Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 ✝ Andrés Indr-iðason dag- skrárgerðarmaður og rithöfundur fæddist 7. ágúst 1941 í Reykjavík. Hann lést 10. júlí 2020. Foreldrar hans voru Jóna Krist- ófersdóttir, f. 17. apríl 1919, d. 18. apríl 1985, og Indr- iði Jóhannsson lögregluþjónn, f. 9. febrúar 1917, d. 8. júní 1976. Bróðir Andrésar er Gunnar Þór. Eiginkona hans er Elín Sjöfn Sverrisdóttir. Eiginkona Andrésar er Val- gerður Ingimarsdóttir kennari, f. 18. mars 1949. Þau gengu í hjónaband 28. mars 1970. For- eldrar eiginkonu eru Ester Eyj- ólfsdóttir, f. 17. maí 1925, d. 5. september 2014, og Ingimar G. Jónsson prentari, f. 14. mars 1925. Börn Andrésar og Valgerðar eru Ester, f. 24. janúar 1973, og Ásta, f. 4. janúar 1976. Eig- inmaður Ástu er Örn Úlfar Sæv- arsson, f. 28. febrúar 1973. Börn þeirra eru Vala Melkorka, f. 3. september 2012, og tvíburarnir Laufey Matthildur og Högni Dagfinnur, f. 24. janúar 2016. Andrés starfaði sem blaða- laun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979. Önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í sam- keppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa ver- ið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa verið flutt alls staðar á Norð- urlöndunum og í Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofn- unar, skrifaði handrit og leik- stýrði, og eru myndirnar not- aðar sem kennsluefni, hérlendis og erlendis. Andrés skapaði hinar ástsælu brúðupersónur Glám og Skrám sem birtust í leikþáttum í Stund- inni okkar. Einnig samdi hann sögu- og söngtextana á hljóm- plötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni 1979. Andrés skrifaði og leikstýrði fjölskyldumyndinni Veiðiferð- inni sem frumsýnd var árið 1980 og er enn í dag ein mest sótta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis. Útförin fer fram frá Nes- kirkju í dag, 28. júlí 2020, klukkan 13. maður, kennari, dagskrárgerð- armaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann þýddi einnig fjölda bóka og þætti fyrir Sjónvarpið. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og stundaði enskunám við Háskóla Íslands 1963-64. Hann nam kvikmyndagerð og dag- skrárgerð fyrir sjónvarp í Árós- um og Kaupmannahöfn 1965 og 1966. Hann vann sem dag- skrárgerðarmaður hjá Sjón- varpinu frá stofnun þess árin 1966-85. Frá 1985 starfaði hann sem rithöfundur, og vann sam- hliða sjálfstætt að dagskrárgerð í Sjónvarpinu. Einnig vann hann að kvikmyndagerð sem leik- stjóri og handritshöfundur. Hann var m.a. upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu betur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverð- launin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leik- svið, t.d. Þjóðleikhúsið og Kópa- vogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verð- Andrés Indriðason hélt afrek- um sínum ekki mikið á lofti. Til þess voru þau líklega bara of mörg. Sem einn fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins átti Andrés stóran þátt í að móta þann miðil og er nafn hans eflaust að finna í lok fleiri kreditlista en nokkurs ann- ars, en hann gerði t.d. fyrsta Ára- mótaskaupið og Glám og Skrám auk þess að stýra Gettu betur í seinni tíð. Sem frumkvöðull í ís- lenskri kvikmyndagerð seldi hann 80 þúsund miða á Veiðiferð- ina sem var gerð nánast á eld- móðnum einum saman á köldu sumri á Þingvöllum. Sem met- söluhöfundur barna- og unglinga- bóka sem sóttu styrk sinn í æv- intýri hversdagsins, þar sem stóru spurningarnar lúrðu undir liprum textanum. Ég gæti haldið lengi áfram en annað samferða- fólk er betur til þess fallið að rekja hvernig Andrés Indriðason færði landsmönnum nýjan fjöl- miðil, kvikmyndunum nýtt vor og bókmenntunum nýja lesendur. Ég minnist hans hér sem hjálp- fúss tengdaföður, lipurs sam- starfsmanns og hlýlegs afa barnanna minna. Þau Andrés og Valgerður tóku mér vel þegar við Ásta byrjuðum að rugla saman reytum árið 2003. Alltaf var Andrés boðinn og bú- inn ef hjálpar var þörf, hvort sem þurfti að bera steypumulning milli hæða, sækja og skutla eða heilsa upp á Hróa kött þegar við eigendur hans lögðumst í ferða- lög. Og þegar kom að brúðkaups- veislu okkar Ástu hefur honum mögulega fundist hefðbundin ræða föður brúðarinnar draga of mikla athygli að sjálfum sér. Því samdi hann snjallan brag okkur til heiðurs, dreifði textanum um salinn og sameinaði gesti í glað- værum söng sem sló tóninn fyrir skemmtilega veislu. Það var nefnilega alltaf stutt í húmorinn þótt Andrés væri hæg- látur. Svo hæglátur raunar að eina skiptið sem ég sá hann hissa var þegar ég eldaði fyrir þau hjónin í fyrsta skipti og bauðst til að fylla á sósuskálina. Undrunar- svipurinn sem fylgdi með spurn- ingunni: „Er til meiri sósa?“ er mesta hrós sem ég hef fengið fyr- ir matreiðslu. Reyndar rann blóðið líka hrað- ar þegar Lundúnaliðið Chelsea var annars vegar en það kom mér skemmtilega á óvart hversu mik- inn áhuga hann hafði á ensku knattspyrnunni. Við áttum marg- ar góðar stundir yfir leikjum auk þess að skiptast á léttum skotum yfir gengi rauðra og blárra frá degi til dags. Þegar ég varð spurningahöf- undur og dómari Gettu betur fékk ég svo loks tækifæri til að kynnast líka þeirri fagmennsku sem samstarfsfólk hans hjá Sjón- varpinu nefnir alltaf þegar Andr- és ber á góma. Hann stýrði öllu af ljúfmennsku og reyndist drjúgur spurningahöfundur sjálfur þegar hann lagði mér lið við óvæntan líf- róður þegar harður diskur, hlað- inn spurningum, sprakk á limm- inu skömmu fyrir upphaf keppninnar 2011. Andrés var þó umfram allt ást- ríkur fjölskyldufaðir og var mér ljúft að fylgjast með honum í hlut- verki stolta afans sem tefldi við Völu og las fyrir Högna og Lauf- eyju. Þau búa að dýrmætum minningum og munu njóta verka þessa hógværa höfundar og heið- ursmanns. Eða eins og Glámur og Skrámur orðuðu það: „Það er ekki svo mikilvægt sem út að öðrum snýr, því öllu máli skiptir það sem innra með þér býr.“ Örn Úlfar Sævarsson. Við sem komumst á tánings- aldur snemma á sjöunda áratug liðinnar aldar þekktum öll nafnið Andrés Indriðason. Hann hafði látið skjóta sér í eldflaug til tunglsins í Þjóðleikhúsinu, sem kallaði fram andköf og jafnvel grát, sem svo létti þegar hann spratt aftur lifandi fram. Sem blaðamaður á Morgunblaðinu fylgdist hann síðar með geimför- um frá Bandaríkjunum sem voru að þjálfa sig í náttúru Íslands fyr- ir fyrstu ferðina til tunglsins. Andrés hafði líka stýrt tónlist- arþáttum fyrir ungt fólk sem þá voru svo fátíðir í útvarpinu að öll sátum við með eyrun límd við út- varpstækið og tilbúin að taka upp á misgóð segulbönd ef nýtt lag var spilað. Eftir að sjónvarpið kom til sögunnar vissum við að Andrés réð miklu um og tók upp nánast allt íslenskt efni sem sýnt var og sérstaklega ætlað ungu kynslóðinni. Það var því mikill spenningur hjá Jóni og systkinum hans þegar elsta systirin Gerður kynnti Andrés fyrir fjölskyldunni sem verðandi eiginmann á árinu 1968. Strax við fyrstu kynni kom í ljós að Andrés var hæglátur, hógvær, hlýr, hjálpsamur, með góða nær- veru og húmor og átti auðvelt með að tala við unga sem aldna. Andrés var fagurkeri bæði á ís- lenskt mál og list. Á þessum árum urðu miklar breytingar. Unga kynslóðin, sem síðar var kölluð „’68-kynslóðin“, tók sér stærra pláss í þjóðfélag- inu og þjóðfélagsumræðunni. Andrés átti stóran þátt í því að skapa rými fyrir þetta og gerði t.d. þáttaröð fyrir Sjónvarpið um skólana þar sem tekinn var fjöldi viðtala við nemendur, meðal ann- ars um hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að gera á skóla- haldinu. Þegar Kristín kom inn í fjöl- skylduna fjölgaði samverustund- unum með Andrési og Gerði. Saman fórum við í Höllina að sjá handboltaleiki, í ferðalög o.s.frv. Sérstaklega er minnisstætt ferðalag sem þau buðu okkur í um Snæfellsnes þar sem við skoðuð- um bæði náttúru- og menningar- staði. Andrés var þá að undirbúa sjónvarpsþátt og búinn að kynna sér svæðið af kostgæfni og miðl- aði þeirri þekkingu til okkar. Eftir að dæturnar, Ester og Ásta, fæddust urðu þær og eldri börnin okkar, Nína og Ingimar Trausti, góðir leikfélagar og hitt- umst við öll nánast á hverjum sunnudegi í 40 ár hjá „ömmu og afa í Valló“. Þar nutu krakkarnir þess að leika sér, meðal annars að semja og leika leikrit, meðan eldri kynslóðin innbyrti kaffi og tertur. Þar átti Andrés sína uppáhalds- tertu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Andrési og þökkum fyrir margar, góðar og fjölbreyttar samveru- stundir með honum og fjölskyld- unni. Gerði, Ester, Ástu og fjöl- skyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Megi góðar minningar um góðan mann veita ykkur styrk í sorginni. Jón og Kristín. Ég man hvað ég var stolt sem barn af því að eiga svona flottan og skapandi frænda, eins og hann Andrés Indriðason. Og samt var hann ekki frændi minn í eiginleg- um skilningi þess orðs, heldur maður Gerðar frænku minnar. Eiginmaður systur hans pabba. Andrés var einn af föstum punktum æsku minnar. Á hverj- um sunnudegi hittumst við fjöl- skyldan öll í Valló hjá ömmu og afa, þar sem amma hristi fram úr erminni þvílíkar veitingar sem hún bar brosandi á svignandi borðið og sagði: „Elskurnar mín- ar, ég hef ekkert fyrir þessu.“ Þá kímdi Andrés og brosti góðlát- lega til tengdamóður sinnar. Í byrjun komumst við öll við borðstofuborðið í Valló, en hóp- urinn fór ört stækkandi. Fyrst barnabarnanna, sem urðu ellefu talsins, var Ester Andrésdóttir, svo kom ég, Ásta Andrésdóttir, þá Ingimar bróðir minn og á milli okkar fjögurra myndaðist góð vinátta. Andrés var einstaklega ljúfur og góður við okkur og mest spennandi fannst mér að fá að heimsækja þau í Kambasel og leika uppi í risi. Sú minning um Andrés sem kemur þó fyrst upp í hugann er ferðalagið okkar sam- an í Munaðarnes. Þetta var lík- lega sumarið 1983 og við sungum Fatlafól þeirra Bubba og Megas- ar frá morgni til kvölds, alla helgina. Andrés spilaði þolinmóð- ur undir á gítar fyrir okkur. Ég man spenninginn að fá að handleika nýútkomnar bækur Andrésar yfir kökunum í Valló, áður en þær komu í búðir, og að fá að lesa þær áður en nokkur fékk þær í jólapakkann. Eða þegar við vorum svo heppin frændsystkinin að mega koma og fá að vera í sjónvarpssal þegar Jólastundin var tekin upp. Einnig var gaman að fylgjast með Andrési í eldlín- unni við upptökur á Gettu betur, þegar maður sat sjálfur á stuðn- ingsmannabekknum og hvatti sinn skóla áfram. Þá var einnig aldrei að vita á áramótunum þeg- ar við horfðum öll á Skaupið sam- an, eins og við gerðum á hverju ári, hvaða brandarar komu úr smiðju hans. Andrés var einstak- lega hógvær og vakti aldrei at- hygli á því hvað hann hefði skap- að eða væri að gera. Umfram allt var Andrés ein- staklega hlýr og ljúfur, rólegur og hafði alltaf tíma til að spjalla, með sinn góða og hlýja húmor. Stórt skarð er höggvið í okkar fjöl- skyldu og er missir Gerðar, Est- erar, Ástu, Arnar Úlfars, Völu, Laufeyjar og Högna mikill. Sam- rýndari hjón og fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér. Blessuð sé minning Andrésar Indriðasonar. Nína Björk. Það er árið 1957. Tveir ung- lingar eru að bogra við stein í hús- grunni í byggingarvinnu við Bol- holt í Reykjavík. Annar þeirra heitir Andrés Indriðason. Þessir tveir lífsþyrstu og glöðu drengir eru að hefja lífsgönguna á morgni lífsins við rísandi sól, þar sem sálmur Hallgríms Péturssonar um dauðans óvissa tíma er síst í huga, þegar þeir standa and- spænis hvor öðrum og beygja sig fram til sameiginlegs átaks, en yf- ir þeim gnæfir hár krani. Þegar þeir ná ekki taki á steininum og rétta sig upp slitnar vír sem held- ur kranabómunni svo að hún fell- ur niður á milli þeirra „á snöggu augabragði“. Þarna hefði getað farið þannig að ekki hefði þurft um að binda ef bóman hefði fallið andartaki fyrr. Þetta var eins og að verða fyrir eldingu. Upp frá þessu atviki og kynnum okkar Andrésar við vinnuna við Bolholt ríkti gróin vinátta á milli okkar, sem þarna vorum minntir svo eftirminnilega á fallvaltleika lífs- ins. Þetta var sameiginleg reynsla sem batt okkur æ síðan saman meðan báðir lifðu og þökk- uðu fyrir lífgjöfina og það að fá að vera til. Andrés gerðist kornungur einn af allra fyrstu frumherjun- um í sjónvarpi á Íslandi og eftir það endurnýjaðist vináttan úr Bolholtinu í samstarfi við fjöl- breytilega dagskrárgerð, sem entist hjá okkur í hálfa öld. Andr- és hafði yfirbragð sem var alla tíð alveg einstaklega hlýlegt og ljúft svo að það var unun að vinna með honum, oft í miklu kapphlaupi við tímann, að krefjandi og oft vanda- sömum og illleysanlegum verk- efnum. Er mér sérstaklega í huga þegar þeirri hugdettu minni var hrundið í framkvæmd með allt of skömmum fyrirvara að gera 100 stutta heimildarþætti um 100 merkustu fréttir 20. aldarinnar á Íslandi og sýna tvo í hverri viku að jafnaði í Sjónvarpinu allt árið 2001. Það mæddi sem vænta mátti mikið á Andrési við að út- færa handrit mín að þáttunum með öflun mynda og heimilda við samsetningu og frágang, og undraðist ég bæði þá og æ síðan hvernig hann fór að því og að hann skyldi taka þetta í mál. Að- eins einstök rósemi og æðruleysi hans gerði þetta mögulegt. Við fráfall Andrésar leitar hug- urinn til baka þau 63 ár sem liðu frá því að við stóðum sem ung- lingar frammi fyrir mætti hins slynga sláttumanns, sem kom okkur gersamlega að óvörum, sló sveðju sinni niður á milli okkar og sýndi með því „valdið gilt“ þótt sloppið væri naumlega í það sinn. En ekkert stöðvar tímans þunga nið, og nú hefur vinur minn fallið fyrir ljá sláttumannsins, sem engu eirir. Blessuð sé minning góðs drengs. Höfði er drúpt í þökk, virðingu og samúð til hans nánustu. Ómar Ragnarsson. Lífsbraut vinar míns Andrésar Indriðasonar er prýdd minnis- vörðum sem tryggja verkum hans sess í íslenskri menningar- arfleifð um ókomna tíð. Sjón- varpsþættir, kvikmyndir og bæk- ur. Ungur féll Andrés fyrir töfrum leiklistargyðjunnar og var 12 ára gamall í aðalhlutverki í uppfærslu Þjóðleikhússins á barnaleikritinu Ferðinni til tunglsins, sem naut mikilla vin- sælda. Leiklistarstarfið í Menntaskól- anum í Reykjavík við undirbún- ing Herranætur 1961 leiddi okk- ur Andrés saman. Hann og Tómas Zoëga, síðar fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, komu að máli við mig í frímínútum og spurðu hvort ég vildi starfa með þeim í leikn- efnd og taka að mér hlutverk. Ég var að vísu enginn „þjóðleikari“ eins og Andrés en það var ekki minn stíll að hafna slíku boði. Úr varð skemmtilegt samstarf góðra félaga í MR á sýningum í Iðnó. Sumarið 1963 áttum við Andr- és samtal við dagskrárstjóra Út- varpsins og kynntum tillögu okk- ar um að stjórna dagskrárþætti fyrir ungt fólk fyrst og fremst, þætti af léttara tagi. Slíkt efni var fremur vandfundið í dagskrá Ríkisútvarpsins. Þátturinn Með ungu fólki var á dagskrá í tvo vet- ur. Vinna við hann í hljóðverum stofnunarinnar á Skúlagötu 4 var gagnlegur skóli. Við heimsóttum Vilhjálm Þ. Gíslason útvarps- stjóra til að spyrja hvað liði undir- búningi sjónvarps á Íslandi. Þetta var 1964 og sagði hann allt óvíst um það en vildi skrifa okkur niður ef við hefðum áhuga síðar meir; ritaði nöfnin á miða sem hann setti í skrifborðsskúffu. Við félagarnir stóðum á kross- götum og framtíðin óráðin. Um tíma var unnið að því að komast til náms í sviðslistum og fjölmiðl- un í Pasadena í Kaliforníu. En þau áform voru látin lönd og leið þegar stjórnvöld ákváðu að flýta sem kostur væri stofnun íslensks sjónvarps. Nú var að hrökkva eða stökkva. Við kusum að verða þátttakendur í brautryðjenda- starfinu. Þegar störf frétta- og dagskrárgerðarmanna voru aug- lýst 1965 sóttum við um, þá starf- andi blaðamenn á Morgun- blaðinu, og vorum báðir ráðnir til Sjónvarpsins. Andrés hóf störf síðla árs 1965 og fór til þjálfunar hjá Danmarks Radio í dagskrárgerð fyrir sjón- varp. Síðan vann hann með ný- ráðnum tæknimönnum íslenska sjónvarpsins sem voru einnig við þjálfun þar ytra; æfingaþættir voru m.a. unnir með þátttöku Ís- lendinga við nám í Kaupmanna- höfn. Hafin var farsæl vegferð hans hjá Sjónvarpinu, sem stóð í meira en 50 ár. Sem útvarpsstjóri mat ég mjög mikils ánægjulega samvinnu við Andrés um gerð áramótakveðju Ríkisútvarpsins á gamlárskvöld, með ávarpsorðum mínum og þátttöku íslenskra listamanna. Sú dagskrárgerð sýndi og sannaði, eins og önnur verk Andrésar, að vönduð vinnu- brögð voru aðalsmerki hans. Þegar við Andrés rifjuðum upp gömul kynni og starfsferil vorum við sammála um að ekkert mark- verðara hefðum við gert um æv- ina en að eiga þátt í því ævintýri, sem stofnun íslensks sjónvarps var, og vera með í fyrstu útsend- ingu þess 30. september 1966. Við Steinunn vottum Valgerði og fjölskyldu þeirra hjóna samúð okkar. Blessuð sé minning Andrésar Indriðasonar. Markús Örn Antonsson. Ég kynntist Andrési Indriða- syni þegar ég tók við sem spyrill í Gettu betur í ársbyrjun 1999. Andrés var framleiðandi keppn- innar og hafði þá verið um árabil. Ég vissi náttúrlega hver hann var, enda var hann brautryðjandi í sjónvarpi og maður sem hafði fylgt því alla tíð. Svo hafði ég líka lesið unglingabækur eftir hann, eins og flestir á mínum aldri. Hann var svolítið gamli skólinn og ég leit á mig sem hinn nýja. Samstarf okkar Andrésar var gott frá fyrsta degi og milli okkar myndaðist góð og kær vinátta. Á sjö árum held ég að við höfum náð að hafa áhrif hvor á annan. Hann kenndi mér samviskusemi og ég held að ég hafi náð að kenna hon- um örlítið kæruleysi. En bara ör- lítið, enda þótti Andrési fátt betra en vel skipulagður sjónvarpsþátt- ur. Af honum lærði ég líka að þykja vænt um það sem maður lætur frá sér og vanda sig, því maður fær bara eitt tækifæri til að gera hvern þátt. Andrés var merkilegur maður. Hann var hæglátur en oft með blik í auga, einstaklega ljúfur og hafði dálæti á vel unnu verki og hnepptum peysum. Það var lær- dómsríkt að vinna með honum en líka gaman – sérstaklega þegar mér tókst að fá hann til að skella upp úr yfir einhverjum mjög óandrésarlegum hlutum. Hann reyndist okkur Svanhildi einstak- lega vel. Við minnumst hans með hlýju og þakklæti og sendum Val- gerði, dætrum þeirra Andrésar og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Logi Bergmann Eiðsson. Andrés Indriðason var í hópi frumkvöðlanna sem tóku þátt í að hleypa íslensku sjónvarpi af stokkunum á sínum tíma. Hann skrifaði greinar um popptónlist í dagblöð áður en hann hóf störf hjá Sjónvarpinu. Áhugi hans á tónlist leiddi til þess að fjölmargir tónlistarmenn og hljómsveitir gerðu eftirminnilega sjónvarps- þætti, undir hans stjórn og ann- arra. Kynni okkar Andrésar hófust í tengslum við sjónvarpsþáttagerð þegar listafólk sem vann á mínum vegum kom fram í sjónvarpsþátt- um. Okkur varð strax vel til vina og átti sú vinátta eftir að styrkj- ast þegar við hófum nánara sam- starf. Árið 1977 lagði Andrés fyr- ir mig hugmynd um að gera plötu þar sem sjónvarpsbrúðurnar Glámur og Skrámur væru í aðal- Andrés Indriðason HINSTA KVEÐJA Í dag kveðjum við Andr- és afa okkar. Við erum þakklát fyrir allar sam- verustundirnar og sögurn- ar sem hann sagði okkur. Við ætlum að halda áfram að lesa bækurnar hans og hlusta á Glám og Skrám og minnast þannig elsku afa sem var okkur alltaf svo góður. Vala Melkorka, Laufey Matthildur og Högni Dagfinnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.