undirstöður undir Hlíðarhús og aðrar mannvist- arleifar, líklega um tvö hundruð ára gamlar. Búið er að teikna þær upp og merkja og fornleifafræðingar hafa nú lokið störfum. Eitt friðað hús frá 1898 Hlíðarhús voru röð torfbæja sem stóðu þar sem nú eru Vesturgata 24, 26a, 26b, 26c og 28 og skáhallt niður að gatnamótum Ægisgötu og Ný- lendugötu. Nú stendur eftir lítið ein- lyft rautt timburhús, Nýlendugata 9, reist á grunni torfbæjarins árið 1898 og er í svipaðri stærð. Það var friðað árið 2012. Árið 1703 bjuggu í Hlíðarhúsum 15 manns en 1762 voru íbúar orðnir 39. Þessa fjölgun má rekja til stofn- unar Innréttinganna 1751. Síðasti torfbær Hlíðarhúsanna stóð til árs- ins 1930. Til samanburðar þá eru sem stendur rétt tæplega tvö hundr- uð manns skráðir til heimilis á þess- um reit sem markast af Tryggva- götu, Norðurstíg, Vesturgötu og Ægisgötu. Í ljós kom við framkvæmdirnar í sumar að fráveitulagnir reyndust liggja öðruvísi en teikningar gáfu til kynna og því þurfti að endurhanna fráveituhluta framkvæmdarinnar. Einnig kom í ljós að lagnir fyrir heitt og kalt vatn og rafmagn myndu þarfnast endurnýjunar á næstu ár- um. Var því ákveðið að gera það nú til að ekki þyrfti að grafa aftur á svæðinu í bráð. Kostnaður 85,9 milljónir Framkvæmdin er á vegum um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkurborgar, Veitna ohf. og Mílu ehf. Verklok eru áætluð í október og er vonast til að sú áætlun standist. Samið var við Alma Verk um að framkvæma verkið fyrir 85,9 millj- ónir króna. Þessu verki tilheyrir að endurnýja Norðurstíg og fegra umhverfi hans Heildaryfirbragð Norðurstígs verð- ur bætt með því að endurnýja yfir- borð götunnar og bæta við grjótbeð- um meðfram götu, sem verða hugsuð sem blá/grænar ofanvatns- lausnir auk þess sem lagnir og raf- lagnir í götunni verða endurnýjaðar. Snjóbræðslukerfi verður lagt í göt- una. Norðurstígur er stutt gata, milli Vesturgötu og Geirsgötu, og er talin ein elsta gata Reykjavíkur. Nýlendugata verður með óbreyttu sniði að því leyti að hægt verður að keyra inn á svæðið. Markmið hönnunarinnar er að skapa vinalegt umhverfi með „blæ- vængs“hellumynstri, bæta lýsingu meðfram göngustígnum, auk þess sem vegglistaverkið á gafli Ægis- götu 7 verður sérstaklega upplýst, bætt verður við bekkjum og hjóla- bogum. Gróðurbeðum með áherslu á blá/grænar ofanvatnslausnir verður komið fyrir í götunni. Lagt verður snjóbræðslukerfi í göngustíg. Mynd/Onno Gafl Ægisgötu 7 Hið tilkomumikla vegglistaverk verður lýst upp á kvöldin. Morgunblaðið/sisi Nýlendugata eystri Margt merkilegt kom í ljós þegar byrjað vara að grafa svæðið upp. Það verður endurgert. „Leynistígur“ fær andlitslyftingu  Fornleifar komu í ljós við endurgerð eystri hluta Nýlendugötu  Eru taldar 200 ára gamlar Fornleifar Ýmislegt kom í ljós þeg- ar byrjað var að grafa á svæðinu. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason var í gær kjörinn forseti Hæstaréttar, en hann tekur við þeirri stöðu af Þorgeiri Örlygssyni sem hefur sótt um lausn frá embætti. Kjörtímabil Benedikts er frá 1. september til 31. desember 2021. Ingveld- ur Einarsdóttir var kjörin varaforseti á fundinum í gær. Aðrir dómarar við Hæstarétt eru Greta Baldursdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Sigurður Tómas Magnússon og Þorgeir Örlygsson. Benedikt forseti og Ingveldur varaforseti Benedikt Bogason Ingveldur Einarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Matvælastofnun (MAST), tollurinn og lögreglan vinna, ásamt fleiri lönd- um, árlega með Evrópulögreglunni, Europol, í verkefnum sem tengjast svindli með matvæli. Síðasta samvinnuverkefni sneri að haldlagningu á 149 tonnum af mat- arolíu frá Ítalíu en því lauk í vor og voru niðurstöðurnar birtar í síðustu viku. Nú er í gangi samstarfsverkefni sem snýr að svindli með hunang en slíkt svindl felst helst í því að vatni og sykri sé bætt í hunang, að sögn Herdísar M. Guðjónsdóttur, sér- fræðings hjá MAST. Herdís segir að í framhaldinu verði farið í verkefni með Europol sem snýr að svindli með fisk, það snýr þá helst að því að fiskur sé þyngdur með ísingu eða svindlað sé með tegundir. Slíkt hefur komið upp hérlendis. Þó nokkuð um svindl í Noregi Tilefni aðgerðarinnar sem lauk í vor var að við skoðun á ítölsku fyrir- tæki sem framleiðir ólífuolíu fundu eftirlitsmenn afgang afurðar sem ekki var skráð í opinber skjöl fyrir- tækisins. Hérlendis var engin mat- arolía haldlögð en Herdís segir að MAST hafi fylgst með tilkynningum um svindl. Enginn grunur kom upp um svindl með ólífuolíu hérlendis. Upp komst um þó nokkuð svindl með matarolíu í Noregi í umræddri að- gerð. „Hérlendis eru aðallega seld þekkt vörumerki ólífuolíu svo við myndum alltaf fá að vita af því ef grunur væri um svindl á meðal þeirra framleiðenda. Norðmenn tóku fullt af sýnum og það var mikið svindl í gangi þar, þeir tóku 14 sýni og sex innihéldu ekki það sem þau lofuðu.“ Í tilfelli olíunnar fer svindlið venjulega þannig fram að ódýrri olíu er blandað út í dýrari. Stundum er jafnvel ódýr matarolía lituð og sögð ólífuolía. Herdís segir að svindl með fisk sé ofarlega á blaði hjá Matvælastofnun. „Vegna þess að við erum fiskiþjóð. Það verður sérstakt verkefni í fram- tíðinni hvað varðar fisk og það verð- ur alltaf verkefni að fylgjast með svindli með fisk. Ísing er sett á fisk- inn og hann þyngdur með vatni, þá er einnig svindlað með fisktegundir [ódýrari tegund seld sem dýrari].“ Herdís segir um mikilvæg verk- efni að ræða en svindl með matvæli sé framið „til að græða, svíkja, brjóta reglur og plata neytendur“. Algengustu matvæli sem svindlað er með eru ólífuolía, vín, hunang, mjólk, fiskur, ávaxtasafi, unnar kjöt- vörur, krydd, egg, hrísgrjón og grænmeti. Svindlað með fisk, ólífuolíu og hunang  MAST, lögreglan og tollurinn vinna með Europol Morgunblaðið/Kristinn Ólífuolía Hérlendis eru aðallega seld þekkt vörumerki ólífuolíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.