Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Útivistarskór SMÁRALIND www.skornir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 24.995 Stærðir 36-47 Netverslun www.skornir.is Le Florians High Kári Stefánsson, sem veit flest-um mönnum meira um kór- ónuveiruna, sagði í samtali við mbl.is í gær að veiran væri stöðugt að stökkbreytast og að til yrðu ákveðin afbrigði veirunnar á til- teknum land- svæðum. Af þessum ástæðum hefði verið hægt að sýna fram á „að á meðan sótt- varnayfirvöld voru að beina sjónum sín- um að einstaklingum sem komu frá Ítalíu og Austurríki í upphafi far- aldursins var veiran að smokrast inn í landið frá öðrum löndum, eins og til dæmis Bretlandi“.    Þetta er athyglisvert og stað-festir það sem margir ótt- uðust, að í upphafi hefði átt að hafa meiri viðbúnað gagnvart fleiri svæðum.    En þá var þekkingin minni en núog þetta sýnir í öllu falli að nú er full ástæða til að hafa varann á og aflétta ferðahömlum gætilega og viðhafa öflugt eftirlit skimana. Kári bendir á að við séum „á hættu- legu augnabliki“ en telur um leið að við getum náð stjórn á ástand- inu.    Þá nefnir hann að menn verði aðhafa greiðan aðgang að próf- unum. „Það má ekki vera þessi tregða sem búin er að vera í kerf- inu,“ bætir hann við.    Vitaskuld á ekki að vera tregða íkerfinu. Viðbrögðin verða að vera hröð og fumlaus. Ríkisspítal- anum tókst sem betur fer, þrátt fyrir miklar efasemdir í upphafi, að taka við skimununum þegar Íslensk erfðagreining vildi snúa sér að dag- legum störfum. Þá kom þó fram að undirbúningi hafði verið ábótavant, sem er vitaskuld ekki í lagi. Kári Stefánsson Á hættulegu augnabliki STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rafleiðni í Múlakvísl hefur aukist undanfarna daga og er það til marks um að meira jarðhitavatn streymi fram undan jöklinum og í ána, segir Veðurstofa Íslands. Brennisteinslykt finnst við ána og gasmælar við Láguhvola hafa sýnt vaxandi gasútstreymi. Ferðamenn eru beðnir að sýna aðgát nærri upp- tökum árinnar, þar sem styrkur jarð- hitagass getur farið yfir heilsumörk. Tveir jarðskjálfar urðu nyrst í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í gær- morgun, annar 3,4 stig og hinn 2,8. Fundust skjálftarnir á Fimmvörðu- hálsi og Hvolsvelli. Segir Veðurstofan að um sé að ræða árstíðabundna skjálftavirkni sem sé líklega afleiðing þess að meira bræðsluvatn sé til stað- ar og jökulfargið minna en venjulega. Kristín Jónsdóttir, náttúruvár- sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við mbl.is að síðasta ár hefði verið óvenju rólegt í Mýrdalsjökli. Þá væri mjög algengt að virknin ykist á sumrin og haustin. Vötn eru innlyksa í jöklinum og þau stækka og minnka á víxl. Stundum hleypur úr þessum kötlum og með því þarf Veðurstofan að fylgjast. Í fyrra var talið líklegt að hlaup myndi koma úr ákveðnum katli og var settur upp búnaður til að fylgjast með honum. Ekkert gerðist í katl- inum en þess í stað hljóp úr öðrum katli við hliðina. Rafleiðni fer vaxandi í Múlakvísl  Tveir jarðskjálftar, 3,4 og 2,8 stig, urðu nyrst í Kötluöskjunni í gærmorgun Morgunblaðið/RAX Mýrdalsjökull Vel er fylgst með jöklinum. Hagnaður Byko ehf. jókst um ríflega 82 milljónir króna milli ára. Nam hagnaður ársins í fyrra rétt um 967 milljónum króna samanborið við 885 milljónir króna árið 2018. Þetta kem- ur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2019, sem birtur var í gær. Salan í fyrra jókst lítillega frá árinu áður og hljóp á rétt tæplega 20 milljörðum króna. Árið áður hafði vörusalan verið rétt um 19,2 millj- arðar króna. Þá jókst kostnaðarverð seldra vara og laun sömuleiðis lítil- lega milli ára. Alls námu eignir Byko í árslok tæplega sex milljörðum króna. Það er smávægileg lækkun frá árinu 2018. Þá var eigið fé fyrirtækisins nær 2,4 milljarðar króna. Eiginfjár- hlutfall fyrirtækisins undir lok árs 2019 var 39,4%, en til samanburðar var sama hlutfall árið áður 34,9%. Ljóst er að heimsfaraldur kórónu- veiru mun hafa talsverð áhrif á rekstur fyrirtækja á árinu 2020. Er Byko þar engin undantekning, en að því er segir í ársreikningi félagsins ríkir nú mikil óvissa um efnahagsleg áhrif vegna faraldursins. Mat stjórn- enda Byko er að ekki sé hægt að leggja mat á áhrif þessa á fyrirtækið. Þó hefur ýmislegt verið gert til að koma í veg fyrir hugsanlegt tjón, en færra sumarstarfsfólk var ráðið auk þess sem óskað var eftir gjaldfrestun frá lánardrottnum. Þá var sömuleið- is gripið til kostnaðarlækkandi að- gerða og fjárfestingum frestað eins og kostur er á meðan óvissan er til staðar. BYKO var stofnað árið 1962 og hefur þjónustað bæði einstaklinga og fagaðila í byggingariðnaði. BYKO rekur byggingarvöruverslanir, leigumarkað og vöruhús í Kópavogi, Reykjavík, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Hagnaður Byko nær milljarður  Óvissa í rekstrinum vegna faraldurs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forstjóri Sigurður Pálsson forstjóri Byko með verslun í bakgrunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.