Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
LEIKFÖNG
fyrir allan aldur
KERTI
úr hreinu bývaxi
bambus.is
Ný og
endurbætt
netverslun
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Þetta var rosalega skemmtilegt en
við skulum ekki gera þetta aftur,“
segir Magni Ásgeirsson, tónlist-
armaður og annar Bræðslustjóra,
um Bræluna sem kom í stað tón-
leikahátíðarinnar Bræðslunnar á
Borgarfirði eystri um síðastliðna
helgi.
Sú síðarnefnda var blásin af vegna
faraldurs kórónuveiru en í stað henn-
ar fór tónleikaröðin Brælan fram.
Tónleikar hafa lengi vel verið haldnir
á fimmtudags- og föstudagskvöldum
fyrir Bræðslu en í ár bættu „frænd-
ur“ Magna hjá Já sæll ehf., sem reka
félagsheimilið Fjarðarborg á sumrin,
við tónleikum á laugardagskvöldinu.
Þeir komu í stað Bræðslu.
Hittast bara á Bræðslu
Hátíðin var vissulega smærri í
sniðum en venjuleg Bræðsla en
Brælan gerði það að verkum að fólk
sem jafnan hittist árlega á Bræðsl-
unni fékk tækifæri til að koma saman
og gleðjast.
„Fólk gat hitt vini sína því það er
raunverulega til fólk sem hittist einu
sinni á ári á Bræðslunni. Þessir
fastakúnnar okkar eru orðnir mjög
fallegt og fjölbreytt plan,“ segir
Magni en í hópi fastagesta er fólk
hvaðanæva og úr öllum samfélags-
hópum.
„Það eina sem við klikkuðum á var
að við kölluðum tónleikaröðina Bræl-
una sem okkur fannst mjög fyndið en
það var eiginlega algjör skítabræla
alla helgina – þoka og súld – þannig
að þetta stóð algjörlega undir nafni,“
segir Magni. Sólin var þó aftur kom-
in á Borgarfjörð eystri þegar blaða-
maður náði tali af Magna í gærmorg-
un.
Bræðslan verður væntanlega hald-
in að ári, að sögn Magna, en Brælan
var prýðileg lausn á erfiðu ástandi
tónleikahaldara vegna veirunnar.
„Lífið finnur sinn farveg, það verð-
ur að gera eitthvað,“ segir Magni
glaðbeittur.
Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Helgason
Tónlist Tónleikaröðin stóð undir nafni en veðrið var leiðinlegt á Borgarfirði
um síðustu helgi. Það setti þó ekki svip sinn á tónleikana í Fjarðarborg.
Brælan varð til
vegna veirunnar
Veitingastaðir Icelandic Street Food,
sem áður voru til húsa í Lækjargötu
og á Laugavegi, færast nú undir
sama þak. Verður starfsemin fram-
vegis í rými Icelandic Deli sem er í
Lækjargötu. Þetta staðfestir Unnar
Helgi Daníelsson, eigandi staðanna.
Hann hefur undanfarin ár rekið
Icelandic Street Food og Icelandic
Deli, en staðirnir hafa notið mikilla
vinsælda meðal erlendra ferða-
manna. Þar stendur ferðamönnum til
boða að bragða hefðbundinn íslensk-
an mat en um tíma sat Icelandic
Street Food á toppi vinsældalista
vefsíðunnar TripAdvisor.
Ljóst er að heimsfaraldur kórónu-
veiru hefur haft slæm áhrif á rekstur
fjölda fyrirtækja og eru Icelandic
Deli og Icelandic Street Food þar
engin undantekning. Að sögn Unnars
voru ferðamenn langstærstur hluti
viðskiptavina Icelandic Street Food.
„Starfsemin byggist á ferðamönnum
og þegar þeir fóru þá auðvitað var
engin umferð,“ segir Unnar, sem
ákvað að bregðast strax við. Í stað
Icelandic Street Food í Lækjargötu
er nú kominn veitingastaðurinn Pizza
Amigo. Þá mun nýr rekstraraðili
taka við húsnæðinu á Laugavegi.
Segir Unnar að húsnæði Icelandic
Deli bjóði upp á meiri möguleika fyr-
ir fyrirtækið. Húsnæðið sé umtals-
vert stærra og þannig verði hægt að
færa alla starfsemina undir sama
þak.
„Við verðum með bakarí og hádeg-
ismat auk bars. Þarna ætlum við að
reyna að sameina þetta allt. Þetta er
stærra hús og því hægt að vera með
meira þar,“ segir Unnar.
Icelandic Street Food-staðirnir
nutu mikilla vinsælda meðal ferða-
manna áður en faraldurinn skall á.
Spurður hvort viðbúið sé að stöðun-
um fjölgi að nýju þegar faraldurinn
tekur að lægja kveður Unnar nei við.
„Við höfum aðeins verið að sjá um-
ferðina aukast eftir að landamærin
voru opnuð. Vonandi verður fram-
hald á því, en nú snýst þetta um að
halda dampi miklu frekar en að
hugsa um að stækka.“
aronthordur@mbl.is
Færa alla staðina
undir sama þak
Pizza Amigo kemur í stað Icelandic Street Food
Rekstur Veitingastaðurinn Icelandic Street Food var áður til húsa í Lækj-
argötu 8. Þar hefur pítsustaðurinn Pizza Amigo nú hafið starfsemi.