Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 2
Þróunin næstu daga lykil-
atriði fyrir komandi helgi
„Næstu dagar eru algerlega lykil-
atriði í að upplýsa okkur um hvernig
við eigum að bregðast við í framhald-
inu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefs-
dóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Að hennar sögn er enn ekki ástæða
til að herða gildandi samkomu-
takmarkanir á Íslandi. Skilaboð frá
sóttvarnalækni til heilbrigðis-
ráðherra í gær voru þó samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins líklega á
þá leið að fyrirhuguðum tilslökunum
4. ágúst verði frestað. „Ef við sjáum
anga koma sem tengjast ekki hóp-
sýkingunni núna faraldsfræðilega en
eru með sömu veiru, þá bendir það til
útbreiddara smits en við vonuðumst
til. Sömuleiðis ef við sjáum smit hjá
einstaklingum sem voru ekki taldir
þurfa að fara í sóttkví, þá þurfum við
að skoða það mjög alvarlega að mæla
með harðari aðgerðum,“ segir Kam-
illa.
Virk smit í landinu eru 22, svo vit-
að sé. Faðir barns sem keppti á Rey
Cup í Reykjavík um helgina, frjáls-
íþróttamaður sem keppti á unglinga-
landsmóti í Hafnarfirði síðustu helgi
og íslenskur ríkisborgari með tvöfalt
ríkisfang sem kom til Íslands 15. júlí
eru allir þrír með afbrigði af kórónu-
veirunni sem hefur ekki sést hér á
landi áður og talið er að rekja megi
til sama uppruna. Þeir hafa ekki átt í
samskiptum en hafa allir greinst
með veiruna á síðustu dögum. Auk
þeirra þriggja hafa sjö einstaklingar
greinst með Covid-19 vegna innan-
landssmits á síðustu tveimur dögum
hér á landi.
Umræddur íslenskur ríkisborgari
viðhafði sökum misskilnings ekki
heimkomusmitgát við komuna til
landsins. Þvert á það sem upphaf-
lega var talið kom sá misskilningur
þó ekki að sök, þar sem einstakling-
urinn er nú talinn hafa smitast á Ís-
landi. Hans smit er síðan tengt
nokkrum smitum sem greinst hafa á
Akranesi, en þangað fór hann til
starfa í síðustu viku. Talað er um að
hópsýking sé komin upp á Akranesi
en uppruni allra þessara smita er
enn ófundinn. snorrim@mbl.is
Tíu innanlandssmit síðustu tvo daga Tvísýnt með tilslakanir
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Tónlistin laðar að viðskiptavini og
skapar skemmtilegt andrúmsloft
fyrir starfsmenn. En hún skapast
ekki í tómarúmi, því bak við hvern
tón er mannshönd sem hefur það að
lífsviðurværi að skapa þá list sem
við tökum sem sjálfsagða. Líkt og
með flest kemur kórónuveiran við
afkomu tónlistarmanna.
Margir af þeim sem eru skyldug-
ir til að greiða STEF-gjöld hafa
tímabundið þurft að loka þjónustu
sinni vegna faraldursins; hvort sem
er vegna tilskipana stjórnvalda eða
að eigin frumkvæði. Morgunblaðið
náði tali af kaupmanni sem er
ósáttur við að greiða full gjöld þrátt
fyrir að hafa lokað dyrum sínum í
fjóra mánuði. Annar veitingamaður
hafði gert hið sama, en að sögn
mætt miklum skilningi hjá STEF,
sem felldi niður gjöld hans að hluta.
Skilningur en erfitt umfang
Í samtali við blaðið sagði Guðrún
Björk Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri STEF, að þar á bæ hefði ver-
ið „reynt að koma til móts við alla
sem hafa haft samband“ og „ef við-
komandi hefur lokað hefur
greiðsluseðlum verið breytt“.
Hún útskýrir að samtökin geti
ekki haft yfirsýn yfir alla greið-
endur sem lokað hafa tímabundið.
Guðrún mælist til þess að við-
skiptavinir hafi samband og ítrekar
að „við höfum fellt niður gjöld fyrir
þann tíma sem sannarlega hefur
verið lokað“.
Erfitt ástand
Aðspurð um ástandið í tónlistar-
geiranum segir Guðrún að mikill
samdráttur og tekjuskerðing hafi
orðið það sem af er ári, eða um
30%. Á það við um bæði þá sem
semja tónlist og flytja, en margir
tilheyra báðum flokkum og kemur
ástandið hart niður á þeim.
Stefgjöld eru ein aðaltekjulind
þeirra sem hafa tónlist að starfa.
Þau eru greidd fyrir opinberan
flutning á tónlist og ná til nær allra
fyrirtækja sem spila tónlist á sínum
starfsstöðvum. Gjöldin skila sér síð-
an til þeirra sem skapað hafa og
gefið út tónlistina og byggjast á
tónflutningsskýrslum, m.a. frá út-
varpsstöðvum. STEF-samtökin
annast innheimtu og samstarfs-
samninga milli tónlistarmanna og
atvinnulífs.
Stefjum fækkar í faraldrinum
STEF fellir niður gjöld þeirra sem
loka Samdráttur í tekjum tónlistar
Morgunblaðið/Eggert
Tónlist Verulegur samdráttur hefur orðið hjá tónlistarfólki.
Vel hefur viðrað til útiveru víða um land að undanförnu. Íbú-
ar á suðvesturhorni landsins hafa fengið sinn skammt af sól
og skemmtileg stemning hefur myndast í miðbæ Reykjavíkur,
en myndin er einmitt tekin á Laugaveginum ofarlega. Þarna
blandast mannlífið saman við bílaumferðina og ekki verra að
geta nýtt sér drykklanga stund á börunum, eða happy hour.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólarstemning og iðandi mannlíf í miðbænum