Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 10
Ljósmynd/Seltjarnarnesbær
Kisuklappir Bollasteinninn hefur notið mikilla vinsælda síðan hann var settur upp 2005. Ekki spillir umhverfið.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Búið er að fylla útilistaverk Ólafar
Nordal, Bollastein á Seltjarnarnesi,
af heitu vatni á ný og opna fyrir
gesti að njóta eftir fyrsta áfanga
endurbóta í fjörunni.
Haldið verður áfram með
endurbætur á svæðinu í haust „en
nú má svo sannarlega upplifa og
njóta þess að dýfa tánum í vatnið og
njóta þessarar fallegu náttúruperlu
sem fjaran og Kisuklappir eru“,
segir í frétt á heimasíðu Seltjarnar-
ness.
Í byrjun árs 2020 hóf Vega-
gerðin nauðsynlega vinnu við að
endurbæta sjóvarnargarða við norð-
urströnd Seltjarnarness austan
megin við Kisuklappir, þar sem smá
skörð voru komin í varnargarðinn. Í
framhaldi var fenginn verktaki til
að styrkja grjótgarð uppfyllingar-
innar og svæðið vestan megin við
Kisuklappir. Við nánari skoðun var
það mat manna að sú styrking sem
gerð var í vetur hefði gengið of
langt og ekki framkvæmd með tilliti
til náttúruminjanna og þess að
halda óbreyttri ásýnd fjörunnar.
Ráðist var í endurbætur í fram-
haldi af athugasemdum Ólafar Nor-
dal um að umhverfið í kringum
Kisuklappir væri stórkostlega
breytt og listaverkið ekki lengur
eins og það ætti að sér að vera.
Þangað hefði borist gríðarlegt magn
af umfram grjóti og möl sem breytti
til mikilla muna aðstæðum og ásýnd
þessara náttúruminja og listaverks.
„Ástæðan er sú að umtalsvert
tjón varð á grjótvörninni vegna
ágangs sjávar, mikils háflæðis og
ítrekaðra ofsaveðra síðastliðna vet-
ur sem hafa grafið undan og skolað
upp á land miklum efniviði úr upp-
fyllingunni sem gerð var vegna til-
raunaborholu hitaveitunnar. Svo
mikið gekk á að uppfyllingin hrein-
lega fór af stað og tók úr henni
grjót og möl sem og brustu sjó-
varnargarðar á nokkrum stöðum við
norðurströndina,“ segir á vef Sel-
tjarnarneskaupstaðar.
Hægt er að dýfa tánum
í Bollastein á nýjan leik
Útilistaverk á Kisuklöppum á Seltjarnarnesi skemmdist við framkvæmdir
Fyrir hrein eyru Er augnþurrkur að hrjá þig?Ertu með viðkvæm augu?
Einföld og áhrifarík leið til að
mýkja og fjarlægja eyrnamerg á
náttúrulegan háttmeð ólífuolíu
Nýstárleg gervitár
sem úðað er beint
á augnlokin.
Afar einfalt
í notkun.
fæst í öllum helstu apótekum
fæst í öllum helstu apótekum
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Björgunarsveit Landsbjargar í
Hveragerði var kölluð út í hádeg-
inu í gær vegna göngukonu í
Reykjadal í Ölfusi. Konan var á
göngu á svæðinu þegar hún hrasaði
illa og fótbrotnaði.
Björgunarsveitarfólk, ásamt
sjúkraflutningamönnum, fór á vett-
vang á sexhjólum. Búið var um kon-
una þannig að hægt væri að flytja
hana um þrjá kílómetra niður að
bílastæði þar sem sjúkrabíll beið.
Var konan komin inn í sjúkrabíl
einum og hálfum tíma eftir að út-
kall barst og var flutt til frekari að-
hlynningar á sjúkrahús, segir í til-
kynningu Landsbjargar.
Ljósmynd/Landsbjörg
Útkall Hlúð að konunni í Reykjadal.
Fótbrotnaði á
göngu í Reykjadal
Lokið er 17 daga leiðangri á rann-
sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.
Aðalmarkmiðið var að skoða út-
breiðslu og magn rækju í úthafinu
og við Eldey. Alls voru teknar 97
stöðvar í stofnmælingunni. Gögnin
verða notuð til að meta stofnstærð
rækjustofna á þessum svæðum.
Í leiðangrinum voru einnig
merktir tæplega 600 þorskar fyrir
austan Ísland og er því búið að
merkja tæplega 3.000 þorska í ár.
Bjarni hefur lokið
17 daga leiðangri