Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ekki er nema vika síðan ríkjaleið-
togar Evrópusambandsins (ESB)
komust eftir langar vökur að sam-
komulagi um 750 milljarða evra
björgunarsjóð, sem ætlað er að
koma efnahagslífinu á kjöl eftir
kreppu heimsfaraldursins. Deilt var
um hlutfall lána og styrkja af þeirri
upphæð, þar sem ríki í norðanverðri
álfunni vildu gæta aðhalds, en ríki í
henni sunnanverðri ætluðust til
meira örlætis.
Þegar helstu leiðtogar ESB stigu
rauðeygðir út úr bakherbergjunum
í Brussel kepptust þeir við að lýsa
samkomulaginu sem „sögulegu“, að
það bæri vott um aukna samheldni
og styrk, enn eitt dæmið um sigur
Evrópusamrunans.
Sumir töldu samkomulagið um
björgunarsjóðinn jafnvel vera vísi
að ríkisfjármálabandalagi innan
ESB, sem fæli í sér eðlisbreytingu á
sambandinu, þótt slíkar hugmyndir
séu eitur í margra beinum.
Ógnvænlegar upphæðir
en ekki upp í nös á ketti
Ekki er þó allt sem sýnist. Fjár-
munirnir í björgunarsjóðnum eru að
sönnu gríðarlegir, en 750 milljarðar
evra eru jafnvirði nánast 120.000
milljarða króna ef það segir lesand-
anum eitthvað. (Til samanburðar
má nefna að útgjöld síðustu fjárlaga
á Íslandi voru um 1.000 milljarðar.)
En þá má ekki gleyma hinu að þessi
fjárhæð er aðeins um 5% af saman-
lagðri landsframleiðslu ESB-
ríkjanna og að hún kemur til af-
greiðslu á þremur árum hið
minnsta.
Það er því vafamál að hún komi
alls staðar að gagni eða í tæka tíð og
svo má ekki gleyma hinu að fyrir
heimsfaraldurinn voru mörg ríki
ESB í hreinum efnahagslegum
ógöngum, enn óleystum.
Fjármálaráðherra Ítalíu hefur
þannig minnt á að þar sé fjárlaga-
hallinn 12% af vergri landsfram-
leiðslu, landsframleiðslan sjálf hafi
minnkað um á að giska 10% í ár, að í
haust séu fram undan 120 milljarða
evra gjalddagar ríkisskuldabréfa og
að fjármögnunarþörf ríkisins á
árinu öllu sé í kringum 500 milljarða
evra. 87 milljarða evra neyðar-
aðstoð á næstu þremur árum mun
engu breyta um þann vanda.
Djúpstæður ágreiningur
upp á yfirborðið
Allt tal um eindrægni og sam-
heldni ríkja ESB hnikar engu um
það og Ítalía er ekki eina ESB-ríkið
með illviðráðanlegan efnahags-
vanda. En svo er einnig rétt að taka
tali um sigur Evrópuhugsjón-
arinnar með fyrirvara. Öllum var
ljóst meðan á fundunum stóð að þar
mættust stálin stinn, en enginn leið-
togafundur ESB hefur einkennst af
öðrum eins ágreiningi og illindum.
Er þó ekki lengur hægt að kenna
Bretum um, eins og vaninn hefur
verið!
Það segir sína sögu að Macron
Frakklandsforseti hótaði að ganga
af fundi og sakaði Mark Rutte, for-
sætisráðherra Hollands, um að hafa
tekið við hlutverki Davids Cam-
erons, fv. forsætisráðherra Breta, á
vettvangi ESB. Engum duldist að í
þeim orðum fólst viðvörun ekki síð-
ur en móðgun, en Rutte hafði unnið
sér aðhaldssemi til óhelgi.
Í orðum Macrons fólst þó e.t.v.
meira sannleikskorn en margir átt-
uðu sig á. Þrátt fyrir að allra augu
hafi beinst að Bretum og úrgöngu
þeirra úr ESB (Brexit), þá er það
ekki svo að efasemdir um Evrópu-
sambandið hafi verið bundnar við
þá eina. En meðan Bretar voru þar
innan dyra, ybbandi gogg, þá gátu
aðrir haldið sig til hlés. Nú er stað-
an breytt og því hafa þær ríkis-
stjórnir, sem eru móthverfar aukn-
um Evrópusamruna, nú þurft að
stíga fram úr skuggunum. Það er
ástæða hinna miklu deilna í Brussel
á dögunum og það er hætt við því að
þær verði djúpstæðari er fram í
sækir.
Ástæðan er einföld; hér er gríðar-
mikið í húfi, bæði pólitískt og í pen-
ingum mælt. Samrunasinnar hrós-
uðu sigri í Brussel, en til þess að
það hafi einhverja þýðingu þurfa
þeir að finna margfalt meiri peninga
til að styrkja veikburðari ríki ESB
með beinum hætti. Jafnvel í ríkustu
löndum sambandsins eru fjármunir
af skornari skammti nú en áður og
pólitískt kapítal til slíks örlætis
sennilega enn minna.
Hriktir í stoðum ESB
Þá mun reyna mjög á helstu stoð-
ir ESB. Sem fyrr segir er vandi
Ítala ærinn, en nefna má að nú er
landsframleiðslan þar 3% minni en
við upptöku evrunnar fyrir 21 ári.
Ítölum er nauðugur einn kostur að
leita enn á náðir aðhaldssamari og
auðugri ríkja ESB áður en langt um
líður, en þeim mun vera einkar
óljúft að verða við því að bjarga enn
einu sinni veiku hagkerfi, sem getur
ekki þrifist innan evrusvæðisins.
Hinar hatrömmu deilur og jafnvel
óvild, sem braust fram á leiðtoga-
fundinum, eru ekki góðs viti um
framhaldið. Allra síst þegar til þess
er litið að milljarðarnir 750 eru
skiptimynt hjá því sem þarf til þess
að koma á stöðugleika á evrusvæð-
inu og gera upp skuldirnar, sem þar
eru enn að hrannast upp.
Takist ekki eining um það kann
eina lausnin að vera sú að evru-
svæðið liðist í sundur. Ekki endilega
með að Ítalir hrökklist út úr því, því
hin óleysanlega innri togstreita
þess yrði úr sögunni ef Þýskaland,
Holland og Norðurlönd hyrfu á
braut, þá sennilega í nýtt mynt-
samstarf. Hvernig ESB reiddi af við
slíkan skilnað er svo önnur saga.
Björgunarsjóðurinn dugar ekki
Samkomulagið sögulega sem náðist eftir fjögurra sólarhringa fund afhjúpar bresti í Evrópusam-
bandinu Ítalir á bjargbrún öngþveitis í ríkisfjármálum Djúpstæður ágreiningur á leiðtogafundi
Bresku ferðaskrifstofurnar TUI og
Jet2 aflýstu í gær skipulögðum ferð-
um til meginlands Spánar í kjölfar
þess að bresk stjórnvöld boðuðu að
ferðamenn sem kæmu heim frá
Spáni yrðu að fara í sóttkví í hálfan
mánuð. Kórónuveirutilfellum hefur
fjölgað á ný á Spáni, einkum í Kata-
lóníu, og því gripu bresk stjórnvöld
til þessara ráðstafana.
Jet2 tilkynnti að ferðum til Al-
meria, Alicante, Malaga og Murcia á
Spáni og til Faro í Portúgal hefði
verið aflýst til 16. ágúst. TUI til-
kynnti að áfram yrðu skipulagðar
ferðir til Mallorca, Ibisa og Kanarí-
eyja en í gær bættu bresk stjórnvöld
þessum stöðum á lista yfir þá staði,
sem Bretum er ráðlagt að sniðganga
eigi þeir ekki nauðsynleg erindi
þangað.
Smitum fjölgar mikið
Alls greindust 1.738 með kórónu-
veirusmit á Spáni í gær, nærri tvö-
falt fleiri en að jafnaði á dag í síðustu
viku. Héraðsstjórnin í Katalóníu hef-
ur hvatt íbúa í Barcelona til að halda
sig heimavið. Þá hefur kvikmynda-
húsum, leikhúsum og næturklúbbum
verið lokað og fjöldatakmarkanir
verið settar að nýju.
AFP
Ferðamenn Starfsmenn TUI-ferðaskrifstofunnar veita breskum ferða-
mönnum upplýsingar á flugvellinum í Palma á Mallorca í gær.
Bresk fyrirtæki af-
lýsa Spánarferðum
Farþegar frá Spáni þurfa í sóttkví
Ríkjaleiðtogar Evrópusam-
bandsins (ESB) komust fyrir
viku að „sögulegu“ samkomu-
lagi um myndun og ráðstöfun
björgunarsjóðs sem ætlað er að
koma efnahagslífinu í gang eftir
efnahagskreppuna af völdum
heimsfaraldursins.
Greiðslur úr sjóðnum verða
tvískiptar, annnars vegar verða
360 milljarðar evra veittir ríkj-
um að láni, en 390 milljarðar í
styrki. Sú skipting er nokkur
málamiðlun frá upphaflegum
tillögum framkvæmdastjórnar
ESB í Brussel, en þar var gert
ráð fyrir að 500 milljarðar evra
yrðu veittar í styrki en 250
milljarðar að láni.
Björgunar-
sjóðurinn
ESB
AFP
Vangaveltur Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel
Þýskalandskanslari bera saman bækur sínar á leiðtogafundinum í Brussel í liðinni viku. Þær stemma ekki.