Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Dúettinn BSÍ gaf í miðjum mánuði
út myndband við lag sitt „Man-
ama“ og vakti það athygli blaða-
manns að myndbandið var tekið
upp í Mexíkóborg. Þetta vakti for-
vitni blaðamanns, sem hafði sam-
band við dúettinn og bað hann að
svara nokkrum spurningum.
Kunnu ekki á hljóðfærin
– Segið mér aðeins frá BSÍ,
hvaða hljómsveit er þetta, hverjir
eru í henni, hver var kveikjan að
stofnun hennar og hvers konar
tónlist semjið þið og flytjið?
„Við, Sigurlaug Thorarensen
(söngur, trommur) og Julius Poll-
ux Rothlaender (bassi, hljómborð),
stofnuðum hljómsveitina BSÍ árið
2017. Hugmyndin okkar var að
prófa að spila á hljóðfæri sem við
kunnum ekkert á. Við fengum að
æfa okkur og taka fyrstu skrefin í
R6013-rýminu, sem er grasrótar-
menningarstaður í Reykjavík sem
Ægir Sindri vinur okkar er að sjá
um.
Tónlistinni okkar hefur verið
lýst sem einhvers konar „lo-fi“
krúttpopppönki. Það sem við ger-
um sprettur upp úr og sækir inn-
blástur sinn í Do It Yourself (ger-
um það sjálf) og Do It Together
(gerum það saman) grasrótarsen-
una sem er mikið að blómstra í
kringum samlagið post-dreifingu
og R6013.“
Hóaði saman kvikmyndateymi
– Myndbandið ykkar var tekið
upp í Mexíkóborg, hvernig stóð á
því?
„Það var nú bara frekar spont-
ant. Við báðum vinkonu okkar
Adriönu Berroterán um að gera
myndband við lagið okkar „Man-
ama“ og henni leist mjög vel á
það. Og það vildi svo vel til að hún
var stödd í Mexíkóborg í vinnu-
ferð, en hún hafði búið þar áður í
nokkur ár og þekkir því svæðið
mjög vel. Hún hóaði saman þessu
líka flotta kvikmyndateymi saman
og þekkti aðalleikkonu mynd-
bandsins, Folasade Adeoso. En við
erum bara svo ánægð að þau hafi
öll viljað taka þátt í þessu verk-
efni.“
– Segðu mér nánar frá mynd-
bandinu, er saga rakin í því eða
hvernig myndirðu lýsa því?
„Myndbandið við „Manama“ er
efablandin saga um óræð tímabil í
óræðum heimi, sem spunnin eru
inn í draumkenndan veruleika sem
er lýsandi fyrir meyran karakter
lagsins. Söguhetja tónlistarmynd-
bandsins, leikin af Folasade
Adeoso, ráfar um tómar götur og
auðar byggingar Mexíkóborgar, í
leit að erindum sem eiga sér bara
tilvist í draumunum hennar.“
Óskilgreind viðbót
– Leggið þið mikið upp úr
myndbandagerð?
„Já, okkur finnst það oft geta
bætt einhverju óskilgreindu
„extra“ við lög. Allavega eins og
fyrir „Manama“, þá fannst okkur
til dæmis mikilvægt að gefa
Adriönu listrænt frelsi til að gera
hvað sem er við lagið. Við höfðum
séð hana gera góða hluti áður í
öðru tónlistarmyndbandi, þar sem
hún fékk þetta frelsi. Og svo þeg-
ar það var komin mynd á „Man-
ama“ þá öðlaðist lagið einhvern
veginn nýtt líf. Tilfinningin til
dæmis að spila það núna er öðru-
vísi en þegar lagið var ekki komið
með myndband.“
Mikilvægt að spila fyrir fólk
– Nú hefur Covid-19 komið hart
niður á listamönnum og þá ekki
síst tónlistarmönnum sem hafa
ekki getað haldið fjölmenna tón-
leika lengi vel. Hvaða áhrif hefur
ástandið haft á ykkur?
„Við vorum eiginlega frekar
heppin í öllu þessu Covid-19 tíma-
bili. Það var eiginlega mjög hollt
fyrir okkur að það skyldi hægjast
á samfélaginu því það gaf okkur
frelsi og tíma til að setja upp okk-
ar eigið litla tónlistarstúdíó og að
semja lög fyrir nýju plötuna okk-
ar. Síðan var það samt mikill léttir
að fá að spila á hátíðinni Smátíðni
sem post-dreifing samlagið hélt í
Iðnó í byrjun júlí. Við föttuðum
hvað það er mikilvægt fyrir okkur
og tónlistina okkar að fá að spila
fyrir fólk.“
Breiðskífa næsta vor
– Hvað er fram undan? Mun
BSÍ koma fram bráðum á Íslandi?
„Þessa stundina erum við að
einbeita okkur að því að klára að
semja lög fyrir fyrstu breiðskífuna
okkar, en við stefnum að því að
hún muni koma út næsta vor. Við
erum búin að fá til liðs við okkur
ótrúlega flott fólk til þess að gera
þessa plötu að veruleika. Alison
MacNeil ætlar til dæmis að sjá um
að taka upp hluta af plötunni með
okkur, en hún er náttúrlega algjör
goðsögn. Svo erum við bara að
huga að alls konar öðrum prakt-
ískum hlutum sem tengjast útgáf-
unni og myndbandagerð er líka
hluti af því. Við erum annars að
fara að spila á tónleikum í kring-
um Hinsegin daga sem samtökin
Black&Pink Iceland eru að skipu-
leggja. Og svo erum við að spila á
Iceland Airwaves í nóvember.“
Litadýrð Vinstra megin má sjá stillu úr litríku myndbandinu sem tekið var í Mexíkóborg. Hægra megin má sjá leikstjórann Adriönu Berroterán og leikkonuna Folasade Adeoso við tökur.
Ljósmynd/Berglind Erna Tryggvadóttir
Dúett Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender eru BSÍ.
Óræð tímabil í óræðum heimi
Myndband við lag BSÍ, „Manama“, var tekið upp í Mexíkóborg Söguhetjan ráfar um tómar göt-
ur og auðar byggingar borgarinnar Tónlist dúettsins hefur verið lýst sem „lo-fi“ krúttpopppönki
Ljósmyndir/Pablo Cobo
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum